Morgunblaðið - 18.05.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.05.2010, Qupperneq 10
Útilegumaður Garðar kann best við sig úti í náttúrunni. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er svo heppinn að hafafengið að alast upp í nánumtengslum við náttúruna,þar sem ég fékk að vera frjáls, leika mér í fjörunni og príla í fjöllunum,“ segir Garðar Hrafn Sig- urjónsson og vísar með orðum sínum í umhverfið við Flókalund í Vatnsfirði á Vestfjörðum, en þar ráku foreldrar hans hótel í ellefu sumur. „Pabbi bauð upp á sjókajakferðir í firðinum þarna fyrir utan, í samstarfi við Ultima Thule, og ég byrjaði því að róa á kajak þegar ég var 11 ára,“ segir Garðar sem hefur alla tíð verið mikill útivistargarpur. Hann byrjaði að æfa á keppnisskíðum þegar hann var aðeins átta ára og var í skíðadeild KR þar til hann var sextán ára. „Þá hætti ég í skíðakeppninni og sneri mér að því að róa á straumkajak, en ólíkt sjókajak þá siglir maður í ám og flúðum á straumkajak. Þetta er skemmtilegt og ögrandi og það fylgir því mikil ánægja að hafa sigrast á fossi eða flúð á straumkajak. Enda verða margir nánast háðir þessu, geta ekki hætt þegar þeir eru komnir á bragðið.“ Sigldi í Jökulsá í Skagafirði Út frá kunnáttu á straumkajak fór Garðar að vinna sem lausamaður við flúðasiglingar hjá Arctic Rafting þegar hann var aðeins 16 ára. „Þá voru þeir með rafting-siglingar í Þjórsá en þegar ég var 18 ára fékk ég fasta vinnu við siglingar í Jökulsá í Skagafirði. Fljót- leg eftir það keyptu nokkrir félaga minna Arctic Rafting og breyttu því í Arctic Adventures, og ég hef unnið hjá þeim síðan. Við sem störfum þar köllum okkur stundum Arctic- fjölskylduna og höfum ólíkan bak- grunn, sumir eru klifrarar, aðrir brimbrettagaurar, kafarar eða skíða- menn. Þetta kemur sér vel því fyrir vikið getum við boðið upp á fjöl- breyttar útivistarferðir. Við gerum mikið út á dagsferðir og erum meðal annars með hellaferðir, köfun í Silfru á Þingvöllum, jöklagöngur á Sól- heimajökul með ísklifri, tindgöngur á Snæfellsjökul, fjórhjólaferðir, sjó- kajakferðir og fleira,“ segir Garðar sem sér alfarið um sjókajakferðirnar, hannar þær og heldur utan um hóp- inn hverju sinni. Garðar segir að á vorin komi margir skólahópar í ferðir til þeirra. „Þetta eru krakkar sem eru að fagna próflokum með ævintýraferð. Núna í vor fáum við til dæmis um 1.500 krakka til okkar, bæði í river-rafting, ratleiki og hellaferðir,“ segir Garðar sem finnst að íþrótta- kennsla í skólum ætti að vera fjöl- breyttari. „Mér finnst að það ætti að fara meira með nemendur út í náttúr- una. Við getum nýtt landið okkar bet- ur með því að kenna almenna útivist og kynna þá fjölmörgu möguleika sem þar eru í boði. Við hugsum alltaf um að byggja rándýr skíðasvæði eða handboltavelli, en gleymum kannski að við eigum ár út um allt land sem hægt er að nýta til útivistar, til dæmis til að sigla á kajak. Það er ástæða til Hlaupahópur Ármanns í samvinnu við Daníel Smára Guðmundsson, einn reynslumesta langhlaupara landsins, býður nú upp á undirbún- ingsnámskeið fyrir þá sem ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Arndís Björnsdóttir, formaður klúbbsins, var á hraðanámkeiði hjá Daníel í haust og hún segist hafa aukið hraða sinn verulega. Hún vill þó ekki gefa upp hlaupatíma op- inberlega, að svo komnu máli. Arndís var búin að hlaupa með hléum frá 2005 en kveðst hafa lært heilmikið af námskeiðinu. „Æfingarnar urðu markvissar, það er það sem vantaði.