Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
✝ Dóra Skúladótt-ir var fædd í
Sjávarborg.
Hvammstanga, V-
Hún.
Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 15.
maí 2010.
Foreldrar hennar
voru: Jón Skúli
Ólafsson, f. í Húna-
vatnssýslu 16. febr-
úar 1911, d. 16.
september 1990 og
Guðbjörg Olsen f. í
Vestmannaeyjum 1920, d. í
Reykjavík 24. ágúst 2005. Dóra
var ein af 8 systkinum en þau
voru: Hildur Ósk Jóhannsdóttir f.
1946, búsett í Svíþjóð. Jón Skúli
Bergman Skúlason f. 1947, búsett-
ur í Reykjavík. Dóra Skúladóttir
fædd í Sjávarborg, Hvamms-
tanga, V-Hún., 1948, d. 15. maí
2010, búsett í Reykjavík. Sigríður
Guðrún Skúladóttir f. 1950, búsett
í Reykjavík. Unnur Skúladóttir f.
1951, búsett í Svíþjóð. Elínborg
Skúladóttir f. 1958, búsett á Akra-
nesi. Lára Skúladóttir f. 1957, d.
1995, var búsett í Reykjavík.
Daníel Skúlason fæddur 1960, bú-
settur í Reykjavík. Eiginmaður
Dóru er Jón B. Sveinsson f. 25.1.
Ragnar, þann 15. nóvember 1965
og hófu þau búskap upp úr því og
giftu sig 28. maí 1968. Að þeim
tíma liðnum hófu þau bæði að
starfa við mötuneyti Búrfells-
virkjunar sem var þá í mótun en
þar störfuðu bæði Dóra og Jón
framundir 1970. Þar á milli, eða
14. janúar 1969, eignast þau sitt
annað barn sem var meybarn og
hlaut nafnið Rakel og var hún
fyrsta meybarn sem fæddist eftir
að byggð hófst aftur í Þjórsárdal.
Dóra og Jón voru þá búin að skrá
lögheimili sitt að Sámsstöðum í
Gnúpverjahreppi. Síðan eiga þau
heima á Blöndubakka 6. Þar
bjuggu þau í níu ár. Síðan fluttust
þau Stallaseli 2. Þá fæddist Ólöf
Rut 5. febrúar 1979. Dóra lauk
verslunarnámi í fjölbraut og starf-
aði sem bókari í prentsmiðju
G.Ben. og síðan sem ritari á lög-
mannsstofu Tómasar Gunn-
arssonar. Hún stofnaði Brúð-
arkjólaleigu Dóru 1987 og rak
hana í tíu ár eða þar til hún veikt-
ist af völdum heilabóðfalls. Fyrir
tæpu ári, í júní 2009, greindist
Dóra með lungnakrabbamein.
Dóra dvaldi á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi. Aðstand-
endur vilja þakka sérstaklega
heimahjúkrun Karitas, Ólöfu Rut
Jónsdóttur og starfsfólki Líkn-
ardeildar.
Útför Dóru fer fram frá Selja-
kirkju mánudaginn 31. maí 2010
og hefst athöfnin klukkan 13.
1946. Börn þeirra
eru: 1) Sveinn Jóns-
son f. 15. nóvember
1965, maki er Elín
Björg Haraldsdóttir
f. 12. maí 1969, börn
þeirra eru: Viktor f.
12. júlí 1993, Egill
Snær f. 22. desem-
ber 2000, Eva María
f. 31. desember
2005.
Fyrir á Sveinn
Jón Heiðar f. 7.
febrúar 1989. 2)
Rakel Jónsdóttir f.
14. janúar 1969, maki er Birkir
Leósson. Börn þeirra eru: Birkir
Ívar Birkisson f. 22.apríl 1996,
Birta Íva Birkisdóttir 22. maí
2000. Fyrir á Rakel Sif Sveins-
dóttur f. 19. september 1986 og
Dóru Sveinsdóttur f. 24. febrúar
1989.
