Morgunblaðið - 31.05.2010, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Svalasta
mynd
ársins er
komin!
HHHHH
“Þeir sem missa af
þessari fremja glæp
gegn sjálfum sér.”
– Fbl.-Þ.Þ
HHHHH
„Fáránlega skemmtileg,
fullkomlega uppbyggð og
hrikaleg rússíbanareið sem
sparkar í staði sem aðrar
myndir eiga erfitt með að
teygja sig í“
- Empire – Chris Hewitt
HHHHH
– H.G. – Poppland Rás 2
SÝND Í ÁLFABAKKA
allar upplýsingar á www.operubio.is
NÚ ER HÆGT AÐ KAUPA ÓPERUPASSA, ódýrara miðaverð og númeruð sæti
miðasala í Sambíóunum Kringlunni opnar kl. 17.00
NÆSTA TÍMABIL HEFST Í OKTÓBER... KYNNIÐ YKKUR MÁLIÐ Á WWW.OPERUBIO.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
MILEY CYRUS LIAM HEMSWORTH AND GREG KINNEAR
HHH
- Entertainment Weekly
Byggð á sögu
Nicholas Sparks
sem færði okkur
Notebook.
Miley Cyrus er
æðisleg í sinni
nýjustu mynd
SÝND UM HELGINA
PRINCE OF PERSIA kl. 8 - 10:30 10
THE BACK-UP PLAN kl. 8 12
ROBIN HOOD kl. 10:10 12
PRINCE OF PERSIA kl. 8 - 10:30 10
THE LAST SONG kl. 8 L
IRON MAN 2 kl. 10:30 12
PRINCE OF PERSIA kl. 8 - 10:30 10
COP OUT kl. 8 - 10:20 14
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI
Unglingamyndir eru mis-jafnar að gæðum og ristaekki alltaf djúpt. Það á svosannarlega ekki við um
Youth in Revolt, hugvitssamlega kvik-
myndagerð samnefndrar skáldsögu
C.D. Payne sem kom út 1993. Ef til vill
ber þó ekki að flokka hana sem ung-
lingamynd þó hún segi af ástum og ör-
væntingu unglinga en það skiptir svo
sem litlu.
Í myndinni segir af bráðgreindum
16 ára dreng, Nick Twisp, sem kann
að meta tónlist Franks Sinatra og
kvikmyndir Federicos Fellini. Hann
er hreinn sveinn, ósýnilegur fögrum
meyjum og hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að góðu gaurarnir næli ekki í
sætu stelpurnar, það gerist aðeins í
bíómyndum. Jerry, kærasti móður
hans, er óttalegt skítseyði og sóði
(skemmtilega leikinn af Zach Galif-
ianakis úr The Hangover) og óheið-
arlegur með endemum. Hann selur
þremur sjóliðum ónýtan bíl og þeir
banka upp á í þeim tilgangi að taka
hann í gegn þegar upp kemst um svik-
in. Jerry leggur á flótta með Nick og
móður hans, eða öllu heldur í stutt frí
og gista þau í niðurníddu hjólhýsi sem
kappinn á úti í sveit. Þar hittir Nick
draumadísina, Sheeni, sem virðist
hafa svipuð áhugamál og hann, kann
að meta gáfulegar samræður og
dreymir um að búa í Frakklandi. En
gallinn er sá að Sheeni á kærasta,
Trent, ljóshærðan sundkappa sem að
auki er ljóðskáld og altalandi á
frönsku; mikill meyja- og tengda-
mæðradraumur. Engu að síður fella
Nick og Sheeni hugi saman en sam-
bandið er stutt þar sem Nick þarf að
snúa aftur til síns heima. Sheeni hvet-
ur hann til þess að gerast svo mikill
óknyttastrákur að móðir hans neyðist
til að senda hann til föður síns sem
býr nálægt henni. Sprettur þá fram
hliðarsjálf Nicks, töffarinn Francois
Dillinger, harður nagli sem setur allt
á annan endann, kveikir í bíl móður
Nicks og að auki í veitingastað. Um
svipað leyti dettur kærasti móður
hans dauður niður og nýr tekur við
samdægurs, lögreglumaðurinn Lance
Wescott. Lance tekst að forða Nick
frá handtöku fyrir skemmdarverkin
en hvetur móður hans til að senda
Nick til föður síns, þar til öldurnar
lægi. Þegar þangað er komið kemst
Nick að því að Sheeni er komin í
frönskumælandi heimavistarskóla og
að ofurkærastinn Trent er þar einnig
við nám. Nick og hliðarsjálfið Franco-
is setja sér þá það markmið að komast
yfir Sheeni (losa Nick við sveindóm-
inn þungbæra) og losna við Trent. En
vandinn eykst til muna þegar móðir
Nicks hættir með Lance sem sigar
lögreglunni á stráksa í kjölfarið.
