Morgunblaðið - 31.05.2010, Qupperneq 11
tegund og heimilismyndavélin, sem
þau notuð saman við framkvæmd
ljósmyndamaraþonsins, nema hvað
sú vél er stærri og betri að gæðum.
Sá allt í einu tvo svani
Viðfangsefnin sem þátttakend-
urnir áttu að mynda voru „Bærinn
minn“, „Hafið“ og „Lestur er lífs-
stíll“. Að sögn Péturs Darra var mikil
pæling og tími á bak við myndina af
bænum hans, en fjölskyldan hefur að-
eins búið einn vetur í Reykjanesbæ
og því enn að kynnast honum.
„Ég sló inn Reykjanesbæ á leit-
arvél og þá kom bæjarmerkið upp.
Ég var búinn að ákveða að hafa mynd
af svani að blaka vængjunum, eins og
er í bæjarmerkinu, en eftir að hafa
verið búinn að bíða lengi og taka
nokkrar myndir var ég ekki ánægður
með neina þeirra. Svo allt í einu sá ég
þessa tvo svani og smellti af.“ Sann-
kallað rétt augnablik eins og sést á
mynd Péturs Darra, jafnvel þótt
svanur sé ekki fugl bæjarmerkisins
heldur Súla. Svanirnir sem svamla á
Fitjatjörnum og þiggja brauð af bæj-
arbúum eru mikil bæjarprýði og
gleðigjafar.
Vala Rún var einstaklega heppin
á göngu sinni um bæinn þegar kom
að því að mynda viðfangsefnið „Lest-
ur er lífsstíll“.
„Ég sá bara þennan mann niðri í
bæ að lesa í bók og
spurði hann hvort ég
mætti taka af honum
mynd. Hann sagði
já, svo ég smellti
af,“ sagði Vala
Rún en mynd-
in vakti
mikla at-
hygli hjá
aðstand-
endum
maraþons-
ins.
„Önnur
viðfangsefni
var ég nokkuð
fljót að ákveða
hvernig ég
vildi hafa,“ sagði Vala Rún og benti
blaðamanni á að sér fyndist nafn
Reykjanesbæjar á grjóthleðslu við
innkomuna í bæinn mjög einkennandi
fyrir bæinn og það fannst greinilega
fleiri ungum ljósmyndurum í þessu
maraþoni. Það má sjá á sýningunni
sem sett var upp í Kjarna í kjölfar
verðlaunaafhendingarinnar í apríl.
Túlkun Völu Rúnar á hafinu er
ekki síður skemmtileg en þar fangaði
hún smábát við smábátahöfnina í
Gróf, lagði áherslu á að ná sem mestu
af spegluninni í hafinu og sneri mynd-
inni svo á hvolf. Í túlkun sinni tók
Pétur Darri mynd af ryðguðu akkeri
sem stendur neðan við Ægisgötu með
hafið í baksýn og „Lestur er lífstíll“
kemur nokkuð á óvart. „Við vorum að
keyra í áttina að Grindavík og allt í
einu datt mér í hug að setja bókina í
hraunið og taka mynd,“ sagði Pétur
Darri um þá mynd.
Leika á píanó og mála
Eins og myndirnar bera með sér
lék veðrið við þátttakendur ljós-
myndamaraþonsins og útfærslurnar
voru eftir því. Það vakti líka athygli
blaðamanns að systkinin fóru saman
út með eina myndavél að mynda, svo
það lá beinast við að spyrja hvort
aldrei hefði komið til ágreinings þeg-
ar flott útfærsla varð á vegi þeirra.
„Nei, því að við vorum með ólíkar
hugmyndir um hvernig við vildum
hafa myndirnar okkar,“ sögðu systk-
inin með næmu augun.
Pétur Pétursson, faðir
barnanna, var staddur í húsinu þegar
viðtalið fór fram og upplýsti blaða-
mann um að þau systkinin væru mjög
listræn. Hann sagði Pétur Darra
spila á píanó þótt hann hefði aldrei
lært og upp um alla veggi hanga mál-
verk eftir Völu Rún og reyndar einn-
ig stóru systur þeirra beggja, Heklu,
sem um þessar mundir er í listnámi.
„Þau hafa þetta úr móðurættinni. Það
er mikið af listrænu fólki þar,“ sagði
Pétur við blaðamann.
Bærinn minn Pétur Darri sá allt í einu þessa tvo svani og smellti af.
Daglegt líf 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
Ræst var út í ljósmynda-
maraþonið laugardaginn 13.
mars en þá var Safnahelgi á
Suðurnesjum og mikið um að
vera í Reykjanesbæ. Þátttak-
endur þurftu að vera búnir að
senda eina mynd af hverju við-
fangsefni fyrir miðnætti þann
dag.
Í dómnefnd sátu Sigrún Ásta
Jónsdóttir, forstöðumaður
Byggðasafns Reykjanesbæjar,
og atvinnuljósmyndararnir Odd-
geir Karlsson og Sólveig Þórð-
ardóttir.
142 börn skráðu sig til þátt-
töku og 339 myndir bárust í
maraþonið frá 113 þátttak-
endum. Verðlaunaafhending fór
fram á Barnahátíð 22. apríl
og þá var jafnframt opn-
uð sýning á mynd-
unum í Kjarna.
Sýningin
verður síðar í
þessum
mánuði flutt
í Bíósal Du-
ushúsa og
verður lið-
ur í
Listahá-
tíð í
Reykja-
vík en
Lista-
safn
Reykja-
nesbæjar
tekur þátt
í Listahátíð
í ár.
