Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 Vestmannaeyjum. Síðar þegar líf þeirra lágu saman og nýr kafli hófst í lífi Hauks hófst líka nýr kafli í okkar fjölskyldu með kynnum okkar af Hönnu. Þau voru á margan hátt ólík en þó var líf þeirra svo samofið að persónur þeirra féllu saman og urðu að einni. Að ferðalokum leggst allt til og myndar umgjörð um minningar og áframhaldandi tilveru þeirra í okkar minningum. Kynni urðu nánari og samverustundir fleiri eftir að við lögðum fyrir þau þá ætlun okkar að byggja sumarhús í Borgarfirði. Þau fóru strax á stúfana og fundu nokkra staði sem til greina þóttu koma fyrir bústað. Að lokum var staðurinn val- inn og er okkur enn ljóslifandi minn- ingin þegar við fórum með þeim í norðanroki og völdum endanlega lóð, skammt ofan við Borgarnes. Bústað- urinn var reistur og fékk nafnið Hlíð- arhús. Samskiptin jukust bæði með heimsóknum þeirra í bústaðinn og heimsóknum okkar til þeirra. Oftar en ekki komu þau færandi hendi með nýbakaða marmaraköku úr ofninum hennar Hönnu. Hvort í sínu lagi voru þau lista- menn, Haukur í tónlistinni og Hanna í handverkinu. Mínar fyrstu minn- ingar um Hauk eru tónarnir úr klar- ínettinu hans þegar hann var að æfa sig heima í Hlíðarhúsi í gamla daga. Hans aðalhljóðfæri var kontrabassi, sem hann handlék af mikilli innlifun. Hann spilaði víða og með mörgum hljómsveitum. Hanna saumaði lista- verk sín í bútasaumsteppi, málaði á postulín ásamt hannyrðum hvers- konar og eru teppin hennar víða í fjölskyldunni, m.a. í Hlíðarhúsi. Hún hafði fallegt handbragð, var nákvæm og samviskusöm. Þau áttu bæði hjónaband að baki og börn sem enn voru í heimahúsum við upphaf síns hjónabands. Það er mikil áskorun að sameina tvær fjöl- skyldur og þá ekki síst ólíka einstak- linga þannig að úr verði ein. Þetta verkefni leystu þau eins og önnur, með sínu lagi. Seinustu árin hafa verið þeim erf- ið, bæði hafa þurft að glíma við erfið veikindi. Í þeim þrengingum varð það enn og aftur þeirra sameiginlegi styrkur sem hélt þeim gangandi, til- vera þeirra var sameiginleg, þau bættu hvort upp annars veikleika og tókust sameiginlega á við það sem þau réðu ekki við hvort í sínu lagi. Við minnumst þeirra ætíð saman. Í dagbókinni í Hlíðarhúsi eru nöfnin þeirra saman í flestum okkar skráðu heimsóknum. Það er einnig nokkuð víst að svo mun verða áfram í hugum okkar og minningum um alla okkar tíð. Við þökkum þeim samveruna og vinskapinn. Við sendum fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Eiríkur Bogason. Nú þegar við kveðjum afa okkar og ömmu , þá er okkur efst í huga þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum með þeim. Helst var það þegar þau komu í heimsókn eða pabbi og mamma fóru til þeirra upp í Borgarnes, en þaðan eru minning- arnar sem við eigum um þau aðallega sprottnar. Þó kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, sem aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. Í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir) Guð geymi ykkur í hlýjum faðmi sínum, kæru afi og amma. Aðstandendum öllum vottum við samúð okkar. Óskar Aron og Tómas Bragi Jónssynir. Góður frændi og vinur er genginn, uppeldisbróðir og sonur föðurbróður míns. Haukur kom 1942, þá 10 ára gamall, til föðurfjölskyldu sinnar í Hlíðarhúsi í Vestmannaeyjum er móðir hans fluttist til Ameríku. Amma okkar, Sigríður Bergsdóttir, gekk honum í móður stað. Foreldrar mínir hófu sinn búskap í Hlíðarhúsi 1944 og stórfjölskyldan stækkaði í þessu gamla húsi með sögu og sál. Haukur varð mér eins og stóri bróðir, ljúfur og umhyggjusamur, sem leyfði litlu frænku að skottast með í sendiferðir og fylgjast með í hinu og þessu sem verið var að bauka við. Þarna í Eyjum var samfélag bú- skapar, fiskveiða og margvíslegrar sjálfbærni. Á torfunni í kringum Hlíð- arhús bjuggu ættingjar og vinir með sína kartöflugarða og blómagarða. Heimilisbragur í Hlíðarhúsi var sér- stakur, við vorum í þjóðbraut inni í miðjum rúntinum, nágrannar og vinir litu inn og amma átti alltaf heitt á könnunni. Hvert horn var vettvangur margvíslegra viðfangsefna, lesið, pælt og spekúlerað við eldhúsborðið, gert við eitt og annað og hlutir búnir til þegar á þurfti að halda. Vissulega talsvert sjálfbært heimilishald, enda var Haukur ekki af baki dottinn þeg- ar hann var kominn í tónlistina og þurfti að gera við klarinettið