Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 14. nóvember 2011 25 Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • • FIMLEIKAR Hildur Ólafsdóttir og Róbert Kristmannsson og íslensks kvennasveitin unnu bronsverðlaun á Norður-Evrópu- mótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Uppsölum í Svíþjóð í gær. Hildur vann bronsið sitt á gólfi en Róbert á bogahesti. Róbert varð einnig þriðji á þessu móti í fyrra. Viktor Kristmannson og Bjarki Ásgeirsson voru báðir líklegir til að vinna verðlaun í úrslitum á áhöldum í gær en tókst ekki nógu vel upp. Bjarki varð í fjórða sæti á bogahestinum þrátt fyrir fall og Viktor var að glíma við bak- meiðsli. Róbert Kristmannsson gerði hins vegar fínar æfingar á svifránni og endaði í fjórða sæti. Íslenska kvennasveitin vann brons í fjölþrautinni á laugar- daginn. Íslenska liðið skipuðu þau Thelma Rut Hermanns- dóttir, Agnes Suto, Hildur Ólafs- dóttir, Dominiqua Alma Belányi og Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir. Thelma náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjölþraut og varð þar í 9. sæti. Stráka sveitin lenti í 4. sæti, hársbreidd frá bronsinu, og bræðurnir Viktor og Róbert Kristmannssynir voru jafnir í 7. til 8. sæti sæti í fjöl- þrautinni. - óój N-Evrópumótið i fimleikum: Þrenn íslensk bronsverðlaun RÓBERT KRISTMANNSSON Vann brons annað árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HÓPFIMLEIKAR Gerplukonur fylgdu Evr- ópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistar- ar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafn- framt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda móts- ins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftir- minnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelp- urnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síð- asta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópu bikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeist- ari, Norðurlanda meistari og svo aftur Evrópu meistari,“ sagði Hrefna. - óój Gerplukonur urðu Norðurlandameistarar í hópfimleikum þrátt fyrir mörg áföll rétt fyrir mót: Dáist að hörkutólunum í liðinu sínu HREFNA HÁKONARDÓTTIR Varð líka Norðurlandameistari árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.