Morgunblaðið - 31.05.2010, Qupperneq 30
30 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HEIMURINN
ER SVO LÍTILL
VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT BÚINN
AÐ BORÐA SVO MIKIÐ AF HONUM!
Í EFTIRRÉTT
LANGAR MIG Í
BAKAÐ ALASKA
Æ,
NEI
Ó, JÚ! AMMA OKKAR, SEM HATARTEPPI, ER AÐ KOMA Í HEIM-
SÓKN. HÚN REYNIR ALLTAF
AÐ TAKA TEPPIÐ HANS LÚLLA
HÚN TRÚIR ÞVÍ AÐ BÖRNUM
EIGI AÐ VERA KENNDUR
AGI... HÚN VILL AÐ BÖRNIN
SÍN SÉU SJÁLFSTÆÐ...
HÚN SKIPTIR SÉR AÐ
HLUTUM SEM KOMA
HENNI EKKI VIÐ!
ÞAÐ ER ANSI
HÆTTULEGT AÐ
RÁÐAST Á ÞENNAN
KASTALA
HVAÐ ER
LÆKNIRINN AÐ
GERA HÉRNA?
HANN ER AÐ
DREYFA AUGLÝSINGUM
FYRIR STOFUNA SÍNA
KLÓRAÐ
& ÞEFAÐ
ÞETTA
ERU 90%
AF MÍNU
LÍFI
NÝJAR
BÆKUR!
ÆTLI ÞAÐ SÉU EINHVER
ÁHUGAVERÐ, GÖMUL
ÚTVÖRP Á EBAY Í KVÖLD
ÞAÐ ER KOMIÐ
UPP Í 50.000 kr.!
ÉG HEF EKKI
EFNI Á ÞVÍ...
EN ÉG HEF HELDUR EKKI
EFNI Á ÞVÍ AÐ SLEPPA ÞVÍ
ÉG ER FARIN
AÐ SOFA...
ÉG TRÚI ÞESSU
EKKI! ÞAÐ ER
HEYWOODIE RH-50 Á
UPPBOÐI! ÞETTA ER
EITT EFTIRSÓTTASTA
ÚTVARP Í HEIMINUM!
HVAÐ VEISTU UM
ÞENNAN BIG-TIME
NÁUNGA! SVARAÐU
MÉR!
ÉG GET EKKI
SAGST HAFA
SLEGIST VIÐ HANN
HÆ,
MARÍA!
ÉG VAR
AÐ...
ÉG HRINGDI
BARA TIL AÐ
SEGJA ÞÉR...
AÐ VIÐ GETUM
ALDREI HIST FRAMAR
Þakkir til Olís
Ég vil endilega færa
starfsmönnum Olís
mínar bestu þakkir
fyrir frábæra þjón-
ustu. Sendi fyrirspurn
til þeirra varðandi
ákveðinn hlut sem mig
vantaði. Svarið kom
samdægurs og hlut-
urinn daginn eftir.
Viðmót og þjónusta
þessa félags er alveg í
sérflokki og til mik-
illar fyrirmyndar.
Ég þakka kærlega
fyrir mig.
Viðar.
Hvað um
Leiðarljós?
Ég vil gjarna taka
undir það sem áður
hefur verið sagt
varðandi sýningar á
Leiðarljósi. Það má
hliðra til með sýning-
artímann því fólk
sem horfir á þáttinn
hefur oft ekkert við
að vera. Þetta er
mikið rætt og fólk er
óánægt með að þátt-
urinn hafi verið tek-
inn af dagskrá.
Áhorfandi að norðan.
Ást er…
… þegar hann tekur
utan um þig.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út-
skurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Árskógar 4 | Handavinna, smíði/
útskurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30,
myndlist kl. 16.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín
9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, spjall/kaffi kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30, leiðbeinandi í handavinnu til há-
degis, lomber kl. 13 og canasta kl. 13.15.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8, síðasti tími á önninni,
kvennaleikfimi síðustu tímar á önninni,
gönguhópur frá Jónshúsi.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9, m.a. fjölbreytt handavinna
og tréútskurður. Frá hádegi er spilasalur
opinn, kóræfing kl. 15. Föstud. 4. júní
farið til Grindavíkur á bæjarhátíðina
,,Sjóarinn síkáti“, Grindavíkurtrefillinn
afhentur, skráning á staðnum og s. 575-
7720.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Félagsvist kl. 13 á mánudögum í Setrinu
Háteigskirkju.
Hraunbær 105 | Fimmtudaginn 3. júní
dagsferð í Borgarfjörð, ekið um Hval-
fjörð og hádegismatur borðaður á
Hvanneyri. Skráning á skrifstofu eða í
síma 411-2730. Verð m/mat 7500 kr.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30. Opin vinnustofa kl. 9, brids kl.
