Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 29
Dagbók 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
Sudoku
Frumstig
1 9 2 8
7 3
2 4 6
4 1 3 9
9 8
8 6 7
4 1 3
4
7 6
6 7 2 1
3
1
2 1 4 3
4 5 8
6
2 7 6
1 4
7 6 2 5
9 3 4 2
4 6 7 9
2 6 3
3 4
2 6
1 5
3 5 4 1 7
2 1
5 7
5 3 4 1 9 6 8 2 7
9 6 1 7 8 2 3 5 4
7 8 2 4 5 3 1 9 6
2 5 3 9 4 1 6 7 8
4 9 8 6 7 5 2 1 3
6 1 7 3 2 8 5 4 9
1 4 6 5 3 9 7 8 2
8 7 5 2 6 4 9 3 1
3 2 9 8 1 7 4 6 5
2 5 9 8 6 7 3 4 1
4 7 1 5 9 3 8 6 2
6 8 3 2 1 4 9 5 7
3 1 5 4 7 8 6 2 9
8 6 2 1 3 9 5 7 4
7 9 4 6 5 2 1 8 3
9 2 6 3 4 5 7 1 8
1 3 8 7 2 6 4 9 5
5 4 7 9 8 1 2 3 6
4 1 6 2 9 5 3 7 8
9 8 3 6 7 4 2 1 5
5 2 7 8 1 3 4 9 6
7 5 2 9 4 6 8 3 1
8 6 9 7 3 1 5 4 2
1 3 4 5 2 8 7 6 9
3 4 5 1 6 2 9 8 7
2 9 1 4 8 7 6 5 3
6 7 8 3 5 9 1 2 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 29. apríl,
119. dagur ársins 2010
Orð dagsins: En sonurinn sagði við
hann: Faðir, ég hef syndgað móti
himninum og gegn þér. Ég er ekki
framar verður að heita sonur þinn.
(Lúk. 15, 21.)
Viðbrögð vegna gossins í Eyja-fjallajökli hafa verið til fyr-
irmyndar. Einu virðist gilda hvar bor-
ið er niður eða hvaða stofnun á í hlut,
allt gengur snurðulaust fyrir sig,
skipulagið er gott, hugarfarið rétt og
allir, sem hönd hafa lagt á plóg, eiga
hrós skilið. Eftir að hafa gengið í
gegnum fjármálahrun þar sem nánast
allt brást er ánægjulegt að sjá þessa
hlið á íslensku þjóðfélagi, að hér geti
hlutirnir virkað og gengið upp.
x x x
Mikið hefur verið fjallað um elds-umbrotin í Eyjafjallajökli í er-
lendum fjölmiðlum og sennilega hafa
aldrei komið fulltrúar jafn margra er-
lendra fjölmiðla hingað til lands til að
fylgjast með einum atburði. Í upplýs-
ingamiðstöðinni, sem sett var upp í fé-
lagsheimilinu á Hvolsvelli, var stöð-
ugur straumur fjölmiðlamanna í
liðinni viku og var gripið til þess ráðs
að vera með daglega blaðamanna-
fundi á hverjum morgni til að auð-
velda þeim að fylgjast með. Heima-
fólk lét það ekki á sig fá og kippti sér
ekkert frekar upp við ágang fjölmiðla
heldur en náttúruaflanna.
x x x
Blaðamaðurinn Tammy Burnsskrifar grein, sem birtist á föstu-
dag í kanadíska blaðinu The Star, sem
gefið er út í Toronto, þar sem gefin er
nokkuð góð mynd af ástandinu. Þar er
meðal annars talað um það hvað
hjálparstarf hafi gengið vel og sér-
staklega minnst á hlut björg-
unarsveitanna. Burns skrifar að Ís-
lendingar séu enda vanir
jarðhræringum og til marks um það
sé að hér fylgist Veðurstofan með
jarðskjálftum samhliða veðrinu. Hún
hrósar frammistöðu Íslendinga og
bætir við í niðurlagi greinarinnar:
„En ekki segja þeim hvað þeir standa
sig vel. „Ég ætlaði að segja það,“
sagði Kristín Þórðardóttir, fulltrúi
sýslumannsins á Hvolsvelli, þegar
blaðamaður hrósaði viðbragðsflýti
landsins og umfangsmiklu sjálf-
boðaliðastarfi. Hún roðnaði og leit
niður á punktana sína. „En ég vildi
ekki virðast hrokafull,“ lauk hún máli
sínu.“ víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hraust, 8 snjói,
9 ráðleysisfum, 10
lengdareining, 11 seint,
13 kjánar, 15 öflug, 18
lóð, 21 bókstafur, 22
horaður, 23 frumeindar,
24 hörkutóla.
