Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 14. nóvember 2011 27 ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 5 71 80 1 1/ 11 Dr. Comfort heilsusokkar www.lyfja.is - Lifið heil Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík Dr. Comfort heilsusokkarnir eru sérhannaðir fyrir þá sem hafa sykursýki, gigt, bjúg, taugakvilla og/eða skert blóðflæði í fótum en henta líka öllum þeim sem vilja þægilega og vandaða sokka. fótum „Ég heiti Gísli Lárusson og er sykursjúkur. Í mörg ár hef ég verið að fá mikinn bjúg á fætur, var kominn með húðbreytingar og kominn með taugaskaða í fótum. Ég hef verið í sjúkrasokkum í mörg ár en var hættur að þola þá vegna verkja í fótum auk þess sem fannst alltaf eins og mér væri kalt á fótum þó þeir væru heitir viðkomu. Í sumar var staðan orðin þannig að ég gat varla gengið nokkuð vegna verkja og eins og ég sagði þoldi ekki við í sokkunum þannig að ég var kominn með mikinn bjúg á fætur. Þá var mér sagt frá heilsusokkum sem heita Dr. Comfort og væru sérhannaðir fyrir fólk eins og mig. Mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa þannig að ég prufaði þá. Í dag eru verkirnir mikið minni og bjúgurinn líka auk þess sem mér er þægilega heitt á fótum. Ég get gengið án verkja, sem er ekki lítið. Þessir sokkar líta út fyrir að vera venjulegir bómullarsokkar en eitthvað í þeim virkar ótrúlega vel og hefur alveg gerbreytt minni líðan.“ Gísli Lárusson, 71 árs KópavogsbúiKynning í Lyfju Lágmúla í dag, mánudag milli kl. 14 og 18. Stroffið er sérlega teygjan- legt, aflíðandi og þrengir ekki að fætinum. Þægilegur stuðningur undir ilina svo sokkurinn Hællinn er formaður eftir Netofið efni ofan á ristinni til að auka loftun. HANDBOLTI Alfreð Gíslason stýrði Kiel til sigurs í tólfta leiknum í röð í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina þegar liðið vann 36-26 sigur á TBV Lemgo. Alfreð missti þó tvo leikmenn meidda af velli. Sænski línumaðurinn Marcus Ahlm meiddist á hné og Aron Pálmarsson kláraði ekki leikinn vegna meiðsla á öxl. „Það var slæmt að missa Marcus og við munum sakna hans. Læknirinn okkar hefur samt útilokað krossbandaslit. Vinstri öxlin hans Arons er síðan spurningamerki og þetta er dýrkeyptur sigur ef við missum þá báða út,“ sagði Alfreð í viðtali á heimasíðu Kiel. - óój Tólf sigrar í röð hjá Kiel: Aron og Ahlm meiddust báðir ARON PÁLMARSSON Fór meiddur af velli. NORDICPHOTOS/BONGARTS KÖRFUBOLTI Jón Arnór skilaði dýrmætum 13 stigum á aðeins 20 mínútum þegar CAI Zara- goza endaði þriggja leikja tap- hrinu með 67-59 sigri á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hann rýfur tutt- ugu stiga múrinn í búningi CAI Zaragoza. Jón Arnór var aðeins búinn að skora samtals 9 stig á 44 mínútum í síðustu þremur leikjum. - óój Spænski körfuboltinn: Jón Arnór með sinn besta leik Eimskipsbikarinn FH - Akureyri 34-21 (16-9) Mörk FH: Ólafur Gústafsson 9, Örn Ingi Bjarkason 4, Halldór Guðjónsson 4, Þorkell Magnússon 8, Hjalti Pálmason 2, Andri Berg Haraldsson 2, Bjarki Jónsson1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 16 Mörk Akureyrar: Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Bjarni Fritzson 5, Geir Guðmundsson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Oddur Grétarsson 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15, Stefán Guðnason 1 Valur 2 - Fram 24-40 (11-16) Mörk Vals 2: Fannar Þorbjörnsson 9, Einar Örn Jónsson 7, Ólafur E. Ómarsson 4, Davíð Höskuldsson 1, Ásbjörn Stefánsson 1, Erlendur Egilsson 1, Ragnar Ægisson 1. Mörk Fram: Einar Rafn Eiðsson 10, Sigurður Eggertsson 6, Ægir Hrafn Jónsson 5, Róbert Aron Hostert 5, Stefán B. Stefánsson 4, Jóhann Gunnar Einarsson 4, Matthías Daðason 2, Garðar B. Sigurjónsson 2, Sigfús P. Sigfússon 1, Jóhann K. Reynisson 1. ÍBV 2 - HK 2 24-19 (9-6) ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI FH fór létt með að slá Akureyri út úr Eimskips- bikarnum í gær, en liðin mættust í Kaplakrika þar sem FH-ingar unnu þrettán marka sigur, 34-21, á lánlausum norðanmönnum. Fimleika félagið er því komið í 8 liða úrslit en þátttöku Akureyrar er lokið í keppninni í ár. FH-ing- ar voru sterkari aðilinn alveg frá fyrstu mínútu í leiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Gústafs son fór mikinn í liði FH og skoraði 9 mörk í leiknum. „Við bjuggumst ekki við því að vinna þennan leik svona sannfærandi, en það áttu margir leikmenn toppdag hjá okkur,“ sagði FH-ingurinn Ólafur Gústafs son. „Við fundum alltaf leið í gegn- um vörn þeirra og það gekk allt upp sóknarlega hjá okkur í dag. Við viljum tileinka Hemma sigur- inn í dag og sendum kveðjur til aðstandenda hans,“ sagði Ólafur. Hermann Fannar Valgarðsson lést í síðustu viku, en hann var mikill FH-ingur og sorg ríkir þessa dag- ana í Hafnar firði vegna andláts hans. „Það var hreinlega valtað yfir okkur í dag og ömurlegt hvernig við nálguðumst þennan leik. Við vorum til skammar,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við vorum langt á eftir þeim í hálfleik en komum sterkir út í síð- ari hálfleikinn. Náum að minnka muninn í þrjú mörk en missum FH-ingana aftur of langt frá okkur og þá gefast menn upp. Við erum að nýta færin illa en við fáum fullt af dauðafærum í þessum leik sem misfarast. Það var erfitt að vera svona mikið einum færri og það varð okkur í raun að falli í dag.“ - sáp FH-ingar rasskelltu Akureyringa í sextán liða úrslitum Eimskipsbikarsins í gær: Það áttu margir leikmenn toppdag ÓSTÖÐVANDI FYRIR UTAN FH-ingurinn Ólafur Gústafsson skorar hér eitt af mörgum glæsimörkum sínum á móti Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.