Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 14. nóvember 2011 Margrét lætur skreyta leiktæk- in í garðinum, tré og stigahand- rið svo eftirtekt vekur hjá þeim sem eiga leið hjá. „Ég fæ Garðlist til að setja ljósin upp. Við erum reyndar óvenju snemma á ferð- inni núna með ljósin, við eigum von á barni í desember svo ég vildi vera búin að koma þeim upp. Það er líka svo fallegt að hafa ljósin úti þegar orðið er svona dimmt,“ segir hún. „Við erum þó ekki farin að skreyta inni ennþá,“ bætir hún við hlæjandi og viður- kennir að þau skreyti mikið. „Það er alltaf voða jólalegt hjá okkur. Við sækjum líka lifandi jólatré í Heiðmörk og skreytum það. Við höfum varið jólunum til skiptis hjá foreldrum okkar, en bróðir Ómars á líka afmæli á aðfanga- dag.“ Þegar blaðamaður spyr hvort litla barnið sem er væntanlegt verði kannski fjórði fjölskyldu- meðlimurinn sem fæðist á aðfangadag segist Margrét ekki reikna með því, hún sé sett snemma í desember. „Ég er hálf fegin,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er alveg nóg.“ heida@frettabladid.is Rimlagardínur geta sett fallegan svip á glugga og eru þægilegar í umgengni. Þær eru þó til lítillar prýði ef þær fá að safna ryki, en þrif á rimlagardínum geta einmitt vafist fyrir mörgum. Þolinmæði er lykilatriði þegar ráðast á í þrif á rimlagardínum. Freistandi er að stytta sér leið og á netinu er að finna ýmis hús- ráð. Meðal annars er talið gott að þurrka af rimlagluggatjöld- um með gömlum nælonsokkum á báðum höndum en þó þarf að strjúka eftir hverri rim. Eins eru til alls konar sérútbúnir burstar sem þrífa margar rimar í einu, sem flýtir verkinu. Stuttar rimla- gardínur fyrir minni gluggum er einnig hægt að leggja í bleyti í baðkarinu og segir til dæmis í einu húsráðanna að með því að leysa upp einn kubb af uppþvotta- vélardufti renni óhreinindin af og ekki þurfi að nudda. Ef þolin- mæðin þrýtur hins vegar alveg er hægt að kaupa þrifþjónustu fyrir- tækja á rimlagardínum. Ráðist á rimlana Hreinar og fínar rimlagardínur eru til mikillar prýði. Gardínur setja mikinn svip á umhverfið og er auðvelt að breyta umgjörð heimilisins með því að skipta um gardínur. Þær segja líka mikið um smekk fólks. Mörgum þykir fallegt að láta gardínurnar tóna við aðra húsmuni. Framhald af forsíðu Útlit og frágangur í hæsta gæðaflokki Sérsniðin fyrir hvern og einn Screen- og myrkvunargluggatjöld Góð og persónuleg þjónusta Ljóri ehf Smiðjuvegi 4, Kópavogi - www.ljori.is SilverScreen - betri sólargluggatjöld Margrét lætur skreyta leiktækin í garðinum, tré og stigahandrið svo eftirtekt vekur. Orðið gardína er tökuorð frá 19. öld og kemur frá danska orðinu gardin. Þaðan er það líklega komið úr háþýsku, Gardine, sem aftur er komið úr miðhollensku, gardine, sem var notað um forhengi við rúm. Heimild: www.visindavefur.hi.is Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is • Vörn gegn frosti og tæringu • Hentugt fyrir alla málma • Eykur endingartíma • Kemur í veg fyrir gerlamengun • Vörn allt niður að -30°C • Engin eiturefni – umhverfisvænt • Léttir dælingu fyrir hita og kælikerfi frostlögur Umhverfisvænn Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 108 Reykjavík S:525 8200 Lausnir fyrir alla glugga...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.