Morgunblaðið - 31.05.2010, Page 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
✝ Ásgerður Krist-jánsdóttir fædd-
ist að Fremri-
Hjarðardal í Dýra-
firði þann 9. júlí
1918. Hún lést á
dvalarheimilinu
Skógarbæ 24. maí
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristján Jón
Benónýsson, bóndi,
f. 25. ágúst 1885, d.
2. október 1969, og
Kristín Þórðardóttir,
f. 30. mars 1881, d.
18. desember 1941. Eftirlifandi
systir Ásgerðar er Jónasína Þrúð-
ur, f. 1914. Bræður þeirra voru
Þórður, f. 1917, d. 2004, og Ben-
óný, f. 1920, d. 1992.
Ásgerður giftist Sigmundi
Þórðarsyni, f. 14. júní 1920, d. 4.
apríl 1973. Synir þeirra eru: 1)
Kristinn, f. 1. mars
1951, söngvari,
kvæntur Ásgerði
Þórisdóttur hjúkr-
unarfræðingi. Synir
þeirra eru a) Gunn-
ar, f. 14. nóvember
1979, sonur Gunn-
ars er Mikael
Bjarni, f. 21. sept-
ember 2000. b) Jó-
hann, f. 6. maí
1988. 2) Þórður, f.
26. júní 1956, geð-
læknir. Hann
kvæntist Guðnýju
Dóru Gestsdóttur ferðamála-
fræðingi. Þau skildu. Dætur
þeirra eru a) Ásgerður, f. 19.
mars 1988, og b) Helga, f. 20.
mars 1992.
Útför Ásgerðar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 31. maí
2010, og hefst athöfnin kl. 11.
Mín elskulega tengdamóðir er
nú búin að kveðja í hinsta sinn.
Sú kveðjustund hefur spannað
langan tíma eða allt frá því að
heilabilunarsjúkdómurinn fór að
gera vart við sig fyrir nokkrum
árum.
Fyrir rúmum tveimur árum
flutti hún í hjúkrunarheimilið
Skógarbæ en þar hefur hún hlotið
frábært atlæti og umönnun. Hún
var þar hvers manns hugljúfi.
Hennar er sárt saknað þaðan.
Um síðustu jól varð hún fyrir
því óhappi að detta og lærbrotna
og þurfti þess vegna að fara í að-
gerð. Batinn var hægur og hún
varð æ þreyttari við allar hreyf-
ingar og vildi helst vera við rúm-
ið. Það var mikið frá henni tekið
að geta ekki hreyft sig og tekið
sín léttu dansspor hafandi alltaf
verið svo lipur og liðug að með
eindæmum var.
Að kvöldi annars í hvítasunnu
þegar verið var að hjálpa henni að
rísa á fætur fékk hún skyndilega
slæman verk fyrir brjóstið og inn-
an stundar var hún skilin við
þetta líf.
Ég var einstaklega lánsöm að
eignast Ásu sem tengdamóður. Á
milli okkar var sérstakt trúnaðar-
samband og hún hefur alltaf tekið
mér eins og ég væri dóttir henn-
ar.
Ása hafði alveg sérstakan frá-
sagnarhæfileika og það var gam-
an að hlusta á hana segja sögur
úr sínum heimahögum í Hjarð-
ardal í Dýrafirði. Þaðan komu
sögur af álfum, sleðaferðum í
skólann og gönguferðum öslandi
snjóinn, óveðurssögur svo það
brakaði og brast í bænum og ekki
má gleyma sögunum af bláberj-
unum og hvítu krækiberjunum.
Þegar hún var ung fór hún að
heiman til þess að vinna á Ísa-
fjarðarspítala. Það vafðist ekki
fyrir henni ungri stúlkunni að að-
stoða þar við ýmsar aðgerðir þeg-
ar skortur var á hjúkrunarnem-
um. Hana langaði til að læra
hjúkrun. Örlögin höguðu því
þannig að hún lærði hjúkrun af
eigin raun því hún þurfti að fara
aftur heim í Hjarðardal til að
hjúkra móður sinni dauðveikri í
banalegu hennar.
Ása var mikil barnakona og
hafði alveg sérstaka natni, kímni
og umhyggjusemi í samskiptum
við börn. Það fengu synir mínir að
upplifa ríkulega enda var hún allt-
af boðin og búin að annast þá,
leika við þá og syngja.
Ég vil þakka henni allt sem hún
hefur gefið mér, gott fordæmi,
samveruna, samfylgdina og ynd-
islegan eiginmann.
Að lokum vil ég þakka starfs-
fólki Skógarbæjar á þessari litlu
prinsessudeild á þriðju hæðinni
frábæra umönnun þar sem allt er
reynt að gera til þess að ein-
staklingarnir haldi virðingu sinni,
reisn og gleði.
