Fréttablaðið - 21.10.2011, Page 10

Fréttablaðið - 21.10.2011, Page 10
21. október 2011 FÖSTUDAGUR10 ÍSLAND–ÚKRAÍNA Undankeppni EM 2012 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur gríðarlega mikilvægan leik við Úkraínu í undankeppni EM 2012 í Laugardalshöllinni á sunnudag. Sigur er íslenska liðinu mikilvægur í erfiðum riðli og stelpurnar þurfa á stuðningi að halda. Fyllum Höllina, sköpum hina einu sönnu handboltastemmningu og tryggjum tvö dýrmæt stig í baráttunni um farseðilinn til Hollands á næsta ári. STELPURNAR OKKAR! M ed ia G ro u p eh f | A u g lý si n g ar | H S Í 2 0 1 1 Laugardalshöll Sunnudaginn 23. okt. | Kl. 16.00 Aðgangseyrir 1000 krónur Miðasala á STJÓRNSÝSLA Þriggja manna rann- sóknarnefnd hefur komist að því að verulegir annmarkar hafi verið á starfi siðanefndar Háskóla Íslands þegar hún hafði til með- ferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Rannsóknarnefndin var skip- uð í vor eftir að málið hafði velkst í stjórnsýslu háskólans í rúmt ár og valdið miklum titr- ingi. Í hana völdust Elín Díanna Gunnars dóttir, sálfræðidósent við Háskólann á Akureyri, Sig- urður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, og Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis. Forsaga málsins er sú að að Van- trú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvins sonar. Sam- tökin töldu að í námsefninu væri ómaklega vegið að þeim. Bjarni Randver var hins vegar afskaplega ósáttur við vinnubrögð nefndarinnar og sakaði formann hennar um að eiga í nánum sam- skiptum við fulltrúa Vantrúar um gang mála á meðan Bjarna hefði ekki verið haldið upplýstum um neitt. Málið vatt í kjölfarið upp á sig, skipt var um formann í siða- nefndinni, Bjarni Randver fékk lögfræðinginn Ragnar Aðalsteins- son til að annast málið fyrir sig og að lokum féll Vantrú frá kær- unni vegna þess að ófriðurinn hefði hvort eð er eyðilagt málið. Rannsóknarnefndin gerir í skýrslu sinni margháttaðar athuga- semdir við störf siðanefndarinnar á meðan á öllu þessu stóð. Í fyrsta lagi sé ekki að sjá að siðnefndin hafi í upphafi lagt mat á hvort málatilbúnaður Van- trúar snerti yfir höfuð siðareglur Háskóla Íslands. Í öðru lagi eru gerðar alvarlegar athugasemdir við það verklag siða- nefndarinnar að eiga í samskiptum við málsaðila utan formlegra funda nefndarinnar. Slíkt formleysi dragi úr gagnsæi og sé til þess fallið að veikja traust til nefndarinnar. Þá sé sú ákvörðun siðanefndar- innar að ljúka málinu gegn Bjarna Randver með sátt við guðfræði- deild án aðkomu Bjarna megin- orsök þess að málið hafi þróast með hinum óheppilega hætti. Nefndin telur óviðunandi fyrir Háskóla Íslands og málsaðila að ekki hafi tekist að ljúka því efnis- lega. Þá segir enn fremur í niður- stöðu nefndarinnar að það geti ekki talist heppileg ráðstöfun að lög fræðingur háskólans sé látinn starfa fyrir siðanefndina samhliða öðrum störfum sínum fyrir skól- ann. „Með því er hætta á að sjálf- stæði hinnar miðstýrðu stjórnsýslu Háskólans í ásýnd og í reynd sé ekki tryggð í málum sem þessum.“ stigur@frettabladid.is Rannsóknarnefnd átelur siðanefnd HÍ Sérstök rannsóknarnefnd hefur komist að því að siðanefnd Háskóla Íslands hafi haft í frammi óeðlileg vinnubrögð í máli Vantrúar gegn guðfræðikennara. Alvarlegar athugasemdir gerðar við samskipti við málsaðila utan formlegra funda. HÁSKÓLI ÍSLANDS Málið olli miklum titringi innan skólans, sérstaklega á seinni stigum þess. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa fyrstu sjö mánuði ársins nam 83,6 milljörð- um króna. Á sama tíma í fyrra nam það 79,8 milljörðum og hefur aflaverðmætið því aukist um 3,8 milljarða á milli ára, sem jafngildir 4,8 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Langmest verðmæti er í botn- fiskafla, eða 54,7 milljarðar króna fyrstu sjö mánuði ársins. Það er þó 3,4 prósentum minna verðmæti en á sama tíma í fyrra. Verðmæti þorsks dróst saman um 2 prósent, en ýsu um 29 prósent. Verðmæti flatfiskafla jókst um 0,8 prósent á tímabilinu, nam 6,4 milljörðum króna. - kóp Aflaverðmæti meira í ár: Verðmæti afla 83,6 milljarðar ÝSAN ÍSUÐ Aflaverðmæti ýsu fyrstu sjö mánuði ársins er 29 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúar í Kópavogi vilja að alþingismenn komi þangað til viðræðna fremur en að bæjarfulltrúarnir séu kall- aðir niður á Alþingi. Meirihluti bæjarráðsins felldi þó tillögu fulltrúa Sjálf- stæðisflokks um að mæta ekki á Alþingi. Meirihlutinn kvaðst engu að síður telja eðlilegt að þingmenn kjördæmisins gerðu sér ferð í sveitarfélögin í kjör- dæmaviku eins og tíðkast hefði. Bókaði þá fulltrúi Framsóknar- flokks að það væri vegna ótta fulltrúa Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar við flokksaga. Sjálfstæðismenn sögðu bæjar- fulltrúa VG, sem setið hefur á þingi sem varamaður, virðast vera „hlýðinn þjónn meirihlutans á þinginu.“ - gar Bæjarfulltrúar ósáttir: Þingmennirnir komi í Kópavog Verð á innlendu efni hækkar Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,1 prósent í október miðað við mánuðinn á undan. Verð á innlendu efni hækkaði um 0,1 prósent en á innfluttu um 0,4 prósent. Verð fyrir vélar, flutning og orkunotkun hækk- aði samtals um 2,8 prósent. BYGGINGARVÍSITALA TÍSKUVIKA Um þessar mundir fer fram tískuvika í Tókýó. Þessar fyrirsætur sýndu fatnað frá Araisara á sýningar- pallinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.