Morgunblaðið - 31.05.2010, Qupperneq 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar og afa,
ÓTTARS KJARTANSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustunni
Karitas, líknardeild Landspítalans og félögum
okkar í Hestamannafélaginu Gusti.
Jóhanna Stefánsdóttir,
Kjartan Sævar Óttarsson,
Oddný Kristín Óttarsdóttir
og Karen Birta Kjartansdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ARNHEIÐUR HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vallholti 16,
Selfossi,
áður Sólbergi, Stokkseyri,
lést mánudaginn 24. maí
Útförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva Hraunbæ 113 Reykjavík
miðvikudaginn 2. júní kl. 13.00.
Jarðsett verður í Stokkseyrarkirkjugarði.
Anna Jósefsdóttir, Ingibergur Magnússon,
Guðmundur Jósefsson, Arndís Lárusdóttir,
Sigmundur Sigurjónsson,
Ólafur Jósefsson, Rósa Kristín Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Friðgeir BjarnarValdemarsson bif-
reiðastjóri fæddist í
Felli, Glerárþorpi, 24.
júlí 1931, hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 21. maí 2010.
Foreldrar hans voru
hjónin Valdemar Júl-
íusson og Ingibjörg
Björnsdóttir. Systur
Friðgeirs voru Lára
og Sara sem báðar
eru látnar.
Hinn 21. mars 1953
kvæntist Friðgeir eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Gyðu H.
Þorsteinsdóttur, f. 31. október
1934. Foreldrar hennar voru hjónin
Þorsteinn Jónsson og Sigrún
Björnsdóttir. Börn Friðgeirs og
Gyðu eru: 1) Valdís María, f. 6. nóv-
ember 1953, gift Jóni Sigþóri Gunn-
arssyni, f. 12. apríl 1953, dætur
þeirra, a) Gyða Hrönn, f. 1974, gift
Berglind Sif, f. 1981, og á hún 1 son.
e) Vala Birna, f. 1983 gift Rashid
Javid, f. 1980. 3) Edda Sigrún, f. 2.
apríl 1958, gift Kristni Björnssyni,
f. 28. maí 1959, börn þeirra, a)
Björn, f. 1979, kvænturr Elisu Pa-
loni, f. 1976. b) Einar, f. 1982 ,
kvæntist Rannveigu Elíasdóttur, f.
1982, þau skildu og eiga þau 2 syni.
c) Andri, f. 1989. 4) Gunnhildur
Gyða, f. 17. desember 1960, giftist
Hauki S. Ingasyni, f. 1960, þau
skildu, dóttir þeirra er Linda Rún,
f. 1992, núverandi sambýlismaður
Gunnhildar er Anders Larsson, f.
26. apríl 1967, dóttir þeirra er
Tindra Björk, f. 2002.
Friðgeir ólst upp í Felli í Gler-
árþorpi á Akureyri, þar sem stór-
fjölskyldan bjó öll saman lengst af,
Valdemar í norðurendanum og
Garðar bróðir hans í suðurend-
anum. Friðgeir og Gyða byggðu
Stórholt 4 og bjuggu þar í 13 ár, þá
fluttu þau í Hamragerði 22, sem
þau byggðu einnig og bjuggu þar til
ársins 2001, þegar þau fluttu í Mýr-
arveg 113 þar sem þau hafa búið
síðan.
Útför Friðgeirs fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 31. maí 2010,
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Jóni Árelíusi Þor-
valdssyni, f. 1964 og
eiga þau 2 börn. b)
Elva Dögg, f. 1980,
sambýlismaður Hauk-
ur Pálmason, f. 1977
og eiga þau 2 syni. c)
Hildur Ýr, f. 1986,
sambýlismaður Elfar
Halldórsson, f. 1986.
2) Valdemar Þor-
steinn, f. 17. janúar
1955, kvæntur Svein-
birnu Helgadóttur, f.
9. mars 1953, börn
þeirra, a) Helga Sig-
ríður, f. 1975, giftist Aaron Mitch-
ell, f. 1975, þau skildu, núverandi
sambýlismaður Úlfar Hauksson, f.
