Fréttablaðið - 21.10.2011, Blaðsíða 46
21. október 2011 FÖSTUDAGUR26
Hræsni nútímans,
skömmin og skilin milli
austurs og vesturs
Frá höfundi metsölubókarinnar
HREINSUN
26
menning@frettabladid.is
Bækur ★★★
Upp á líf og dauða
Jónína Leósdóttir
Vaka-Helgafell
Að bjarga lífi
Upp á líf og dauða fjallar um unglinga
í Reykjavík samtímans. Bókin er með
spennuívafi, þar sem söguhetjurnar
einsetja sér í upphafi sögunnar að leysa
gátu og bjarga e.t.v. með því mannslífi.
Eftir hópvinnu heima hjá Hrönn finnur
hún frumsamið ljóð á einu rissblaðanna
sem krakkarnir skildu eftir. Ljóðið lýsir
svo miklum sársauka og lífsangist að full
ástæða er til þess að ætla að mann-
eskjan sem það skrifaði hafi í hyggju að
skaða sjálfa sig.
Með aðstoð bestu vinkonunnar,
Líneyjar, og Hákons tvíburabróður síns
ákveður Hrönn að rannsaka alla þá sem
tóku þátt í hópvinnunni, finna þann sem
líður svona illa og hvetja hann til að
leita sér aðstoðar. Í leit sinni að þeim sem orti ljóðið læra krakkarnir svo að
merkimiðarnir sem þau hafa áður sett á skólafélaga sína: „Skinka“, „hommi“,
„feit“, „skítug“, „íþróttaiddjót“ … eru harla ófullnægjandi. Til þess að reyna
að skilja líðan annarra verða þau að kynnast aðstæðum þeirra.
Hrönn er miðpunktur sögunnar og höfundur takmarkar vitneskju sína við
hennar hugsanir og tilfinningar. Hrönn er bæði skemmtileg og marghliða
persóna. Hún er klár, sjálfstæð og úrræðagóð án þess að vera fullkomin.
Henni þykir t.d. erfitt að hafa rangt fyrir sér, á bágt með að biðjast afsökunar
og er illa við að opinbera fáfræði sína á því sem hún hefur enga þekkingu.
Hún er líka fordómafull á „unglingslegan“ máta: hefur enga þolinmæði
gagnvart bróður sínum, finnst strákar „einfaldir og yfirborðskenndir“, á erfitt
með þá tilhugsun að foreldrar hennar stundi kynlíf („Ó, nei, kræst, ég dey,
ég dey!“) og er sumsé mjög venjuleg sautján ára stelpa með bein í nefinu.
Það er fátt leiðinlegra en unglingabækur sem eiga að höfða til samtímans
en segja frá unglingum sem drekka kókó á föstudagskvöldi, spila bingó við
foreldra sína og tala eins og upp úr aldamótaljóði. Þannig skrifa þeir höf-
undar sem eru úr tengslum við lesendur sína, en þannig höfundur er Jónína
Leósdóttir alls ekki. Feisbúkk, gúggl, SMS og iPodar eru gríðarstór hluti af
tilveru krakkanna, umræðuefnin trúverðug og málfarið er mjög sannfærandi.
Bókin tekur á vandmeðförnu efni, geðsjúkdómum ungs fólks, og það er
vel gert. Blandað er saman skemmtun og fræðslu; ráðgátan sem krakkarnir
glíma við er í forgrunni en sagan er brotin upp með staðreyndum um
þunglyndi. Hins vegar má e.t.v. velta því fyrir sér hvort höfundinum sé full
mikið niðri fyrir. Tæpt er á ótal misalvarlegum fjölskylduvandamálum: Að
eiga „of gamla“ foreldra, eða foreldra sem eru alltaf í vinnunni, alkóhólisma
foreldris, skilnaði foreldra og andláti foreldris, þar sem inn í kemur m.a.s.
fræðsla um líffæragjafir. Á köflum er sagan ansi ofhlaðin þeim boðskap
að hver hafi sinn djöful að draga, allar manneskjur glími við vandamál og
enginn sé fullkominn.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Niðurstaða: Bráðskemmtileg, sannfærandi og ágætlega spennandi
unglingabók þar sem mikilvægt málefni er sett í brennidepil.
Lára Sveinsdóttir gerir ævi
Judy Garland skil í söng og
leik í nýju verki sem sýnt er
í Þjóðleikhúskjallaranum
um þessar mundir.
Sýningin um Judy Garland, sem
frumsýnd var á dögunum í Þjóð-
leikhúskjallaranum, er ekki beint
söngleikur og ekki einleikur.
