Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 50
21. október 2011 FÖSTUDAGUR30 Myndlist ★★★★ Listasafn ASÍ Inga Þórey Jóhannsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir Tvær sýningar standa nú yfir í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Þar hefur Þorbjörg Þorvalds- dóttir unnið innsetningu í Gryfju og Inga Þórey Jóhannsdóttir sýnir í Arinstofu og Ásmundarsal. Þorbjörg sýnir líkön af byggingum og ljósmyndir en segja má að þema hennar sé sköpun framand- leika gagnvart nánasta umhverfi. Stærðarhlutföll leika stærsta hlutverkið, en á sýningunni er áhorf- andinn líkt og vitni að atburðarás sem þó er hulin, gægist gegnum glugga inn í heim sem gefur meira í skyn en hann lætur uppi. Innsetning Þorbjargar er áhugaverð og vekur forvitni. Inga Þórey Jóhannsdóttir hefur umbreytt Arin- stofunni, skipt henni í tvennt og tengir þetta verk sýningarnar tvær í safninu fallega saman. Veggur- inn er höggmynd og málverk í senn. Hann lokar af en birtir líka nýja sýn á hluta af Arinstofunni. Í Ásmundarsal er síðan að finna innsetningu sem kemur á óvart og er kraftmesta innsetning sem ég hef séð á þessum stað. Verkið sprengir sal- inn utan af sér og tekur áhorfandann með sér af stað í nýjar slóðir. Þetta er glæsilegt verk hjá Ingu sem hefur á undanförnum árum getið sér æ sterk- ara orð í myndlistinni. List Ingu Þóreyjar er ávallt fyrst og fremst malerísk og sjónræn, en felur líka í sér hið óvænta. Þannig verður verkið til í nokkrum þrepum, við fyrstu sýn minnir það á málverk, það tekur á sig einkenni höggmyndar þegar betur er að gáð og loks, þegar upp er komið, gerist eitthvað enn annað, salurinn tekur á sig ævintýralegan blæ, einnig birtist ný sýn á umhverfið úti fyrir. Í verkum Ingu koma saman þættir sem eru ofarlega á baugi í samtímalistum. Hún vinnur á einfaldan máta með sjónræna þætti nánasta umhverfis, í fyrri verkum t.d. með bílaumferð, hér með siglingar og báta, en þess má geta að Inga er búsett í Reykjanesbæ. Þessum þáttum umbreytir hún, dregur fram einhvern mjög persónulegan, sjónrænan kjarna sem alltaf kemur á óvart. Þátt- ur áhorfandans er jafnframt undirstrikaður með möguleikanum á að ganga inn í eða upp í verkin, hér upp í byggingareiningu sem minnir á brú á bát. Með þátttökunni umbreytist jafnframt sjónar- hornið og nýjar hliðar á verkinu koma í ljós. Inga Þórey er hér í feiknagóðu formi, henni virð- ast allir vegir færir og ætti að mínu mati að kom- ast í útrás með verk sín. Það fer vel á því að sýna verk þeirra Ingu Þóreyjar og Þorbjargar saman, fallegir snertifletir magna hver aðra upp. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Þorbjörg Þorvaldsdóttir býður upp á sýn í forvitnilegan heim sem leynir á sér í Gryfju. Glæsileg inn- setning Ingu Þóreyjar í Ásmundarsal hreinlega sprengir salinn utan af sér. Frábær upplifun, kraftmikil, litrík og spennandi. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 21. október 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Hljómsveitin Ham heldur tvenna útgáfutónleika á Græna hatt- inum. Þeir fyrri hefjast kl. 20 og þeir síðari kl. 23. Miðaverð er kr. 2.900. 20.00 Björn Thoroddsen býður til sinnar árlegu gítarveislu í Salnum í Kópavogi. Meðal þeirra sem koma fram eru Robin Nolan, Bjöggi Gísla, Gummi P., Hákon Möller, Þórður Árna, Dóri Braga, Siggi Ólafs, Jón Hilmar og Hjörtur Steph. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Kelly Joe Phelps and Corinne West Duo með tónleika í félagsheim- ilinu á Laugarbakka. Hljómsveitin Ylja er sérstakur gestur. Miðaverð er kr. 2.000. 21.00 Lay Low heldur útgáfutónleika í Hofi á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.500. 20.00 Stórtónleikar í Stykkishólms- kirkju til styrktar orgelsjóð kirkjunnar. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Tónleikar til styrktar Krabba- meinsfélagi Íslands verða haldnir á Obladí Oblada á Frakkastíg 8. Meðal þeirra sem koma fram eru Andrea Gylfadóttir, Eðvarð Lárusson, Helga Völundardóttir, Magnús Einarsson, Björgúlfur Egilsson og Lísa Pálsdóttir. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Melodica heldur tónleika á Café Rosenberg. 