Morgunblaðið - 31.05.2010, Qupperneq 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
Ég sendi þér kæra
kveðju
nú komin er lífs þíns
nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Sorgin hefur enn á ný knúð dyra
hjá okkur fjölskyldunni af
Stekkjarflöt 15. Það er erfitt og
sárt að kveðja fólk sem manni þyk-
ir vænt um, þó dauðinn hafi verið
líkn og Tóti hafi svo sannarlega
unnið fyrir hvíldinni.
Tóti var rólyndismaður í eðli
sínu en í veikindum sínum gaf hann
orðinu stríð nýja merkingu, hann
sagði veikindunum svo sannarlega
stríð á hendur og ætlaði sér ekki að
tapa því. Baráttan var erfið en
aldrei kvartaði hann, heldur setti
undir sig höfuðið og hélt af stað af
ný. Þegar hvorki gekk né rak
heima fyrir leitaði hann lækninga
erlendis. Hann hafði svo margt að
lifa fyrir, Systu sína, strákana
þeirra og litlu afabörnin, Kristínu
Sif, Freyju, litla nafnann Þórarin
Bjarka, og 59 ára afmælisgjöf Tóta,
litlu Emblu. Nú ganga litlir fætur
um Heiðvanginn og skilja ekkert í
því hvar afi Tóti sé.
Lífið á Heiðvanginum er tómlegt
núna, það vantar einn í sæti. Lífið
hjá föður mínum og systkinum
hans er tómlegt núna, það vantar
tvö í hópinn, það er skrítin tilhugs-
un. Liðið er ekki fullskipað nema
allir séu með.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Tóti minn, hvíldu í friði og
kysstu móttökusveitina frá mér.
Dagný.
Kveðja fá æskuvinum.
Það er sárt og illskiljanlegt að
sjá á bak vinum sínum langt fyrir
aldur fram. Sjá þá ekki aftur, ekki
geta rætt málin við þá eins og forð-
um heldur aðeins geta hugsað til
þeirra. Við kveðjum Tóta vin okkar
í dag eftir hartnær hálfrar aldar
vináttu og félagsskap. Hann var
kvaddur frá okkur allt of snemma,
aðeins sextugur að aldri.
Við kynntumst í Garðabæ
snemma á sjöunda áratug síðustu
aldar þegar hann flutti með fjöl-
skyldu sinni á Flatirnar rétt eins
og við. Bærinn var í mótun. Hann
var að breytast úr sveit í bæ með
öllum þeim krafti og umbrotum
sem því fylgja. Við krakkarnir vor-
um að eignast nýja vini, nýjan leik-
völl og ný viðfangsefni í nýju um-
hverfi. Þarna kynntumst við Tóta
og reyndar öllum systkinum hans.
Tóti var kvikur í hreyfingum,
Þórarinn Sigurðsson
✝ Þórarinn Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 26. apríl
1950. Hann lést 17.
maí sl. á Krabba-
meinslækningadeild
Landspítalans.
Útför Þórarins fór
fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík 26. maí
2010.
brosmildur og léttur í
lund. Við náðum
strax vel saman.
Vinaböndin hafa ver-
ið órjúfanleg allar
götur upp frá því. Við
undum okkur saman
við íþróttir einkum á
vettvangi Ungmenna-
félagsins Stjörnunnar
sem við gerðumst
snemma félagar í.
Tóti var snemma
virkur í starfi Stjörn-
unnar. Hann tók að
sér stjórnarstörf í
handknattleiksdeildinni þegar hún
var stofnuð og einnig þjálfun til
margra ára í öllum flokkum. Það
voru margir fundirnir haldnir í
gráa „voffanum“ hans þar sem
brennandi framfaramál félagsins
voru rædd langt fram á nótt. Með
meiri þroska unglingsáranna var
leitað út fyrir bæjarfélagið um
skemmtun og lífsreynslu. Seint líða
úr minni margar góðar ferðir okk-
ar félaganna á dansiböll suður með
sjó og austur fyrir fjall um helgar.
