Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kosningasigur L-listans við bæj-
arstjórnarkosningarnar á Akureyri
er bein afleiðing bankahrunsins og
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis,
að mati Grétars Þórs Eyþórssonar,
prófessors í stjórnmálafræði við Há-
skólann á Akureyri. Hann telur að
það hafi magnað upp þessa bylgju að
Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin
sem töpuðu mestu störfuðu saman í
meirihluta. Einstök staðbundin mál
hafi einnig haft áhrif.
„Fólk vildi breytingar, það er meg-
inskýringin,“ segir Geir Kristinn Að-
alsteinsson viðskiptafræðingur, sem
var efstur á Lista fólksins. „Ég tel að
þetta sýni að almenningur vilji venju-
legt fólk til að vinna fyrir sig,“ segir
Geir.
Guðfaðirinn er með reynslu
L-listinn, Listi fólksins, fékk 45%
atkvæða á Akureyri og hreinan
meirihluta bæjarfulltrúa, sex fulltrúa
af ellefu. Er það í fyrsta skipti sem
eitt framboð nær meirihluta. Annað
nýtt framboð, Bæjarlistinn, fékk einn
fulltrúa. Flokkar sem starfa á lands-
vísu biðu afhroð, fengu aðeins einn
mann hver. Sjálfstæðisflokkurinn
tapaði þremur, Samfylkingin tveimur
og VG einum.
Fimm bæjarfulltrúar L-listans eru
nýir í bæjarstjórn, en guðfaðir
listans, Oddur Helgi Halldórsson,
hefur setið í bæjarstjórn fyrir listann
frá 1998 og hafði áður setið í bæj-
arstjórn fyrir Framsóknarflokkinn.
Markmið framboðsins var að ná inn
þremur mönnum og var Oddur Helgi
í baráttusætinu, því þriðja.
„Þetta er hluti af því sama og er að
gerast í Reykjavík, óánægja með
fjórflokkinn. Svo hef ég verið að
gagnrýna mörg stór mál meirihlut-
ans,“ segir Oddur Helgi, en listi hans
tengist ekki stjórnmálaflokkum á
landsvísu. Hann nefnir sem dæmi
umdeildar tillögur að skipulagi þar
sem gert er ráð fyrir síki í mið-
bænum. Fram hefur komið töluverð
gagnrýni á það, meðal annars áskor-
un um fjögur þúsund bæjarbúa.
Málefnin komust ekki að
Hermann Jón Tómasson bæj-
arstjóri, oddviti Samfylkingarinnar,
segir að fyrir hálfu ári hafi bæjarbúar
sýnt ánægju með störf meirihlutans.
Það hafi breyst. Bætir hann því við
þær skýringar sem áður hafa verið
nefndar að fólk hafi verið óánægt
með það hvernig gengi að vinna þjóð-
ina í gegnum kreppuna.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, segir að meiri-
hlutinn sé að skila góðu búi en mál-
efnin hafi ekki komist í umræðuna í
kosningabaráttunni. Viðbrögð henn-
ar við umræðu um kaupmála sem hún
gerði við eiginmann sinn er dæmi um
mál sem virðist hafa ráðið einhverju
um afstöðu kjósenda
sem og það að þrír
bæjarstjórar störfuðu
á kjörtímabilinu. Sig-
rún Björk segir að
hún eigi meðal annars
við kaupmálann
þegar hún talar
um mál sem
hafi yf-
irskyggt mál-
efni bæj-
arins.
Venjulegt fólk til valda
Listi fólksins með meirihluta á Akureyri Hefðbundnir flokkar biðu afhroð
Flestir telja að óánægja með fjórflokkinn vegna bankahrunsins ráði mestu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sigur Bæjarfulltrúar L-listans,Geir Kristinn Aðalsteinsson, Halla Björk Reynisdóttir, Oddur Helgi Halldórsson,
Tryggvi Gunnarsson, Hlín Bolladóttir og Inda Björk Gunnarsdóttir.
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
Í Skorradals-
hreppi í Borg-
arfirði voru 42 á
kjörskrá og 22
greiddu atkvæði,
eða 52,3%. Flest
atkvæði fékk
Steinunn Fjóla
Benediktsdóttir,
einu meira en
Pétur Davíðsson.
