Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 10
21. október 2011 FÖSTUDAGUR10 ÍSLAND–ÚKRAÍNA Undankeppni EM 2012 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur gríðarlega mikilvægan leik við Úkraínu í undankeppni EM 2012 í Laugardalshöllinni á sunnudag. Sigur er íslenska liðinu mikilvægur í erfiðum riðli og stelpurnar þurfa á stuðningi að halda. Fyllum Höllina, sköpum hina einu sönnu handboltastemmningu og tryggjum tvö dýrmæt stig í baráttunni um farseðilinn til Hollands á næsta ári. STELPURNAR OKKAR! M ed ia G ro u p eh f | A u g lý si n g ar | H S Í 2 0 1 1 Laugardalshöll Sunnudaginn 23. okt. | Kl. 16.00 Aðgangseyrir 1000 krónur Miðasala á STJÓRNSÝSLA Þriggja manna rann- sóknarnefnd hefur komist að því að verulegir annmarkar hafi verið á starfi siðanefndar Háskóla Íslands þegar hún hafði til með- ferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Rannsóknarnefndin var skip- uð í vor eftir að málið hafði velkst í stjórnsýslu háskólans í rúmt ár og valdið miklum titr- ingi. Í hana völdust Elín Díanna Gunnars dóttir, sálfræðidósent við Háskólann á Akureyri, Sig- urður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, og Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis. Forsaga málsins er sú að að Van- trú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvins sonar. Sam- tökin töldu að í námsefninu væri ómaklega vegið að þeim. Bjarni Randver var hins vegar afskaplega ósáttur við vinnubrögð nefndarinnar og sakaði formann hennar um að eiga í nánum sam- skiptum við fulltrúa Vantrúar um gang mála á meðan Bjarna hefði ekki verið haldið upplýstum um neitt. Málið vatt í kjölfarið upp á sig, skipt var um formann í siða- nefndinni, Bjarni Randver fékk lögfræðinginn Ragnar Aðalsteins- son til að annast málið fyrir sig og að lokum féll Vantrú frá kær- unni vegna þess að ófriðurinn hefði hvort eð er eyðilagt málið. Rannsóknarnefndin gerir í skýrslu sinni margháttaðar athuga- semdir við störf siðanefndarinnar á meðan á öllu þessu stóð. Í fyrsta lagi sé ekki að sjá að siðnefndin hafi í upphafi lagt mat á hvort málatilbúnaður Van- trúar snerti yfir höfuð siðareglur Háskóla Íslands. Í öðru lagi eru gerðar alvarlegar athugasemdir við það verklag siða- nefndarinnar að eiga í samskiptum við málsaðila utan formlegra funda nefndarinnar. Slíkt formleysi dragi úr gagnsæi og sé til þess fallið að veikja traust til nefndarinnar. Þá sé sú ákvörðun siðanefndar- innar að ljúka málinu gegn Bjarna Randver með sátt við guðfræði- deild án aðkomu Bjarna megin- orsök þess að málið hafi þróast með hinum óheppilega hætti. Nefndin telur óviðunandi fyrir Háskóla Íslands og málsaðila að ekki hafi tekist að ljúka því efnis- lega. Þá segir enn fremur í niður- stöðu nefndarinnar að það geti ekki talist heppileg ráðstöfun að lög fræðingur háskólans sé látinn starfa fyrir siðanefndina samhliða öðrum störfum sínum fyrir skól- ann. „Með því er hætta á að sjálf- stæði hinnar miðstýrðu stjórnsýslu Háskólans í ásýnd og í reynd sé ekki tryggð í málum sem þessum.“ stigur@frettabladid.is Rannsóknarnefnd átelur siðanefnd HÍ Sérstök rannsóknarnefnd hefur komist að því að siðanefnd Háskóla Íslands hafi haft í frammi óeðlileg vinnubrögð í máli Vantrúar gegn guðfræðikennara. Alvarlegar athugasemdir gerðar við samskipti við málsaðila utan formlegra funda. HÁSKÓLI ÍSLANDS Málið olli miklum titringi innan skólans, sérstaklega á seinni stigum þess. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa fyrstu sjö mánuði ársins nam 83,6 milljörð- um króna. Á sama tíma í fyrra nam það 79,8 milljörðum og hefur aflaverðmætið því aukist um 3,8 milljarða á milli ára, sem jafngildir 4,8 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Langmest verðmæti er í botn- fiskafla, eða 54,7 milljarðar króna fyrstu sjö mánuði ársins. Það er þó 3,4 prósentum minna verðmæti en á sama tíma í fyrra. Verðmæti þorsks dróst saman um 2 prósent, en ýsu um 29 prósent. Verðmæti flatfiskafla jókst um 0,8 prósent á tímabilinu, nam 6,4 milljörðum króna. - kóp Aflaverðmæti meira í ár: Verðmæti afla 83,6 milljarðar ÝSAN ÍSUÐ Aflaverðmæti ýsu fyrstu sjö mánuði ársins er 29 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúar í Kópavogi vilja að alþingismenn komi þangað til viðræðna fremur en að bæjarfulltrúarnir séu kall- aðir niður á Alþingi. Meirihluti bæjarráðsins felldi þó tillögu fulltrúa Sjálf- stæðisflokks um að mæta ekki á Alþingi. Meirihlutinn kvaðst engu að síður telja eðlilegt að þingmenn kjördæmisins gerðu sér ferð í sveitarfélögin í kjör- dæmaviku eins og tíðkast hefði. Bókaði þá fulltrúi Framsóknar- flokks að það væri vegna ótta fulltrúa Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar við flokksaga. Sjálfstæðismenn sögðu bæjar- fulltrúa VG, sem setið hefur á þingi sem varamaður, virðast vera „hlýðinn þjónn meirihlutans á þinginu.“ - gar Bæjarfulltrúar ósáttir: Þingmennirnir komi í Kópavog Verð á innlendu efni hækkar Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,1 prósent í október miðað við mánuðinn á undan. Verð á innlendu efni hækkaði um 0,1 prósent en á innfluttu um 0,4 prósent. Verð fyrir vélar, flutning og orkunotkun hækk- aði samtals um 2,8 prósent. BYGGINGARVÍSITALA TÍSKUVIKA Um þessar mundir fer fram tískuvika í Tókýó. Þessar fyrirsætur sýndu fatnað frá Araisara á sýningar- pallinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.