Lóðrétt | 2 ríkt, 3 skilja
eftir, 4 svipta, 5 góð-
mennskan, 6 eldstæðis, 7
vex, 12 meis, 14 eyða, 15
heiður, 16 reika, 17 ílát-
ið, 18 skjögra, 19 fatn-
aður, 20 kvenfugl.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 gláka, 4 hópur, 7 skæri, 8 lokum, 9 nýt, 11 reit,
13 arga, 14 etinn, 15 þjöl, 17 nekt, 20 egg, 22 órótt, 23
álkan, 24 tjara, 25 annar.
Lóðrétt: 1 gosar, 2 ámæli, 3 alin, 4 hælt, 5 pukur, 6
rimma, 10 ýring, 12 tel, 13 ann, 15 þrótt, 16 ölóða, 18
eikin, 19 týnir, 20 etja, 21 gáta.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 e6
5. Bc4 d6 6. d4 cxd4 7. cxd4 Rc6 8.
a3 Be7 9. O-O O-O 10. He1 Bd7 11.
Bd2 Hc8 12. Rc3 Rxc3 13. Bxc3 Ra5
14. Bd3 Rc4 15. exd6 Rxd6 16. Re5
g6 17. Df3 Hc7 18. d5 exd5 19. Dxd5
Bf5 20. Had1 Dc8 21. Dd4 f6 22.
Bxf5 Dxf5 23. Rg4 Dh5 24. h3 Rb5
25. Df4 g5
Staðan kom upp á Skákþingi Ís-
lands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir
skömmu í Mosfellsbæ. Alþjóðlegi
meistarinn Stefán Kristjánsson
(2466) hafði hvítt gegn sigurvegara
mótsins, stórmeistaranum Hannesi
Hlífari Stefánssyni (2574). 26. Df3!
og svartur gafst upp enda ræður
hann ekki við hótanir hvíts, sem
dæmi fellur drottningin eftir
26…Rxc3 27. Rxf6+.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Misjafnt spilamat.
Norður
♠2
♥Á42
♦ÁK943
♣10632
Vestur Austur
♠Á643 ♠D1098
♥10975 ♥KD863
♦872 ♦DG
♣Á5 ♣98
Suður
♠KG75
♥G
♦1065
♣KDG74
Suður spilar 6♣.
Greinilega hafa n-s færst fullmikið í
fang að reyna við slemmu. En það er
huggun harmi gegn að fimm vinnast
ekki heldur nema með sjónpípuíferð í
tíglinum – upplýsingalaust myndi
sagnhafi alltaf djúpsvína fyrir litlu
hjónin frekar en að reyna að fella þau
blönk á bakvið.
En hvernig geta menn lent í slemmu
með tvo ása úti? Hér var grunnurinn
lagður með léttri opnun suðurs á 1♣.
Hin lauflétta opnun dró fram tígulsvar
frá norðri og við því sagði suður 1♠,
sem þar og þá sýndi fimmlit í laufi til
hliðar. Norður sá þá fyrir sér ofur-
samlegu og setti í slemmugírinn. Og
eins og oft vill verða þegar lauf er
tromp, þá fórst fyrir að spyrja um ása.
Spilið er frá 2. umferð Íslandsmóts-
ins og er merkilegt fyrir þær sakir að
það var passað út á hinu borðinu!
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ættir að huga að skuldum þín-
um og reikningum. Vissulega geta hug-
myndir vina átt við að hluta til og orð
þeirra verið meira eða minna sönn.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Gættu þess að láta ekki ímyndunar-
aflið hlaupa með þig í gönur. Láttu von-
brigðin ekki ná tökum á þér þó ekki gangi
allt upp sem stendur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Áhrifamiklir vinir leita liðsinnis.
Þú ert eitthvað viðkvæm/ur og þarft
stundum að fá tækifæri til að flýja hið
daglega amstur.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Ekki steypa þér í kortaskuldir.
Tunglið og afstaða annarra stjarna er þér
hagstæð þessar vikurnar hvað varðar
ástamálin.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þótt þú lendir í einhverju mótlæti
um skeið máttu ekki láta það á þig fá.
