Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 54
14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR30 Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM MORGUNMATURINN „Við ákváðum að fara þessa leið til að samræma hljóminn, Paparnir hljóma allt öðruvísi í dag en þeir gerðu fyrir nokkrum árum,“ segir Matthías Matthíasson, oftast kall- aður Matti eða Matti í Pöpunum. Hljómsveitin Papar gefur út svo- kallað „best of“-safn um mánaða- mótin, sem telst vart til sérstakra tíðinda nema ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hljómsveitin fór í hljóðver og tók bestu lögin upp á ný. „Við hlustuðum á lögin og átt- uðum okkur á því að það væri svo- lítið erfitt að gefa fólki heildar- mynd af Pöpunum, þannig að við gerðum þetta bara á þennan hátt og fáum fullt af góðum gestum með okkur.“ Fyrir tveimur árum spratt upp sérkennileg deila þegar tveir af stofnmeðlimum Papa töldu sig geta endurstofnað hljómsveit- ina og hófu að spila undir merkj- um sveitarinnar. Núverandi með- limir hljómsveitarinnar sættu sig ekki við þetta og fengu lögbann á nafnið og var endurvakta sveit- in að lokum skírð Hrafnar. Matti þvertekur fyrir að sú deila snerti eitthvað þá ákvörðun að þeir fóru í hljóðver á ný. „Það hefur aldrei verið neitt vandamál með útgefna efnið okkar, það hefur verið bara verið í höndunum á útgáfu- fyrirtækjunum.“ Það telst hins vegar til tíðinda að Bergsveinn Árelíusson, sem eitt sinn var söngvari Sóldaggar, syngur meir en helming laganna á safndisknum, hann og Matti skipta því með sér verkum. Matti viður- kennir að breytingar séu í nánd. „Við erum kannski að undirbúa fólk undir það að ég verði minna með Pöpunum og að maður verði meira bara Matti Matt en Matti í Pöpunum. Það er farið að bitna á hljómsveitinni hvað ég hef mikið að gera á öðrum sviðum og Beggi þekkir þetta eins og lófann á sér.“ - fgg Hljóðrituðu bestu lögin aftur BARA MATTI MATT Aðdáendur Papa geta farið að undirbúa sig undir það að Matti, oftast kenndur við Papa, verði bara Matti eða Matti Matt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Undir venjulegum kringum- stæðum borða ég múslí með lífrænni jógúrt. En þar sem ég er búin að vera í Kaupmanna- höfn undanfarna daga hefur rúgbrauð með alls konar osti og sultum orðið fyrir valinu í morgunmat.“ Natalie G. Gunnarsdóttir plötusnúður „Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra,“ segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreyti- legum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verða þannig tökuliði Game of Thrones innan handar, en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvik- myndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vin- sæll tökustaður hjá erlendu kvik- myndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað með- fram öðrum verkefnum, ég byrj- aði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús,“ segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvik- myndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppi á íslenska hálendinu. Verkefnin sem fylgja kvik- myndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl, en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppi á jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum,“ útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekin var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðar- lega flott leikmynd og það verð- ur forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu.“ En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inni á milli.