Morgunblaðið - 31.05.2010, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða frábær tilboð í
14 nátta ferðir til Costa del Sol í
sumar. Í boði er frábær sértilboð
á El Griego, Roc Flamingo og
Puente Real með allt innifalið.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi
herbergja í boði á þessum
kjörum. Fyrstur kemur,
fyrstur fær!
Gríptu þetta frábæra tækifæri og
njóttu lífsins í sumar á Costa del
Sol á ótrúlegum kjörum.
8. júní og 22. júní í 14 nætur
Verð frá 119.940 allt innifalið
Costa del Sol
Verð kr. 119.940
Allt innifalið. Ótrúlegt verð.
Netverð á mann, m.v. flug og gistingu fyrir
tvo fullorðna og tvö börn í fjölskylduherbergi
á Roc Flamingo *** eða El Griego *** Mar í
14 nætur. Annað hvort 8 – 22. júní eða
22. júní – 6. júlí.
Verð kr. 138.340
Allt innifalið. Ótrúlegt verð.
Netverð á mann, m.v. flug og gistingu fyrir
tvo fullorðna og tvö börn í fjölskylduherbergi
á Puente Real ***+ í 14 nætur. Annað hvort
8 – 22. júní eða 22. júní – 6. júlí.
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Straumhvörf urðu í borgarpólitík-
inni um helgina þegar Besti flokk-
urinn stóð uppi sem stærsti flokk-
urinn eftir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar á laugardag.
Vart þarf að taka fram eftir jafn
sögulegar kosningar að þetta er í
fyrsta skipti í stjórnmálasögunni
sem yfirlýst grínframboð hlýtur því-
líkt fylgi í fyrstu atrennu. Hafa úr-
slitin vakið heimsathygli.
Útkoman er mikið áfall fyrir
vinstri flokkanna sem tapa allir
miklu fylgi. Þannig hröpuðu Vinstri
grænir úr 13,2% 2006 niður í 7,2%,
Samfylking úr 26,8% í 19,1% og
Framsókn úr 6,1% niður í 2,7% og
fór þar með nærri því að þurrkast
út. Nemur fylgistap flokkanna
þriggja 17,1%.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einn-
ig miklu, fór úr 42% í 33,6%.
Besti flokkurinn hefur gefið upp
að hann kjósi fremur samstarf með
Samfylkingu en Sjálfstæðisflokki en
ljóst má vera að hann er í lykilað-
stöðu um meirihlutamyndun.
Hömpuðu Hönnu Birnu
Flokkarnir fjórir lögðu mikla
áherslu á oddvita sína í kosninga-
baráttunni, einhverri þeirri dauf-
ustu sem sögur fara af, og þótti
bera lítið á öðrum frambjóðendum.
Hjálmar Sveinsson, frambjóðandi
Samfylkingar, tekur undir þetta, ef
frá sé talin Samfylking. Hann telur
einsýnt að sjálfstæðismenn hafi lagt
upp með að leggja áherslu á mann-
kosti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
fremur en hið pólitíska vörumerki
Sjálfstæðisflokkinn.
Það fór einnig lítið fyrir eiginlegri
málefnabaráttu og kosningaloforð-
um og viðurkennir Hjálmar að erfitt
hafi verið að eiga við Besta flokk-
inn, bæði vegna hrunsins og þess að
gagnrýni á frambjóðendur hans hafi
verið stimpluð sem leiðindi.
Blóðug bræðravíg
Kaldhæðnislegt er að bræðravíg í
Vinstri grænum og Framsókn skuli
hafa dregið mátt úr framboði flokk-
anna, í ljósi þess að Besti flokkurinn
boðar ný vinnubrögð. Flokkarnir
tveir lögðu með öðrum orðum grín-
framboðinu vopn í hendur vegna
innbyrðis valdabaráttu.
Heimildir blaðsins herma að inn-
an Framsóknar sé litið svo á að
flokkurinn hafi tapað fylgi yfir til
sjálfstæðismanna.
Það er hins vegar ekki úr háum
söðli að falla: Framsókn fékk 6,1%
atkvæða í kosningunum 2006 þegar
Björn Ingi Hrafnsson marði sætið.
Verður því að teljast ólíklegt að
sjálfstæðismenn hafi grætt mikið á
þessu fylgistapi.