Brjóttu odd af oflæti þínu og farðu eftir
ráðleggingum vina.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Nú er lag að blanda geði við vini
eða leita hófanna í öðrum félagsskap.
Hugsaðu hvert skref vel því nú ríður á að
þér mistakist ekki.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er engin minnkun að því að
þiggja hjálp annarra, þegar hún er boðin
af góðum hug. Ekki falla í þá freistni að
sýna öðrum óheilindi.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Tilfinningarnar ólga hjá þér
og þú mátt hafa þig alla/n við að svo þær
beri þig ekki ofurliði. Þú ert fædd/ur leið-
togi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ef þú ert alltaf að búast við
vandræðum, leita þau þig uppi. Gleymdu
ekki að þakka fyrir það sem þú hefur.
Reyndu að finna þér skjól meðan þú met-
ur málin.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Vertu fyrst/ur til þess að kynna
þig fyrir nýjum samstarfsmanni. Hvort
sem þér líkar betur eða verr skaltu reyna
að fá heildarmynd af eignum og skuldum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þótt skynsamlegt sé að skoða
málin sem best skyldi enginn horfa fram
hjá eigin tilfinningu. Með góðri skipulagn-
ingu tekst þér það sem þú ætlar þér.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Eru engar lausnir í sjónmáli? Með
því að hreinsa af borðinu, býrðu til páss
fyrir eitthvað nýtt. Einhver mun hugs-
anlega reyna að blekkja þig.
Stjörnuspá
29. apríl 1106
Jón Ögmundsson, 54 ára
prestur að Breiðabólstað í
Fljótshlíð, var vígður biskup á
Hólum í Hjaltadal, sá fyrsti.
Hann lést 1121.
29. apríl 1899
Kristilegt félag ungra kvenna,
KFUK, var stofnað en KFUM
hafði verið stofnað í byrjun
ársins. Séra Friðrik Frið-
riksson stofnaði bæði félögin.
29. apríl 1967
Breski landhelgisbrjóturinn
Brandur strauk úr Reykjavík-
urhöfn með tvo íslenska lög-
regluþjóna um borð. Varðskip
náði togaranum síðar sama
dag. Skipstjórinn var dæmdur
í þriggja mánaða varðhald,
fjársekt og upptöku afla og
veiðarfæra.
29. apríl 1971
Risarauðmagi veiddist í Stein-
grímsfirði, 51 sentimetra
langur og 4 kílógrömm, sá
stærsti sem vitað var um hér
við land. Hann var talinn sex
ára gamall.
29. apríl 1994
Halldór Ásgrímsson tók við
formennsku í Framsókn-
arflokknum af Steingrími
Hermannssyni, sem var skip-
aður seðlabankastjóri.
29. apríl 1998
Varðskip komu með stóra
flotkví til Hafnarfjarðar.
Flutningur hennar frá Bret-
landi hafði tekið einn mánuð
og gengið á ýmsu.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„ÉG verð glaðastur með það að byrja að steina
niður skötuselsnet,“ segir Grétar Mar Jónsson,
skipstjóri í Sandgerði og fyrrverandi alþing-
ismaður, í tilefni 55 ára afmælisins í dag, en hann
má byrja að leggja netin á mánudag. Hann segist
annars ekki ætla að halda sérstaklega upp á af-
mælisdaginn en hafi haft það fyrir sið á 10 ára
fresti frá því hann hélt mikla veislu þrítugur. „Síð-
ast hélt ég 250 manna veislu í Sandgerði þegar ég
var fimmtugur,“ segir hann.
Grétar er að gera Sölku GK, 29 tonna bát sinn,
klára fyrir skötuselsveiðarnar, en fjórir verða í
áhöfn. Hann segir ákveðna gleði tengda því að fá að fara í frjálsar
veiðar og þó hann þurfi að borga 120 krónur fyrir kílóið fáist 500
krónur fyrir það og því eftir nokkru að slægjast. Úthlutunin verði
samt takmörkuð til að byrja með en hann voni að hún sé aðeins byrj-
unin, „að þetta verði til þess að maður geti um frjálst höfuð strokið og
haft atvinnu af því að veiða fisk án þess að þurfa að leigja hann dýrum
dómum.“ Í því sambandi nefnir hann að í kringum nýliðin áramót hafi
hann borgað 275 krónur fyrir kílóið af þorski og oft hafi ekki fengist
mikið meira fyrir hann en það. steinthor@mbl.is
Grétar Mar Jónsson skipstjóri 55 ára
Steinar niður skötuselsnet
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is