Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. október 2011 11
D VÍTAMÍN
Íslensk framleiðsla / Fæst í apótekum um land allt
Ic
ep
ha
rm
a
EIN TAFLA Á DAG EKKERT GELATÍN
GRIKKLAND,AP Nýju aðhaldsaðgerðirnar, sem
gríska þingið samþykkti í gær, duga líklega
ekki til þess að bjarga Grikklandi frá gjald-
þroti.
Þetta er mat sendinefndar frá Evrópusam-
bandinu og Seðlabanka Evrópusambandsins,
sem átti að leggja mat á það hvort grísk stjórn-
völd hefðu fullnægt kröfum um frekari fjár-
hagsaðstoð.
Nefndin mælti engu að síður með því að
næsta greiðsla úr neyðarsjóði ESB til Grikk-
lands yrði innt af hendi, svo landið lenti ekki í
greiðsluþroti strax í næsta mánuði.
Harkaleg átök brutust út í Grikklandi í gær,
annan daginn í röð, þegar tugir þúsunda manna
héldu út á götur höfuðborgarinnar Aþenu að
mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar.
Einn mótmælandi lét lífið í þessum átökum
í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins ætla að
hittast í Brussel um helgina að ræða næstu
skref til bjargar bæði Grikklandi, evrunni og
evrópskum bönkum, sem sumir hverjir gætu
riðað til falls á næstunni.
Ágreiningur er milli Þýskalands og Frakk-
lands um það til hvaða aðgerða eigi að grípa.
Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar, sem
komst yfir drög að ályktun leiðtogafundarins,
verður endanlegri ákvörðun frestað til loka
nóvember. - gb
Einn mótmælandi lét lífið í látunum í Grikklandi í gær:
ESB telur aðhaldsaðgerðirnar varla duga
ÁTÖK Í AÞENU Mikil harka var í mótmælunum í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
FÉLAGSMÁL Aðalfundur BSRB er
haldinn í dag í BSRB-húsinu við
Grettisgötu.
Á fundinum heldur Torben M.
Andersen erindi um norrænu
velferðarkerfin á tímum niður-
skurðar. Torben er prófessor í
hagfræði við Árósaháskóla. Hann
mun einnig svara spurningum
viðstaddra. Erindi hans hefst
klukkan tíu og er öllum opið.
Að loknu erindi Torbens verða
hefðbundin aðalfundarstörf
BSRB á dagskránni.
- þeb
Aðalfundur BSRB í dag:
Fyrirlestur um
norræna velferð
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Juan
Mendez, eftirlitsfulltrúi Sam-
einuðu þjóðanna með pyntingum,
hvetur til þess að einangrunar-
vist fanga umfram fimmtán daga
verði bönnuð.
Einnig sé nauðsynlegt að banna
alfarið að börn, þroskaheftir og
varðhaldsfangar séu hafðir í ein-
angrun.
Hann segir langa einangrun
jafnast á við pyntingar eða
ómannúðlega meðferð og því sé
nauðsynlegt að alþjóðlegt bann
verði lagt við slíku.
Í Bandaríkjunum eru nú um 20
til 25 þúsund fangar í einangrun,
að sögn Mendez. - gb
Pyntingaeftirlit SÞ:
Vill bann við
einangrun
STJÓRNSÝSLA Umhverfisstofnun
hefur hlotið vottun á gæða- og
umhverfisstjórnunarkerfi sínu og
er fyrsta opinbera stofnunin sem
fær slíka faggilda vottun. Um er
að ræða vottun á gæðastjórnun-
arkerfi samkvæmt ISO 9001:2008
og umhverfisstjórnunarkerfi
samkvæmt ISO 14001:2004. Inn-
leiðing kerfanna tveggja hófst á
vormánuðum 2009.
Umhverfisstofnun hefur bæði
sett sér umhverfisstefnu og
markmið til að fylgja henni eftir.
Starfið í byrjun hefur falist í
bættri flokkun úrgangs, fræðslu
til starfsmanna og skráningu
á grænu bókhaldi sem endur-
speglar áhrif starfseminnar á
umhverfið. - shá
Umhverfisstofnun fær vottun:
Fyrst til að fá
faggilda vottun
DANMÖRK Samfélagsþjónusta er
áhrifaríkt úrræði til að halda
brotamönnum frá frekari lög-
brotum. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu dómsmálaráðuneytis
Danmerkur og danska ríkis-
útvarpið segir frá.
Þar segir jafnframt að aftur-
hvarf dæmdra ofbeldismanna,
ræningja og eiturlyfjasala, út
á glapstigu afbrota, sé talsvert
minna hjá þeim sem afplána
dóma með samfélagsþjónustu en
þeirra sem sitja af sér í fangelsi,
eða 39 prósent gegn 51 prósenti.
Yfirvöld vilja sjá til þess að
brotamenn komist aftur á beinu
brautina, enda eru fangelsi lands-
ins þegar þéttsetin. - þj
Refsingar í Danmörku:
Samfélagsþjón-
ustan virkar vel
BAK VIÐ RIMLA Dönsk rannsókn leiðir í
ljós að afbrotamenn sem dæmdir eru til
samfélagsþjónustu eru síður líklegir til
að brjóta aftur af sér en þeir sem fara í
fangelsi. NORDICPHOTOS/AFP