Morgunblaðið - 31.05.2010, Síða 10

Morgunblaðið - 31.05.2010, Síða 10
10 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Svanhildur Eiríksdóttir Þátttaka í ljósmyndam-araþoninu stóð öllum nem-endum í 5.–10.bekk grunn-skólanna til boða og sendu hundrað og þrettán börn inn myndir af þremur viðfangsefnum. Átta kom- ust í úrslit. Í viðtali við systkinin kom á daginn að þeim er ýmislegt fleira til lista lagt en að taka góðar ljósmyndir. Vala Rún og Pétur Darri eru bæði nemendur í Akurskóla í Reykja- nesbæ, Vala Rún í 8. bekk og Pétur Darri í 5. bekk. Þegar starfsmaður frá Bókasafninu kom í skólann til þess að kynna ljósmyndamaraþonið sögðust þau bæði hafa verið ákveðin í að taka þátt, jafnvel þó að þau hefðu ekkert verið sérstaklega dugleg að taka myndir. Það breyttist þó í kjöl- far maraþonsins. Vala Rún sagðist fara meira niður í fjöru til að taka myndir en áður var hún mestmegnis í sínu nærumhverfi. Pétur Darri hefur líka verið að gera tilraunir og prófa nýju myndavélina sína, en hann fékk aðalverðlaunin í flokki barna í 5.–7. bekk og hlaut að launum Nikon Cool- Pix stafræna myndavél. Það er sama Listræn systkini með næm augu Vala Rún og Pétur Darri Pétursbörn eru listræn systkini. Það vakti athygli blaðamanns fyrir skemmstu að þau sigruðu bæði í sínum flokkum í ljós- myndamaraþoni sem Bókasafn og Byggðasafn Reykjanesbæjar héldu í tilefni Barnahátíðar í apríl s.l.. Lestur er lífstíll Vala Rún sá þennan mann niðri í bæ að lesa í bók. Það má finna ýmsar leiðir til aðkomast hjá pöddum og öðr-um pestum sem herja á plönt- urnar í garðinum. Það nýjasta í Bandaríkjunum er að rækta græn- metið á hvolfi í heimagerðum eða keyptum pottum samkvæmt grein á The New York Times. Þeir sem hafa prófað þetta segja að þeir muni aldr- ei aftur planta ofan í jörðina. „Ég er alveg búinn að snúa þessu við,“ segir Mark McAlphine sem hóf að rækta tómata á hvolfi fyrir tveimur árum eftir að ormar tóku að herja á plönt- urnar hans. Hann gerði potta úr plastfötum, skar gat í botninn á hverri fötu og sáði tómatfræjum í fötuna og hengdi upp, hann setti dagblöð í kringum gatið á botninum til að koma í veg fyrir að moldin myndi hrynja út. Tómatplönturnar uxu niður úr fötunni og fékk McAlp- hine ágæta uppskeru. Garðyrka á hvolfi er alltaf að verða vinsælli, sérstaklega er vin- sælt að rækta tómata, gúrkur og papriku þannig. Garðyrkjufyrirtæki eru farin að láta gera sérstaka potta fyrir þessar ræktunaraðferð og hef- ur salan á þeim tvöfaldast á þessu ári frá því síðasta. Kostirnir við garðyrkju á hvolfi eru margir: þetta sparar pláss, það þarf ekki beð, kassa eða búr undir ræktunina, þetta minnkar sýkingar, sveppi og pöddur í grænmetinu, vatn og önnur næringarefni nýtast betur þökk sé þyngdaraflinu og þetta gerir það að verkum að súr- efnisflæðið er betra og sólin nær betur til plöntunnar. Fyrir þá sem eru fullir efasemdar segja ræktendur að uppskeran sé sönnunin. „Ég setti eina tómatplöntu í jörð- ina og aðra í brúsa á hvolfi og sú í jörðinni drapst,“ segir Shawn Ver- rall garðyrkjuáhugamaður. Honum gekk svo vel að rækta tómata á hvolfi að hann hóf að rækta jalape- nio á þann hátt líka og það blómstr- aði