Aðrir aðalmenn í sveitarstjórn
eru Davíð Pétursson, Guðrún Jó-
hanna Guðmundsdóttir og Hulda
Guðmundsdóttir.
Davíð Pétursson bóndi á Grund
settist fyrst í sveitarstjórn árið
1966 og er að hefja sitt 12. kjör-
tímabil, en hann hefur verið oddviti
frá 1970. Hann segir að 44 ár sam-
fleytt í sveitarstjórn sé vissulega
langur tími en þess séu dæmi fyrr á
árum að menn hafi setið lengur en
50 ár í sveitarstjórn.
Davíð kveðst frekar eiga von á
því að þetta verði hans síðasta kjör-
tímabil, því reikna megi með því að
dagar litlu sveitahreppanna verði
taldir þegar næst verður kosið eftir
fjögur ár. sisi@mbl.is
Davíð er að hefja
sitt 12. kjörtímabil
Davíð Pétursson
Kosningin í
Grímsey gekk
fljótt og vel fyr-
ir sig að sögn
Bjarna Magn-
ússonar hrepp-
stjóra.
Allir kjós-
endur, sem
staddir voru í
eyjunni, 39 að
tölu, skiluðu sér á kjörstað. Áður
höfðu þrír kosið utan kjörfundar.
Bjarni hefur annast kosning-
arnar síðan 1969. Venjan er sú að
hafa kjörstaðinn opinn þar til síð-
ustu sjómennirnir hafa skilað sér
í land. Að því búnu hófst taln-
ingin.
En þar sem Grímsey hefur sam-
einast Akureyri voru atkvæðin
send flugleiðis í land og talin með
öðrum atkvæðum þar. sisi@mbl.is
Allir kjósendur skil-
uðu sér í Grímsey
Bjarni Magnússon
Samhliða kosningum til bæjar-
stjórnar Akureyrar kusu Gríms-
eyingar um það hvort leyfa ætti
hunda- og kattahald í eyjunni.
Fóru leikar þannig að þrír voru
fylgjandi kattahaldi en 47 voru and-
vígir. 20 voru fylgjandi hundahaldi
en 33 voru því andvígir.
Að sögn Bjarna Magnússonar
hreppstjóra má líklegast telja að
hið fjölskrúðuga fuglalíf í eyjunni
ráði afstöðu fólks í þessu máli. Fólk
vilji ekki taka neina áhættu.
Það verður svo bæjaryfirvalda á
Akureyri að fylgja banninu eftir.
sisi@mbl.is
Vilja ekki fá hunda
og ketti í eyjuna
Kjörstjórn Hvalfjarðarsveitar kvað
upp úrskurð vegna þess að tveir
bæjarfulltrúar voru jafnir þegar
kom að því að reikna inn síðasta
manninn inn í bæjarstjórnina. Voru
frambjóðendurnir jafnir þegar
reiknað var í heilum tölum og
þurfti því að grípa til aukastafs.
Samkvæmt því fær E-listi, Ein-
ing, Hvalfjarðarsveit, 3 fulltrúa í
sveitarstjórn, H-listi Heilda fær
einn fulltrúa og L-listi Hvalfjarð-
arlistans fær þrjá menn kjörna.
Samkvæmt útkomutölum, reikn-
uðum sem heilum tölum, voru tveir
fulltrúar jafnir, 3. maður E-lista og
2. maður H-lista. Þegar útkomutöl-
ur voru reiknaðar með einum auka-
staf urðu niðurstöður þær sem
kjörstjórn úrskurðaði.
Líklegt er talið að þessi niður-
staða verði kærð til kjörnefndar.
Kjörstjórn þurfti að
grípa til aukastafs
Ráðinn verður faglegur bæj-
arstjóri til Akureyrar að sögn
Geirs Kristins Aðalsteinssonar,
oddvita L-listans. Auglýsingin
verður væntanlega það fyrsta
sem Akureyringar sjá til nýja
meirihlutans sem tekur við
stjórnvelinum í júní.
„Það kann enginn hér að hafa
hreinan meirihluta, hvorki
stjórnmálamenn né embætt-
ismenn. Hér er verið að feta
nýja slóð og vandi fylgir veg-
semd hverri,“ segir Oddur
Helgi Halldórsson og bætir
því við að bæjarfulltrúar L-
listans séu vel til þess
fallnir að stjórna bænum.
