Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 TAÍLENSKIR hermenn hleyptu af byssum á mótmæl- endur í einu úthverfa Bangkok í gær þegar átök hófust milli öryggissveita og stjórnarandstæðinga. Einn her- maður beið bana og átján manns særðust í átökunum. Mótmælendurnir styðja Thaksin Shinawatra, sem var steypt af stóli forsætisráðherra árið 2006, og vilja að hann komist aftur til valda. Þetta er í þriðja skipti sem blóðug átök blossa upp í Bangkok frá því að mótmælin hófust fyrir nokkrum vikum. Alls hafa 27 manns beðið bana og nær 1.000 manns særst í átökunum, flestir þeirra 10. apríl þegar herinn reyndi að binda enda á mótmælin sem hafa orð- ið til þess að mörgum hótelum og verslunum hefur ver- ið lokað. Talsmaður hersins sagði að öryggissveitir biðu nú eftir „rétta tímanum“ til að leggja aftur til at- lögu við mótmælendurna. „Þetta er eins og stríð. Þeir berjast við óvopnað fólk,“ sagði einn leiðtoga mótmælendanna. Reuters SKOTIÐ Á MÓTMÆLENDUR Í BANGKOK Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BANDARÍSKA strandgæslan íhug- ar nú að kveikja í risastórum olíu- flekk í Mexíkóflóa til að koma í veg fyrir að hann berist að strönd Bandaríkjanna og valdi miklum umhverfisspjöllum. Flekkurinn myndaðist eftir að sprenging varð í borpalli 20. apríl. Óttast er að olíulekinn verði að einu mesta olíumengunarslysi í sögu Bandaríkjanna. Olíuflekkurinn nær nú yfir 74.000 ferkílómetra svæði og var í gær um 32 kílómetra frá strönd Louisiana. Talið er að flekkurinn geti borist á land um helgina. Mikilvæg varp- og hrygningarsvæði í hættu Við strönd Louisiana eru um 40% af votlendi Bandaríkjanna og talið er að olíumengunin geti ógnað varp- stöðvum margra fugla, m.a. fágætra tegunda. Á þessum slóðum eru einn- ig mikilvæg hrygningarsvæði fiska. Bandarískir embættismenn sögð- ust í gær vera að íhuga þann mögu- leika að kveikja í olíuflekknum þótt hætta gæti einnig stafað af eldinum og loftmenguninni af völdum hans. Sérfræðingar segja að fuglar og önnur dýr séu líklegri til að sleppa frá brennandi olíu en olíuflekknum þótt dýrunum geti einnig stafað hætta af eiturgufum frá eldinum. Olíufyrirtækið BP, sem leigði bor- pallinn, hefur meðal annars notað fjarstýrða kafbáta til að reyna að stöðva lekann. Einnig er stefnt að því að flytja annan borpall á svæðið til að bora nýja holu í því skyni að stöðva olíustreymið. Sú vinna gæti þó tekið of langan tíma, eða tvo til þrjá mánuði. Nær fimmtíu bátar og skip eru á svæðinu til að reyna að hreinsa sjó- inn og stöðva útbreiðslu olíu- flekksins. Íhuga að kveikja í olíubrák í Mexíkóflóa  Reynt að afstýra miklu umhverfisslysi í Bandaríkjunum 20 km 1 2 2 1 Heimildir: BP, NOAA Office of Response and Restoration HÆTTULEGUR OLÍULEKI Í MEXÍKÓFLÓA Risastór olíuflekkur eftir mannskæða sprengingu í olíuborpalli í Mexíkóflóa gæti borist að strönd Bandaríkjanna um helgina. Forsetinn og þingið í Washington hafa hafið rannsókn á málinu og óttast er að í uppsiglingu sé eitt mesta olíumengunarslys í sögu Bandaríkjanna Náttúruverndarsvæði (Chandeleurs-eyjar) Náttúruverndarsvæði Deepwater Horizon Eldur blossaði upp í olíuborpallinum eftir sprengingu 20. apríl; Pallurinn sökk 22. apríl Olíubrák3,2 km hringlaga svartur olíuflekkur Mexíkóflói Gulfport Biloxi MobileBANDARÍKIN LOUISIANA MISSISSIPPI ALABAMA BANDARÍKIN KANADA Fjarstýrðir kafbátar eru notaðir til að fylgjast með