“ freyrgigja@frettabladid.is GÍSLI D. REYNISSON: FYRSTUR Á TÖKUSTAÐ OG SÍÐASTUR HEIM Hýsir leikara uppi á jökli í 25 fermetra gámahúsum Óttar Guðnason verður, sam- kvæmt vefsíðunni imdb.com, kvikmyndatökumaður á hasar- myndinni The Numbers Station eftir danska leikstjórann Kasper Barfoed. Meðal framleiðenda eru bræðurnir Bryan Furst og Sean Furst, en þeir eiga meðal annars endurgerðarréttinn að Mýrinni eftir Baltsar Kormák. Nýlega var greint frá því að John Cusack hefði tekið við aðal- hlutverkinu af Ethan Hawke en leiðir Cusack og Óttars hafa áður átt að liggja saman; Cusack átti að leika aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Stopping Power eftir Jan De Bont þar sem Óttar átti að stjórna kvikmyndatökunum. Hætt var við þá mynd vegna þess hversu erfið- lega gekk að fjármagna mynd- ina. Aðalkvenhlutverkið verður í höndunum á Malin Akerman, sem kvikmyndasérfræðingar ættu að þekkja úr kvikmyndunum Couples Reatreat, 27 Dresses og Heart- break Kid, en þar lék hún sérvitra unnustu Ben Stiller. Hún er jafn- framt sögð eiga að taka við hlut- verki Lindu Lovelace af sjálfri Lindsay Lohan. Þetta verður ekki fyrsta Holly- wood-kvikmynd Óttars því hann sá um kvikmyndatökuna í Love, Wedding, Marriage eftir Dermot Mulroney og Inhale eftir Baltas- ar Kormák. Hann átti jafnframt í fyrra að sjá um kvikmynda tökuna í stórmyndinni Mulan sem De Bont átti að leikstýra en sú mynd var slegin af eftir töluverðan undir- búning. - fgg STÓRSTJÖRNUR ÓTTARS Óttar Guðnason verður væntanlega tökumaður í hasarmyndinni The Numbers Station eftir danska leikstjórann Kasper Barfoed. Aðalhlutverkin verða í höndunum á John Cusack og Malin Akerman. Mánudagsbíó hefur göngu sína á ný í kvöld þegar gamanmyndin Coming to America frá 1988 verð- ur sýnd í stóra sal Háskólabíós. Mánudagsbíó er samstarfsverk- efni Háskóla Íslands og Háskóla- bíós í tilefni aldar og hálfrar aldar afmæla stofnananna þar sem rykið er dustað af misgöml- um en ást sælum perlum kvik- myndasögunnar. Þrettán myndir voru sýndar á vormánuðum við feykigóðar undir tektir og segir Björg Magn- úsdóttir, verkefnisstjóri hjá HÍ, vinsældirnar hafa verið slíkar að ekki hafi verið hjá því komist að sýna nokkrar myndir í viðbót. „Þetta mæltist virkilega vel fyrir. Eftirminnilegasta sýningin sem ég fór á var Dirty Dancing. Á þá sýningu var löngu uppselt og stemningin í salnum áþreif- anleg. Háskóladansinn var búinn að æfa lokadansatriðið í myndinni og fór upp á svið og lék það eftir. Fagnaðar látunum í lok sýningar- innar ætlaði aldrei að linna – það má segja að bíógestir hafi kosið þetta framtak með lófunum með þeim viðbrögðum,“ segir Björg, sem segist munu geta upp ljóstrað um hinar þrjár myndirnar sem einnig verða sýndar í vetur um leið og tilskilin leyfi hafa fengist. „Það eru dúndurgóðar myndir í deiglunni, ég get alveg lofað því.“ Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og miðaverð er 500 krónur. - bb Áfram kvikmynda- perlur á mánudögum ELSKAR MÁNUDAGA Björg segir verk- efnið hafa hlotið heitið Mánudagsbíó því á árdögum sínum sýndi Háskólabíó eingöngu myndir á þeim dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GÍSLI OG TRUKKARNIR Gísli D. Reynisson keypti trukkana og með þeim fylgdu gámahús sem hægt er að setja upp hvar sem er. Þeir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og myndirnar bera með sér. Óttar Guðnason vinnur með John Cusack JÓLAGJAFA HANDBÓKIN KEMUR ÚT 29. NÓVEMBER MEÐAL EFNIS Í BLAÐINU: Jólaljósin, kökur og sætindi, skraut og föndur, matur og borðhald jólasiður og venjur Bókið auglýsingar tímanlega: Benedikt Freyr Jónsson S: 512 5411, gsm 823 5055 benediktj@365.is Ívar Örn Hansen S: 512 5429 , gsm 615 4349 ivarorn@365.is Sigríður Dagný S: 512 5462, gsm 823 3344 sigridurdagny@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.