339 myndir
bárust
LJÓSMYNDAMARAÞON
Listræn
systkini
með næm
augu
Barnabókin um Greppikló er komin
aftur, bókin kom fyrst út 2003 og er
nú endurútgefin í vandaðri þýðingu
Þórarins Eldjárns.
Sagan er eftir Julia Donaldsson og
Axel Scheffler myndskreytti. Hún
hefur notið mikilla vinsælda um allan
heim undanfarin ár.
„Greppikló? Hvað er greppikló?
Hva, greppikló? Það veistu þó!“
Þetta segir litla músin við refinn, ugl-
una og slönguna sem hún mætir á
göngu sinni um skóginn. Þau verða
hrædd og þjóta burt þótt músin viti
vel að það er ekki til nein greppikló.
Og þó …
Endilega...
...kynnist Greppikló
Yfirdráttarlán eru með dýrustu
lánum sem bjóðast og hár, viðvar-
andi yfirdráttur getur verið vís-
bending um að pottur sé brotinn í
fjármálum einstaklinga og heimila.
Yfirdráttarlán bera afar háa vexti.
Þau eru yfirleitt neyslulán og eru
merki um fyrirframeyðslu launa.
Það er erfitt að finna betri sparnað
en að greiða niður yfirdráttarlán.
Þess vegna ætti að vera keppikefli
allra að greiða upp yfirdráttarlán
sín sem fyrst.
Seðlabankinn hefur nú í fyrsta
sinn frá því fyrir bankahrun birt
bráðabirgðagögn um íslenskt
bankakerfi. Þegar rýnt er í töl-
urnar kemur fram að yfirdrátt-
arlán til heimila í lok september
2008 námu rúmum 78 milljörðum
króna. Þremur mánuðum síðar, í
desemberlok 2008, höfðu þau lækk-
að um 40% og námu tæpum 47 millj-
örðum. Af því mætti draga þá
ályktun að meðalyfirdráttur hvers
einasta heimilis hefði lækkað úr
tæpum 590.000 kr. í rúmar 350.000
kr. Miðað við algenga vexti ætti
meðalheimilið nú að greiða um
50.000 kr. á ári í vexti af yfirdrátt-
arlánum í stað rúmra 80.000 kr.
miðað við stöðuna eins og hún var
fyrir hrun.
Eða hvað? Er önnur skýring á
þessari lækkun yfirdráttar heim-
ilanna? Getur verið að hagur heim-
ilanna hafi vænkast svo á þessum
þremur mánuðum sem liðu eftir
hrun að þau gátu greitt niður 40%
af yfirdráttarlánum sínum? Voru
yfirdráttarlán afskrifuð í bönk-
unum?
Fyrirspurn frá Stofnun um fjár-
málalæsi til Seðlabanka Íslands
leiddi í ljós að bankinn færir yf-
irdráttarlán ekki sem stöðu gagn-
vart viðskiptavinum, heldur eins og
þau eru bókfærð í bönkunum. Gögn
Seðlabankans sýna þannig ekki
hvort yfirdráttarlán heimilanna
hafi hækkað eða lækkað. Þau sýna
bara að bókfærður yfirdráttur
heimilanna í gömlu bönkunum var
lækkaður um 40%. Með nokkurri
einföldun og með fyrirvara um að
tölur Seðlabankans séu einungis til
bráðabirgða, má leiða að því líkur
að nýju bankarnir hafi keypt yf-
irdrátt heimilanna með 40% af-
slætti.
Það er vel að yfirdráttur heim-
ilanna sé að lækka í bókum bank-
anna. Vonandi fá heimilin notið
þess og að hann lækki líka í bók-
haldi heimilanna.
Breki Karlsson er for-
stöðumaður Stofnunar um fjár-
málalæsi og vinnur að eflingu
fjármálalæsis Íslendinga.
Fjármálalæsi
Hvað varð um
yfirdráttinn?
Morgunblaðið/Kristinn
Neyslulán Yfirdráttarlán eru með dýrustu lánum sem bjóðast.
Námsmannaíbúðir í fjölskylduvænu samfélagi á Ásbrú í Reykjanesbæ:
Hagstæðasta leiguverðið
Á Ásbrú eru stórglæsilegar námsmannaíbúðir sem ætlaðar eru einstaklingum, pörum
og fjölskyldufólki sem stundar nám, hvort sem það er í stað-/fjarnámi hjá Keili eða í námi
annars staðar á landinu.
Á Ásbrú er leikskóli, grunnskóli, verslun, fullbúin íþróttamiðstöð og kaffi- og veitingahús.
Innifalið í leigu
er internettenging og ferðir
með Reykjanes Express milli
Ásbrúar og höfuðborgarsvæðisins.
Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T
*Verð miðast við verðskrá í maí 2010, birt með fyrirvara um prentvillur.
Við leigu bætist hússjóður, hiti og rafmagn.
3ja herbergja íbúð
Tekið á móti umsóknum og
nánari upplýsingar á www.keilir.net
Dæmi um íbúð
Tvö rúmgóð svefnherbergi, stór stofa og borðstofa.
Eldhús með eldavél, ofni og ísskáp. Baðherbergi
með baðkari. Geymslur, hjólageymsla og setustofa
í sameign. Stærð: 101-135 m2 Verð: frá 60.138,-*