Oft var farið á „voffanum“ sem Tóti
keyrði af stakri prýði. Allir komu
heilir heim glaðir, reifir og reynsl-
unni ríkari. Þetta voru æðislegir
tímar fyrir lífsglöð ungmenni sem
áttu lífið fyrir sér.
Smám saman tóku línur að skýr-
ast. Kærustur, giftingar og börn
komu í spilið og lífsbaráttan hófst
fyrir alvöru. Tóti menntaði sig á
sviði upplýsingatækni og gegndi
margvíslegum störfum um dagana
á því sviði, einkum við bókhald,
stjórnun og forritun. Leiðir lágu
saman af og til í gegnum árin í fjöl-
skylduboðum eða við önnur tilefni.
En þó voru vinafundir flestir í litlu
kaffistofunni hjá Gunna í Skúlason
& Jónsson hf. í Skútuvoginum. Þar
komum við vinirnir mikið enda oft
glatt á hjalla í stuttu kaffispjalli
hjá Gunna.
Tóti var vinmargur sem best sást
eftir að hann veiktist. Fjöldi studdi
hann í baráttunni við krabbameinið
með einum eða öðrum hætti. Tóti
sýndi þá aðdáunarverðan styrk og
æðruleysi og gaf sig ekki fyrr en í
fulla hnefana. Hann var alltaf vilja-
sterkur og harður af sér og fullur
lífsgleði þótt á móti blési.
Vort líf er oft svo örðug för
og andar kalt í fang,
og margur viti villuljós
og veikum þungt um gang.
En Kristur segir: Kom til mín,
og krossinn tekur vegna þín.
Hann ljær þér bjarta sólarsýn,
þótt syrti um jarðarvang.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Við minnumst góðs félaga og
vottum honum virðingu okkar við
ferðalok.
Kæra Systa, synir og fjölskylda
Tóta; Guð veri með ykkur og styðji
ykkur í sorginni.
Gunnar H. Magnússon.
Stefán Þórarinsson.
Það er sárt að kveðja góðan vin,
en við kveðjum þó með hjartað fullt
af þakklæti fyrir þær ótal góðu
minningar liðinna áratuga sem
hann skilur eftir hjá okkur. Við
ætlum hér að minnast fyrstu kynna
okkar af Þórarni Sigurðssyni –
honum Tóta. En það var um 1970,
þegar við ungir að árum stigum
fyrstu handboltaskrefin innan vé-
banda Stjörnunnar. Félagið var þá
uppburðarlítið æskulýðsfélag, þar
sem þá hét Garðahreppur. Rekið af
áhugasömum ungmennum í bæn-
um. Þar fór Tóti fremstur í flokki
bæði sem þjálfari, stjórnarmaður,
dómari og allt annað sem til féll í
rekstri þessarar ungu handbolta-
deildar.
Æfingar fóru fram í litlum sal í
kjallara barnaskólans. Hann sýndi
þar hæfni sína sem þjálfari, þrátt
fyrir bágbornar æfingaaðstæður
og hafði mikinn metnað fyrir okkar
hönd á handknattleikssviðinu. Kom
okkur m.a. í úrslit í Íslandsmóti. Í
fyrsta sinn í sögu félagsins sem
þeim árangri var náð. Undir for-
ystu Tóta fórum við jafnframt í
tvær ógleymanlegar keppnisferðir
til útlanda árið 1973 og ’74, þá 16
og 17 ára gamlir. Þar braut hann
einnig blað í sögu Stjörnunnar, því
þetta voru fyrstu keppnisferðir fé-
lagsins á erlenda grund. Hann sá
um allt er viðkom þessum ferðum.
Var skipuleggjandi, þjálfari, farar-
stjóri og umsjónarmaður.
