Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 48
14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR24
sport@frettabladid.is
KRISTINN STEINDÓRSSON mun skoða aðstæður hjá danska liðinu FC Nordsjælland næstu dagana. Þetta
kom fram á fótbolti.net í gær. Samningur Kristins hjá Breiðabliki er runninn út en erlendu félögin þurfa engu að síður
að greiða Breiðabliki uppeldisbætur ef þau ætla að semja við hann. Kristinn hefur skorað 23 mörk í 44 leikjum
undanfarin tvö tímabil í Pepsi-deildinni.
Lengjubikar karla í körfu
A-RIÐILL
ÍR-Þór Þorlákshöfn 86-94 (45-40)
Stig ÍR: James Bartolotta 23, Ellert Arnarson 20,
Kristinn Jónasson 14, Nemanja Sovic 13, Bjarni
Valgeirsson 6, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 4.
Stig Þórs: Darrin Govens 20, Darri Hilmarsson
16, Marko Latinovic 15, Guðmundur Jónsson
14, Michael Ringgold 14, Þorsteinn Már
Ragnarsson 7, Grétar Ingi Erlendsson 5, Baldur
Þór Ragnarsson 3.
B-RIÐILL
Grindavík-KFÍ 103-87 (52-47)
Stig Grindavíkur: Giordan Watson 19, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 19, Páll Axel Vilbergsson
16 (7 frák./10 stoðs.), Björn Steinar Brynjólfsson
12, Jóhann Árni Ólafsson 8, J’Nathan Bullock
8, Ólafur Ólafsson 8, Þorsteinn Finnbogason 5,
Ómar Örn Sævarsson 4, Ármann Vilbergsson 4.
Stig KFÍ: Craig Schoen 23 (8 stoðs.), Christopher
Miller-Williams 22 (10 frák.), Ari Gylfason 17,
Kristján Andrésson 8, Jón H. Baldvinsson 5,
Hermann Óskar Hermannsson 4, Sigurður
Orri Hafþórsson 4, Sævar Vignisson 2, Hlynur
Hreinsson 2.
C-RIÐILL
Stjarnan-Tindastóll 102-80 (41-42)
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 28 (8 stoðs.),
Keith Cothran 22, Fannar Freyr Helgason 18
(13 frák.), Marvin Valdimarsson 18, Sigurjón
Örn Lárusson 8 (10 frák.), Dagur Kár Jónsson 3,
Sigurbjörn Ottó Björnsson 2, Guðjón Lárusson 2,
Aron Kárason 1.
Stig Tindastóls: Svavar Atli Birgisson 19, Friðrik
Hreinsson 16, Maurice Miller 12 (9 frák./10
stoðs.), Trey Hampton 8, Helgi Rafn Viggósson 8,
Pálmi Geir Jónsson 7, Helgi Freyr Margeirsson 5,
Hreinn Gunnar Birgisson 3, Loftur Eiríksson 2.
D-RIÐILL
Njarðvík-Valur 96-87 (44-48)
Stig Njarðvíkur: Travis Holmes 45 (13 frák./8
stoðs.), Cameron Echols 20 (11 frák.), Ólafur
Helgi Jónsson 15, Elvar Már Friðriksson 9, Hjörtur
Hrafn Einarsson 6, Maciej Baginski 1.
Stig Vals: Garrison Johnson 28, Igor Tratnik 17
(19 frák.), Darnell Hugee 14, Hamid Dicko 14,
Ragnar Gylfason 8, Birgir Björn Pétursson 2,
Benedikt Blöndal 2, Austin Magnus Bracey 2.
N1-deild kvenna
HK - Valur 25-32 (9-17)
Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja
Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir
5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk
Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg
Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16
Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz
Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1,
Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa
Guðmundsdóttir 4/1.
Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15,
Sunneva Einarsdóttir 4.