Einar Skúlason, oddviti Fram-
sóknar í borginni, velti Óskari
Bergssyni úr oddvitasætinu.
Framsókn hefur síðan verið klof-
in í borginni og Einar dregur ekki
dul á að útreiðin á laugardag sé
„persónulegur ósigur“.
Með líku lagi gengu Vinstri
grænir haltir til kosninga vegna
sárinda í kjölfar harðvítugs próf-
kjörs.
Besti flokkurinn við stýrið
Vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn næst-
stærsti flokkurinn Framsókn nær þurrkaðist út Vinstriflokkarnir missa 17,1% atkvæða frá 2006
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavík Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir fylgjast með fyrstu tölum í Ráðhúsinu á kosninganótt.
Talin atkvæði voru: 59.523
Kjörsókn: 63.019
Ákjörskrá:85.808
Kjörsókn:73,4%
Auðir seðlar: 3.238
Ógildir: 258
Framsóknarflokkur (1)
Sjálfstæðisflokkur (7)
Reykjavíkurframboð
Frjálslyndir (1)
Framboð umheiðarleika
Samfylking (4)
Vinstri græn (2)
Besti flokkurinn
33,6%
34,7%
2,7%
19,1%
7,1% 1,1%
0,5%
1,1%
Úrslit í Reykjavík
(1) = Sæti 2006
„Ég vil óska Besta flokknum til hamingju með að
vera að stíga inn á vettvang borgarstjórnmálanna. Ég
hlakka bara til að vinna með þeim,“ sagði Hanna
Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, við mbl.is þegar ljóst var í hvað stefndi á
kosninganótt. Ekki náðist í Hönnu Birnu í gærkvöldi
til að inna hana eftir frekari viðbrögðum við úrslit-
unum. „Þetta er auðvitað gjörbreyting á landslaginu í
borgarpólitíkinni. Þarna eru bara þrír flokkar. Áður
hafa þeir verið fimm. Þannig að þetta er mikil breyt-
ing á því umhverfi sem hefur verið,“ sagði Hanna Birna á mbl.is.
Hún segir sjálfstæðismenn hljóta að vera sátta við niðurstöðuna úr
kosningunum. „Við erum að mælast umtalsvert hærra en við höfum
verið að mælast í könnunum á nýliðnum vikum,“ sagði Hanna Birna
ennfremur. „Við höfum verið í mikilli sókn á undanförnum dögum. Við
hljótum að vera sátt við það. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, sem í síðustu Alþingiskosningum var með 22% í
Reykjavík.“
Hanna Birna neitaði í gær í Silfri Egils að hún væri á leið í for-
mannsframboð í flokknum og sagðist vilja einbeita sér að borginni.
Hún neitaði þó ekki að til hennar hafi verið leitað varðandi framboð.
Gjörbreytt landslag í borginni
„Við erum með 3.000 félagsmenn en fáum 1.600 at-
kvæði. Þannig að það er ljóst að margir framsókn-
armenn eru ekki að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir
Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, um ástæð-
ur þess að Framsókn beið ótvírætt afhroð í borginni.
Framsókn fékk aðeins 2,7% atkvæða og náði Einar
því ekki kjöri. Líkt og hjá VG skildi prófkjör flokkinn
eftir í sárum en Einar fullyrðir að hluti bandamanna
Óskars Bergssonar, fv. oddvita, sem vék eftir sigur Ein-
ars í prófkjöri, hafi ekki tekið þátt í kosningabarátt-
unni.
„Ég er ekki að segja að þetta hafi ráðið öllu en þetta hafði áhrif,“ segir
Einar sem telur flokkinn standa á krossgötum. Forystan verði að hugsa
sinn gang og hvernig hún hagar málflutningi sínum. Einhver skýring sé á
því að þau skilaboð að flokkurinn hafi gengið í endurnýjun umfram aðra
flokka hafi ekki náð til eyrna kjósenda. Þá þurfi að gera grasrótinni kleift
að koma í ríkara mæli að ákvarðanatöku og vali á fulltrúum flokksins.
Einar kveðst óákveðinn um það hvað hann taki sér fyrir hendur. Í bili sé
eina fullvissan sú að hann sé í atvinnuleit.
