Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGÁlfaborg FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 20114 Tarkett hefur ráðandi markaðsstöðu í heimin- um í sölu nýstárlegra og endingargóðra gólfefna og salan árið 2010 nam 1,9 milljörðum evra. Fyrir- tækið vinnur með fremstu arkitektum og bygg- ingaverktökum heims og gólfefnin frá Tarkett, hvort sem er fyrir heimahús, fyrirtæki eða íþrótta- mannvirki, njóta mikillar virðingar innan bygging- ariðnaðarins. Tarkett býður upp á gólfefni sem henta bæði ein- staklingum og fyrirtækjum og gólfefnin frá Tarkett auka bæði lífsgæði fólksins sem gengur á þeim og endursöluverð bygginganna. Hvert gólf er sér- sniðið að óskum viðskiptavinarins og tekur mið af þörfum hans og óskum. Rýmið sjálft, notkun þess, byggingareglugerðir og fjárráð eru mismun- andi í hverju tilviki fyrir sig og Tarkett mætir öllum kröfum með það að leiðarljósi að hver og einn við- skiptavinur sé einstakur. Hjá Tarkett trúa menn því að gólfefni hafi mark- tæk áhrif á það hvernig fólk upplifir hýbýli sín, vinnustaði og íþróttaaðstöðu og hafi mikið um það að segja hversu vel fólki líður. Á sinn hátt má segja að gólfefnin leggi sitt af mörkum til að auka lífs- gæði fólksins sem býr, vinnur eða ræktar líkamann í því umhverfi sem Tarkett hjálpar til við að skapa. Það skiptir engu hvort um er að ræða opinbera byggingu, verslunarhúsnæði, einkaíbúðir eða íþróttahús, nýbyggingu eða endurbyggingu þá sameinast sérfræðiþekking Tarkett og breitt úrval- ið af viðargólfefnum, vínylgólfum, línóleumdúkum og gúmmíi um að gera Tarkett-gólfin einstök. Og þegar við bætist að Tarkett leggur ofuráherslu á að koma til móts við einstakar þarfir viðskiptavinar- ins getur útkoman ekki annað en orðið ánægjuleg. Tarkettgólfin auka lífsgæði Gólfefnin frá Tarkett njóta mikilla vinsælda í heimahúsum. Álfaborg hefur selt flísar frá spænska flísaframleiðandanum Porcelanosa í yfir 20 ár, en Porcel- anosa er leiðandi fyrirtæki í fram- leiðslu og sölu gólf- og veggflísa um allan heim, með útibú í yfir hundrað löndum. Fyrirtækið gerir strangar kröfur um gæði og lang- an líftíma vörunnar sem hefur tryggt Porcelanosa gott orðspor. „Margir viðskiptavina okkar sem keyptu Porcelanosa-flísar í byrjun hafa keypt þær aftur og aftur og ekki viljað annað þegar farið hefur verið í framkvæmdir,“ segir Kolbeinn Össurarson, einn af eigendum Álfaborgar. „Porcelanosa hafa einnig ávallt verið á undan með nýjungar í flís- um, bæði í útliti og tækninýjungum við framleiðsluna,“ bætir hann við en Porcelonsa sérhæfir sig í framleiðslu á flísum með náttúrulegu útliti og málteknum gólf- og veggflísum sem hægt er að leggja með grannri fúgu. Þá koma flísarnar einnig í margvíslegri lögun og stærð- um. Segja má að flísar frá Porcelanosa séu flísar fyrir vandláta en á viðráðanlegu verði. „Við höfum náð mjög góðum samningum við Porcelanosa eftir fall krónunnar og getum boðið flísarnar þaðan á mjög samkeppnishæfu verði,“ segir Kolbeinn. Heimasíða fyrirtækisins er www.porcelanosa.com. Porcelanosa – Flísar fyrir vandláta Keneya pulpis. Flestar gólfflísar frá Álfaborg er hægt að leggja með grannri fúgu. Það kostar ekki nema eitt sím-tal í Álfaborg að fá dúklagn-ingameistara í heimsókn til að gera