Með saknaðarkveðju,
Ásgerður Þórisdóttir.
Elsku amma mín,
Þegar ég hugsa til baka þá fyll-
ist hjarta mitt þakklæti fyrir að
hafa átt þig að. Þakklæti fyrir að
hafa átt þessa elskulegu, skiln-
ingsríku og þautseigju manneskju
í mínu lífi sem mína ástkæru
ömmu.
Ávallt geislaði úr augum þínum
kærleikur og gleði, sama hvað
bar upp á. Ástin sem skein af þér
í hvert sinn sem ég sá þig var
jafn falleg og dagurinn sem þú
valdir til þess að yfirgefa þennan
heim.
Þegar mér var eitthvað þungt
fyrir brjósti og þurfti að létta á
hjarta mínu og sál þá var alltaf
gott að leita til þín. Þegar ég var
búinn að deila með þér mínum
vandamálum sama hvers efnis
þau voru þá sýndir þú mér fullan
skilning, bentir mér á það já-
kvæða og léttir af mér allan
þungann. Eftir það gekk ég frá
þér léttur og áhyggjulaus í burtu.
Fyrir rétt svo rúmum 37 árum
áttu sér stað eflaust stærstu
þáttaskil í þínu lífi er þú misstir
eiginmann þinn hann Sigmund
Þórðarson afa minn sem mér
gafst því miður aldrei tækifæri til
að kynnast þar sem ég var ekki
fæddur fyrir andlát hans. Að
missa maka og föður tveggja sona
sinna er eflaust versti harmleikur
sem nokkur tveggja barna móðir
getur hugsað sér en í stað þess að
dvelja í depurð þá kaust þú að
lifa lífinu á jákvæðan hátt alveg
þar til þú varst vel komin á 93.
aldursárið. Þú kaust að fylgjast
með sonum þínum og styrkja þá í
því sem þeir voru að gera með
því fallega og gefandi hugarfari
sem einkenndi þig. Þú kaust að fá
að upplifa fjögur barnabörn og
eitt barnabarnabarn. Þú kaust að
vera til staðar fyrir mig og gefa
mér þá reynslu að hafa fengið að
kynnast þínu elskulega viðhorfi á
lífið og það í rúm 30 ár sem ég er
þakklátur fyrir hverja mínútu af.
Ég hef verið búsettur erlendis
þar til síðastliðið haust og þegar
ég fluttist út þá varst þú þegar
farin að veikjast og svo með tím-
anum þá frétti ég reglulega um
ástand veikinda þinna og ég bað
þess margoft að þú myndir
þrauka þar til ég væri fluttur aft-
ur til landsins og hversu þakk-
látur ég er að þú náðir því.
Elsku amma mín, nú ert þú
kominn á þann stað sem hefur
beðið þín í rúm 37 ár og þú ert
búin að skila þínu og margfalt
það hér á jörð og það huggar mig
að vita til þess að þín hefur verið
beðið með mikilli eftirvæntingu
hinum megin handan lífsins.
Elsku amma mín, þakka þér
fyrir allt það góða, elskulega,
skilningsríka og þann kærleika
sem þú hefur fært mér og sáð í
mína sál.
Elsku amma mín, ég elska þig
og þú munt alltaf lifa í sál minni
og hjarta.
Gunnar Kristinsson.
Ásgerður
Kristjánsdóttir
Elsku besta amma mín, þú varst
mér mjög góð amma. Ég trúi varla
ennþá að þú sért farinn frá okkur.
Þú varst alltaf að gefa mér perlur,
hálsfestar og svoleiðis. Ég man þeg-
ar við vorum að borða saman sam-
lokur, drekka gos og spila saman,
það voru góðir tímar. Þú varst mjög,
mjög stór hluti af mér, jafnstór og
jörðin. Við tvær og Ólöf vorum alltaf
að horfa saman á Nágranna og það
var gaman.
Ég þakka Guði fyrir að taka á
móti ömmu svona blíðlega og vera
góður við hana. Ég vil sérstaklega
segja við þig, amma mín, að ég sakna
þín rosalega mikið og vonandi líður
þér vel þarna uppi og ég elska þig
mjög mjög heitt. Ég gæti farið að
gráta, ég sakna þín svo mjög, mjög
mikið amma mín. Mér finnst eins og
þú sért við hliðina á mér núna. Þegar
við og Ólöf vorum saman í bílnum
varst þú alltaf að hlusta á Michael
Jackson lög og sérstaklega „I will be
there“.
Þú hjálpaðir mér oft við lærdóm-
inn. Þú varst svo góð í íslensku og
varst alltaf að hjálpa mér. Sakna þín
sárt og mikið. Alltaf saknað, aldrei
gleymd, hvíl í friði, elsku amma mín.