sitt. Þarna vantaði hann skinn sem ekki fékkst úti í búð og þá veiddi hann mús og garfaði og sútaði skinnið sjálfur. Hæverskan og ljúfmennskan sem einkenndu Hauk alla tíð komu ekki í veg fyrir að hann leitaði sinna leiða í tilverunni. Tónlistin var hans stóra áhugamál. Það var ekki mikið um hljóðfæri í Hlíðarhúsi frekar en víðar hjá okkur í sjávarplássunum. En Haukur var ákveðinn, kom heim með klarinettið og fór að æfa. Við frænd- systkini hans fylltumst stolti yfir að fá svona merkileg hljóðfæri í okkar hús og að eiga svona músíkant, hann Hauk okkar, og þá ekki síður þegar hann var kominn með kontrabassa líka. Stundum voru líka djassgeggj- ararnir vinir hans í heimsókn eitthvað að músísera inni í herbergi með hon- um. Lífið heldur áfram, nýjar leiðir að opnast en það þarf að vinna fyrir sér og flestir sem stunduðu tónlistina unnu einnig við annað. Haukur fór að læra rakaraiðn hjá Þórði rakara í Vestmannaeyjum, og vann þar í nokkur ár þar til hann hélt til höf- uðborgarinnar á vit nýrra tækifæra. Síðar tók við meira nám í tónlist í Reykjavík, margvísleg tónlistarstörf, tónlistarkennsla, rekstur á rakara- stofu, stúdentspróf svona til gamans og lífið í Borgarnesi. Söknuður og þakklæti fyllir hug- ann á kveðjustund. Að hafa fengið að alast upp bernskuárin með Hauk í heimsmyndinni þá og síðar er eitt af því sem gefur styrk og auðgar til- veruna. Jóhanna Bogadóttir. 1973 fengum við jólakort undirrit- að Hanna og Haukur. Við höfðum þekkt þau og þeirra fjölskyldur mjög lengi svo þetta kom okkur á óvart en með þessu upphafi urðu þessi nöfn óaðskiljanleg. Bæði höfðu þau nýlega gengið í gegn um skilnað og Haukur, sem móðirin hafði yfirgefið á unga aldri og svo eiginkonan, hafði á orði, að nú loksins hefði hann fundið traustan félaga sem var Hanna. Þessi orð voru virkilega rétt því þau voru upp frá þessu óaðskiljanleg svo að dauðinn megnaði ekki að aðskilja þau. Haukur stríddi við sinn illvíga sjúkdóm á annan áratug og þrátt fyr- ir erfiða tíma hélt hann alltaf glað- værð sinni. Þegar hann fékk hrokkið hár eftir að hafa misst hárið varð hon- um að orði. „Drottinn ætlar ekki að taka mig strax fyrst hann er að gefa mér svona fallegt hár.“ Þau komu gjarnan við hjá okkur í Garðabænum eftir að hafa eytt deg- inum í læknismeðferð og voru þá gjarnan svöng og þreytt og voru þessar heimsóknir okkur gleðiefni þar sem við fengum fréttir úr Borg- arnesi. Oft höfðum við áhyggjur af þeim þegar þau lögðu af stað á litla bílnum sínum í Borgarnes og ræddu um hvort ætti nú að keyra og okkur fannst þau hvorugt hafa heilsu til þess. En alltaf komust þau alla leið. Hverfum austur að Núpstað. Verslunarmannahelgi. Þetta er fal- legasta bæjarstæði á Íslandi. Þennan dag hljómar sálmasöngur sem berg- málar í klettunum. Hópur fólks stendur framan við bænhúsið og hlýðir á messu. Að henni lokinni er boðið í kaffi (veislu) í gamla bænum. Þangað inn komast aðeins 14 manns samtímis en það gerir ekkert til, sólin skín og veður er hlýtt og hver hóp- urinn eftir annan fer inn í húsið og nóg er til. Það er Hanna sem sér til þess. Þetta er endurtekið á hverju sumri. Hanna útbjó alltaf veislu fyrir þá sem komu í heimsókn. Heimili þeirra var sérlega fallegt og voru þar margir gripir sem Hanna hafði sjálf gert. Þau voru listunnend- ur bæði fyrir augu og eyru og voru samhent í að sækja listviðburði, t.d. tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Fyrir utan vinnu sína á rakarastof- unni var Haukur hljóðfæraleikari og spilaði á bassann í danshljómsveitum og á yngri árum spilaði hann og söng í Vetrargarðinum. Síðast var hann undirleikari með Freyjukórnum og þá oft á þolmörkum hvað heilsu varð- ar en þetta voru hamingjustundir hans. Minningarnar eru margar og erfitt að velja. Gaman væri að eiga gam- ansögur Hauks á prenti en þær geymast með honum sjálfum. Minn- inguna um þessi sómahjón sem lifðu saman og dóu saman geymum við og aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hildur og Guðmundur. Leiðir okkar og Hauks rakara, eins og hann var alltaf kallaður, lágu saman þegar hann hóf að spila undir á kontrabassa hjá Freyjukórnum. Við kynntumst góðum manni sem þótti óskaplega vænt um kórsystur sínar og okkur þótti öllum óskaplega vænt um hann. Vænst þótti Hauki náttúrlega um hana Hönnu sína, en henni kynntumst við líka þegar þau hjónin komu með okkur í