1966 og á hún 3 dætur. b) Gyða
Heiða, f. 1976, sambýlismaður
Daníel Birgir Ívarsson, f. 1973 og á
hún 2 syni. c) Friðgeir Bjarnar, f.
1979, sambýliskona Rakel Þorleifs-
dóttir, f. 1980 og eiga þau 2 syni. d)
Genginn ert þú götu breiða,
genginn ert þú Guði á hönd.
Góðir englar til Guðs þig leiða,
þú glaður kannar ókunn lönd.
Það er svo margt sem mun á þig
minna,
þau munu ei slitna, þessi bönd.
Því seinna mun ég sjálf þig finna,
þá saman göngum hönd í hönd.
(Höf. Sigþór)
Kveðja frá eiginkonu.
Þegar ég minnist tengdaföður
míns kemur upp í hugann mynd af
vinnusömum manni sem hélt afar
þétt utan um sína fjölskyldu. Fjöl-
skylduböndin voru sterk og náðu
bæði til hans nánustu og einnig stór-
fjölskyldunnar úr Felli í Glerár-
þorpi. Friðgeir var afar bóngóður
maður og minnist ég ekki að það hafi
þurft að biðja hann oftar en einu
sinni um hvaðeina sem með þurfti.
Hann hafði kynnst mikilli vinnu frá
blautu barnsbeini til sjávar og sveita.
Oft minntist hann með ánægju dval-
arinnar á Sörlastöðum í Fnjóskadal
þar sem hann dvaldist sem ungur
drengur og einnig síldaráranna þeg-
ar hann reri á Garðari og Gylfa.
Fiddi vann sem verkstjóri hjá Möl og
Sandi í mörg ár. En þegar átti að
draga úr vinnuálaginu færði hann sig
á Sendibílastöðina með eigin bíl og
vann þá oft daga og nætur við að
flytja pelsklædda farþega hringinn
kringum landið, enda mikil upp-
bygging í minka- og refaeldi. Hafði
hann mikla ánægju af að kynnast
landinu og bændum á þessum ferð-
um.
Á síðustu árum átti Fiddi við vax-
andi veikindi að stríða en ferðaáhug-
inn var samur. Eigum við afar góðar
minningar frá sumrinu 2008 þegar
við dvöldum í sumarbústað á Suður-
landi og fórum í stuttar ferðir þar út
frá alla daga, með viðkomu á Hvera-
völlum heiman og heim. Einnig er
ógleymanleg ferð til Ítalíu í septem-
ber síðastliðnum með Fidda, Gyðu
og fleirum úr fjölskyldunni til að
vera við brúðkaup sonar okkar.
Þessar síðustu vikur undirstrik-
uðu einn ónefndan eiginleika Frið-
geirs, það er að segja æðruleysið.
Aldrei kvartaði hann og hann var
tilbúinn að hughreysta þá sem þess
þurftu með.
Kæri Friðgeir, þakka þér sam-
fylgdina, minning þín lifir með okk-
ur.
Kristinn Björnsson.
Elsku besti afi minn, ég er alveg
afskaplega sorgmædd í hjarta mínu,
en samt er mér létt því ég veit að þér
líður mun betur þar sem þú ert núna.
Við höfum átt margar góðar minn-
ingar saman, bæði gamlar og nýjar
og þá sérstaklega Ítalíuferðina okk-
ar sem við fórum í fyrra.
Það var yndislegur tími sem við
áttu saman í þessu fallega landi og
ég er svo glöð að þú og amma ákváð-
uð að koma með því þessi ferð hefði
aldrei verið eins án ykkar.
Mér fannst við öll sem fjölskylda
tengjast miklu meira í þessari ferð
og fyrir það er ég að eilífu þakklát.