Þessar ferðir reyndust ógleym-
anlegt ævintýri fyrir okkur óharðn-
aða unglingana. Þarna lærðum við
af Tóta margt um lífið og tilveruna
sem við búum enn að í dag. Í seinni
ferðinni, sem var mánaðarlöng, sá
hann m.a. til þess að við skrifuðum
sameiginlega dagbók. Fyrir nokkr-
um árum héldum við upp á afmæli
þessara ferða. Af því tilefni hafði
Tóti slegið alla dagbókina inn í
tölvu og afhenti okkur hverjum og
einum í hópnum, útprentað eintak.
Það var honum líkt. Tóti var allt í
senn alvörugefinn, ákveðinn, glað-
sinna og skemmtilegur drengur, en
umfram allt var hann þó fjöl-
skyldumaður og sannur vinur.
Vináttan og tengslin hafa haldist
alla tíð frá æskuárunum í Garða-
hreppi. Fyrir nokkrum árum tók
hann að kenna sér meins sem við
greiningu reyndist krabbamein.
Hann tókst á við sjúkdóminn af
ótrúlegu þreki og æðruleysi. Þetta
var kappleikur sem hann ætlaði sér
að vinna. Leik væri ekki lokið fyrr
en flautað hefði verið til leiksloka –
líkt og hann kenndi okkur sem
þjálfari. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með hve duglegur og hug-
rakkur hann var og áfram um að
hafa sigur. Ekki var síður aðdáun-
arvert að sjá þann stuðning og
hvatningu sem Systa og strákarnir
veittu honum í þessari hörðu bar-
áttu.
Síðastliðið haust stóðum við
nokkrir félagar Tóta fyrir góðgerð-
arleik í samvinnu við handknatt-
leiksdeild Stjörnunnar, til styrktar
honum vegna mjög fjárfrekrar
meðferðar erlendis. Þar mátti sjá
marga félaga unga og aldna frá ár-
um áður sýna þessum góða dreng
vináttu, hlýhug og styrk í verki.
Um leið og við kveðjum góðan vin,
vottum við Systu og bræðrunum
Gunnari, Sveini og Agli okkar inni-
legustu samúð á þessari sorgar-
stundu.
Baldur Ó. Svavarsson
og Magnús Teitsson.
Í dag kveðjum við Þórarin Sig-
urðsson góðan vin og Stjörnu-
félaga. Hann barðist við illvígan
sjúkdóm af miklu hugrekki og leit-
aði allra leiða til að sigra en skjótt
skipast veður í lofti og nú hafði vin-
ur okkar ekki betur. Við kynnt-
umst Tóta þegar við stofnuðum
meistaraflokksráð kvenna í hand-
bolta í Stjörnunni. Það var gaman
að fá að taka þátt í uppbyggingu
handboltans á þessum árum og
margt var brallað. Fjáraflanir voru
af ýmsum toga og ferðalög bæði
innan- og utanlands voru fastir lið-
ir. Tóti var góður liðsmaður sem
alltaf var hægt að leita til. Hann
var viðbúinn að takast á við öll þau
verkefni sem sinna þurfti. Eflaust
hefur Tóta oft fundist við „stelp-
urnar“ bæði háværar og fyrirferð-
armiklar en þegar lætin í okkur
voru sem mest brosti hann sínu
ljúfa brosi.
Í dag er gott að eiga allar minn-
ingarnar um Tóta hvort sem þær
tengjast skemmtunum eða starfi
fyrir handboltann og í framtíðinni
eigum við eftir að ylja okkur við
þær. Þau vináttubönd sem bundin
voru á þessum árum hafa styrkst
með árunum og í dag höldum við
óformlega súpufundi, tökum stöð-
una og rifjum upp gamlar minn-
ingar. Í veikindum sínum stóð Tóti
ekki einn. Systa, strákarnir og fjöl-
skyldan öll stóðu þétt við bakið á
honum.
Við sendum Systu og öllum ást-
vinum Tóta okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
milda sára sorg þeirra. Við þökkum
Tóta samfylgdina og biðjum fjöl-
skyldu hans og ástvinum öllum
Guðs blessunar. Blessuð sé minn-
ing Þórarins Sigurðssonar.