„Þetta er frekar blanda af sögu-
leikhúsi og kabarett,“ segir Lára
Sveinsdóttir, sem semur og leik-
ur í verkinu, en þar er saga Judy
Garland sögð með leik og söng.
„Sýningin er byggð upp eins og
tónleikar, þar sem við kynnumst
Judy og stormasömu lífi hennar á
milli laga.“
Lára hefur lengi haft mætur á
Garland en fyrir tveimur árum
fékk hún þá hugmynd að halda tón-
leika henni til heiðurs.
„Í kjölfarið fór ég að lesa mér
til um hana og komst að því hvað
hún var áhugaverð manneskja
sem afrekaði margt á stuttri ævi.
Í framhaldinu ákvað ég að gera
eitthvað meira við hugmyndina og
þá kviknaði hugmyndin að þessu
söguleikhúsi.“
Lára segir Garland hafa túlkað
lög sín af mikilli einlægni og dýpt
en talað hispurslaust um sjálfa
sig þess á milli. „Það varð okkar
leið til þess að segja sögu henn-
ar,“ segir Lára, en leikstjórn er í
höndum Charlotte Böving. Tónlist-
in er sérstaklega útsett fyrir litla
hljómsveit sem tekur virkan þátt á
leiksviðinu en útsetningar eru að
mestu í höndum Úlfs Eldjárn.
Flestir tengja nafn Garland
sjálfsagt við hlutverk Dóróteu
í Galdrakarlinum í Oz. Hún var
hins vegar í sviðsljósinu nánast
alla ævi.
„Hún þekkti í sjálfu sér ekk-
ert annað,“ segir Lára. „Hún var
í „bransanum“ frá því á þriðja
ári þar til hún deyr aðeins 47 ára
gömul. Í sýningunni blínum við
meira á einkalíf hennar en ævi-
starfið .Hún lifði fyrir ferilinn og
aðdáendur sína en þráði að eiga sér
eðlilegt líf.“
Lára framleiðir sýninguna sjálf
og segir það ekki hafa verið neinn
hægðarleik. „Það er hvergi neina
peninga að fá fyrir svona verkefni
um þessar mundir. Ég hef komist
áfram á heilmikilli vinnu og vel-
vilja annarra, en þegar manni ligg-
ur eitthvað mikið á hjarta er stund-
um ekkert annað í stöðunni en að
láta vaða.“
bergsteinn@frettabladid.is
Stundum þarf að láta vaða
Tríó Nordica leikur á öðrum tón-
leikum Kammermúsíkklúbbsins í
vetur í Bústaðakirkju á sunnudags-
kvöld. Á dagskrá eru þrjú píanó-
tríó. Fyrst verður leikið píanótríó
nr. 1, op 8. eftir Dmitri Sjostako-
vitsj. Í kjölfarið fylgir píanótrío
í fís-moll eftir Armenann Arno
Babadjanian, samið 1952. Þetta
kvað vera í fyrsta sinn sem verk
eftir Babadjanian er flutt fyrir
íslenska tónleikagesti en hann sló
í gegn með þessu verki á sínum
tíma. Þriðja verkið sem tríóið leik-
ur er hið kunna píanótríó nr. 1, op.
8, eftir Johannes Brahms.
Tríó Nordica skipa Auður Haf-
steinsdóttir fiðluleikari, Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari og
Nora Kontra píanóleikari. Tríóið var
stofnað 1993 og hefur verið mjög
virkt á Íslandi, ekki síst á vettvangi
Kammermúsíkklúbbsins, auk þess
að hafa komið fram víða um Evrópu,
í Bandaríkjunum og Kanada.
Tónleikarnir í Bústaðakirkju
hefjast klukkan 20 á sunnudags-
kvöld.
Tríó Nordica með
tónleika á sunnudag
TRÍÓ NORDICA Tríóið skipa Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Nora
Kontra.
LÁRA SVEINSDÓTTIR Hefur lengi haft mætur á Judy Garland og ætlaði upphaflega að halda tónleika henni til heiðurs. Verkið vatt
hins vegar upp á sig og endaði sem söguleikverk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SIGURÐUR OG SHAKESPEARE Í SÍÐASTA SINN Síðustu sýningar á á einleiknum Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! verða
um helgina. Verkið semja Sigurður Skúlason leikari og Benedikt Árnason leikstjóri upp úr höfundarverki Williams Shakespeare. Verkið er
sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum. Síðustu sýningar verða á laugardag klukkan 16 og sunnudaginn klukkan 19.30.