Michael Cera fer með hlutverk
Nicks og Francois og stendur sig vel.
Cera er afskaplega viðkunnanlegur
ungur leikari sem smellpassar í hlut-
verkið með sitt barnslega andlit og
rýra líkama, allt að því kvenlegur. Inn
í myndina er fléttað skemmtilegum
teikni- og leirkallamyndum og sagan
tekur hressilegar og óvæntar beygj-
ur, hún er aldrei fyrirsjáanleg eða
langdregin. Samtölin eru á köflum
mikið orðskrúð og jafnvel tilgerð-
arleg, heldur ólíklegar samræður
fólks undir tvítugsaldri. En þessi
skrúðmælgi gefur myndinni ferskan
blæ og fellur vel við hið sígilda þema
um unga elskendur sem ekki er ætlað
að vera saman. Ekki er síður sígild til-
vistarkreppa unglingsins sem enginn
virðist skilja eða hlusta á, unglingsins
sem sættir sig ekki við ríkjandi
ástand, leitar að ástinni og síðast en
ekki síst hinu töfrum sveipaða kynlífi.
Hliðarsjálfið Francois er bráð-
skemmtileg hugmynd, klisjukennd
útgáfa af töffara sem er e.k. blanda
Bogarts og Jean-Paul Belmondo. Ef
eitthvað skal að myndinni finna er það
helst samband Nicks og Sheeni, það
er á köflum fullástríðulítið, eins og
það vanti neistann.
Youth in Revolt er samt sem áður
bráðvel heppnuð blanda unglinga- og
fullorðinssögu og með vænum
skammti af ilmandi fáránleika.
Uppreisn ungmennis
Smárabíó, Regnboginn
Youth in Revolt bbbbn
Leikstjóri: Miguel Arteta. Aðalhlutverk:
Michael Cera, Portia Doubleday, Steve
Buscemi, Justin Long og Ray Liotta. 90
mín. Bandaríkin, 2009.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Francois Hlið-
arsjálf Nicks,
Francois Dillinger,
kemur honum í
vandræði
í Youth
in Revolt.
Síðastliðið föstudagskvöld var hald-
ið kosningaball með Deild-
arbungubræðrum í Iðnó. Þar stigu
frambjóðendur í borginni á svið og
létu ljós sitt skína í söngvakeppni.
Má segja að hitað hafi verið upp
fyrir laugardaginn, þeg-
ar pólitíkusar og
söngvarar létu
rækilega til sín
taka.
Kátir Deildarbungubræður héldu uppi fjörinu.
Frambjóðendur láta í sér heyra
Sigurvegarar Hjálmar Sverrisson og Bjarni Karlsson, frambjóðendur Sam-
fylkingarinnar, báru sigur úr býtum með laginu Hound Dog.
Morgunblaðið/Eggert
Hress Anna Margrét, Helgi Vífill og Júlíus Vífill skemmtu sér vel.
Innlifun Þorleifur Gunnarsson á
lista VG söng lagið You Look Won-
derful Tonight.
Klappað Frambjóðendurnir vöktu
mikla lukku viðstaddra.
Hlustað Kristján Andri Stefánsson
og Guðrún Ögmundsdóttir hlýddu á.
Forspár
Kalli í
Besta
flokkn-
um söng
Pabbi
þarf að
vinna.