Margrét, Sigurveig og
Bergþóra.
Það er fátt sem gefur lífinu
meira gildi en samneyti við gott
fólk. Einstaklinga sem eru heiðar-
legir, gefandi og láta sér annt um
aðra. Þannig var Tóti mágur. Hann
var ákveðinn en sanngjarn, kröfu-
harður en þó mest gagnvart sjálf-
um sér, ósérhlífinn og einstaklega
trúr sér og sínum. Hann hélt stóra
systkinahópnum sínum saman,
studdi og leiðbeindi í blíðu og
stríðu. Nú er skarð fyrir skildi.
Systa og strákarnir voru stóra
gleðin og kjölfestan í lífi Tóta. Þau
voru einstaklega samheldin og frá
fyrstu tíð heyrði ég vart annað en
þau hjónin nefnd saman, það var
alltaf Tóti og Systa. Saman tókust
þau á við veikindi Tóta, börðust af
bjartsýni og einstöku æðruleysi.
Þegar útséð var með frekari með-
ferð hér á landi leitaði Tóti sjálfur
til sérfræðinga erlendis. Slíkur var
viljinn og þrautseigjan. Meðferðin
þar gaf honum gott ár. Synirnir
þrír hafa verið foreldrunum stoð
og stytta enda Tóti einstaklega
stoltur af þeim og þá ekki síður
barnabörnunum. Afahlutverkið
fór honum vel. Nú er þessi önd-
vegismaður fallinn frá langt um
aldur fram. Nú verða samveru-
stundir liðinna ára að dýrmætri
minningu. Nú fá spjall og skoð-
anaskipti dýpri merkingu.
Við komum hér á kveðjustund
að kistu þinni, bróðir
að hafa við þig hinzta fund
og horfa á gengnar slóðir.
Og ógn oss vekja örlög hörð,
en ennþá koma í hópinn skörð,
og barn sitt faðmi byrgir jörð,
vor bleika, trygga móðir.
En minning þín er mjúk og hlý
og mun oss standa nærri.
Með hverju vori hún vex á ný
og verður ávallt kærri.
Ef lífsins gáta á lausnir til,
þær ljóma bak við dauðans þil.
Og því er gröfin þeim í vil,
sem þráðu útsýn stærri.
(Magnús Ásgeirsson.)
Blessuð sé minning Þórarins
Sigurðssonar.
Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Seint mun ég gleyma þeirri
stundu fyrir tæpum þremur árum
þegar Þórarinn samstarfsmaður
minn kom til mín og sagði mér að
hann hefði greinst með illvígan
sjúkdóm. Honum var skiljanlega
mjög brugðið. Áttum við þá langt
samtal þar sem hann sagði mér
m.a. nánar frá greiningunni og
hvers konar meðferð hann ætti
fyrir höndum. Nú þegar Þórarinn
er allur átta ég mig á því að þetta
var í fyrsta og eina skiptið í okkar
samtölum sem hann var langt
niðri. Allar götur síðan þegar við
ræddum saman var hann bjart-
sýnn og tilbúinn að berjast enda
mikill keppnismaður.
Leiðir okkar Þórarins lágu fyrst
saman fyrir hálfum öðrum áratug
í Hug hf. Við Tóti unnum þá sam-
an í þrjú ár áður en leiðir skildi
um stund. Strax þá kom fram sá
góði eiginleiki hans sem ég átti
eftir að kynnast enn betur síðar,
þ.e. skilningur og þekking á þörf-
um viðskiptavina og hæfileiki til
að vinna með þeim að úrlausn
verkefna. Við sameiningu Hugar
og AX hugbúnaðarhúss fyrir fjór-
um árum lágu leiðir okkar Tóta
aftur saman. Það var mér þá
ómetanlegt að geta leitað til hans
með hvers kyns verkefni. Gilti þá
einu hvort slíkt sneri að málefnum
einstakra viðskiptavina, sam-
starfsmanna eða aðra hluti starfs
okkar. Alltaf var hægt að treysta á
hollráð Tóta og vilja til að finna
farsæla lausn.Við sjáum á bak ein-
stökum samstarfsmanni og félaga
sem gaf sig alltaf allan í verkefni
dagsins og átti að baki gifturíkt
ævistarf. Hugur okkar er með eig-
inkonu Tóta, og fjölskyldunni allri.