Svo má nú ekki gleyma Copthorne
hótelinu við Gatwick, það var nátt-
úrulega bara yndislegt og ég er al-
veg ákveðin í að fara þangað aftur
þér til heiðurs, þó það verði ekki eins
án þín, því eins og þú sagðir „Mér er
alveg sama þó flugvélin bili og við
komumst ekki heim í dag.“
Ég mun aldrei gleyma því hvernig
þú ljómaðir í hvert skipti sem þú tal-
aðir um þessari ferð og þér fannst
ekkert sérstaklega leiðinlegt að
segja frá henni heldur.
Ég man hvað þú varst stoltur af
mér þegar ég útskrifaðist og var það
mér mjög mikils virði og ég man þeg-
ar þú hringdir í mig rétt fyrir út-
skriftina mína og sagðir mér að þú
vildir hafa það á hreinu að ef mig
vantaði eitthvað, hvort sem það væri
peningur eða aðstoð við eitthvað þá
sæir þú um þína og að ég þyrfti bara
hringja, og finnst mér þetta lýsa þér
í einu og öllu, alltaf tilbúinn til að að-
stoða og rétta fram hjálparhönd.
Þú ert svo yndislegur afi og þú
gast alltaf komið mér til að hlæja og
eins og það var erfitt að kveðja þig
þá gladdi það mig, og ég veit að það
gleður þig, að heyra að ég komst inní
háskólann og ætla ég mér að gera
þig enn stoltari af mér þar.
Mér finnst samt svo undarlegt að
hugsa til þess að að heyra aldrei aft-
ur „Hvað segir þú?“ frá þér þegar ég
svara í símann eða að fá óvænt símtal
frá þér þegar þú hefur óvart rekið
þig í takkann á gemsanum þínum en
ég veit þú vakir yfir mér og mínum
og það mun aldrei líða sá dagur sem
ég hugsa ekki til þín.
Ég mun ávallt geyma fallegu
minningarnar okkar saman í hjarta
mínu.
Þú kominn nú ert á betri stað
Og yfir mér vakir, ég er viss um það.
Ég kveð þig að sinni, uns við hittumst
á ný,
þú ávallt í huga mér verður, ég lofa þér
því.
Þín,
Hildur Ýr Sigþórsdóttir.
Vertu sæll, kæri afi. Takk fyrir all-
ar minningarnar úr Hamragerði og
hjólhýsinu, sumarbústaðnum og
Mýrarveginum, ferðunum í flutn-
ingabílnum og ekki síst úr ævintýra-
legri Ítalíuferð í fyrra haust. Þær
verða með okkur alla tíð.
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast huggun sú,
þó ævin sem elding þrjóti,
guðs eilífð blasir oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
– Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur – síðar.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Björn, Einar, Andri og
fjölskyldur.
Í síðustu viku barst mér sú frétt að
Friðgeir, fyrrverandi tengdafaðir
minn, væri orðinn alvarlega veikur.
Við þær fréttir koma minningabrot
upp í hugann, um góðar stundir og
þær tilfinningar sem óneitanlega
fylgja með. Þar sem ég er búsettur í
Svíþjóð ákvað ég að skrifa nokkrar
línur til Fidda, eins og hann var allt-
af kallaður, þar sem ég vissi að hann
ætti erfitt með að tala í síma vegna
veikinda sinna. Ég ætlaði því að
biðja Gyðu konu hans að lesa bréfið
fyrir mig til hans. Þegar ég svo
hringdi í Gyðu til að biðja hana um
þennan greiða fyrir mig sagði hún
mér að Fiddi hefði dáið fyrr um
morguninn.
Það sem mig hafði langað að segja
Fidda var að mér hefði alltaf þótt
vænt um að heyra í honum. Að ég
hafi alltaf vitað að þau hjónin höfðu
verið svo ánægð með aðstoðina sem
ég veitti þeim í London þegar Fiddi
fór í aðgerð 1992. Ég vissi að þessi
ferð styrkti tengsl okkar. Mér hefur
alltaf þótt mjög vænt um þau og þau
tóku alltaf vel á móti okkur þegar við
komum norður. Ég vildi að hann
vissi að mér hafi alltaf fundist gaman
að fara með honum í stuttu bíltúrana
á flutningabílnum þegar við vorum
fyrir norðan. Því miður náði hann
ekki að heyra þessi orð mín, en ég vil
að fjölskylda hans viti að ég ber mjög
hlýjan hug til hennar og sérstaklega
Gyðu sem verður að takast á við erf-
iða sorg eftir svo langt og farsælt
hjónaband.