tilboð í teppalögn á stiga- húsinu, þar sem allt frá A til Ö er innifalið,“ upplýsir Skafti Stefáns- son, innkaupastjóri í teppadeild Álfaborgar, sem býður húsfélögum umrædda þjónustu endurgjalds- og skuldbindingarlaust. „Ásamt því að mæla upp stiga- ganginn mætir meistarinn með sýnishorn teppa sem fást í úrvali lita og gæða, og reiknar út tilboð sem felur í sér að rífa og fjarlægja gömlu teppin, leggja ný teppi með öllum tilheyrandi kostnaði og út- reiknaða endurgreiðslu á virðis- aukaskatti svo húseigendur geri sér grein fyrir endanlegum kostn- aði við teppaskiptin,“ útskýrir Skafti. Í teppadeild Álfaborgar fæst ríkulegt úrval slitsterkra stiga- húsa- og skrifstofuteppa, sem öll eiga sammerkt að vera dugandi á fjölfarin gólf. „Fyrsti kostur ætti ávallt að vera teppi með góðri endingu, því með teppalögn í stigahúsum er ekki tjaldað til einnar nætur. Ending teppanna okkar er frá einum upp í þrjá áratugi, og mikið um teppi sem við lögðum fyrir aldarfjórð- ungi sem eiga enn mikið eftir og sér varla á,“ segir Skafti og gefur upp 2.000 króna mun á fermetra- verði eftir gæðum. „Val fólks á teppum fer líka eftir því hversu lengi það sættir sig við að hafa þau, því vissulega getur verið gaman að breyta til á tíu ára fresti.“ Að sögn Skafta hefur teppa- tíska stigahúsa verið söm við sig á undan förnum árum og engar stór- vægilegar breytingar í augsýn. „Flestir kjósa gráleit, yrjótt teppi á stigahúsin, enda mikil- vægt að velja praktísk teppi sem fela óhreinindi sem óhjákvæmi- lega verða eftir þegar gengið er inn á þau beint af götunni. Þá er líka áríðandi að setja góðar mottur í forstofur stigahúsa til að taka við mesta skítnum, bleytu og slabbi, því sandur og gróf óhreinindi slíta teppum fyrr en ella,“ segir Skafti og minnir á annað mikilvægt atriði við val á gólfteppum á stigahús, en það er hljóðeinangrun. „Á öllum teppum okkar eru tækniupplýsingar sem gera grein fyrir einangrun þeirra í desibelum og mikill munur á milli teppa. Ein- angrun skiptir sköpum ef losna á við glymjanda og bergmál í stiga- húsum, og er einmitt höfuðástæða þess að teppi eru oftast valin um- fram gólfdúk á stigahús.“ Auk fallegra teppa á stigahús býður Álfaborg einnig stórkost- legt úrval heimilisteppa úr ull og gerviefnum í öllum verðflokkum og ódýr filtteppi sem henta vel til bráðabirgða. Hljótt í stigahúsinu Það er bæði auðvelt og gaman að skipta um teppi á stigaganginum í samvinnu við Álfaborg. Þar fást slitsterk og fögur stigahúsateppi í úrvali og allt unnið af metnaðarfullum fagmönnum með áratuga reynslu. Skafti Stefánsson, innkaupastjóri og sölumaður hjá Álfaborg, segir hljóðeinangrun skipta miklu þegar teppi á stigaganga eru valin, en einnig litur og áferð sem fela óhjákvæmileg óhreinindi. MYND/STEFÁN Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt teppi á stigaganginn – nú er tækifærið !!!! Eitt verð - niðurkomið kr. 6.390 m2 Verðdæmi: 70 fermetra stigahús með 8 íbúðum Heildarverð kr. 447.300 Endurgr. VSK og meðal skattaafsl (70.995) Raunverð kr. 376.305 pr. íbúð aðeins 47.038 Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðar lausu ára25 Treviso. Porcelanosa býður upp á mikið úrval flísa með mosaík-útliti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.