Megi góður Guð veita þeim styrk í
sorginni.
Gunnar Ingimundarson.
Mig langar að
minnast Álfheiðar
samstarfskonu minn-
ar sem kenndi í
Öskjuhlíðarskólan-
um. Við kynntumst í Öskjuhlíð-
arskóla, ég að vinna í kennslustof-
unni við hliðina á hennar.
Álfheiður Björk
Einarsdóttir
✝ Álfheiður BjörkEinarsdóttir
fæddist í Reykjavík
28. maí 1945. Hún lést
á Landspítalanum 23.
apríl síðastliðinn.
Útför Álfheiðar fór
fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík 4. maí
2010.
Álfheiður hafði á orði
þegar hún var spurð
að því hversu lengi
hún hefði starfað við
skólann, að hún hefði
verið teiknuð með
innréttingu skólans á
sínum tíma, svo lang-
ur væri hennar
starfsferill. Þannig
var þegar ég var í
náminu mínu á
menntavísindasviði
HI leitaði ég til Álf-
heiðar, þar sem hún
var svo góð ensku.
Alltaf var hún tilbúin að gefa af
tíma sínum. Verkefnið mitt fjallaði
um útinám, stærðfærði og hug-
myndir Comeniusar um menntun,
nám og hvernig hver og einn nem-
andi gæti nýtt hæfileika sína til
fulls.
Við lesturinn spunnust margar
góðar hugmyndir. Fyrr en varði
vorum við komnar á flug hvað
hægt væri að gera margt
skemmtilegt í skólastarfi. Já, við
vorum eiginlega búnar að hanna
og gera nýtt umhverfi í hugar-
skotinu sem bauð upp á stærð-
fræðinám úti á lóðinni með hæð-
um, vogum, steinum. Alls kyns
góðar hugmyndir kviknuðu sem
gaman væri að koma í verk sem
innihéldu bæði nám, leikni og
mikla rökhugsun. Álfheiður vildi
gjarnan koma með með nýjar hug-
myndir með breytta kennsluhætti,
fannst stundum vanta nýja
strauma í skólana.
Það var ekki amalegt þegar
hljómsveitir komu til að spila og
taka lagið í skólanum að geta tekið
lagið um hana Álfheiði Björk. Ekki
margir sem geta státað af svo fal-
legu nafni, hin eina og sanna Álf-
heiður Björk á staðnum, Eyfi og
félagar sungu háum rómi af mikilli
gleði og undir tóku 10. bekkjar
nemendur ásamt öðrum nemend-
um skólans, enda fannst þeim ekki
leiðinlegt að syngja.
Álfheiður var falleg og flott
kona og lét skoðanir sínar óhikað í
ljós en alltaf var þó stutt í húm-
orinn. Hennar verður sárt saknað
og skrítið að geta ekki kastað á
hana kveðju inni í sinni stofu næst
þegar ég kem í heimsókn. Já, inn-
réttingin er orðin svolítið vönt-
unarleg og tómleg. Ég vil kveðja
þig, kæra vinkona, og þakka þér
allar góðar stundir í borðstofunni
yfir kaffibolla og spjalli eftir að
skólastarfi lauk á góðum eftir mið-
dögum. Hafðu þökk fyrir allt og
allt. Aðstandendum votta ég sam-
úð og bið Guð að styrkja þá í sinni
sorg.
Áslaug Reynisdóttir.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist.
Minningargreinar