Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. október 2011 11 D VÍTAMÍN Íslensk framleiðsla / Fæst í apótekum um land allt Ic ep ha rm a EIN TAFLA Á DAG EKKERT GELATÍN GRIKKLAND,AP Nýju aðhaldsaðgerðirnar, sem gríska þingið samþykkti í gær, duga líklega ekki til þess að bjarga Grikklandi frá gjald- þroti. Þetta er mat sendinefndar frá Evrópusam- bandinu og Seðlabanka Evrópusambandsins, sem átti að leggja mat á það hvort grísk stjórn- völd hefðu fullnægt kröfum um frekari fjár- hagsaðstoð. Nefndin mælti engu að síður með því að næsta greiðsla úr neyðarsjóði ESB til Grikk- lands yrði innt af hendi, svo landið lenti ekki í greiðsluþroti strax í næsta mánuði. Harkaleg átök brutust út í Grikklandi í gær, annan daginn í röð, þegar tugir þúsunda manna héldu út á götur höfuðborgarinnar Aþenu að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. Einn mótmælandi lét lífið í þessum átökum í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins ætla að hittast í Brussel um helgina að ræða næstu skref til bjargar bæði Grikklandi, evrunni og evrópskum bönkum, sem sumir hverjir gætu riðað til falls á næstunni. Ágreiningur er milli Þýskalands og Frakk- lands um það til hvaða aðgerða eigi að grípa. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar, sem komst yfir drög að ályktun leiðtogafundarins, verður endanlegri ákvörðun frestað til loka nóvember. - gb Einn mótmælandi lét lífið í látunum í Grikklandi í gær: ESB telur aðhaldsaðgerðirnar varla duga ÁTÖK Í AÞENU Mikil harka var í mótmælunum í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL Aðalfundur BSRB er haldinn í dag í BSRB-húsinu við Grettisgötu. Á fundinum heldur Torben M. Andersen erindi um norrænu velferðarkerfin á tímum niður- skurðar. Torben er prófessor í hagfræði við Árósaháskóla. Hann mun einnig svara spurningum viðstaddra. Erindi hans hefst klukkan tíu og er öllum opið. Að loknu erindi Torbens verða hefðbundin aðalfundarstörf BSRB á dagskránni. - þeb Aðalfundur BSRB í dag: Fyrirlestur um norræna velferð SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Juan Mendez, eftirlitsfulltrúi Sam- einuðu þjóðanna með pyntingum, hvetur til þess að einangrunar- vist fanga umfram fimmtán daga verði bönnuð. Einnig sé nauðsynlegt að banna alfarið að börn, þroskaheftir og varðhaldsfangar séu hafðir í ein- angrun. Hann segir langa einangrun jafnast á við pyntingar eða ómannúðlega meðferð og því sé nauðsynlegt að alþjóðlegt bann verði lagt við slíku. Í Bandaríkjunum eru nú um 20 til 25 þúsund fangar í einangrun, að sögn Mendez. - gb Pyntingaeftirlit SÞ: Vill bann við einangrun STJÓRNSÝSLA Umhverfisstofnun hefur hlotið vottun á gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sínu og er fyrsta opinbera stofnunin sem fær slíka faggilda vottun. Um er að ræða vottun á gæðastjórnun- arkerfi samkvæmt ISO 9001:2008 og umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001:2004. Inn- leiðing kerfanna tveggja hófst á vormánuðum 2009. Umhverfisstofnun hefur bæði sett sér umhverfisstefnu og markmið til að fylgja henni eftir. Starfið í byrjun hefur falist í bættri flokkun úrgangs, fræðslu til starfsmanna og skráningu á grænu bókhaldi sem endur- speglar áhrif starfseminnar á umhverfið. - shá Umhverfisstofnun fær vottun: Fyrst til að fá faggilda vottun DANMÖRK Samfélagsþjónusta er áhrifaríkt úrræði til að halda brotamönnum frá frekari lög- brotum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu dómsmálaráðuneytis Danmerkur og danska ríkis- útvarpið segir frá. Þar segir jafnframt að aftur- hvarf dæmdra ofbeldismanna, ræningja og eiturlyfjasala, út á glapstigu afbrota, sé talsvert minna hjá þeim sem afplána dóma með samfélagsþjónustu en þeirra sem sitja af sér í fangelsi, eða 39 prósent gegn 51 prósenti. Yfirvöld vilja sjá til þess að brotamenn komist aftur á beinu brautina, enda eru fangelsi lands- ins þegar þéttsetin. - þj Refsingar í Danmörku: Samfélagsþjón- ustan virkar vel BAK VIÐ RIMLA Dönsk rannsókn leiðir í ljós að afbrotamenn sem dæmdir eru til samfélagsþjónustu eru síður líklegir til að brjóta aftur af sér en þeir sem fara í fangelsi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.