Morgunblaðið - 31.05.2010, Síða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
Nú kveðjum við
ljúfan dreng sem fall-
inn er frá í blóma lífs-
ins. Sigþór var ljúfur
drengur sem öllum
þótti vænt um og litu upp til. Alltaf
boðinn og búinn að hjálpa öllum.
Hann fór út í hinn stóra heim og
ferðaðist um allt, alltaf reyndum við
að fylgjast með í hvaða landi hann
væri að vinna, við vorum svo stolt af
honum, alltaf sami ljúfi góði dreng-
urinn þegar hann kom í heimsókn á
heimaslóðir.
Hann kom í heimsókn til okkar
vestur á Ísafjörð fyrir ári og hann
var ákveðinn að koma aftur með
konunni sinni sem hann elskaði svo
heitt og sýna henni Vestfirði. Hann
sendi henni í sífellu símamyndir af
fallegu landslagi og sagði konan
mín verður að sjá þetta. Hann átti
eftir að skoða svo margt með ást-
inni sinni.
Þeir Ástþór, frændi hans, fóru að
skoða næturlífið, komu svo heim
eftir rölt um bæinn í næturkyrrð-
inni og fóru að spila á gítarana það
var gaman hjá þeim.
Sigþór var Birtu Dögg eins og
besti bróðir þennan stutta tíma,
henni fannst svo gaman að spila við
hann yatzy og hlakkaði svo til að
hitta hann aftur á Stapa og fara
með honum á fjórhjólið, það var svo
gaman hjá þeim í fyrra. Guð passar
núna Sigþór eins og mömmu. Þau
sitja saman með ömmu og afa á Sel-
hól og spila og syngja saman. Að
geta verið með honum og foreldrum
hans aftur um áramótin var ynd-
islegt. Ljúfar minningar lifa í hjört-
um okkar. Við munum ávallt sakna
hans en okkur er það huggun í
harmi að nú er hann laus við þraut-
ir og líður vel.
Elsku Karina, Guðbjörg, Ægir,
Agnes, Linda Ýr og Þórður. Guð
veri með ykkur og styrki ykkur í
sorg ykkar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við kveðjum þig, elsku Sigþór,
með miklum söknuði
Guðbjartur, Sigríður,
Ástþór og Birta Dögg.
Elsku Sigþór, þér hefur verið
ætlað stærra verkefni annars stað-
ar en hér hjá okkur því það hefur
vantað einhvern yndislegan og ljúf-
an dreng.
Það eru margar minningarnar
sem leita á hugann en sú fyrsta er
frá því á leikskóla þegar við
ákváðum að verða kærustupar bara
fimm ára kvikindi, og nánast alla
okkar skólagöngu vorum við kær-
ustupar, ég efast um að pabbi þinn
muni hvað ég heiti, hann kallaði
mig alltaf tengdadótturina.
Minningarnar eru margar, við
gerðum mörg prakkarastrikin, m.a.
fórum við rúnt á dráttavélinni á
Selhól og náðum að velta henni,
ótrúlegt að sleppa ómeidd. Ég
minnist þess nú ekkert sérstaklega
að það hafi komist upp um okkur en
Sigþór Ægisson
✝ Sigþór Ægissonfæddist í Hafn-
arfirði 27. október
1975. Hann lést hinn
6. maí 2010 á sjúkra-
húsi í Tókýó.
Útför Sigþórs fór
fram frá Ingjalds-
hólskirkju 16. maí
2010.
þið vitið það þá núna
hverjir veltu dráttar-
vélinni.
Einu sinni lágum
við niðri í fjöru og
ræddum framtíðar-
plönin. Ég ætlaði að
verða búðarkona og
eignast sex börn og
þú svona slengdir því
fram að það væri nú
gaman að verða fræg-
ur fyrir eitthvað og
þú varst nú ekki svo
viss með barnafjöld-
ann sem þú ætlaðir að
eignast og viti menn, í dag á ég
sjoppu og fimm börn og þú sóttir
frægð og frama erlendis.