3) Ólöf Jónsdóttir f. 5. febrúar
1979. Dóra ólst upp á Hvamms-
tanga og reyndi margt fyrir sér,
fyrst í vist á Raufarhöfn og fluttist
síðan til Reykjavíkur og hóf störf
sem herbergisþerna á Hótel Borg
1964 en þar kynntist hún eftirlif-
andi manni sínum, Jóni B. Sveins-
yni, f. 25.1. 1946 Jón var þá
matreiðslunemi á Hótel Borg. Þau
eignuðust sitt fyrsta barn, Svein
Það er alltof erfitt að kveðja þig,
mamma mín, en Guð hefur ætlað þér
hlutverk annars staðar. Sennilega
vantaði Brúðarkjólaleigu Dóru á
betri stað, en mamma sá alltaf svo
mikið eftir að verða að selja versl-
unina eftir slæmt heilablóðfall sem
hún náði sér aldrei eftir. Móðir mín
var mikill karakter og gat skopast að
öllu. Hún átti líka mjög auðvelt með
að setja sig í spor annarra og reyndi
alltaf að hlúa að þeim sem áttu erfitt.
Ég man sterklega eftir því sem barn
að ég ætti að passa fötin mín vel og
gefa svo fötin upp á Reykjalund þeg-
ar þau pössuðu ekki lengur. Það var
svo alltaf gert. Ég mun alltaf minnast
mömmu við eldhúsborðið að sauma
föt. Oft varð ég sem barn hrædd um
að hún mundi gleypa eitthvað af títu-
prjónunum sem hún stakk upp í sig
og talaði svo með þá út í loftið. Eitt
sinn skeði það slys, þegar hún var að
sauma að nálin í saumavélinni brotn-
aði og skaust upp í augað, þá var
brunað upp á slysó að leita að nálinni
sem fannst svo og allt endaði vel.
Mamma var orkumikil kona og var
alltaf sífellt að og lagði sig alla í það
sem hún tók sér fyrir hendur.
Elsku besta mamma, það verður
mjög erfitt að hafa þig ekki með okk-
ur lengur og við munum sakna þín
mikið. Að þér er mikill missir hjá
barnabörnunum sem þú elskaðir svo
mikið. Þeim þótti svo gaman að gista
hjá þér, föndra með þér og bara vera
á spjallinu, sem var endalaust gaman.
Við munum aldrei gleyma þér, elsku
mamma mín. Allir fallegu hlutirnir
sem þú bjóst til handa okkur og fal-
lega heimilið sem þú bjóst um okkur
börnin hjálpa okkur einnig að muna
þig. Það verður erfitt fyrir pabba og
Ólöfu systur að hafa þig ekki lengur á
heimilinu og ég bið Guð að gefa þeim
styrk til að halda áfram. Við söknum
þín svo mikið, elsku mamma mín, þú
varst alltaf svo flott og vel til höfð, ég
er stolt af því að þú varst mamma mín
og amma barna minna.
Móðir mín góð. Hún saumaði sér kjóla.
Dóttir mín góð vantar þig ekki kjól? Ég
skal sauma á þig kjól.
Mig langar að sauma á þig kjól móðir
mín góð, silkikjól með kristöllum og
demöntum, en þú fórst allt of fljótt. Þú
gafst mér ómetanlega gjöf. Þú kenndir
mér að sauma kjóla.
Dætur mína góðar vantar ykkur ekki
kjóla? Ég skal sauma á ykkur kjól. Ég
vil kenna ykkur að sauma kjóla og
þessa ómetanlegu gjöf langar mig ykk-
ur erfa. Sofðu nú rótt móðir mín góð.
Þín dóttir,
Rakel.
Sakna þín svo mikið, sárt að ég sé
þig ekki þegar ég vakna á morgnana.
Að geta aldrei spjallað við þig um
heima og geima eða leitað til þín þeg-
ar eitthvað bjátar á.
Það er svo tómlegt núna og of
hljótt og rótlaust. Sérstaklega þegar
ég er að horfa á bíómyndir vantar
mig þig til að trufla mig með túlkun
þinni á myndunum. Nágrannar verða
aldrei eins núna.
Sakna húmors, hláturs og sam-
veru.
Gott að vita samt að núna er þessu
lokið og þú vonandi ekki að þjást
lengur.
Síðasta ferðin þín á spítalann átti
að vera stutt og bjóst maður við því
að þú myndir ná þér upp úr þessu,
hefði ég vitað að þetta væri síðasta
stoppið þá hefði ég smyglað þér
þarna út að reykja á sjúkrahúsinu í
Fossvoginum.
Hefði ég vitað að þessi barátta léki
þig svona grátt þá hefði ég ekki ýtt
þér út í þessa meðferð svona stíft, við
hefðum átt að skella okkur bara til
Manchester í verslunarferðina sem
þig langaði alltaf að draga mig með í,
föndra, spila, dunda okkur í kross-
gátum, skella okkur bara aftur til
Mallorka og dansa við Macarena-tón-
list og gert margt fleira í staðinn fyrir
að eyða tímanum inn og út af spít-
alanum í næstum heilt ár.