Bandamenn Óskars neituðu að hjálpa til
Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, var hrærður
þegar blaðamaður bað hann í gær um að líta yfir far-
inn veg. Ólafur, sem var borgarstjóri Reykjavíkur í um
7 mánaða skeið á síðasta kjörtímabili, náði ekki kjöri,
hlaut 0,5% atkvæða, samanborið við 6% og 10% fylgi
framboða hans í sveitarstjórnarkosningunum 2002 og
2006. Ólafur er afar stoltur af framlagi sínu til stjórn-
málanna. Hann hafi synt á móti straumnum, haft frum-
kvæði að stofnun umhverfissamtaka innan Sjálfstæðis-
flokksins og beitt sér fyrir lýðræðislegum vinnu-
brögðum. Sú þrotlausa vinna hafi sett varanlegt mark á borgarmálin.
Hann þakkar Mörtu Guðjónsdóttur, Sjálfstæðisflokki, og Hermanni
Valssyni, Vinstri-grænum, sérstaklega fyrir drengskap og góð verk.
Þá kveðst hann upp með sér fyrir að hafa lagt sitt lóð á vogarskál-
arnar til að tryggja að hann „tæki Framsóknarflokkinn með sér í fall-
inu“.
Segist kveðja stjórnmálin með stolti
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þjóðmálin og ríkisstjórnin hefur þó
nokkuð um þetta að segja. Okkar
kjósendur eru margir mjög reiðir út
af einkavæðingu HS Orku og vegna
þess að ríkisstjórnin skuli ekki verja
almannahagsmuni betur,“ segir Þor-
leifur Gunnlaugsson, fráfarandi
borgarfulltrúi VG, um ástæður fylg-
istapsins í Reykjavík.
Þorleifur átelur flokksforystuna.
„Okkar forysta samanstendur af
millistéttarfólki, háskólafólki, sem
hefur það ágætt og hefur misst
tengslin við alþýðuna. Þá vill það
verða að fólk fer í glerhús og hefur
ekki þessi beinu tengsl við alþýðu
manna sem berst í bökkum. Það held
ég að sé okkar stærsta vandamál.“
Þorleifur skipaði 2. sæti listans og
féll þar með út. VG fékk 7% atkvæða
en hafði fengið
13,2% 2006.
Lengi leit út
fyrir að VG fengi
engan mann en
svo fór að oddvit-
inn, Sóley Tómas-
dóttir, náði kjöri.
Prófkjörsbar-
átta Sóleyjar og
Þorleifs þótti
hörð, átök sem
hann telur hafa haft sitt að segja.
Sárindi vegna prófkjörsins
„Sjálfsagt er það hluti af vanda-
málinu að það var ósátt um fram-
kvæmd forvalsins. Sumir töldu að
ákveðnir aðilar hefðu staðið að því á
vafasaman hátt, að það hefði verið
farið heim til fólks með kjörseðla og
annað slíkt,“ segir Þorleifur sem
bendir á þátt femínisma flokksins.
„Margir kjósendur sögðu mér að
vegna þess hvernig ákveðnir aðilar
settu þessa týpu af femínisma fram,
þá treystu þeir sér ekki til að kjósa
flokkinn. Það er alveg ljóst.“
Spurður hvers vegna kjósendur
VG refsi flokknum svo harkalega
þrátt fyrir að stutt sé frá hruni og
ríkisstjórnin aðeins árs gömul bend-
ir hann á stemninguna í grasrótinni.
„Kjósendur okkar eru á hávinstri-
kantinum og þeir gera ákveðnar
kröfur. Þeir upplifa að það sé verið
að byggja upp gamla kerfið, að það
sé verið að endurreisa fyrirtæki og
láta gömlu auðmennina taka við
þeim. Og að Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn ráði ansi miklu, meðal annars
því að verið sé að setja orkuver og
orkuauðlindir á markað. Þeir upp-
lifa að það sé ekki verið að taka á
málum með aðferðum félagshyggj-
unnar.“
„Menntafólk í glerhýsi“ sem
er í ekki í tengslum við fólkið
Varaborgarfulltrúi VG gagnrýnir flokksforystuna harðlega
Þorleifur
Gunnlaugsson
Úrslit sveitarstjórnarkosninga