Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
FÓLK Miklu fleiri Íslendingar
segjast nú dafna og miklu færri
vera í basli en fyrir ári. Þetta
kemur fram í könnun Capacent
sem ætlað að varpa ljósi á líðan
íslensku þjóðarinnar.
Niðurstöðurnar eru birtar í
tímariti Capacent, Straumum.
Þátttakendum í könnunninni er
skipt í þrjá hópa. Í fyrsta hópnum
eru þeir sem „dafna“, það er fólk
sem metur líf sitt gott í augnablik-
inu og sér fyrir sér að það verði
jafn gott eða betra eftir fimm ár.
Í næsta hópi eru þeir sem eru „í
basli“; telja stöðu sína annað hvort
ekki góða í augnablikinu eða er
svartsýnt á stöðuna eftir fimm ár.
Þriðji hópurinn er fólk í „þreng-
ingum“; það gefur lífi sínu í dag
lága einkunn og sjá ekki fram á
betri tíma eftir fimm ár.
Miðað við sams konar mælingu
um miðjan október í fyrra hefur
þeim sem Capacent segir „dafna“
og setur í fyrsta flokk fjölgað úr
43,5 prósentum í 65,4 prósent. Það
er hæsta gildið síðan þessar mæl-
ingar hófust á fyrra hluta síðasta
árs. Þeim sem teljast vera í basli
hefur að sama skapi fækkað mjög
mikið, úr 53,2 prósentum í 32,3
prósent. Í síðasta flokkinn setur
Capacent nú 2,3 prósent, sem er
nálægt því gildi sem mælst hefur
að meðaltali.
Capacent segir að þótt þróun-
in sé jákvæð séu mælingarnar
sveiflukenndar. „Mat Íslendinga á
lífi sínu virðist vera nokkuð brot-
hætt og verða fyrir áhrifum af
atburðum í umhverfinu,“ segir
Capacent.
- gar
HEILBRIGÐISMÁL Átta konur og
einn karl hafa dáið úr offitu hér á
landi síðan árið 2002, samkvæmt
dánar meinaskrá Landlæknis.
Þrjár konur létust árið 2009 og
er það mesti fjöldi sem skráð-
ur hefur verið. Ekki eru komn-
ar tölur frá Landlækni fyrir árið
2010.
Íslenska þjóðin er sú feitasta
á Vesturlöndum á eftir þeirri
bandarísku og í sjötta sæti af
ríkjum OECD. Árið 1990 voru
átta prósent þjóðarinnar of feit
og var hlutfallið orðið 12 prósent
árið 2002. Hlutfallið hefur hækk-
að mikið síðan þá og árið 2009
mældist 21 prósent Íslendinga
með offitu.
Vilmundur Guðnason, prófessor
við Háskóla Íslands og forstöðu-
læknir Hjartaverndar, segir að ef
ekkert verði að gert megi búast
við hrinu ótímabærra dauðsfalla
á næstu árum og áratugum.
„Það getur orðið sprenging í
hjartaáföllum á næstu árum. Á
því er ekki nokkur einasti vafi
að ef ekki verður brugðist við
þessu stöndum við frammi fyrir
ótímabærum dauðsföllum í aukn-
um mæli,“ útskýrir Vilmundur.
Hann segir dauðsföllum af völd-
um hjartaáfalls þó hafa fækkað á
síðustu árum og það skýrist lang-
mest af minni neyslu kólesteróls
og mettaðrar fitu, breytingar á
reykingavenjum og lækkun blóð-
þrýstings.
„Þetta voru um 300 dauðsföll á
ári sem spöruðust við breytingu
á lífstíl. En þyngdin vann þar á
móti,“ segir hann. „Menn verða
að átta sig á því að offitan er hinn
þögli dauði.“
Vilmundur hefur séð mikla
fjölgun offitusjúklinga á síðustu
árum og þá sér í lagi fjölgun þess
fólks sem er lífshættulega feitt.
„Það er fólk sem getur ekki hreyft
sig, getur ekki séð um sig sjálft og
er sennilega um eða yfir 200 kíló.
Maður hefur séð mikla fjölgun
einstaklinga með það vandamál.“
Um 350 manns eru nú á bið-
lista eftir því að komast í offitu-
meðferð á Reykjalundi, eins og
greint var frá í fréttum Stöðvar
2 í síðustu viku. Um 100 manns
geta verið í fullri meðferð í einu,
en stofnunin fær um 250 til 270
beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um
að fólk sem vill komast í meðferð
sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem
stendur er um 17 mánaða bið eftir
meðferð. - sv
Mánudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Fasteignir.is
14. nóvember 2011
266. tölublað 11. árgangur
þátttakenda í
könnun Capa-
cent meta líf sitt
gott í augna-
blikinu og sjá fyrir sér að það
verði jafn gott eða betra eftir
fimm ár.
HEIMILD: CAPACENT
65%
Menn verða að átta
sig á því að offitan er
hinn þögli dauði.
VILMUNDUR GUÐNASON
PRÓFESSOR OG FORSTÖÐULÆKNIR
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
J ólin hafa alltaf verið uppáhaldstí i h
Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins er haldið á
Amokka í Kópavogi fyrsta fimmtudag hvers mánaðar
klukkan 20. Þar er vettvangur handverksfólks til að hitt-
ast og bera saman bækur og verkefni. Í hverju prjóna-
kaffi kemur gestur og kynnir hugðarefni sitt.