Birta Íva Birkisdóttir.
Elsku amma mín, vonandi líður
þér vel núna. Þú varst yndisleg
manneskja og alltaf með húmorinn
til staðar. Mér finnst sárt að það hafi
verið lagt svona mikið á þig, sein-
ustu andartök þín var erfitt að horfa
uppá, en þú sagðir við mig daginn
áður en þú kvaddir að þú vildir helst
fara, því þetta væri orðið svo þján-
ingarfullt. Það hefur svo sannarlega
sýnt okkur að þú varst rosalega
sterk og þrjósk, ég dái þig fyrir það.
Mér finnst heiður að hafa verið skírð
í höfuðið á þér. Minningar okkar
munu lifa alltaf í hjarta mínu. Mér
dettur eitt skemmtilegt í hug. Það
var þegar ég fékk alltaf að vera hjá
þér í gömlu búðinni þinni og fá að
máta ballerínu- og brúðarmeyja-
kjólana og þóttist vera gína fyrir þig,
þú varst alltaf svo montin með mig
og það gerði mig virkilega glaða.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Dóra Sveinsdóttir.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ókunnur.)
Dóra kvaddi þegar sumarið og
birtan eru að færast yfir landið okk-
ar, eftir löng og erfið veikindi. Ég
kynntist Dóru og Jóni fyrir um 19
árum þegar Elín dóttir mín og
Sveinn sonur þeirra fóru að draga
sig saman. Það hafa verið góð ár og
vinátta þar til staðar. Dóra var
skemmtileg kona og hafði glaðværa
lund.
Guð blessi minningu þína, elsku
Dóra mín og hafðu góða heimkomu.
Kæri Nonni og fjölskylda, mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Rannveig Leifsdóttir.
Elsku duglega og góða Dóra okk-
ar er farin eftir erfiða baráttu við
krabbamein. Með þessu fallega ljóði
eftir Bubba Morthens viljum við
kveðja þig og þakka þér allar góðu
og skemmtilegu stundirnar, elsku
vinkona.
Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú.
Að ljósið bjarta skæra.
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svefnsins draumar koma fljótt.
svo vöknum við með sól að morgni.
Við vottum fjölskyldunni þinni
okkar innilegustu samúð.
F.h. saumaklúbbsins,
Margrét S. Guðmundsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN ELÍSA ÓLAFSDÓTTIR
fyrrv. varaformaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn
23. maí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
1. júní kl. 14.00.
Ómar Már Magnússon,
Jóhannes Rúnar Magnússon, Andrea Guðmundsdóttir,
Ólafur Sævar Magnússon, Sólbjörg Hilmarsdóttir,
Viðar Magnússon, Emelía Bára Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Móðir mín og tengdamóðir, amma okkar og lang-
amma,
JÓHANNA SÆMUNDSDÓTTIR
fyrrv. handavinnukennari
og húsmóðir á Ísafirði,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum
mánudaginn 17. maí, verður jarðsungin frá
Neskirkju þriðjudaginn 1. júní kl. 15.00.
Sighvatur og Björk,
Elín og Sigþór,
Björgvin og Dóra Valdís,
Rúnar og Alma,
Bryndís og Nicolas
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON,
sem lést á heimili sínu á hvítasunnudag 23. maí,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 3. júní kl. 15.00.
Erla Durr,
Helgi Þórhallsson, Ingibjörg Pálsdóttir,
Rósa Þórhallsdóttir, Ólafur Torfason,
Halldór Þórhallsson, Stefanía Þóra Flosadóttir,
Guðmundur Þ. Þórhallsson, Guðrún Hannesdóttir,
Magnús H. Guðjónsson, Ása V. Einarsdóttir,
Páll R. Guðjónsson, Sigurlaug Á. Sigvaldadóttir,
Kristinn Guðjónsson, Marianne E. Klinke,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR,
Langholtsvegi 174,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítalanum mánudaginn
24. maí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 1. júní kl. 13.00.
Guðbjörg Erlingsdóttir, Bergur H. Birgisson,
Þóra Erlingsdóttir,
Einar Leó Erlingsson,
Sigríður Ásdís Erlingsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUNNAR ÁLFAR JÓNSSON,
Grænumörk 2,
Selfossi,
andaðist á Ljósheimum laugardaginn 22. maí.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn
1. júní kl. 13.30.
Unnur Einarsdóttir,
Einar Gunnarsson, Kristín Álfheiður Fjeldsted,
Jón S. Gunnarsson, Elínborg Högnadóttir,
Gunnar Páll Gunnarsson, Steinunn H. Sigurðardóttir,
Ingunn Gunnarsdóttir, Ari Björn Thorarensen
og barnabörn.