Elsku vinur, það er komið að
kveðjustund. Takk fyrir samfylgd-
ina og það var mér sannur heiður
að hafa fengið að kynnast þér.
Minning þín mun varðveitast í
hjörtum okkar sem þekktum þig.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Elsku Carina, Ægir, Guðbjörg,
Agnes og aðrir aðstandendur ég
votta ykkur mína dýpstu samúð og
Guð gefi ykkur öllum styrk til að
takast á við þá miklu sorg sem á
ykkur hefur verið lögð.
Hallfríður (Didda.)
Elsku Sigþór minn, ég næ því
ekki alveg að eiga aldrei eftir að
njóta samvista þinna hérna megin.
En ég vil þakka þér fyrir allar þær
stundir sem við áttum í gegnum ár-
in. Ekki hvarflaði það að mér þegar
ég samdi brúðkaupsræðuna ykkar
Karinar að ég myndi vera að skrifa
minningargrein þína að 17 mánuð-
um liðnum. En svona getur lífið
verið kalt og ósanngjarnt.
Kynni okkar Sigþórs hófust á
Hellissandi, ekki get ég sagt ná-
kvæmlega hvenær, hann er búinn
að vera stór hluti í mínu lífi síðan ég
man eftir mér. En seinna uppgötv-
uðum við að ég kom í þennan heim á
sama tíma og hann var getinn.
Margar minningar honum tengdar
rifjast upp þessa dagana. Saman
áttum við margar góðar stundir á
Hellissandi og þótti okkur ekki leið-
inlegt að kíkja á fólkið á Selhól, lék-
um við okkur þar oft í hlöðunni. Og
fullt af prakkarastrikum var gert
sem ekki verður farið út í. Þegar
við fórum á puttanum til Ólafsvíkur
til að skoða stelpurnar. Ógleyman-
legt er þegar Ægir, pabbi Sigþórs,
kom með töfratæki eitt, sem kall-
aðist „vidó“, inn á heimili þeirra.
Margar minningar honum tengdar
rifjast upp þessa dagana.
Þegar þú svo fórst út í hin stóra
heim pössuðum við okkur ávallt að
vera í sambandi, ég alltaf á leiðinni
að kíkja á þig. Og þegar þú bjóst í
New York var ég búinn að fá frí á
sjónum og ætlaði að kaupa flugmið-
ann hinn 11. september 2001 og láta
verða af heimsókn minni. Þá sagð-
irðu mér seinna meir þegar þú
hefðir vaknað við lætin þegar fyrri
flugvélin skall á turninn og litið út
um gluggann og séð þegar sú seinni
skall á hann. Það varð til þess að
ekkert varð úr heimsókn minni í
það skiptið.
Í apríl 2007 heimsótti ég þig til
Tókýó, þá fyrst kynntist ég Karinu.
Engum sem sá ykkur saman leynd-
ist að þarna var virkilega ástfangið
fólk á ferð, mér varð ljóst hvað þú
varst hamingjusamur. Einnig sjá
ég það sem þú varst búinn að gera
öll þessi ár, virkilega góða hluti í
kringum gott fólk.
Þú gleymdir aldrei uppruna þín-
um, hvaðan þú varst, sterkum fjöl-
skylduböndum og öllu því góða
fólki sem þú kynntist á þinni stuttu
lífsleið og kíktir reglulega á okkur
hérna uppi á klakanum.
Þú hringdir í mig 19. desember
2007 og spurðir hvað ég yrði að
gera hinn 20. desember að ári,
vegna þess að þú hefðir beðið Kar-
inar með lagi sem þú hefðir samið
og hefði hún játast kallinum, svo nú
ætti að halda brúðkaup að ári liðnu
í heimabæ Karinar í Brasilíu.
Þú baðst mig um að verða svara-
maður þinn sem ég þáði með stolti.
Brúðkaupið var það fallegasta sem
ég hef farið í og held ég að ég hafi
aldrei verið eins stressaður og þeg-
ar ég gekk inn kirkjugólfið og hélt
ræðu fyrir ykkur brúðhjónin með
fjölmiðla ofan í mér. Við áttum
margar ógleymanlegar stundir í
Brasilíu og voru það ófá kvöldin
sem við vorum úti í garði og spjöll-
uðum um alla heima og geima og
einnig spiluðuð þið feðgar á gítar
við góðar undirtektir.