Ég vil því senda mínar dýpstu
samúðarkveðjur til allra í fjölskyld-
unni.
Haukur Skarphéðinn Ingason.
Nú kveð ég góðan vin sem ég er
innilega þakklátur fyrir að hafa eign-
ast. Ég kynntist Fidda fyrst árið
1995 þegar leiðir okkar Gyðu, kon-
unnar minnar, lágu saman en hún
bjó á neðri hæðinni hjá afa sínum og
ömmu í Hamragerðinu, þeim Fidda
og Gyðu. Við Fiddi urðum strax
mestu mátar og miklir vinir, ég hafði
alltaf gaman af því að sitja og spjalla
við Fidda um gömlu dagana og voru
ófáar sögurnar sem hann sagði mér
af því þegar hann vann á smurstöð-
inni, á krananum hjá Hólma eða þeg-
ar hann var að keyra minka og refi út
um allt land. Einnig talaði hann oft
um Sörlastaði og samferðamenn sína
þar, og alltaf hafði ég nú jafn gaman
af því þegar hann spurði hvort ég
myndi nú ekki eftir þessum og hin-
um sem voru löngu farnir og ég alltof
ungur til að muna eftir. Þetta sýndi
bara hvað hann var ungur í anda og
fannst allir vera á sama reki og hann.
Fiddi var einstaklega iðinn maður
og þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni og naut ég þeirra forréttinda
að fá að dunda í ýmsu með honum
hvort sem var niðri í skúr, austur í
hjólhýsi eða í sumarbústaðnum.
Hann bjó sér og fjölskyldu sinni
sælureit austur í Aðaldal og síðan í
sumarbústaðnum, Felli, af mikilli
natni og var aldrei slakað á í því að
fegra og bæta. Og var hugur hans
svo sterkur allt fram í andlátið að
hann bað mig daginn áður en hann
kvaddi að bera nú á lóðina í kringum
sumarbústaðinn svo grasið yrði fal-
legt í sumar.
Síðastliðin 8 ár höfum við fjöl-
skyldan verið svo heppin að hafa
Fidda og Gyðu hinum megin við göt-
una í Mýrarveginum og eru ófáar
ferðirnar sem rölt hefur verið á milli
húsa eða bara vinkað í gluggunum.
Alltaf var hann kominn til að fylgjast
með þegar ég var eitthvað að brasa
úti á lóð eða á pallinum og alltaf vildi
hann nú hjálpa til. Já ég á eftir að
sakna sárt góðs vinar sem alltaf var
gaman að umgangast, hvort sem við
vorum að vinna saman, tala saman
eða skemmta okkur saman. Hann
hugsaði vel um sína og vildi öllum vel
og getur stoltur kvatt þennan heim,
hann hefur svo sannarlega skilað
sínu. Þótt erfitt sé að kveðja getum
við huggað okkur við það að nú líður
honum vel og hann er örugglega
byrjaður að rækta garðinn og búa
sér til sælureit þar sem við eigum
vísan stað þegar við komum til hans.
Takk fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Guð blessi minn-
ingu þína.
Jón Á. Þorvaldsson.
Friðgeir Bjarnar
Valdemarsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist.
Minningargreinar
Ástkær móðir mín,
JÓNÍNA VALGERÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR,
áður til heimilis Seljavegi 3a,
lést á Vífilsstöðum síðastliðinn föstudag.
Margrét H. Marvinsdóttir.
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
FILIPPUS HANNESSON,
Núpsstað,
verður jarðsunginn frá Bænhúsinu, Núpsstað,
4. júní kl. 14
Margrét Hannesdóttir,
Jón Hannesson,
Jóna Aðalheiður Hannesdóttir,
Ágústa Þorbjörg Hannesdóttir,
systkinabörn og aðrir ættingjar.