Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 31
ÁLFABORG FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2011 Kynningarblað Gæði, fagmennska, ráðgjöf, þjónusta, gólfefni, flísar, velgengni. Álfaborg er ein elsta byggingavöru verslun landsins en hún hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi síðan árið 1986 og á því aldarfjórðungsafmæli. Össur Stefánsson, framkvæmdastjóri Álfaborgar, segir marga hreinlega hvá þegar þeir komist að því að fyrirtækið skuli enn vera rekið á sömu kennitölu eftir öll þessi ár. „Sígandi lukka er best, við höfum ekki farið í offjárfestingar sem ná þarf inn í vöruverði eða bankarnir afskrifa yfir á almenning,“ upplýsir hann. Þá segist Össur hafa uppgötvað í gegnum NaxB, innkaupasamband sem Álfaborg mynd- aði með flísainnflytjendum á Norðurlöndun- um og eru með á þriðja hundrað verslanir, að Íslendingar gera meiri gæðakröfur en almennt tíðkast, jafnvel meðal Norðurlandaþjóða. „Við höfum einnig gætt þess að vera á tánum, sækjum sýningar úti til að fylgjast með nýjungum og leggjum áherslu á fulla breidd og verðflokka við allra hæfi. Eitt sinn sagði Ítali við mig: „Þessar flísar eru að verða eins og föt, vor- og hausttíska“.“ Össur segir aðlögunarhæfni Álfaborgar jafn- framt vera lykilþátt í þessari velgengni. Hún hafi komið fyrirtækinu í gegnum þær sveiflur sem jafnan verða í byggingariðnaði. „Við sérhæfðum okkur til dæmis í gólfflísum í upphafi en okkur hefur vaxið fiskur um hrygg og erum í dag alhliða gólfefna- og hreinlætis- tækjaverslun. Það má meðal annars rekja til þess þegar Álfaborg tók stórt skref árið 2007 og keypti rekstur Baðheima og Teppaland/Dúka- land. Tvöfaldaðist þá velta, húsnæði og starfs- fólk sem taldi 25 manns í báðum húsunum, Skútuvogi 4 og 6. Í dag bjóðum við viðurkennd og virt merki á borð við Porcelanosa, Tarkett og Villeroy og Boch, nokkuð sem kröfuharðir ís- lenskir neytendur kunna að meta. Þegar hægð- ist á byggingaiðnaðinum á Íslandi brugðum við svo á það ráð að bjóða ódýrari vörur sam- hliða öðrum frá framleiðslulöndum eins og Brasilíu, Póllandi og Kína. Reyndar eru Þjóð- verjar að koma aftur sterkir inn á markaðinn og geta keppt í verði við Kína og enginn þarf að efast um gæðin frá þeim. Dæmi er Nordceram, flísaframleiðandi í Bremerhaven, en frá honum hafa nýlega verið valdar flísar á bankaútibú og íbúðir í hæsta gæðaflokki,“ nefnir Össur og tekur fram að fyrirtækið setji ávallt lágmarks- viðmið í gæðum. Þótt breiddin sé mikil segir hann Álfaborg langt í frá að vera hilluverslun heldur sé tölu- vert lagt upp úr sérhæfingu. „Þannig erum við sérhæfð í fáum vöruflokkum, með þrautreynt starfsfólk sem veitir faglegar upplýsingar og ráðgjöf, “ upplýsir Össur og nefnir baðherbergi í því sambandi. „Þar höfum við heildarlausn.“ Össur stýrði áður byggingavörudeild Ný- borgar í fimm ár. „Þangað til að við keyptum reksturinn og létum heita Álfaborg,“ segir hann og getur þess að þrátt fyrir langan starfsaldur sé enn verk að vinna. „Ég hef stundum orðað það þannig að ef mér leiddist að mæta í vinn- una að morgni þá hætti ég. Það hefur ekki gerst ennþá,“ segir hann og brosir. En stendur til að gera eitthvað í tilefni af af- mælinu? „Já, hér verða afmælistilboð á öllum vörum, 25% afsláttur dagana 21. október til 5. nóvember og allir í afmælisskapi.“ Fagmennska lykill að farsæld Byggingavöruverslunin Álfaborg hefur í 25 ár séð Íslendingum fyrir vönduðum gólfefnum og hreinlætistækjum. Fyrirtækið leggur áherslu á að sinna jafnt arkitektum, iðnaðarmönnum, verktökum og einstaklingum með fagmennsku og persónulega þjónustu að leiðarljósi. Á landsbyggðinni er unnið með heimamönnum á hverjum stað. Fjölskyldan tók við rekstrinum fyrir aldarfjórðungi. Össur Stefánsson, framkvæmdastjóri Álfaborgar, segir aðlögunarhæfni vera lykilþátt í velgengni fyrirtækisins. Hún hafi komið fyrirtækinu í gegnum þær sveiflur sem jafnan verði í byggingariðnaði. Hér hann ásamt eiginkonu sinni, Ásdísi Samúelsdóttur, og syni þeirra, Kolbeini Össurarsyni, sem koma að rekstrinum. MYND/STEFÁN 25% AFSLÁTTUR Í TILEFNI 25 ÁRA AFMÆLISINS! Í tilefni afmælisins bjóðum við viðskiptavinum okkar 25 pró- senta afslátt af öllum vörum til 5. nóvember. Afslátturinn gildir einnig fyrir sérpantanir sem staðfestar eru á sama tímabili. Álfaborg hefur tekist að halda verðhækkunum í algjöru lág- marki frá falli íslensku krónunnar. Þetta hefur okkur tekist með aðstoð erlendu birgjanna okkar sem við höfum átt farsæl við- skipti við til margra ára auk þess sem gætt hefur verið aðhalds í kostnaði. Með þessum ríflega afslætti eru margar vörur á verði sem er nálægt því sem þau voru á fyrir 4 til 5 árum. FAGLEG RÁÐGJÖF VIÐ VAL Á GÓLFEFNUM Álfaborg hefur fengið til sín innanhúsarkitektinn Pétur Haf- stein Birgisson til að aðstoða við- skiptavini við val á gólfefnum og heildarlausnum fyrir baðherbergi. Pétur verður í verslun okkar alla opnunardaga fram til 5. nóvem- ber frá klukkan 13 til 18. Þetta er kjörið tækifæri fyrir viðskiptavini okkar að fá faglega ráðgjöf frá mjög reyndum innanhúsarkitekt. Það er von okkar að þessi nýja þjónusta nýtist viðskiptavinum okkar vel og opni fyrir þeim nýja möguleika. viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.290 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 ára25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.