Lítil fjölskylda í Hlíðunum hefur skreytt garðinn sinn jólaljósum í nóvemberrigningunni.Ekki byrjuð inni ennþá
FASTEIGNIR.IS
14. NÓVEMBER 2011
46. TBL.
Fjögurra hæða einbýlishús við Bárugötu 11 er á
skrá hjá Heimili fasteignasölu.
Heimili fasteignasala, Skipholti 29a, er með til sölu einbýlishús/atvinnuhúsnæði við Bárugötu 11.
Húsið er á fjórum hæðum; Kjallari, tvær hæðir og ris Hú ið d
Byggingar ár er skráð 1931. Lóðin er afgirt í rækt og er skráð 551,3 fermetrar. Húsið var yfir farið og endur-bætt síðast svo vitað sé 2004.
Nú er starfrækt í húsinu gistiheimili með ell-efu herbergjum búnum 20 rúmum, sturtu og bað-herbergisaðstöðu. Aðstaða er fyrir starfsfólk, geymslur og þvottaaðstaða. Bílskúr er nú innréttaður sem íbúðarhúsnæði Húsið er hæ t ð ý á ð
Reisulegt einbýlishús
Við Bárugötu 11 er nú rekið gistiheimili. Húsið býður þó upp á fleiri möguleika.
SÍMI 512 4900 – BOLHOLTI 4 – LANDMARK.IS
512 4900
www.landmark.is!
gg g j gg g gg g
Magnús Einarsson
lö iltur fastei nasali
Þórarinn Thorarensen
sölust óri
Sigurður Samúelsson
lö iltur fastei nasali
Kristberg Snjólfsson
ölufulltrúi
Sveinn Eyland
ö iltur fastei nasali l s
Friðbert Bragason
ölufulltrúis
Eggert Maríuson
ölufulltrúis
igrún Hákonardóttir S
p gviðski tafræðin ur –
skjalagerðÁrangur – Fagmennska – Framsækni
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA AF LANDSBYGGÐINNIMeira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Níu dauðsföll vegna offitu
Dánarorsök níu Íslendinga, átta kvenna og eins karls, hefur verið skráð offita á síðustu árum. Búast má við
hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum verði ekkert að gert, segir forstöðulæknir Hjartaverndar.
Ár Karlar Konur
2002 1 0
2003 0 1
2004 0 1
2005 0 2
2006 0 0
2007 0 0
2008 0 1
2009 0 3
Heimild: Landlæknisembættið
Dauðsföll vegna offitu
FÓLK „Maður er að reyna að
skapa sér eitthvað meðfram
öðrum verkefnum,“ segir Gísli
D. Reynisson, eigandi Mýrdæl-
ings, fyrirtækis sem sérhæfir
sig í fjölbreytilegum verkefn-
um í Vík og næsta nágrenni.
Gísli og fyrirtæki hans verða
starfsliði Game of Thrones
innan handar, en tökur hefjast
í lok þessa mánaðar. „Þeir eru
aðallega að hugsa um gáma-
húsin. Ég get sett þau niður
hvar sem er og er með hita á
þeim þannig að leikararnir
geta farið inn og ornað sér
þegar þeir eiga stund milli
stríða,“ segir hann.
Gísli er eldri en tvívetra
í þessum bransa og hóf að
aðstoða kvikmyndatöku-
fólk fyrir tíu árum, en Vík og
nágrenni hafa verið vinsæll
tökustaður hjá erlendu kvik-
myndagerðarfólki. - fgg / sjá síðu 30
Mætir með gámahús á jökul:
Heldur hita á
stórstjörnum
Alhæft um þjóðir
Söngkonan og skopmyndateiknarinn
Lóa Hjálmtýsdóttir hefur sent frá
sér bókina Alhæft um þjóðir á
ensku.
fólk 22
Tekur upp bestu lögin
Hljómsveitin Papar gefur
út safnplötu með bestu
lögunum á næstunni.
fólk 30
Capacent mælir mikinn viðsnúning í lífsmati Íslendinga á síðustu tólf mánuðum:
Segjast dafna betur og basla minna
STREKKINGSVINDUR um
landið sunnan- og vestanvert
og rigning í fyrstu en bjart
með köflum norðaustanlands.
Hlýnandi veður.
VEÐUR 4
9 8
6
66
TAKTFÖST TILÞRIF Dansinn dunaði í Laugardagshöllinni um helgina og voru þau Hrefna Dís Halldórs-
dóttir og Steinþór Össurarson sigursæl. Parið landaði Norður-Evrópumeistaratitli í latíndönsum og lenti síðan í 1.
sæti í ungmennaflokki og 4. sæti í fullorðinsflokki á WDFS Iceland Open sem fór fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Metaregn í sundinu
Hin sextán ára Eygló Ósk
Gústafsdóttir setti þrettán
met á ÍM í sundi.
sport 24
Í leit að liðnum tíma
Þótt framsóknarmenn
bauli Ísland er land þitt á
fundum eru þeir ekki þar
með orðnir að fasistum,
segir Guðmundur Andri.
umræðan 13