Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 58
21. október 2011 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis 2011 Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn í Fylkishöll fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 20.30. Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis. JAMES BARTOLOTTA , leikmaður ÍR, var fluttur með sjúkrabíl frá Grindavík í gærkvöldi eftir skelfilegt samstuð við J´Nathan Bullock í leik Grindavíkur og ÍR í Iceland Express-deild karla í körfubolta í gær. Bartolotta fiskaði ruðning á Bullock en sá síðarnefndi virtist fara með olnbogann beint í nefið á ÍR-ingnum og hann lá óvígur eftir, rotaður og með illa brotið nef. J´Nathan Bullock reyndi fyrir sér í amerískum fótbolta á sínum tíma og er mikill skrokkur. HANDBOLTI Íslenska kvenna- landsliðið í handbolta tapaði með fimm mörkum fyrir Spáni, 27-22 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012 en leikurinn fór fram í Madrid á Spáni í gær. Íslenska liðið lenti mest níu mörkum undir en minnkaði muninn í lokin með góðum endaspretti. Spænska liðið labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina á sama tíma og íslenska liðinu gekk illa gegn fram- liggjandi vörn spænska liðsins. Ágúst Jóhannsson fann ekki lausnir fyrr en í lokin en það var bara of seint. Liðið getur bætt fyrir þetta á móti Úkraínu í Höll- inni á sunnudaginn kemur. Hanna Guðrún Stefánsdótt- ir var markahæst með sex mörk og hin unga Birna Berg Haraldsdóttir var með fimm mörk en þær komu báðar inn af bekknum í þesum leik. Ólöf Kolbrún Ragnars- dóttir varði ágætlega eftir að hún kom inn á í lokin, þar á meðal víti Spánverja í leikslok. - óój Stelpurnar byrjuðu undankeppni EM á 5 marka tapi: Lengi að finna lausnir BIRNA BERG HARALDSDÓTTIR FÓTBOLTI Staðfest var í gær að BÍ/ Bolungarvík og Guðjón Þórðar- son hefðu komist að samkomu- lagi um starfslok Guðjóns hjá félaginu. Hann stýrði liðinu aðeins í eitt ár. BÍ er í þjálfaraleit og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Vals, hafnaði tilboði frá félaginu í gær. Guðjón er nú orðaður við lið Grindavíkur en samkvæmt heim- ildum fréttastofu skiptast menn í tvær fylkingar í Grindavík um að ráða Guðjón. Hann er þó ekki eini þjálfar- inn sem er orðaður við Suður- nesjaliðið því Lárus Orri Sigurðs- son, fyrrverandi þjálfari Þórs, er einnig orðaður við Grinda- vík, sem er eina lið Pepsi-deildar karla sem á eftir ráða þjálfara fyrir næsta tímabil. - hbg Guðjón hættur hjá BÍ: Er orðaður við Grindavík GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Þarf að róa á önnur mið á nýjan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Baráttan í N1-deild karla jafnaðist enn meir í gær er topplið deildarinnar, Fram, fékk skell á heimavelli gegn HK. Eftir fjóra sig- urleiki í röð þurfti Fram að sætta sig við tap. „Við vorum bara lélegir allan leikinn að mínu mati,“ sagði heiðar- legur þjálfari Fram, Einar Jónsson. Þjálfarinn hafði lög að mæla enda var hans lið fjarri sínu besta í þess- um leik og átti nákvæmlega ekkert skilið úr leiknum. Jafnræði var með liðunum fyrstu 40 mínúturnar en þá tók HK öll völd á vellinum og skildi Fram eftir í rykinu. Það sem vekur mesta athygli er að HK tókst það án þess að markmenn liðsins væru að verja neitt af viti og að lykilmaður liðsins, Ólafur Bjarki Ragnarsson, væri nánast áhorfandi að leiknum. HK á aftur á móti einn efnilegasta leikmann landsins í Bjarka Má Elíssyni og sá strákur hreinlega blómstraði. „Ég var stundum að spara hrós- yrðin yfir hann í fyrra. Þessi strák- ur er að þroskast með hverjum degi. Hann var ekki bara góður í sókninni því hann lék einnig glimr- andi varnarleik í 5/1 vörninni okkar. Það er ekki hægt að hafa það betra. Hann er alveg frábær,“ sagði Erlingur Richardsson, annar þjálfara HK, um Bjarka. Einar hafði engan áhuga á að afsaka tap sinna manna. „Við vorum bara andlausir og lélegir. Það er ekki hægt að afsaka þetta því við vorum lélegir og sýnd- um lélegan karakter er við lendum undir. Það kæmi ekki á óvart ef menn hefðu samt afsakanir inni í klefa,“ sagði Einar en hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvernig liðið bregðist við tapinu. „Nú reynir á menn og leikmenn verða að stíga upp og sýna úr hverju þeir séu gerðir. Þetta var samt bara eitt tap og við förum ekk- ert að örvænta.