mikið betur en það sem hann setti í jörðina. „Það virðist sem plönturnar nái að haldast heilbrigð- ari á hvolfi ef þú vökvar þær nægi- lega mikið, og þetta er fábær leið til að rækta ef þú hefur lítið pláss,“ seg- ir Verrall. Einn segir tómata og basil hafa gengið mjög vel hjá sér á hvolfi á meðan ekki hafi verið eins farsælt að rækta kál, baunir og gulrætur þannig. Garðyrkju- og plöntufræð- ingar eru sammála um að það að rækta á hvolfi haldi pestum og pödd- um í burtu en þeir eru óvissir um hvort þessi aðferð skilar í raun betri uppskeru. Samkvæmt garðyrkjuvefsíðum virðist þessi aðferð vera mjög vinsæl og gefast vel, sérstaklega ef minni gerðirnar af tómötum eru ræktaðar. Stærri tómatar verða of þungir og álagið á stilkinn verður of mikið, það snýst upp á hann og hann brotnar á endanum. Plönturnar á hvolfi eiga til að þorna miklu hraðar en þær sem eru í jörðinni og þarf að vökva þær oft a.m.k einu sinni á dag í mesta hit- anum í Bandaríkjunum. Á YouTuber má sjá nokkur mynd- bönd þar sem sýnt er hvernig á að fara út í garðyrkju á hvolfi. Garðyrkja Á hvolfi Tómatarnir vaxa niður úr dallinum og blómum plantað að ofan. Grænmetisrækt á hvolfi það nýjasta Nú er árstími ferðalaga runninn upp og eflaust margir sem eru fyrir löngu búnir að ákveða hvaða perlur Íslands þeir ætla að skoða þetta sumarið. Fyrir áhugasama ferðalanga er til- valið að kíkja reglulega inn á vefsíðu Ferðafélags Íslands, Fi.is. Ferðafélagið er áhugamannafélag sem var stofnað 1927. Tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Í félaginu eru um sjö þúsund félagsmenn. Auk ferða af ýmsum toga er margvíslegt félagslíf innan félagsins. Allir við- burðir félagsins eru kynntir á heima- síðunni. Vefsíðan er mjög líflega og vel upp sett. Það ætti ekkert að fara framhjá þeim sem fylgist með henni. Fyrir ut- an öfluga fréttauppfærslu er hægt að skoða margt á síðunni. Þar er yfirlit yfir alla skála félagsins og Íslands- kort sem sýnir hvar þeir eru stað- settir á landinu. Yfirlit er yfir ferðir félagsins og er því skipt í sumarleyf- isferðir, helgarferðir, vetrarferðir, jeppaferðir, dagsferðir og yfirlit yfir ferðir 2010. Upplýsingar eru um út- gáfu félagsins, deildir innan þess, gönguleiðir um landið, félagslíf FI, og síðan er hægt að auglýsa á síðunni t.d. gönguskóna sína til sölu. Fi.is er virkilega gagnleg síða fyrir ferðalanga hvar á landi sem er. Vefsíðan www.fi.is Morgunblaðið/Heiddi Gönguferð Hópferð á Vífilsfell á vegum Ferðafélags Íslands. Fyrir alla ferðalanga Flestir vita að reykingar valda lungnakrabbameinisem og lungna- og hjartasjúkdómum en hugs-anlega eru ekki öllum ljós þau skaðlegu áhrif sem reykingar hafa á konur. Tóbakslausi dagurinn er 31. maí ár hvert og í ár er sjónum beint að áhrifum reykinga á konur. En hvað er nýtt varðandi konur og reykingar? Reykingar valda konum á öllum aldri skaða; þær auka kvíða, draga úr frjósemi og áhættuþættir reykinga á meðgöngu eru vel þekktir. Talið er að reyk- ingar á meðgöngu séu ástæða allt að 15% fyrirburafæð- inga og 20-30% léttburafæðinga. Kona sem hættir að reykja dregur úr hættunni á að fæða andvana barn og að barnið deyi vöggudauða. Konur sem