22.00 Hljómsveitin Hjálmar heldur tónleika á Faktorý. Miðaverð er kr. 1.500. Dj Gísli Galdur þeytir skífum á neðri hæðinni og er aðgangur þangað ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Sýningin Söngleikir með Margréti Eir er sýnd í Tjarnarbíói. Gestasöngvari er Heiða Ólafsdóttir. Miðaverð er kr. 3.200. Hægt er að panta borð og njóta kræsinga frá Friðriki V fyrir sýningu kl. 19. Miðaverð með máltíð innifaldri er kr. 5.400. 20.00 Leiksýningin Hjónabandssæla sýnd í Gamla bíói. Miðaverð er kr. 4.300. 20.00 Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir Leikritið Finnski Hesturinn í Valaskjálf á Egilsstöðum. Miðaverð er kr. 2.500. Eldri borgarar og börn 14 ára og yngri greiða kr. 2.200. 22.00 Leiksýningin Judy Garland Kabarett í leikstjórn Charlotte Böving verður sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Tónlist 23.30 Hipphopp quiz á Prikinu. Dj Danni Deluxe stjórnar tónlistinni. ➜ Málstofur 15.00 Málstofa um ríkisfjármálaráð og ríkisfjármálamarkmið verður haldin í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Málshefjandi er Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla sem hefur framsögu um reynslu af mismunandi aðferðum við að stjórna þróun ríkisfjármála. 20.00 Vinklar – málstofa í Nýlistasafn- inu. Ragnhildur Jóhannsdóttir, Áslaug Einarsdóttir, Dr. Hlynur Helgason og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir verða með erindi um kvenlæga aðkomu að listsköpun og menningu og kanna sögulega karllæga slagsíðu í menningu á víðum grundvelli. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 13.00 Endemi stendur fyrir hljóð- verkasýningunni Endemis óhljóð á Háskólatorgi í samvinnu við Nýlistasafn- ið og Jafnréttisdaga. Verkið Ein vika eftir Sindra Má Sigfússon verður flutt í dag. ➜ Kvikmyndahátíð 14.00 Kvikmyndahátíðin Berlín og Bláir englar hefst í kamesi aðalsafns Borgar- bókasafns á Tryggvagötu 15. Þýskar kvikmyndir frá millistríðsárunum verða sýndar. Kvikmyndin Auge in Auge er sýnd í dag kl. 14 og kl. 16. Aðgangur er ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Sverrir Guðjónsson heldur fyrirlesturinn Gengið í hljóði / Walking on Sound á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13 og eru allir velkomnir. 13.20 Ingjaldur Hannibalsson heldur fyrirlesturinn Viðskipti Íslands og Kína - fjárfestingar Kína erlendis í 102 Lögbergi í Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós og Kínversk-Íslenska Menn- ingarfélagsins. Aðgangur er ókeypis. ➜ Samkoma 09.30 Korpúlfarnir, samtök eldri borgara í Grafarvogi, standa fyrir sund- leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Listasmiðjan á Korpúlfsstöðum er opin frá kl. 13 til 16. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Ég fór á frumsýningu Listaverksins um daginn. Það var stórskemmtileg sýning. Hún er öðruvísi og fjallar um lítið viðfangsefni í sjálfu sér. Karakterarnir, sem eru allir góðir vinir, eru svo ólíkir. Svo er náttúrulega leikhús- veisla að sjá þessa stórleikara, Hilmi Snæ, Ingvar E. og Baltasar Kormák, koma saman í sömu sýningu. Svo fór ég á Galdrakarlinn í Oz með litlu stjúpsystur minni. Hún hefur fengið misjafna dóma, en ég verð að vera hreinskilinn: Þetta er stórskemmtileg upplifun. Mér fannst hún skemmtilega útfærð og karakterarnir lifandi, skemmtilegir og hressir eins og þeir eiga að vera í barnasýningum. Svo bíð ég spenntur eftir Hreinsun og Heimsljósi — samt meira eftir Heimsljósi, sem er jólasýning Þjóðleikhússins.“ Af stað, af stað! Gott í leikhúsi: Níels Thibaud Girerd Listaverkið er leikhúsveisla Z IK ZAK F I LMWORKS OG F INE & MELLOW KYNNA KV IKMYND EFT IR RÚNAR RÚNARSSON „ELDFJALL“ THEODÓR JÚL ÍUSSON MARGRÉT HELGA JÓHANNSDÓTT IR ÞORSTE INN BACHMANN ELMA L ÍSA GUNNARSDÓTT IR HÁR OG FÖRÐUN GUÐBJÖRG HULDÍS KR IST INSDÓTT IR BÚNINGAHÖNNUN HELGA RÓS V. HANNAM LEIKMYND HAUKUR KARLSSON TÓNL IST K JARTAN SVE INSSON HLJÓÐ INGVAR LUNDBERG KL IPP ING JACOB SECHER SCHULS INGER KVIKMYNDATAKA SOPHIA OLSSON DFF FRAMKVÆMDASTJÓRI RANNVE IG JÓNSDÓTT IR SAMFRAMLE IÐANDI HL ÍN JÓHANNESDÓTT IR EXECUT IVE FRAMLE IÐANDI THOMAS GAMMELTOFT FRAMLE IÐENDUR ÞÓRIR S IGURJÓNSSON SKÚL I FR . MALMQUIST EG IL DENNERL INE HANDRIT OG LE IKSTJÓRN RÚNAR RÚNARSSON STYRKT AF NEW DANISH SCREEN KV IKMYNDASJÓÐI Í SLANDS NORRÆNA KV IKMYNDA- OG S JÓNVARPSSJÓÐNUM LISTRÆN STJÓRN, NEW DANISH SCREEN JACOB HØGEL RÁÐGJÖF, NEW DANISH SCREEN K IM LEONA FORSTÖÐUMAÐUR NORRÆNA KV IKMYNDA- OG S JÓNVARPSSJÓÐS INS HANNE PALMQUIST FORSTÖÐUMAÐUR KV IKMYNDASJÓÐS ÍSLANDS LAUFEY GUÐJÓNSDÓTT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.