“ Akureyri jafnaði í blálokin Akureyri skoraði tvö mörk á loka- mínútunni og tryggði sér jafn- tefli gegn Val á heimavelli í gær, 24-24. Mínútu fyrir leiksloks varði Stefán „Uxi“ Guðnason víti þegar Valur var tveimur mörkum yfir og gat tryggt sér sigur. Varsla Stefáns kveikti í Akureyri, sem tryggði sér eitt stig. „Ég er ekki enn búinn að ná þessu, þetta verður ömurleg rútu- ferð heim,“ sagði Hlynur Morthens, markmaður Vals. „Ég veit bara ekki hvernig við klúðruðum þessu. Kannski var þetta stress undir lokin, þessir frábæru áhorfendur tóku okkur kannski bara á taug- um. Við vorum með unninn leik og hefðum átt að vinna,“ sagði Hlyn- ur sem tók þó margt jákvætt út úr leiknum. Valur var yfir allan fyrri hálf- leikinn en þá spilaði Akureyri illa í 23 mínútur. Það breytti þó stöðunni úr 5-11 í 13-14 sem voru halfleik- stölur. Seinni hálfleikur var síðan jafn allan tímann. Atli Hilmarsson, þjálfari Akur- eyrar, var ánægður með endurkomu liðsins. „Við vorum svo gott sem búnir að tapa þegar Stefán varði vítið. En trúin lifði og þetta var erf- itt en við erum ánægðir með eitt stig úr því sem komið var. Það eru allt erfiðir leikir núna og þetta dettur kannski ekki jafn mikið með okkur núna og í fyrra. Vonandi fáum við fleiri menn inn úr meiðslum fljót- lega en ég er ánægður með að liðið gefst aldrei upp.“ - hbg, hþh HK valtaði yfir Fram í seinni hálfleik Fram tapaði sínum fyrsta leik í N1-deild karla í gær er HK kom í heimsókn í Safamýrina. Arfaslakir Framarar fengu á baukinn. Baráttuglaðir Akureyringar nældu í jafntefli á heimavelli sínum gegn Val. STÓRKOSTLEGUR HK-ingurinn efnilegi Bjarki Már Elísson fór á kostum í liði HK sem varð fyrst allra liða til að vinna Fram. Bjarki skoraði ellefu glæsileg mörk í leiknum og lék fínan varnarleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Grindvík, Keflavík og Fjölnir fögnuðu sigri þegar þriðja umferð Iceland Express-deildar karla fór af stað í gær en henni lýkur síðan í kvöld þar sem mæt- ast meðal annars KR og Njarðvík í DHL-höllinni. Grindavík er búið að vinna alla leiki sína, Keflavík þá tvo síðustu en þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna í vetur. Grindvíkingar halda áfram sig- urgöngu sinni í Iceland Express- deild karla en þeir unnu ÍR-inga, 87-70, í Röstinni í gærkvöld. Gest- irnir sáu aldrei til sólar í gær auk þess sem þeir misstu tvo mikil- væga leikmenn af vellinum vegna meiðsla, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claessen þurftu að yfirgefa völlinn. Grindvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki sína í deildinni en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í gær. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint út af“. „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins,“ sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í gær. „Við höfum verið að spila ágæt- an sóknarleik á tímabilinu en varn- arleikurinn hefur verið skelfileg- ur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur,“ sagði Gunnar að lokum. Keflvíkingar komu í Voda- fonehöllina í gær og unnu 30 stiga stórsigur, 110-80. Bæði Reykjanesbæjar liðin hafa því unnið stóra sigri á Hlíðarenda í fyrstu tveimur heimaleikjum nýliða Vals í vetur. Steven Gerard Dagustino skaut Valsmenn hreinlega í kaf í fyrri hálfleik en hann hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum og skoraði 29 stig á 17 mínútum. Keflavík var 60-39 yfir í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðár- króki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli. Frábær byrj- un vó þungt fyrir Fjölnismenn, sem komust í 30-15, en Tindastóll vann upp forskotið og leikurinn var jafn fram í lokaleikhlutann þegar gestirnir úr Grafarvogi voru sterkari. - sáp, óój Fjölnir vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express-deildinni en Valur steinlá aftur heima: Grindavík áfram með fullt hús ÓSTÖÐVANDI Í FYRRI HÁLFLEIKNUM Steven Gerard Dagustino skoraði 29 af 34 stigum sínum í fyrri hálfleiknum á Hlíðarenda í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.