Hvíl í friði, elsku mamma mín,
þrautseigasta, sterkasta manneskja
sem ég hef kynnst og er stolt að hafa
átt þig að sem móður.
Vona að þú sért á góðum stað núna
og megi Guð geyma og passa þig þar
til við hittumst hressar og hraustar
aftur, elska þig og sakna þín óend-
anlega mikið.
Guð tekur alltaf þá bestu snemma
og er hann eigingjarn Guð en kannski
hefur hann stærra plan sem við fáum
aldrei að vita, bara upplifa.
Við kveðjum þig með kærleiksríkum
huga
þér Kristur launar fyrir allt og allt.
Þú varst svo sterk og lézt ei böl
þig buga
og birtan skín í gegnum húmið kalt.
Það er gott er lífsins degi lýkur,
að ljómi birta um þann sem
kvaddur er.
Því eitt er víst, að Guð vor
gæzkuríkur,
glaða framtíð hefur búið þér.
Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði,
um landið efra að Edens
fögrum lund,
og á þinn legstað blóm sín
fögur breiði,
svo blessi Drottinn þessa
hinztu stund.
Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir,
þú leiddir okkur fyrstu bernsku spor.
Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir,
að enn þér skíni blessuð sól og vor.
Hjartans þakkir, elsku mæta móðir,
þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt.
Þig verndi og gæti allir englar góðir,
ástarþakkir, mamma, góða nótt.
(H.J.)
Kveðja,
Ólöf Rut Jónsdóttir.
Fyrstu kynni mín af tengdamóður
minni, Dóru Skúladóttur, voru í árs-
lok 1994 skömmu eftir að ég hafði
kynntist Rakel dóttur hennar. Dóra
tók mér strax mjög vel og var sam-
band okkar allt tíð mjög gott enda
var hún þægileg og elskuleg kona
sem vildi öllum vel. Það var þannig
ekki hægt annað en að líka vel við
hana. Óhætt er að segja að á þeim
tíma hafi Dóra verið í blóma lífsins.
Hún rak þá eigið fyrirtæki, Brúðar-
kjólaleigu Dóru, af miklum myndar-
skap og metnaði. Augljóst var að þessi
rekstur og allt sem að honum sneri
átti þá huga Dóru að fullu, ásamt með
fjölskyldunni sem alltaf var þó í fyrsta
sæti hjá henni. Fljótt skipuðust veður
í lofti í lífi Dóru þegar hún veiktist
mjög skyndilega, fékk heilablóðfall, og
líf hennar varð ekki samt eftir. Vegna
heilsubrests varð hún að láta frá sér
fyrirtækið, þó sárt væri. Það sem
skipti Dóru mestu máli þ.e. fjölskyld-
an var þó enn til staðar ásamt reynslu
og kunnátta hennar í handverki sem
hún hafði þá meiri tíma en áður til að
sinna.
Dóra var alla tíð mikil handverks-
kona og allt þess háttar lék í höndum
hennar og er þá sama hvort verið er að
tala um erfiðan saumaskap eða annað
handverk. Þeir eru ófáir fallegu og
nytsömu hlutirnir sem hún gerði og
gaf öðrum. Dóra hafði einnig mikið
yndi af garð- og blómarækt og tókst
þar einnig einstaklega vel upp. Eitt
helsta tómstundagaman Dóru voru
krossgátur og önnur álíka hugarleik-
fimi og þar var sömu sögu að segja, að
þar var hún einnig á heimavelli.
Dóra var ekki einungis góð móðir
og tengdamóðir heldur ekki síður
barnabörnum sínum góð amma. Þann-
ig hafa öll börn okkar sótt mjög í að
vera í Stallaseli hjá ömmu, afa og
Ólöfu frænku. Þar var amman alltaf
tilbúin að leyfa börnunum að taka þátt
í því sem hún var að gera og hjálpa
þeim í því sem þau voru að gera. Börn-
in höfðu bæði mikið gagn og gaman af
því.