“ Námskeiðið er 3 mánuðir og felur í sér tvær sameiginlegar æfingar á viku, þriðjudag og fimmtudag. frá Laugarbóli, Laugardal undir leiðsögn Daníels. Að öðru leyti fer hver og einn eftir sinni einstaklings- áætlun. Námskeiðið hefst 1. júní nk. Skráning fer fram hjá Daníel Smára í versluninni Af- reksvörum í Glæsibæ eða með því að senda tölvupóst á danielsm- ari61@gmail.com. Einnig er hægt að skrá sig eða fá nánari upplýsingar hjá formanni stjórnar Hlaupahóps Ármanns, Arndísi Björnsdóttur, arn- disbj@hotmail.com. Hver mánuður kostar 5.000 krón- ur. Ef borgað er í einu lagi fyrir 4. júní er verðið 3.000 krónur. Undirbúningsnámskeið fyrir Reykjavíkurmaraþonið Hlaupið með reynslubolta Daníel Smári Guðmundsson HREYFING OG ÚTIVIST MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 10 Daglegt líf Vefurinn Wikiloc er einstakur í sinni röð, að minnsta kosti hefur Leifur Hákonarson fjallagarpur hvergi fund- ið vef sem kemst í hálfkvisti við hann. Á Wikiloc má nálgast gps-ferla frá flestum heimshornum sem sýna gönguleiðir, reiðleiðir, leiðir upp fjöll, siglingaleiðir fyrir kajaka og svo mætti lengi telja. Ferlunum, sem eru settir inn af notendum Wikiloc víða um heim, er hægt að hlaða niður í gps-tæki. Alls er nú búið að hlaða upp 179.000 ferlum inn á vefinn. Til að hlaða niður gps-ferlum (og hlaða þeim upp) þarf að skrá sig en skráningin er ókeypis. Vefurinn er einfaldur í notkun og notendur setja ferlana beint inn sjálfir – enginn milliliður skiptir sér af. Gögnin sem eru sett inn eru á ábyrgð notenda. Geysilega þægilegt Leifur byrjaði að nota Wikiloc fyrir um þremur árum. „Ég var að leita að gps-ferlum á Netinu og fann þessa síðu. Þá voru þarna aðallega reiðhjólaferðir á Spáni en sá sem opnaði þetta upp- haflega er spænskur,“ segir hann. Mikill fengur sé að síðu sem þessari. „Þegar maður er að fara á óþekktar slóðir þá er geysilega þægilegt að geta bara hirt GPS-slóð til að elta.“ Ferlarnir á Wikiloc sjást á kortavef Google, Google Maps, og vefurinn fellur einnig eins og flís við rass Go- ogle Earth-forritið sem þýðir m.a. að þegar fólk skoðar gervihnattamyndir af tilteknu landsvæði getur það um leið séð ferlana á Wikiloc. Myndir tengjast leiðunum Þetta eru allt saman frábærir eig- inleikar og þó er einn sá besti ótal- inn. Með hverjum gps-ferli er nefni- lega hægt að hlaða upp ljósmyndum og myndböndum sem hafa verið teknar á viðkomandi leið. Nú má finna á síðunni ríflega 240.000 ljós- myndir sem tengjast leiðunum. Wikiloc er margverðlaunuð. Vef- urinn hefur m.a. fengið verðlaun frá National Geographic og árið 2006 út- nefndi Google-fyrirtækið Wikiloc besta forritið sem tengdist kortavef Google. Stofnandi Wikiloc er Spánverjinn Jordi Ramot. Það þarf ekki að koma á óvart að áhugamál hans eru fjall- göngur, fjallahjólreiðar og skíða- mennska utan troðinna brauta. Vefsíðan: www.wikiloc.com Siglingafræði Sá sem kann að nota Wikiloc og gps-tæki þarf ekki að villast. Gps-ferlar út um allan heim Víðförull Leifur Hákonarson hefur hlaðið 111 leiðum inn á Wikiloc. Upp um fjöll og firnindi Útivistargarpinum Garðari Hrafni finnst að við eigum að nýta hina frá- bæru íslensku náttúru meira í kennslu. Sjálfur vinnur hann við sjókajak- ferðir og hellaferðir svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur skíðað í Kasmír, kaf- að á Filippseyjum og siglt á kajak á Grænlandi. Borgarstjórnarkosningar 29. maí 2010 Kjörfundur hefst laugardaginn 29. maí kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur mun á kjördag hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur og þar verða atkvæði talin. Símanúmer yfirkjörstjórnar verður á kjördag 411 4910. Kjörskrá Kjörskrá í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna mun liggja frammi í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 19. maí nk. fram á kjördag. Frá sama tíma verður hægt að slá inn kennitölu á www.kosning.is og fá upplýsingar um hvar á að kjósa. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskrár í Reykjavík skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Borgarstjórinn í Reykjavík Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Kjörstaðir Kjörstaðir í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 29. maí nk. verða sem hér segir: Ráðhús Hagaskóli Kjarvalsstaðir Hlíðaskóli Laugardalshöll Breiðagerðisskóli Borgaskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Árbæjarskóli Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ölduselsskóli Ingunnarskóli Klébergsskóli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.