Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 48
14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is KRISTINN STEINDÓRSSON mun skoða aðstæður hjá danska liðinu FC Nordsjælland næstu dagana. Þetta kom fram á fótbolti.net í gær. Samningur Kristins hjá Breiðabliki er runninn út en erlendu félögin þurfa engu að síður að greiða Breiðabliki uppeldisbætur ef þau ætla að semja við hann. Kristinn hefur skorað 23 mörk í 44 leikjum undanfarin tvö tímabil í Pepsi-deildinni. Lengjubikar karla í körfu A-RIÐILL ÍR-Þór Þorlákshöfn 86-94 (45-40) Stig ÍR: James Bartolotta 23, Ellert Arnarson 20, Kristinn Jónasson 14, Nemanja Sovic 13, Bjarni Valgeirsson 6, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 4. Stig Þórs: Darrin Govens 20, Darri Hilmarsson 16, Marko Latinovic 15, Guðmundur Jónsson 14, Michael Ringgold 14, Þorsteinn Már Ragnarsson 7, Grétar Ingi Erlendsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 3. B-RIÐILL Grindavík-KFÍ 103-87 (52-47) Stig Grindavíkur: Giordan Watson 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 19, Páll Axel Vilbergsson 16 (7 frák./10 stoðs.), Björn Steinar Brynjólfsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 8, J’Nathan Bullock 8, Ólafur Ólafsson 8, Þorsteinn Finnbogason 5, Ómar Örn Sævarsson 4, Ármann Vilbergsson 4. Stig KFÍ: Craig Schoen 23 (8 stoðs.), Christopher Miller-Williams 22 (10 frák.), Ari Gylfason 17, Kristján Andrésson 8, Jón H. Baldvinsson 5, Hermann Óskar Hermannsson 4, Sigurður Orri Hafþórsson 4, Sævar Vignisson 2, Hlynur Hreinsson 2. C-RIÐILL Stjarnan-Tindastóll 102-80 (41-42) Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 28 (8 stoðs.), Keith Cothran 22, Fannar Freyr Helgason 18 (13 frák.), Marvin Valdimarsson 18, Sigurjón Örn Lárusson 8 (10 frák.), Dagur Kár Jónsson 3, Sigurbjörn Ottó Björnsson 2, Guðjón Lárusson 2, Aron Kárason 1. Stig Tindastóls: Svavar Atli Birgisson 19, Friðrik Hreinsson 16, Maurice Miller 12 (9 frák./10 stoðs.), Trey Hampton 8, Helgi Rafn Viggósson 8, Pálmi Geir Jónsson 7, Helgi Freyr Margeirsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Loftur Eiríksson 2. D-RIÐILL Njarðvík-Valur 96-87 (44-48) Stig Njarðvíkur: Travis Holmes 45 (13 frák./8 stoðs.), Cameron Echols 20 (11 frák.), Ólafur Helgi Jónsson 15, Elvar Már Friðriksson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Baginski 1. Stig Vals: Garrison Johnson 28, Igor Tratnik 17 (19 frák.), Darnell Hugee 14, Hamid Dicko 14, Ragnar Gylfason 8, Birgir Björn Pétursson 2, Benedikt Blöndal 2, Austin Magnus Bracey 2. N1-deild kvenna HK - Valur 25-32 (9-17) Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1. Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16 Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1. Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4. KA/Þór - Stjarnan 24-26 (8-14) Mörk KA/Þór: Martha Hermansdóttir 11, Kolbrún Einarsdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Erla Hleiður Tryggvadóttir 3, Hulda Tryggvadóttir 1, Kolbrá Ingólfsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kærnested 10, Hildur Harðardóttir 5, Hanna G Stefánsdóttir 4, Rut Steinsen 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Lilja L Pálsdóttir 1, Guðrún Guðjónsdóttir 1. FH - Grótta 23-23 (13-10) Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Birna Íris Helgadóttir 6, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1. Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 6, Elín Helga Jónsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Rebekka Guðmundsdóttir 1, Björg Fenger 1, Sigrún Birna Arnardóttir 1. STAÐAN Í DEILDINNI Valur 5 5 0 0 165-112 10 Fram 6 5 0 1 186-139 10 HK 6 4 0 2 174-158 8 Stjarnan 5 3 0 2 141-143 6 ÍBV 5 2 0 3 118-121 4 Haukar 5 2 0 3 127-150 4 FH 6 1 1 4 126-163 3 KA/Þór 5 1 0 4 118-139 2 Grótta 5 0 1 4 119-149 1 ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI ÍR-ingar urðu fyrir enn einu áfallinu í vikunni þegar Bandaríkjamaðurinn Willard Johnson fingurbrotnaði illa á æfingu liðsins. Þetta er þriðja áfallið á stutt- um tíma því fyrirliðinn Svein- björn Claessen er frá út tímabilið vegna hnémeiðsla og Bandaríkja- maðurinn James Bartolotta nef- brotnaði illa í leik gegn Grindavík. ÍR-ingar riftu samningi við Will- ard Johnson og í stað hans kemur bandaríski bakvörðurinn Robert Jarvis. Jarvis þekkir nokkuð vel til ÍR því að hann lék með liðinu síðustu sjö leikina tímabilið 2009-2010. Jarvis var þá með 25,4 stig og 6,4 stoðsendingar að meðaltali og stóð sig vel. - óój Það reynir mikið á lið ÍR í Iceland Express-deild karla í körfubolta þessa dagana: Þriðja áfallið á stuttum tíma ROBERT JARVIS Spilaði með ÍR-liðinu vorið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUND Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardals- höllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dag- ana. Sex íþróttamenn settu Íslands- metin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tví- vegis Íslandsmetið í 50 metra bak- sundi og þau Ragnheiður Ragnars- dóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður ein- beitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mín- útu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksund- inu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingi- björgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjög- ur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Frétta- blaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábær- an árangur. „Ég brosi næstu dag- ana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum. ooj@frettabladid.is Duglegri að mæta á morgnana Hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir fór mikinn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug um helgina, en hún setti fjögur Íslandsmet og níu stúlknamet og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Alls voru sett þrettán Íslandsmet og 21 aldursflokkamet á mótinu. FJÓRÐA ÍSLANDSMETIÐ Í HÖFN Á FRÁBÆRRI HELGI Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar hér eftir að hún bætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Íslandsmet helgarinnar Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi 200 metra baksund - 2:08,00 mínútur 200 metra fjórsund - 2:15,22 mínútur 100 metra baksund - 59,81 sekúndur 100 metra baksund - 1:01,75 mínútur Inga Elín Cryer, ÍA 400 metra skriðsund - 4:15,09 mínútur 200 metra flugsund - 2:16,72 mínútur 800 metra skriðsund - 8:46,42 mínútur Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH 50 metra baksund 27,49 sekúndur 50 metra baksund 27,91 sekúnda Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR 100 Fjórsund kvenna - 1:01,72 mínútur Bryndís Rún Hansen, Bergensvømmerne 50 metra flugsund - 27,04 sekúndur Anton Sveinn McKee, Ægi 1500 metra skriðsund - 15:33,20 mínútur Kvennaboðsundssveit SH 4x50m fjórsund - 1:56,23 mínúta (Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir, Snjólaug Tinna Hans- dóttir og Bára Kristín Björgvinsdóttir) ÞRJÚ ÍSLANDSMET Inga Elín Cryer úr ÍA stóð sig frábærlega um helgina, en hún setti Íslandsmet í öllum þremur greinunum sem hún vann. FJÖGUR GULL Anton Sveinn McKee úr Ægi stóð sig vel, vann fjögur gull og náði besta afreki karla á mótinu með að setja Íslandsmet í 1.500 metra skriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.