söngferða- lag til Ungverjalands. Þar voru Haukur og Hanna stórkostleg, dug- leg og jákvæð í 40 stiga hita og brennandi heitum sólargeislum með okkur hinum. Við sungum í höllum, kirkjum og strætum og alltaf gengu þau saman hönd í hönd. Það má með sanni segja að við Freyjurnar höfum orðið ríkari en ella, að eiga Hauk sem félaga þau ár sem hann starfaði með okkur. Hann var stoltur af því að vera eini karlinn í kvennakórnum og gantaðist oft með það. Okkur er það svo minnisstætt þeg- ar Haukur skaust inn á æfingar með kontrabassann sinn, þetta stóra hljóðfæri. Áhuginn geislaði ekki ein- göngu af andliti hans, heldur bókstaf- lega hverri einustu hreyfingu líkam- ans. Hann var sérlega léttur í lund, laumaði út úr sér bröndurum, það tísti í honum og hann hristist af hlátri þegar svo bar undir. Hann sýndi stórkostlega leiktilburði á fertugsaf- mæli Zsuzsönnu, kórstjórans okkar, og þegar hann var í stuði, spilaði hann og iðaði allur af lífi og sál. Hann spilaði með okkur Freyjunum þegar fyrsti geisladiskurinn okkar „Birt- ing“ var tekinn upp og þar má glöggt heyra hve Haukur og kontrabassinn áttu vel saman. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og heimili þeirra var afar hlý- legt og persónulegt. Þar gaf að líta útsaumuð listaverk eftir Hönnu og fjölskyldumyndir á stórum veggjum. Kontrabassinn og píanóið voru líka á sínum stað og Haukur spilaði af hjartans lyst meðan kraftar leyfðu. Hanna og Haukur voru ákaflega samrýmd og studdu hvort annað dyggilega í veikindum sínum. Það var dásamlegt að fylgjast með því hvað þau voru ástfangin til hinsta dags, svo ástfangin að þau gátu ekki lifað hvort án annars í orðsins fyllstu merkingu. Varla sólarhringur leið á milli þess að þau kvöddu þennan heim. Þau halda saman á nýjar slóðir, hönd í hönd sem fyrr. Elsku Haukur og Hanna. Okkar bestu þakkir fyrir samfylgdina. Börnum, tengdabörnum, móður, barnabörnum og barnabarnabörnum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. kórstjóra og kórsystra í Freyjukórnum, Margrét Jóhannsdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU EGILSON, Árskógum 6, áður Barðavogi 30. Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða heil- brigðisstarfsfólki sem annaðist hana í veikindum hennar síðustu misserin. Guð blessi ykkur öll. Stefán Skarphéðinsson, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Sverrir Jónsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Þórunn Erla Stefánsdóttir, Jóhann Samsonarson, Erla Jóna Sverrisdóttir, Andri Ottó Ragnarsson, Kristín María Stefánsdóttir, Róbert Grétar Pétursson, Ásgerður Inga Stefánsdóttir, Arnar Þór Egilsson, Stefán Einar Stefánsson, Dagný Jónsdóttir og langömmubörn. ✝ Minningarathöfn um elskulega dóttur mína, móður okkar, systur og föðursystur, MARGRÉTI JÓSEFÍNU PONZI, sem lést á Ítalíu sunnudaginn 18. mars, verður í Mosfellskirkju Mosfellsdal, sunnudaginn 2. maí kl. 14.00. Guðrún Tómasdóttir, Ástríður Jósefína Ólafsdóttir, Bjarni Jósef Ólafsson, Frank Nikulás Ólafsson, Tómas Atli Ponzi, Guðrún Theódóra Ponzi, Gabríel Ponzi. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR ARNAR SVANBERG EINARSSON, Erluási 2, Hafnarfirði, áður til heimilis í Erluhrauni 2b, lést á heimili sínu föstudaginn 23. apríl. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 30. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem vildu minnast hans láti heimahlynningu Landspítalans eða Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur njóta þess. Lísabet Sólhildur Einarsdóttir, Indíana F. E. Sigurðardóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Viktoría I. Sigurðardóttir, Jón Marías Torfason, Einar Svanberg Sigurðsson, Dagrún N. Magnúsdóttir, Sigríður Lísabet Sigurðardóttir, Guðmundur Jónsson, Sólborg Sigurðardóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Birna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, föður, bróður, afa og sambýlismanns, HALLGRÍMS HALLDÓRS BRYNJARSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Hallgrímsdóttir, Brynjar Þ. Halldórsson. ✝ Elskulegur bróðir minn, BJÖRN KRISTJAN LÁRUSSON, lést á heimili Sjálfsbjargar, Hátúni 10 í Reykjavík sunnudaginn 18. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks á 4. hæð Hátúni 10 fyrir frábæra umönnun og hlýju í veikindum hans. Gunnar D. Lárusson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.