Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 16
14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR16 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, Ólafur Andrésson frá Laugabóli, Mosfellsdal, Asparteigi 3, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 3. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Hulda Katla Sæbergsdóttir Vivian Ólafsdóttir Elvar Gunnarsson Anní Ólafsdóttir Hilmir Berg Ragnarsson Örn Ólafsson Natan Máni Ólafsson Valgerður Valgeirsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Karólína Kristín Jónsdóttir Waagfjörð frá Garðhúsum, áður til heimilis að Hvassaleiti 24, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 10. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Árni A. Eiríksson Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist 5. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Guðbjörg Árnadóttir Sigfús Jóhannesson Árni Þ. Sigfússon Sonja D. Sigfúsdóttir Elvar H. Aðalgeirsson Sigfús Kári og Dagný Lilja. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is RITHÖFUNDURINN ASTRID LINDGREN (1907-2002) fæddist þennan dag. „Hafi mér tekist að gleðja eitt vansælt barn, þá er ég sátt.“ Merkiastburðir 1665 Konungslögin um einveldið í Danmörku undirrituð af Friðriki 3. 1894 Sjómannafélagið Báran stofnað í Reykjavík. 1917 Staðfest lög um sjálfræði og fjárræði manna. Samkvæmt þeim verða menn sjálfráða 16 ára og fjárráða 21 árs. Síðar lækkar fjárræðisaldur í 20 ár hinn 19. desember 1967 og í 18 ár hinn 1. október 1979. 1922 Breska ríkisútvarpið BBC hefur útsendingar. 1930 Hitaveita Reykjavíkur tekin í notkun með 2.800 metra langri heitavatnslögn frá þvottalaugunum í Laugardal. Þetta var fyrsta hitaveita á Íslandi og tengdust henni 70 - 80 hús, þar á meðal Sundhöllin og Landspítalinn. 1956 Togarinn Fylkir siglir á tundurdufl norður af Straumnesi og sekkur. Öll áhöfnin bjargast um borð í togarann Hafliða. 1963 Ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar tekur við völdum og situr í tæplega sjö ár. 1970 Bílgreinasambandið er stofnað á Íslandi. 1972 Dow Jones-vísitalan fer yfir þúsund stig í fyrsta skipti. 1985 Hólmfríður Karlsdóttir er kjörin Ungfrú heimur. 2007 Jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter skekur Chile. 2009 Haldinn er um 1.500 manna þjóðfundur í Laugardalshöll í Reykjavík um framtíðarstefnu Íslands. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyja- klasanum. Hún er eina eyjan sem myndast hefur í mesta neðansjávareldgosi á sögulegum tíma. Menn urðu gossins fyrst varir klukkan 7.15 að morgni 14. nóvember 1963, þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmanna- eyjum. Skipverjar mældu sjávarhita í hálfrar mílu fjarlægð og var hitastigið nálægt 10°C. Gosið magnaðist hratt og varð hár gos- mökkur. Morgunin eftir sást að eyja hafði myndast í gosmekkinum og hefur gosið því hafist nokkrum dögum áður en þess varð vart. Surtseyjargosið stóð fram til 5. júní 1967, eða í um það bil þrjú og hálft ár. Síðan þá hefur flatarmál eyjunnar minnkað úr 2,7 km2 í 1,4 km2 sökum rofs sjávar og vinda. Heimild: wikipedia.org. ÞETTA GERÐIST: 14. NÓVEMBER 1963 Surtseyjargossins fyrst vart Sigtryggur Bjarni Baldvinsson opnaði um helgina sýningu í Listasafni ASÍ. Heiti hennar er Móðan gráa – Myndir af Jökulsá á Fjöllum. Sýningin samanstendur af olíumálverk- um, vatnslitamyndum og tölvuunnum ljósmyndum af því görótta fljóti, Jökulsá á Fjöllum.Í olíuverkunum eru blæ- brigði lita og forms fljótsins dregin fram og reynt að endur- varpa einhverju af dimmri og þungri orku vatnsins. Í vatns- litaverkunum er hrynjandi árinnar dreginn fram með skýrri afmörkun forma og aukinni þéttni lita. Ljósmyndaverkin bera sameiginlegan titil eða yfirskrift: „Jökulsárárar.“ Sigtryggur er menntaður við Myndlistaskólann á Akur- eyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og National Super- ieur des Arts Plastique og hann útskrifaðist úr École des Arts Decoratifs in Strasbourg árið 1994. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um landið. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 11. desember. Myndir af Jökulsá á Fjöllum ÚFIÐ FLJÓT Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur opnað sýningu í Listasafni ASÍ. MYND/ERLING ÓLAFSSON Málræktarþing Íslenskrar mál nefndar og Mjólkursamsölunnar fór fram á laugardag og þar veitti Íslensk mál- nefnd þrjár viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þau er hlutu verðlaun fyrir störf í þágu íslenskrar tungu voru Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar Verk- fræðingafélags Íslands, Reykjavíkur- borg og Ríkisútvarpið. Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga- deildar hlaut viðurkenningu fyrir ötult íðorðastarf undanfarin sjötíu ár, en nefndin hefur tekið saman vönduð orða- söfn um efni á borð við þráðlaus fjar- skipti, ljósleiðara- og geimfjarskipti, loftnet og bylgjuútbreiðslu. Reykjavíkurborg var veitt viður- kenning fyrir að hafa notendaviðmót á íslensku í öllum tölvum í grunn skólum borgarinnar og loks var RÚV veitt við- urkenning fyrir að gera það að skil- yrði að öll lög skuli sungin á íslensku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Haraldur Bernharðsson, vara- formaður Íslenskrar málnefndar, segir viðurkenningarnar verðskuldaðar og nefndin voni að þær virki hvetjandi á aðra til að sinna þessum málum. „Reykjavíkurborg reið á vaðið og er eina sveitarfélagið sem hefur not- endaviðmót á íslensku í öllum tölvum í grunnskólum borgarinnar. Textar í Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa smám saman færst yfir á ensku og það þótti okkur leitt. Þetta er alíslensk keppni fyrir íslenska áhorfendur auk þess sem vel gerðir textar geta örvað málnotkun barna. Það er von okkar að í framtíð- inni verði íðorðasmíð áfram í blóma, að önnur sveitafélög fylgi fordæmi Reykjavíkurborgar og auðvitað vonum við einnig að fólk haldi áfram að syngja á íslensku,” segir Haraldur. Að sögn Haraldar gekk þingið vel og voru lagðar fram þrjár ályktanir um stöðu íslenskrar tungu árið 2011. Þar er meðal annars fjallað um nýleg- ar fregnir af minnkandi bóklestri og dvínandi lesskilningi íslenskra barna og unglinga. Þá er vakin athygli á því að í íslenskum grunnskólum sé minni tíma varið til móðurmálskennslu en í öðrum norrænum löndum og að nem- endur við Kennaraháskólann fái sífellt minni menntun í íslensku. „Þetta eru óheillavænlegar breyt- ingar og vert að vekja athygli á þessum málefnum,“ segir Haraldur Bernharðs- son. - sm ÍSLENSK MÁLNEFND OG MS: STÖRF Í ÞÁGU ÍSLENSKRAR TUNGU VERÐLAUNUÐ Syngjum áfram á íslensku VIÐURKENNING VEITT Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, ásamt Páli Magnússyni, Hirti Grétarssyni, upplýsingatæknistjóra Reykja- víkurborgar, Sigurði Briem, formanni Orðanefndar rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands, og Haraldi Bernharðssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.