Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGBorvélar MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 20114 NÚ FYLGIR AUKARAFHLAÐA MEÐ AÐ KOSTNAÐARLAUSU RAFHLÖÐUVÉLUM VERKFÆRASALAN EHF SÍMI 5686899 SÍÐUMÚLI 11 108 REYKJAVIK MEÐ ÖLLUM M12 & M18 MILWAUKEE TILBOÐ GILDIR TIL 31. DESEMBER 2011 Verkfærasalan var stofnuð árið 1997 og stutt í að hún verði 15 ára. „Við höfum alltaf verið hér á sama stað í Síðumúla 11, nema að nú höfum við tekið yfir húsið,” segir Benedikt Páll Magnússon verslunarstjóri. „Við byrjuðum á 200 fer- metrum en tókum síðan kjallarann undir lager og verkstæði og efri hæðina fyrir skrif- stofur. Það hefur því verið stöðugur stíg- andi í þessu enda eigum við okkar föstu við- skiptavini sem hafa haldið tryggð við okkur í mörg ár.“ Jón Friðrik Birgisson í innkaupadeildinni segir að það sem einkenni Verkfærasöluna sé að þeir hafi alltaf lagt sig fram um að hafa fjölbreytt úrval af góðri vöru á sanngjörnu verði. „Við erum með verkfæri sem nota má til léttra heimilisverka, eins og að hengja upp myndir, setja saman hluti og fleira, og svo erum við með þungavigtarverkfæri fyrir iðnaðar menn.“ Milwaukee endast betur og snúast hraðar Nú fer talið að berast að borvélum og þar eru þeir Jón Friðrik og Benedikt Páll á heima- velli. „Við erum með umboð fyrir Milwaukee- rafhlöðuborvélar, AEG-rafhlöðuborvélar og Ryobi-rafmagnshandverkfæri, sem allt eru úr- valsmerki. Milwaukee tróna þó á toppnum og eru frá samnefndri borg í Bandaríkjunum þar sem borvélar hafa verið framleiddar frá 1924; hjá Milwaukee hefur verið lögð áhersla á eina sýn: að framleiða bestu rafmagnsverkæri fyrir faglega notendur. Í dag stendur Milwaukee- nafnið fyrir hæstu gæði og áreiðanleika,“ segir Benedikt og brosir. „Það sama á við um bor- vélar og önnur verkfæri, það er mjög misjafnt hvað hentar hverjum og einum, sem og hvort nota á borvélina til heimilisnota eða í iðnaði eins og járnsmíði eða smíðum almennt.“ Að sögn Jóns og Benedikts er Milwaukee brautryðjandi á sviði borvéla. ,,Þeir voru t.d.fyrstir til þess að koma með 28 volta hleðslurafhlöðu í borvélar,“ segir Jón og Bene- dikt bætir við. „Það voru búnar að vera til hleðslurafhlöður í borvélar í nokkur ár en árið 2004 verður algjör bylting. Milwaukee komu fyrstir með lithium ion rafhlöður en það eru aðrar sellur í rafhlöðunni en voru á undan og síðan komu margir í kjölfarið. Núna er þriðja kynslóðin af þessum rafhlöðum komin á markaðinn hjá Milwaukee en það er red lithi- um ion. Þær endast 40% lengur en aðrar raf- hlöður og vélarnar torka 20% meira og snúast 20% hraðar og þetta er enginn með nema Mil- waukee í dag.“ Verkfærasalan býður upp á f leiri vöru- merki í borvélum, þar á meðal AEG og Ryobi. ,,AEG er mjög sterkt vörumerki í borvélum og Ryobi er stærsti framleiðandi rafmagnsverk- færa í Japan,“ segir Jón og segir það með betri merkjum fyrir einstaklinga og iðnaðarmenn. „Já, þeir hafa einnig verið mjög framarlega í gegnum tíðina með vandaðar vörur. En það má segja að Milwaukee er efst fyrir fagmann- inn, þá kemur AEG og Ryobi þar á eftir og svo eru fleiri vörumerki í ódýrari kantinum. Úr- valið er því mikið.“ Milwaukee trónir á toppnum Verkfærasalan selur úrvalsborvélar í öllum verðflokkum og er einnig með verkstæði sem þjónustar viðskiptavini hennar, oftast samdægurs. Benedikt Páll Magnússon og Jón Friðrik Birgisson við hluta af því úrvali sem í boði er í Verkfærasölunni. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.