Morgunblaðið - 31.05.2010, Qupperneq 2
Kjartan
Magnússon
43 ára,
borgarfulltrúi
Karl
Sigurðsson
37 ára, tölvunar-
fræðingur og
tónlistarmaður
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við hittum fulltrúa Samfylkingar-
innar í Reykjavík og áttum óform-
legan fund með þeim. Þetta var spjall
á léttum nótum. Ég held að það litist
af því að þeir séu að velta því fyrir
sér hvers konar flokk þeir eru að fara
í samstarf við,“ sagði Jón Gnarr, odd-
viti Besta flokksins, um stöðu við-
ræðna seinnipartinn í gær.
„Það er í rauninni ekkert í stefn-
unni. Það var sameiginleg ákvörðun
miðstjórnar Besta flokksins að við
skyldum reyna þetta fyrst,“ segir Jón
um ástæður þess að ekki skuli fyrst
leitað til Sjálfstæðisflokksins.
Hugðust flokkarnir þá taka upp
þráðinn í viðræðunum í dag.
Stefnan samin af her manna
Jón Gnarr kveðst aðspurður ekki
aðhyllast frjálshyggju en hann vill þó
ekki láta staðsetja sig hugmynda-
fræðilega að öðru leyti. Störf hans
muni einkennast af skrefum til hægri
og vinstri í borgarmálunum.
– Eruð þið tilbúin með málefna-
lista og kröfur í einstökum málum?
„Já.“
– Hversu ítarlegur er þessi listi?
„Það er her manna búinn að vera
að störfum nokkuð lengi við að setja
niður þessa lista og það er gífurlega
mikil vinna. Þetta er náttúrlega
flokkur sem er með allskonar. Það er
mjög margt sem okkur langar til að
bæta og laga. Það eru hlutir sem
snúa að stjórnsýslunni, sem er flókið.
Þar erum við með lögfróða menn.
Það er ein okkar helsta krafa að
fólkið í borginni fái áþreifanleg tæki-
færi til að hafa áhrif á ákvarðana-
töku með virku íbúalýðræði.“
– Skynjarðu vilja af hálfu Sam-
fylkingarinnar til að koma til móts
við þessar kröfur ykkar?
„Já. Mér fannst það.“
Þakklátur, glaður og stoltur
– Þið vinnið stórsigur. Hvað er þér
efst í huga eftir úrslitin?
„Ég er gífurlega þakklátur og
glaður með þennan mikla stuðning
og þrátt fyrir óhefðbundna og
óvenjulega kosningabaráttu. Við
náðum gífurlega miklum árangri án
þess að auglýsa nokkurn skapaðan
hlut. Við auglýstum aðeins í útvarpi
en það voru engar dagblaðaauglýs-
ingar. Við vöktum athygli á okkur
með hugvitssemi og gleði. Þannig að
ég er gífurlega þakklátur og stoltur
af fólki.
– Er öruggt að Besti flokkurinn
verði í meirihluta?
„Já.“
Oddviti Besta flokksins segir miðstjórn flokksins fremur kjósa samstarf við
Samfylkingu en Sjálfstæðisflokkinn Boðar hægri og vinstri pólitík í borginni
Jón
Gnarr
43 ára, leikari
Einar Örn
Benediktsson
48 ára, fjölmiðla-
fræðingur og
tónlistarmaður
Óttarr
Proppé
41 árs, bóksali og
tónlistarmaður
Elsa Hrafn-
hildur Yeoman
37 ára, sjálfstætt
starfandi
Eva
Einarsdóttir
34 ára, tómstunda-
og félagsmála-
fræðingur
Júlíus Vífill
Ingvarsson
59 ára,
borgarfulltrúi
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
38 ára,
borgarfulltrúi,
Gísli Marteinn
Baldursson
38 ára,
borgarfulltrúi
Dagur B.
Eggertsson
37 ára,
borgarfulltrúi
Oddný
Sturludóttir
33 ára,
borgarfulltrúi
Björk Vil-
helmsdóttir
46 ára,
borgarfulltrúi
Sóley
Tómasdóttir
36 ára,
borgarfulltrúi
Byrja á Samfylkingu
Morgunblaðið/Eggert
Heimsfrægur? Jón Gnarr með nýjum vinnufélögum í borginni á kosninga-
nótt. Wall Street Journal og BBC höfðu þá þegar borið úrslitin undir hann.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
44 ára,
borgarstjóri
2
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Úrslit sveitarstjórnarkosninga
Flest bendir til að Samfylking, VG, Næst besti
flokkurinn og Listi Kópavogsbúa myndi nýjan
meirihluta í Kópavogi. Fulltrúar flokkanna áttu
tvo formlega fundi í gær og ætla að hittast aftur í
dag.