Verið að feta
nýja slóð
AUGLÝST EFTIR MANNI
Oddur Helgi
Halldórsson,
guðfaðir L-listans.
Bæjarlistinn
Framsóknarflokkur (1)
Sjálfstæðisflokkur (4)
L-listinn (1)
Samfylking (3)
Vinstri græn (2)
(1)=sæti
2006
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn hélt hreinum
meirihluta í flestum stærri bæjum
sem hann hefur haft meirihluta í og
vann meirihluta á nokkrum stöðum
til viðbótar. Skýringanna virðist
helst að leita í því að bæjarfulltrúar
hafi náð að nálgast kjósendur út frá
málefnum viðkomandi sveitarfélags
en ekki landsmálanna. Þannig hafi
þeim tekist að halda trausti.
Sjálfstæðisflokkurinn hélt meiri-
hluta sínum í Reykjanesbæ, Garða-
bæ, á Seltjarnarnesi, í Vestmanna-
eyjum og Hveragerði og náði
hreinum meirihluta í Mosfellsbæ,
Árborg og á Álftanesi. Hins vegar
féll meirihluti flokksins á Akranesi
en hann varð til þegar bæjarfulltrúi
Frjálslynda flokksins gekk í Sjálf-
stæðisflokkinn. Framsóknarflokk-
urinn náði hreinum meirihluta á
Hornafirði.
„Ég er stoltur af stjórnmálunum í
Reykjanesbæ. Við gáfum ekkert
færi á að láta þau snúast um flokka-
drætti heldur lögðum áherslu á að
tala fyrir málum og verkefnum,“
segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar. Spjótin stóðu á
sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ
vegna umræðna í kjölfar kaupa
kanadísks orkufyrirtækis á HS
Orku. Ráðherrar VG beittu sér
mjög í þeirri umræðu og Árni segist
hafa upplifað það þannig að hluti
ríkisstjórnarinnar hafi gert atlögu
að Reykjanesbæ, meðal annars í
þáttum í Sjónvarpinu, án þess að
honum gæfist tækifæri til að svara
fyrir sig. Sem betur fer hafi íbú-
arnir með-
tekið skýr-
ingarnar
og staðið
með þeim.
Sjálf-
stæð-
isflokk-
urinn í
Garðabæ
bætti við
sig fylgi
þrátt fyrir
að frambjóðandi sem ekki náði
markmiðum sínum í prófkjöri
flokksins færi í sérframboð og næði
kjöri. Vegna umræðu um lítinn hlut
kvenna á framboðslistanum ákvað
Erling Ásgeirsson, sem sigraði í
prófkjörinu, að skipta um sæti við
unga konu, fór í fimmta sætið en
Áslaug Hulda Jónsdóttir færðist
upp í það fyrsta. Flokkurinn fékk
fimm menn kjörna af sjö og Erling
náði kjöri.
„Ég tel að það sé vegna þess að
við höfum staðið okkur vel á kjör-
tímabilinu og íbúarnir eru ánægðir
með okkar störf, sérstaklega árang-
ur í fjármálum,“ segir Erling þegar
leitað er skýringa hans.
Ýttu pólitíkinni til hliðar
Sjálfstæðisflokkurinn hélt völdum víðast þar sem hann hafði hreinan meirihluta
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir atlögu hluta ríkisstjórnarinnar hafa mistekist
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Kosið Árni Sigfússon greiðir atkvæði ásamt Bryndísi
Guðmundsdóttur, Guðmundi, Sigfúsi og Aldísi.
Morgunblaðið/Ómar
Á kjörstað Í Garðabæ var 71% kjörsókn og hlaut Sjálf-
stæðisflokkurinn 63,5% atkvæði þegar upp var staðið.
Sjálfstæðismenn munu auglýsa
eftir bæjarstjóra fyrir Árborg
þar sem þeir náðu hreinum
meirihluta. Eyþór Arnalds, odd-
viti listans, mun ekki sækja um.
Ráðinn verður fram-
kvæmdastjóri með þekkingu
á rekstri því halda þarf vel ut-
an um fjármálin, að sögn Ey-
þórs. Laun bæjarstjórans
verða lægri en núverandi bæj-
arstjóra.
MEIRIHLUTI Í ÁRBORG
Eyþór Arnalds og
Elfa Dögg Þórð-
ardóttir fagna.
Nýr stjóri
Kosningastiklur