Það er svo erfitt að trúa því að þú
sért farinn, elsku besti vinur minn.
Ég á eftir að sakna þín, það var
ómetanlegt að fá að kynnast þér,
alltaf jafn gott að talað við þig um
hvað sem var og þú gafst mér góð
ráð þegar þess þurfti. Einlægni þín
og góð nærvera gleymist aldrei,
engin orð fá lýst því hvað þú varst
mér góður vinur.
Megi Guð veita ykkur styrk,
elsku Karina, Ægir, Guðbjörg,
Agnes og fjölskyldur ykkar.
Einar Ingi Reynisson.
Elsku vinurinn minn, þá er
þrautagöngu þinni lokið. Alltaf
héldum við í vonina um að þú mynd-
ir sigra að lokum en nei, þér var
greinilega ætlað eitthvað annað og
meira. Það er á svona stundum sem
maður trúir máltækinu þeir deyja
ungir sem guðirnir elska. Ég
gleymi því aldrei þegar við hittumst
fyrst árið 1998, þá var ég að leita að
fulltrúum í keppnina Herra Vest-
urland. Ég hafði fengið ófá símtöl
um að ég yrði að hafa samband við
Sigþór Ægisson frá Hellissandi. Ég
hringdi nokkrum sinnum í þig og þú
varst svo sem ekkert að tapa þér yf-
ir þessu en ákvaðst að hitta mig á
Klifi þegar ég yrði með fyrstu æf-
inguna. Það sló þögn á hópinn þeg-
ar þú birtist, minn kæri, og svo sem
ekkert skrítið þvílíkt myndarlegur
og nærvera þín yndisleg. Þú leist
yfir hópinn og sagðir já, ég ætla að
vera með. Þessi hópur minn var frá-
bær og myndaðist mikill vinskapur
á milli okkar og eiga nú þessar elsk-
ur um sárt að binda og votta ég
þeim mína dýpstu samúð með
þakklæti fyrir góðar stundir þarna
um árið. Þú sigraðir í keppninni,
elsku vinur, og þá byrjaði allt á
fullu hjá þér. Andrea Brabin hafði
samband við mig og vidil fá þig til
sín sem módel. Þú spurðir mig
hvort ég héldi að sjóari frá Hellis-
sandi hefði eitthvað að gera í þetta,
ég svaraði: ekki spurning, elskan,
þú ert flottastur. Þú lést slag
standa og ferðaðist um heiminn
sem módel og áttir farsælan feril.
Ég fylgdist með þér úr fjarlægð
með stolti.
Við hittumst fyrir ári, þá komst
þú með elskuna þína, hana Karinu,
til okkar. Einar Karl og Jói Ár-
manns, vinir þínir úr keppninni,
komu líka. Mikið óskaplega þótti
mér vænt um þetta kvöld með ykk-
ur. Síðasta heimsókn þín til okkar
Sigga var í janúar, þá færðir þú
mér blóm. Við settumst eins og allt-
af og spjölluðum. Þú þakkaðir mér
fyrir að hafa tekið þig í þessa
keppni mína, því ef ekki þá hefðir
þú aldrei hitt Karinu og gert allt
það sem að þú hafðir upplifað.
Það er á svona stundum sem
maður spyr sig hver sé tilgangur-
inn með þessu öllu, ungur maður
tekinn frá okkur í blóma lífsins og
þvílíkur drengur, yndislega vel
gerður í alla staði.
Ég og fjölskyldan mín kveðjum
þig með harm í hjarta og biðjum al-
mættið að vefja þig örmum sínum
og alla þína ástvini. Ástarþakkir,
elsku Sigþór og Karina, fyrir að
taka hana Villimey mína að ykkur í
nokkra daga í fyrra þegar hún var í
Japan, þú fársjúkur og vildir allt
fyrir okkur gera, við getum aldrei
fullþakkað ykkur það. Takk fyrir að
hafa fengið að kynnast þér, elsku
vinur, og fyrir okkar góða og ynd-
islega vinskap í gegnum árin, þín
verður sárt saknað af mér og minni
fjölskyldu.