Rannveig H. Ásgeirsdóttir, oddviti Lista Kópa-
vogsbúa, sagði í gærkvöldi að viðræður gengju vel.
„Við áttum gott samtal. Það er ekkert sem veld-
ur ágreiningi. Í grunninn eru allir að hugsa á svip-
uðum nótum,“ sagði Rannveig. Hún treysti sér
ekki til að spá um hversu langan tíma tæki að ljúka
viðræðum. Verið væri að fara skipulega yfir alla
málaflokka og vinna að markmiðasetningu. Hún
segir ekkert benda til annars en að viðræðurnar
skili jákvæðri niðurstöðu.
„Ég skynja einlægan vilja allra til að lenda þessu
og mér sýnist að það sé lítið sem beri í milli,“ segir
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í
Kópavogi.
Óformleg samtöl við VG
VG er í lykilstöðu í Hafnarfirði. Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, átti í gær
óformlegar viðræður við fulltrúa Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks. Hún segir að flokkurinn hafi
ekki tekið ákvörðun um að hefja formlegar við-
ræður við annan hvorn flokkinn. Samfylkingin hef-
ur óskað eftir formlegum viðræðum við VG um
myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Guðrún segir
alveg ljóst að hvernig sem fari verði breytingar í
Hafnarfirði. Hún segir „allt opið“ varðandi hver
verði bæjarstjóri. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að
allir flokkarnir þrír ræði saman um verkefni sem
við blasa. egol@ mbl.is » 14
Nýr meirihluti að myndast í Kópavogi
Vel gengur hjá fjórum flokkum sem ræða um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs
VG í Hafnarfirði vill tryggja að breytingar verði gerðar áður en formlegar viðræður hefjast
Morgunblaðið/Eggert
Bæjarstjórn Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna í Kópavogi settust niður til fundar í gærkvöldi.
Meirihlutar falla
» Meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks í Kópavogi
féll í kosningunum, en samstarf
flokkanna hófst 1990.
» Samfylkingin og forveri
hennar, Alþýðuflokkurinn, hafa
verið við völd í Hafnarfirði frá
árinu 1986 ef árin 1998-2002
eru undanskilin.
» Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn-
arfirði vann á, en Sjálfstæð-
isflokkurinn í Kópavogi tapaði
miklu.
» Framsóknarflokkurinn náði
naumlega inn manni í Kópavogi,
en litlu munaði að hann fengi
mann í Hafnarfirði.
Liðlega 22% kjósenda Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík gerðu breyt-
ingar á röðun frambjóðenda eða
strikuðu út nöfn. Verið er að vinna
úr breyttum seðlum en ljóst er að
breytingarnar hafa engin áhrif á
röð frambjóðenda.
Kristín Edwald, formaður yf-
irskjörstjórnar, segir að þótt tölur
fylgismeiri framboðanna hafi verið
gefnar upp í heilum þúsundum hafi
fyrstu tölur sýnt rétta mynd af
stöðu talningarinnar og skiptingu
fulltrúa á þeim tíma sem þær voru
teknar upp. Hún segir að sömu
vinnubrögð hafi verið viðhöfð við
talningu í Reykjavík og áður.
Mestar breyt-
ingar hjá D-lista
Útstrikanir
og breytingar á atkvæðaseðlum
Greidd Breyttir
atkvæði seðlar Hlutfall
B 1.629 61 4%
D 20.006 4.475 22%
E 681 9 1%
F 274 5 2%
H 668 15 2%
S 11.344 971 9%
V 4255 475 11%
Æ 20.666 904 4%
59.523 6.915 11,6%
Sigur Besta
flokksins með
Jón Gnarr í far-
arbroddi hefur
vakið athygli
erlendis. Bæði
breska rík-
isútvarpið BBC
og fréttastofa
AFP segja
flokkinn hafa
brotist fram á sjónarsviðið fyrir
um sex mánuðum. Besti flokk-
urinn hafi m.a. kynnt málefni sín
á Youtube og er vísað bæði á
myndbandið og fjallað um kosn-
ingaloforð flokksins, svo sem
„Sjálfbært gagnsæi“, frí hand-
klæði fyrir sundlaugagesti og ís-
björn í Húsdýragarðinn.
Bretar tala um
Besta flokkinn
Sigur Jón Gnarr