KA/Þór - Stjarnan 24-26 (8-14)
Mörk KA/Þór: Martha Hermansdóttir 11, Kolbrún
Einarsdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Erla
Hleiður Tryggvadóttir 3, Hulda Tryggvadóttir 1,
Kolbrá Ingólfsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kærnested 10,
Hildur Harðardóttir 5, Hanna G Stefánsdóttir 4,
Rut Steinsen 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2,
Lilja L Pálsdóttir 1, Guðrún Guðjónsdóttir 1.
FH - Grótta 23-23 (13-10)
Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Birna Íris
Helgadóttir 6, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4,
Steinunn Snorradóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2,
Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 7, Sunna
María Einarsdóttir 6, Elín Helga Jónsdóttir 4,
Unnur Ómarsdóttir 3, Rebekka Guðmundsdóttir
1, Björg Fenger 1, Sigrún Birna Arnardóttir 1.
STAÐAN Í DEILDINNI
Valur 5 5 0 0 165-112 10
Fram 6 5 0 1 186-139 10
HK 6 4 0 2 174-158 8
Stjarnan 5 3 0 2 141-143 6
ÍBV 5 2 0 3 118-121 4
Haukar 5 2 0 3 127-150 4
FH 6 1 1 4 126-163 3
KA/Þór 5 1 0 4 118-139 2
Grótta 5 0 1 4 119-149 1
ÚRSLITIN Í GÆR
KÖRFUBOLTI ÍR-ingar urðu fyrir
enn einu áfallinu í vikunni þegar
Bandaríkjamaðurinn Willard
Johnson fingurbrotnaði illa á
æfingu liðsins.
Þetta er þriðja áfallið á stutt-
um tíma því fyrirliðinn Svein-
björn Claessen er frá út tímabilið
vegna hnémeiðsla og Bandaríkja-
maðurinn James Bartolotta nef-
brotnaði illa í leik gegn Grindavík.
ÍR-ingar riftu samningi við Will-
ard Johnson og í stað hans kemur
bandaríski bakvörðurinn Robert
Jarvis.
Jarvis þekkir nokkuð vel til ÍR
því að hann lék með liðinu síðustu
sjö leikina tímabilið 2009-2010.
Jarvis var þá með 25,4 stig og 6,4
stoðsendingar að meðaltali og stóð
sig vel. - óój
Það reynir mikið á lið ÍR í Iceland Express-deild karla í körfubolta þessa dagana:
Þriðja áfallið á stuttum tíma
ROBERT JARVIS Spilaði með ÍR-liðinu
vorið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SUND Það var mikið metaregn á
Íslandsmeistaramótinu í 25 metra
laug sem fór fram í Laugardals-
höllinni um helgina og ljóst að
íslenska sundfólkið er að taka
mikið stökk fram á við þessa dag-
ana. Sex íþróttamenn settu Íslands-
metin þrettán sem féllu en enginn
þó fleiri en hin sextán ára gamla
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti
alls fjögur Íslandsmet.
Skagastúlkan Inga Elín Cryer
setti þrjú Íslandsmet í mótinu
og náði að setja met í þremur
greinum eins og Eygló. Ingibjörg
Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tví-
vegis Íslandsmetið í 50 metra bak-
sundi og þau Ragnheiður Ragnars-
dóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen
úr Bergensvømmerne og Anton
Sveinn McKee úr Ægi settu eitt
Íslandsmet hvert. Ragnheiður ein-
beitti sér að öðrum greinum en
hún er vön og setti Íslandsmet sitt
í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður
náði líka að vinna gull í 50 metra
bringusundi, en hún hefur vanalega
sérhæft sig í skriðsundi.
Stjarna mótsins var þó hin sextán
ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er
mjög ánægð með helgina enda náði
ég að setja fjögur Íslandsmet og
stúlknamet í öllum greinum. Ég er
búin að æfa meira en ég hef gert
áður og hef verið duglegri að mæta
á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló
eftir mótið í gær, en búast má við
því að stúlknametin sem hún setti
um helgina standi lengi.