Elsku Karina, Ægir, Guðbjörg,
Agnes, Linda, fjölskyldur og vinir.
Megi allt það góða styrkja ykkur í
ykkar miklu sorg. Hvíl í friði, elsku
vinurinn minn, kveðja
Silja, Sigurbjörn og fjölskylda.
Sigþór frændi og vinur er geng-
inn. Horfinn er drengur góður,
margar eru minningarnar allt frá
því hann var lítill drengur í faðmi
mömmu og pabba síns þar til hann
varð að glæsilegum ungum manni
sem við öll vorum stolt af.
Sigþór ólst upp á Hellissandi og
átti hamingjuríka æsku. Hann var
mörgum stundum hjá móðurömmu
sinni og afa á Selhól en hann hafði
mikla ánægju af sveitastörfunum
og var mjög duglegur að hjálpa til
við heyskapinn og ekki þótti honum
leiðinlegt að fá að taka þátt í erl-
inum í kringum sauðburðinn.
Minnisstætt er mér þegar Sigþór
var á áttunda ári og fór að fara með
mér í veiðiferðir, hann var mjög
áhugasamur og fljótur að tileinka
sér hvernig fara ætti að, hvort sem
það var að beita, kasta eða gera
annað það sem góður veiðimaður
temur sér. Síðar þegar Sigþór
komst á unglingsárin vorum við
saman til sjós og þá upplifðum við
skemmtilega tíma. Sigþór var glað-
lyndur, jákvæður og naut sín vel,
syngjandi og spilandi á gítarinn
sinn. Það sem einkenndi hann var
hve stutt var ávallt í brosið og
gleðina. Hann var afar vel liðinn af
skipsfélögum sínum sem sóttust
ávallt eftir félagskap við hann.
1998 urðu stór þáttaskil í lífi Sig-
þórs en þá var hann valinn herra
Vesturland og varð síðan annar í
röðinni um titilinn herra Ísland og
eftir þessa sigra buðust honum ótal
fyrirsætutilboð erlendis og starfaði
hann þar meðan heilsan leyfði. Þeg-
ar tækifæri gafst kom hann heim til
Íslands og dvaldi þá með fjölskyld-
unni sem var honum svo kær.
Sigþór gekk í hjónaband í Bras-
ilíu hinn 20. desember 2008. Eft-
irlifandi eiginkona hans er Karina
Caetavo Fugita Ægisson. Í byrjun
árs 2009 fóru veikindi að gera vart
við sig, allt var gert til að öðlast
bata, hann barðist sannarlega
hetjulega við veikindin, allt til
hinstu stundar. Hann lést hinn 6.
maí sl. á sjúkrahúsi í Tókýó.
Kveðja.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Sigþór var okkur mjög kær, bæði
sem frændi og vinur og minning-
arnar um hann munum við um alla
tíð varðveita. Hvíl í Guðs friði, haf
þú þökk fyrir allt og allt.
Foreldrum, systrum og fjöl-
skyldu sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Kveðja,
Sigurpáll og Gréta.
Það er þyngra en tárum taki að
kveðja þig, kæri Sigþór, þó erum
við þakklát fyrir allt sem þú gafst
með veru þinni hér.
Fallegar minningar um atburði
sem við upplifðum með þér fá okkur
til að brosa í gegnum tárin. Þó svo
að þetta séu aðeins minningar núna
þá eru þær gulls ígildi og streyma
ljúfsárar í gegnum huga okkar.
Þegar við hugsum til þín sjáum
við þig fyrir okkur lífsglaðan og
brosandi við varðeldinn á Dönskum
dögum í Stykkishólmi fyrir fjórum
árum, syngjandi og spilandi fram á
nótt. Þú, pabbi þinn og Bubbi
frændi voruð hrókar alls fagnaðar
með gítarana ykkar. Þar var stór-
fjölskyldan saman komin, allir glað-
ir og hamingjusamir að skemmta
sér og sínum.
