Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 16
16 21. október 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S tærstu stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu í vikunni fram tillögur í efnahagsmálum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðis- flokkurinn halda því fram að tillögurnar eigi á trúverðugan hátt að tryggja sjálfbærni í ríkisrekstri. Af lestri þeirra er vandséð að svo verði. Framsókn setur fram loðnar tillögur til lausnar á skuldavanda heimila. Flokkurinn vill að fjármálastofnanir nýti svigrúm til almennra leiðréttinga skulda, sem þær eru þegar að mestu búnar að gera. Hann vill líka að verðtrygging verði afnumin án þess að taka neina afstöðu til þess hvaða gjaldmiðli þjóðin eigi að lifa með. Þess í stað eigi að „kanna framtíðarkosti í gjaldmiðlamálum“. Afnám verðtryggingar án aflagningar íslensku krónunnar myndi éta upp eignir lífeyris- sjóða. Þá þyrfti annaðhvort að hækka iðgjöld eða skerða lífeyris- greiðslur. Sá kostnaður myndi lenda á almenningi. Sjálfstæðisflokkurinn vill að „sett verði fram trúverðug efnahagsstefna sem miðar að sjálfbærum ríkisrekstri“. Til að ná þessari sjálfbærni leggur flokkurinn meðal annars til að láta 110%-leiðina miðast við fasteignamat í stað markaðsvirðis. Ef sú leið dugar ekki vill Sjálfstæðisflokkurinn að skuldurum verði „heimilt að afsala fasteign sinni til viðkomandi fjármálastofnunar. Falli þá niður allar kröfur á skuldara vegna hús næðis“. Ef stærstu lánveitendur húsnæðislána væru einkaaðilar í áhættu- rekstri væru tillögurnar góðar og gildar. Þá myndu bankarnir og eigendur þeirra taka höggið. Vandamálið við þær er að langstærsti lánveitandinn er Íbúðalánasjóður, í eigu og á ábyrgð íslenska ríkis- ins. Ríkissjóður hefur þegar lagt 33 milljarða króna inn í sjóðinn til að mæta afskriftum. Til viðbótar þarf hann 12-16 milljarða króna á þessu ári. Seðlabankinn hefur mótmælt harðlega báðum þessum leiðum þar sem þeir tugir milljarða króna sem greiða niður „leið- réttingarnar“ myndu nánast allir koma úr ríkissjóði skattgreiðenda. Samhliða þessum gríðarlega kostnaðarauka ætlar Framsókn líka að lækka almenna skatta og veita annars konar skattaafslætti, en tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig. Flokkurinn vill líka stórefla opinberar framkvæmdir en segir ekki hvaðan peningarnir í þær eiga að koma. Sjálfstæðisflokkurinn gengur enn lengra og vill draga allar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar til baka. Hann ætlar að veita fyrir tækjum alls konar hvataívilnanir og eyða 22,6 millj- örðum króna í opinberar framkvæmdir á næstu tveimur árum. Þær á að fjármagna með 17,6 milljarða króna lækkun á ríkisútgjöldum. Rúmlega 90% af þeirri lækkun eiga að koma til vegna þess að fólk „fer af atvinnuleysisbótum og í vinnu“. Ein þeirra leiða sem eiga að eyða atvinnuleysinu er að „aðilar vinnumarkaðarins taki yfir málefni Vinnumálastofnunar“. Tillögurnar eru ekki alvondar. Báðir flokkar vilja efla aðhald með ríkisbúskapnum og skera niður útgjöld. Framsókn vill meira að segja banna það með lögum að reka ríki og sveitarfélög með halla. Þarna er líka að finna ágætis leiðir til að koma efnahagslífinu aftur af stað og mynda hagvöxt. En þorri tillagna flokkanna er hraðsoðinn og lyktar af lýðskrumi. Í þeim er tekið tillit til væntinga nánast allra háværra sérhagsmunahópa en algjörlega litið framhjá heildarmyndinni. Þær skortir skynsemi og jarðtengingu. Þær eru ósjálfbærar. HALLDÓR Plan B: Amma borgar Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtrygg- ingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingar- innar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir for- ystu formanns Framsóknarflokks- ins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undir- staða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upp- hæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverð- tryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækk- aði fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu um 169%, en verðtrygg- ing skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eigna- hækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólg- an hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tíma- bilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verð- hækkun eignanna. Hver er vand- inn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá ein- hver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til spari- fjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu. Fjármál Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður Það er blekk- ing sem haldið er að fólki um þess- ar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Ekki endilega ál Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hóf utandagskrár- umræðu á Alþingi 11. október. Þar var til umræðu skýrsla um efnahagsleg áhrif af rekstri Landsvirkjunar fram til ársins 2035. Jón fagnaði skýrslunni mjög og þeirri vinnu sem farið hefði fram hjá Landsvirkjun undanfarin ár. „Ástæðan fyrir því að hægt er að horfa núna víðar í sölu á raf- orkunni er sá infrastrúktúr og þeir innviðir sem hafa verið byggðir upp og sú stefna sem fylgt hefur verið.“ Sem sagt, hægt er að horfa víðar en bara til álvera og það er hið besta mál. En samt helst álið Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hóf utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær. Þar var til umræðu ákvörðun Alcoa að reisa ekki álver á Bakka. Þar fann hann Landsvirkjun allt til foráttu fyrir að opna viðræður um orkusölu í Þingeyjarsýslum fyrir öðrum aðilum en álframleiðandanum. Ljóst væri að þar réði pólitískur þrýstingur. Álið er sem sagt þrátt fyrir allt málið hjá Jóni Gunn- arssyni. Vinsæl hjá Vinstri grænum Viðskiptablaðið gerir könnun á stuðn- ingi við Jóhönnu Sigurðardóttur sem formann Samfylkingarinnar. Athygli vekur að Jóhanna er vinsælli formaður Samfylkingarinnar hjá Vinstri grænum en eigin flokksmönnum. Alls treysta 43,4 prósent þeirra Vinstri grænu sem spurð voru henni best til formennsk- unnar, en aðeins 36,1 prósent hennar eigin flokksmanna. Kannski Jóhanna sé í vitlausum flokki? Erfðaprinsinn hlýtur hins vegar að vera fundinn; af þeim sem svara óháð stjórnmálaskoð- unum nýtur Guðbjartur Hannesson 38,6 prósenta stuðnings en Jóhanna aðeins 14,9 prósenta. kolbeinn@frettabladid.is Tillögur stjórnarandstöðu eru ekki trúverðugar. Ósjálfbært plan SKOÐUN Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.