Stærstu afrek Eyglóar voru í
hennar sterkustu greinum, þar
sem hún tvíbætti Íslandsmetið í
100 metra baksundi og varð fyrsta
íslenska konan til þess að synda 100
metra baksund á undir einni mín-
útu. Ingibjörg Kristín veitti henni
mikla keppni í 100 metra baksund-
inu og svo fór að þær syntu báðar
undir einni mínútu. „Ég var líka
mjög ánægð með að komast undir
mínútuna í 100 metra baksundinu
því það er stórt skref. Þetta var
samt mjög tæpt og ég hef aldrei
verið svona stressuð á ævi minni,“
sagði Eygló um einvígið við Ingi-
björgu, en Eygló var á eftir til að
byrja með.
Eygló endaði síðan frábæra helgi
með því að bæta Íslandsmetið í 200
metra baksundi um meira en þrjár
sekúndur, sem er gríðarleg bæting.
Hún synti á 2:08,00 mínútum en
eldra metið sem hún átti sjálf var
upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að
sjálfsögðu besta afrek sundkonu
á þessu móti enda engin venjuleg
bæting.
„Ég var alveg búin á því eftir
síðasta sundið. Ég ætlaði mér að
fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki
við því að ég myndi ná því. Við
Anton erum ekki alveg fullhvíld því
við ætlum að ná að toppa á NMU í
desember. Ég vona að ég geti haldið
áfram að bæta mig,“ segir Eygló en
Ægiringurinn Anton Sveinn McKee
náði besta afreki karla á mótinu
þegar hann setti Íslandsmet í 1.500
metra skriðsundi og vann alls fjög-
ur einstaklingsgull á mótinu.
Eygló var á leiðinni á lokahóf
Sundsambandsins þegar Frétta-
blaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf
allt sitt í mótið og uppskar frábær-
an árangur. „Ég brosi næstu dag-
ana en ég er mjög þreytt núna,“
sagði Eygló Ósk að lokum.
ooj@frettabladid.is
Duglegri að mæta á morgnana
Hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir fór mikinn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug um helgina,
en hún setti fjögur Íslandsmet og níu stúlknamet og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra
baksund á undir einni mínútu. Alls voru sett þrettán Íslandsmet og 21 aldursflokkamet á mótinu.
FJÓRÐA ÍSLANDSMETIÐ Í HÖFN Á FRÁBÆRRI HELGI Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar hér eftir að hún bætti Íslandsmetið í 200
metra baksundi um meira en þrjár sekúndur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Íslandsmet helgarinnar
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi
200 metra baksund - 2:08,00 mínútur
200 metra fjórsund - 2:15,22 mínútur
100 metra baksund - 59,81 sekúndur
100 metra baksund - 1:01,75 mínútur
Inga Elín Cryer, ÍA
400 metra skriðsund - 4:15,09 mínútur
200 metra flugsund - 2:16,72 mínútur
800 metra skriðsund - 8:46,42 mínútur
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH
50 metra baksund 27,49 sekúndur
50 metra baksund 27,91 sekúnda
Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR
100 Fjórsund kvenna - 1:01,72 mínútur
Bryndís Rún Hansen,
Bergensvømmerne
50 metra flugsund - 27,04 sekúndur
Anton Sveinn McKee, Ægi
1500 metra skriðsund - 15:33,20
mínútur
Kvennaboðsundssveit SH
4x50m fjórsund - 1:56,23 mínúta
(Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Karen Sif
Vilhjálmsdóttir, Snjólaug Tinna Hans-
dóttir og Bára Kristín Björgvinsdóttir)
ÞRJÚ ÍSLANDSMET Inga Elín Cryer úr ÍA stóð sig frábærlega um helgina, en hún setti
Íslandsmet í öllum þremur greinunum sem hún vann.
FJÖGUR GULL Anton Sveinn McKee úr Ægi stóð sig vel, vann fjögur gull og náði besta
afreki karla á mótinu með að setja Íslandsmet í 1.500 metra skriði.