Það er sorglegt og sárt þegar
ungt fólk er tekið frá okkur. Allt líf-
ið virtist blasa við þér, allt lék í
lyndi þú búinn að finna stóru ást-
ina, glæsilegt brúðkaup í Brasilíu,
allt virtist svo bjart framundan
þegar vágesturinn knúði dyra hjá
þér, yndislegi frændi.
John Lennon sagði einhvern tím-
ann eitthvað á þessa leið „Life is
what happens when you’re busy
making other plans“. Þannig grípa
oft önnur og æðri öfl í taumana þeg-
ar maður á síst von á. Það er stutt
stórra högga á milli í fjölskyldunni,
það eru rétt rúm tvö ár síðan við
fylgdum Álfhildi, systkinabarni við
þig, til hinstu hvílu. Harmur nístir
hjarta og sporin eru þung fyrir fjöl-
skylduna þegar tvö systkinabörn á
besta aldri kveðja þennan heim.
Kveðja
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni
þú vekur hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Höf. Bubbi Morthens)
Sigþór, kæri frændi, megir þú
hvíla í friði, við söknum þín öll sárt
um leið viljum við óska þér alls hins
besta í því verkefni sem þér verður
falið á æðri stöðum.
Elsku Karina, Guðbjörg, Ægir,
Agnes, Páll, synir og Linda Ýr,
megi Guð og englar himins gæta
ykkar og heila. Megi fallegar minn-
ingar um Sigþór ylja ykkur, þær
getur enginn frá okkur tekið, því
þær hafa eilíft líf í sálum okkar.
Guðfinna og fjölskylda.
Það er sárt að þurfa kveðja elsku
Sigþór minn, en eftir stendur minn-
ing um yndislegan og góðan dreng
jafn fallegan að utan sem innan, ég
mun seint gleyma því þegar þú
varst 6 ára og ég 16 ára þegar þú
kenndir mér Gamla Nóa á píanó, og
alltaf varstu klár með gítarinn og
tókst nokkur lög með Nýdanskri
fyrir mig sem var ein uppáhalds-
hljómsveita okkar beggja, nú síðast
heima á Hellissandi um áramótin
þá áttum við góða stund saÓmþýð
röddin er þögnuð, einlægt bros
hans er horfið sjónum og fegurð
hans að innan sem að utan mun
ekki vera í boði framar. Söknuður-
inn eftir að heyra rödd hans eða
finna fyrir vinarþeli frá jafn fagurri
sál og Sigþór hafði að geyma, mun
trufla tilveru mína um stund, en
hamingja mín mun felast í þeim
minningum sem ég á um hann og
því gríðarlega stolti sem ég á bara
við það að hafa fengið að kynnast
honum. Sigþór var eins og sól um
nótt og tungl á heitum degi, vatn í
eyðimörk eða gjöfult tré í auðn,
kostirnir yfirstigu galla hans svo
þeirra var ekki vart.
Ég mun aldrei gleyma því er Sig-
þór kom fyrstur vina minna á
sjúkrahúsið þar sem ég lá illa slas-
aður eftir mótorhjólaslys, ég man
að það birti upp í herberginu þegar
hann gekk inn og ekki minnkaði
birtan þegar hann sagði mér sögur
af líðandi helgi en sögur hans og
hlátur lífguðu yfirleitt upp dauðan
rósaakur og frosna kjúklinga.
Megi allir englar Guðs vaka yfir
mínum kæra vini og ekki er ég í
nokkrum vafa um að þeir munu
njóta þess til hins ýtrasta að gæta
þessarar fögru sálar og varðveita í
hvívetna.
Ég vil nota tækifærið og votta
fjölskyldu Sigþórs mína dýpstu
samúð því missir þeirra er mikill og
sár, en Sigþór átti góða að og var
mikið elskaður af sinni fjölskyldu
sem og vinum.
Mín hinsta kveðja,
Þorleifur Jónsson (Tolli.)
Fleiri minningargreinar um Sig-
þór Ægisson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.