13.
Hæðargarður 31 | Örsýning Listasmiðju
t.d. útskurður, postulínsmálun og búta-
saumssýning auk samsýningar Lista-
smiðju, Frístundaheimilisins Sólbúa og
Skapandi skrifa. Listasmiðjan er opin í
júnímánuði.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30. Uppl. í síma 554-2780,
glod.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur
Korpúlfa gengur frá kl. 10 í dag frá Graf-
arvogskirkju. Á morgun sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við
Hringborðið, spjallhópur kvenna kl.
10.30, handverks- og bókastofa opin
11.30, prjónaklúbbur o.fl. kl. 13, botsía
kl. 13.30, söngstund kl. 15.
Vesturgata 7 | Handavinna, botsía og
leikfimi kl. 9.15, kóræfing kl. 13, tölvu-
kennsla kl. 12.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Sumarferð
verður farin 3. júní, frá Vitatorgi kl.
12.15, keyrt um göngin og farið að
Hvanneyri síðan ekið um Skorradal að
Draghálsi og síðan að Glym í Hvalfirði,
þar sem verður kaffihlaðborð, heim um
Hvalfjörð. Upplýsingar og skráning í
síma 411-9450.
Hjálmar Freysteinsson hrósaðihappi á laugardagskvöld:
Þjóðin ætti að þrasa minna
og þakka fyrir heppnina,
að við skyldum ekki vinna
Evróvisjónkeppnina.
Jón Arnljótsson orti á kjördag:
Er ég skóna á mig tókst að reima,
í mig kjark að mæta á kjörstað taldi,
en ég gleymdi gleraugunum heima
og get því ekki svarað hvern ég valdi.
Það kom fram í rimmu Péturs
Stefánssonar og Friðriks Stein-
grímssonar á föstudag hversu gott
ölið er í hitanum syðra, en að auð-
veldara er að kæla bjórinn í élinu
fyrir norðan. Í framhaldi af því sendi
Pétur kveðju norður:
Braggast allt sem betur fer,
bráðum grænkar mórinn.
Loksins ertu að líkjast mér;
liggur og þambar bjórinn.
Friðrik svaraði að bragði:
Þegar hækkar hitastig
og hörfar kulda bölið,
sest ég út og sóla mig
og sötra blessað ölið.
Sigurði Ingólfssyni lýsir því yfir
að sér sé slétt sama um pólitíkina.
„Enda hef ég margt lært af Elvis,“
skrifar hann. „Konan mín er í út-
löndum nebblega og rétt í þessu gaf
ég hundinum að borða, hleypti hon-
um svo inn til Sölva sonar míns og
lagðist aftur upp í rúm, með tölvuna.
Sem er asnalegt á einhvern hátt.
Enda ákvað ég að senda konu minni
smess sem var natúrligvís innspírer-
að af hundinum:
Hundurinn sefur hjá Sölva,
sólin er risin á ný,
við hlið mér er tíkarleg tölva
og tómt þar sem þú ert oft hlý.
En þetta er auðvitað einhver bé-
vítans rómantík. Það er Elvis að
kenna, hann er fyrir þær.“
Það er alltaf fróðlegt þegar Ólaf-
ur Stefánsson ræðir og rifjar upp
kveðskap á Leirnum, póstlista hag-
yrðinga. Nú síðast var það kveð-
skapur Hrólfs Sveinssonar, „ljóða-
gerðarmanns í Reykjavík“, fæddur
1911, og fyrir tilviljun jafnaldri
Helga Hálfdánarsonar þýðanda og
lyfjafræðings. „Sumir sögðu þá all
skylda, en aðrir að þeir hefðu staðið
í ritdeilum í blöðum. Ég veit ekkert
um það en held upp á þá báða. Hrólf-
ur gaf út Ljóðmæli 1993. Þar er
þessi vísa og eins og gerð fyrir Leir-
inn:
Vort streð við að stuðla og ríma
er særsta böl allra tíma.
Sjálft skáldið úr Vör
hefur veitt þau svör
og vegna rímsins í síma.“
Séra Hjálmar Jónsson bætti við:
Þessa heiðursmenn hefi ég skráða
sem höfunda þekkta og dáða.
Um ritvöll þeir óðu,
í illdeilum stóðu.
En ég hef víst jarðsett þá báða.
Sigurður Jónsson tannlæknir var í
öðrum hugleiðingum er hann mætti
í Sundhöllina á föstudag, ekki síður
þörfum, og þakkaði það í limru að
komast ferða sinna og geta notið
þess sem fyrir augu og eyru ber:
Við heilshugar þakka hljótum
ef heilsu góðrar við njótum
því heppinn sá er
sem heyrir og sér
og stendur enn styrkum fótum.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af öli, hita og Evróvisjón