reykja fara yf- irleitt fyrr á breytingaskeiðið og líkur á beinþynningu aukast verulega. Reykingar valda ótímabærum hrukk- um og konur virka því eldri en ella. Gular tennur og tannholdsbólga eru algengir fylgifiskar reykinga. Það er því til mikils að vinna að hætta að reykja og hér fylgja ráð sem gott er að styðjast við til að hætta en þar er góður undirbúningur grundvallaratriðið. Því betri undirbúningur, því betri árangurs má vænta. Að auki er bent á aðstoð við að hætta að reykja. Tíu mjög góð ráð til að hætta Undirbúningur: 1. Veljið dag til að hætta. Gott getur verið að velja fyrsta dag í mánuði eða einhverja dagsetningu sem skiptir máli fyrir hvern og einn og því auðvelt að muna. Þenn- an dag er gott að nota til að marka upphafið. 2. Skrifið hjá ykkur ástæð- urnar fyrir að því að vilja hætta tóbaksnotkun (betri heilsa, fyrirmynd, peningar, út- hald, útlit, lykt o.s.frv.). 3. Skoðið hvaða leiðir eru færar til að hætta og veljið leið sem hentar ykkur. Skrifið hjá ykkur úrræði, þ.e. hvað hægt sé að gera í staðinn fyrir að reykja og reynið að forðast aðstæður sem tengjast reykingum á meðan þið eruð að hætta. 4. Útbúið áætlun um hvernig þið ætlið að hætta og hafið hana þar sem þið sjáið hana á hverjum degi. Finnið eitthvað til að gera við tímann sem fór í að reykja og jafnvel eitthvað til að hafa í höndunum á meðan þið eruð að venja ykkur af því að hafa sígarettu á milli fingranna. 5. Skipuleggið ykkur fram í tímann til að takast á við erfiðar aðstæður. Reynið að gera ykkur grein fyrir hvaða aðstæður og hugsanir það eru sem stefna reyk- bindindinu í hættu og finnið leið til að bregðast við því. Þið þurfið að vera búnar að ákveða hvað þið ætlið að gera þegar ykkur langar í tóbak. Munið að það tekur yf- irleitt ekki nema nokkrar sekúndur að standast freist- inguna. 6. Takið einn dag í einu og fagnið hverjum degi sem þið eruð reyklausar. 7. Segið fjölskyldu, vinum og vinnufélögum frá því að þið séuð hættar og þið eigið eftir að finna vel fyrir því hvað stuðningur þeirra hvetur ykkur áfram. 8. Fylgist með hvað þið sparið mikla peninga – og njótið þeirra. 9. Það er ekkert sem heitir að fá sér „aðeins eina sígarettu“ 10. Biðjið reykingafólk að sýna ykkur til- litssemi og reykja ekki í návist ykkar. Aðstoð við að hætta Víða er veittur stuðningur til reykleys- is. Reyksíminn 800 6030 er símahjálp- arlína þar sem hjúkrunarfræðingar svara í símann og veita upplýsingar og persónu- lega aðstoð við að hætta. Eins hjálpar það mörgum að skrá sig inn á www.reyklaus.is sem er gagn- virkur vefur fyrir alla sem vilja hætta tóbaksnotkun. Fólk skráir sig og fær síðan póst með hvatningu og ýmsum góð- um ráðum til að hætta. Á heilsugæslustöðvum er hægt að leita til heimilislæknis, hjúkrunarfræðings og ljós- móður eftir aðstoð og ráðgjöf. Hugsið jákvætt – þið GET- IÐ hætt! Bára Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun, MSc, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð. Karitas Ívarsdóttir, ljósmóðir, Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins. Lýðheilsustöð Fyrir konur – um reykingar Kona Hættu að reykja!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.