Macondo-borholunni og hugsanlegt er að þeir verði notaðir til að gangsetja BOP-búnað sem getur lokað holu sem verið var að bora Borpallur sem nefnist Development Driller III (DDIII) verður fluttur á staðinn og á að bora nýja holu sem á að fara inn í Macondo-borholuna Nýja holan verður notuð til að dæla þungum vökva í borholuna til að stöðva olíustreymið þannig að hægt verði að vinna að því að loka henni varanlega 1.525 m Fjöldi skipa er á staðnumDDIII Borpallurinn sem sökk Uppstreymis- pípa Horizon Kafbátar ÁÆTLUN BP UM NEYÐARVIÐBÚNAÐ Olíulind 5.500 m dýpi BOP-loki Horizon Macondo- borholan Fyrirhuguð borhola SAMKOMULAG Rússa og Norð- manna um skiptingu 176.000 ferkíló- metra svæðis í Barentshafi er gulls ígildi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og olíuiðnaðinn í Noregi, að sögn norskra sérfræðinga. Samkomulagið þýðir að olíu- og sjávarútvegsfyrirtæki geta þegar í stað byrjað að kortleggja auðlindirn- ar á hafsvæðinu sem gæti reynst mikil „gullnáma“, að sögn Johans Petters Barlindhaugs, prófessors og stjórnarformanns olíufyrirtækisins North Energy. Hann segir að norsk stjórnvöld þurfi að leggja þegar í stað fé í rannsóknir á svæðinu. „Nú hefst kapphlaupið, það vita Rússarn- ir líka,“ hefur norska dagblaðið Aftenposten eftir Barlindhaug. Øystein Noreng, prófessor í olíu- hagfræði, tekur í sama streng og segir að það sé „óhugsandi“ að Norð- menn geti ekki hafið olíu- og gas- vinnslu á svæðinu. Fréttavefur norska ríkisútvarps- ins hefur einnig eftir talsmanni Statoil, Ola Morten, að miklar olíu- og gaslindir séu á svæðinu. Í samræmi við þjóðarétt Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hugsa einnig gott til glóðarinnar og samtök norskra atvinnurekenda fögnuðu samkomulaginu. „Ný og stór matarkista hefur verið opnuð,“ sagði talsmaður samtakanna. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir norskan sjávarútveg. Við getum nú hafið nýtingu á stóru hafsvæði,“ sagði Reidar Nilsen, formaður Norges Fiskarlag, heildarsamtaka í sjávarútvegi. Norska stjórnin hefur þó einnig verið gagnrýnd fyrir að falla frá þeirri kröfu að farið yrði eftir mið- línureglunni við skiptingu svæðisins. Norski hafréttarsérfræðingurinn Carl August Fleischer sagði þó að tilslökunin væri eðlileg og í samræmi við þjóðarétt. bogi@mbl.is Telja að haf- svæðið verði mikil gullnáma  „Stór matarkista hefur verið opnuð“ GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar eftir að hafa komið sér í klípu með því að móðga kjósanda rúmri viku fyrir kosningar. Brown lét óvart heyrast til sín þegar hann uppnefndi 66 ára gamla ekkju og sagði hana „fordómafulla“, eftir að hafa spjallað við hana fyrir framan hljóðnema. Konan ræddi við hann um skuldir hins opinbera, skatta og málefni inn- flytjenda í bænum Rochdale í norð- vesturhluta Englands. Eftir sam- talið steig Brown upp í bíl og honum var ekið burt. Þá var forsætisráð- herrann enn með þráðlausan hljóð- nema í barminum og í beinni útsend- ingu. Þar heyrðist hann eiga samtal við aðstoðarmann sinn. „Þetta var algjört stórslys,“ sagði Brown. „Þetta var bara einhver for- dómafull kona.“ Eftir að fjölmiðlar skýrðu frá at- vikinu fór forsætisráðherrann í heimsókn til ekkjunnar og bað hana auðmjúklega afsökunar. „Ég blygð- ast mín fyrir það sem gerðist,“ sagði hann. Brown kom sér í klípu með skyssu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.