Fyrir tæpu ári síðan greindist Dóra
með krabbamein. Dóra ætlaði sér að
hafa betur í þeirri erfiðu baráttu og
framan af trúði maður að eiginleikar
hennar, ákveðnin og þrjóskan, mundu
hjálpa til við að leiða hana þar til sig-
urs en allt kom fyrir ekki. Gamansemi
var einnig stór eiginleiki hjá Dóru en
hún gat alltaf séð skoplega hlið á að-
stæðum. Þar er skemmst að minnast
að jafnvel á dánarbeði, rétt fyrir and-
lát sitt, þá sá hún skoplegu hliðina á
því að fólk streymdi í heimsókn til
hennar. Ég mun minnast elskulegrar
tengdamóður minnar með hlýhug og
söknuði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég votta Jóni, Ólöfu, Sveini, Rakel
og fjölskyldunni allri mína dýpstu
samúð.
Birkir
Til elsku tengdamömmu.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Takk fyrir allt, elsku Dóra, og Guð
geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Elín Björg Haraldsdóttir.
Elsku Dóra amma.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allar góðu stundirnar,
þín er sárt saknað.
Minning þín mun ávallt lifa í hjört-
um okkar, elsku amma.
Þín barnabörn,
Jón Heiðar,Viktor,
Egill Snær og Eva María.
Elsku amma mín, ég veit ekki
hvar ég á að byrja en það sem ég er
stoltust af er að hafa gefið þér lang-
ömmubarn og kynnt hann fyrir þér
og ég mun ætíð minna hann á þig og
kynna hann fyrir þér eins og ég
þekkti þig, elsku amma mín.
Ég á svo margar góðar minningar
um þig og erfitt að stytta þær í smá-
texta, en þær munu ávallt eiga sér
stað í hjarta mínu. Flestar minning-
arnar eru frá þeim tíma sem mamma
og pabbi skildu, þar sem ég nánast
bjó hjá ykkur á þeim tíma og alltaf
tókstu á móti mér með opnum örm-
um og eldaðir kjötbollur með káli
handa mér þegar þú vissir af mér á
leiðinni í heimsókn, enda kona sem
var alltaf með á hreinu hvað væri
uppáhaldið mitt.
Þú varst alltaf tilbúin til að að-
stoða mann hvort sem það tengdist
saumaskap eða lærdómi, enda kom
ég nánast alltaf í heimsókn til ykkar
Ólafar þegar ritgerðaskil voru á
næstunni og alltaf fékk ég góða ein-
kunn eftir þá hjálp.
Man þegar þú varst með brúðar-
kjólaleiguna, hvað það var ofsalega
gaman og koma og máta kjólana, það
var mesta sportið og að labba á milli
þeirra fannst mér ógurlega notalegt.
Þú varst alltaf með gott auga fyrir
fallegum og flottum hlutum og ég
mun aldrei gleyma síðustu orðunum
sem þú sagðir við mig, að þessi gler-
augu sem ég væri með væru svo
flott.
Ég veit að þú átt góða að á himn-
um, langömmu og langafa og Láru
systur þína, svo að ég veit að þú ert í
góðum höndum og laus við alla verki.
Elsku amma mín, ég mun aldrei
gleyma þér og Brynjar Sveinn mun
sko alltaf eiga góða minningu og
mynd um langömmu sína.
Ég mun aldrei gleyma þér og mun
alltaf elska þig, elsku amma mín.
Sif Sveinsdóttir.
Dóra Skúladóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín, ég vil kveðja
þig með fáum orðum. Ég sakna
þín því þú varst alltaf svo góð við
mig og skemmtileg. Það var allt-
af gaman að spila saman og gera
ýmislegt annað saman. Það var
líka gaman að spjalla við þig.
Ég sakna þín mikið en veit að
góður Guð mun gæta þín vel.
Hvíldu í friði hjá Guði.
Birkir Ívar.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
PÁLL PÁLSSON,
Brisbane, Ástralíu,
áður Þingeyri við Dýrafjörð
lést laugardaginn 29. maí. Minningarathöfn auglýst
síðar.
Ruth L. Pálsson,
Páll Pálsson yngri,
Þórður Guðni Pálsson, Anna Guðrún Stefánsdóttir,
Hafþór Ingi Pálsson, Sigríður Bjarnadóttir,
Herdís Pála Pálsdóttir, Jón Ágúst Sigurðsson,
Aníka Rós Pálsdóttir,
Karl Jóhann Pálsson, Katrín Brynja Valdimarsdóttir,
Helen Thura Pálsson,
Matthew Simon Pálsson
og barnabörn.