Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 44
14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR20 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FRÁ SÓMA ER KOMINN NÝTT FYRIR JÓL IN Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikonJólasíldarsalat 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. vangi, 6. skst., 8. mánuður, 9. pfn., 11. tveir eins, 12. útlit yfirborðs, 14. kjöt, 16. skammstöfun, 17. ætt, 18. almætti, 20. núna, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. útmá, 3. ryk, 4. þarfsemd, 5. spil, 7. rákir, 10. hlaup, 13. skammstöfun, 15. faðmlag, 16. siða, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. kinn, 6. fr, 8. maí, 9. mig, 11. uu, 12. áferð, 14. flesk, 16. al, 17. kyn, 18. guð, 20. nú, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. im, 4. nauðsyn, 5. níu, 7. rifflur, 10. gel, 13. rek, 15. knús, 16. aga, 19. ðð. Dum-dum-rum-dum Ég verð að fara að gera eitthvað varðandi þessa flösu! Hvað viltu fá í jólagjöf, Ívar? Nefháraklippur? Tappa af kókflösku? Klósettbursta? Allt eru þetta góðar hugmyndir. En það er bara eitt sem ég óska mér innilega þessi jólin. ! Ég vil fá að rí... Rífa nokkra laxa upp úr næsta sumar, Húgó! Og til þess þarf ég stöng! Ó. Palli, viltu fara með ruslatunn- urnar út á gangstétt? Ekki málið, mamma. Hvenær? (Úff) Ég hef aldrei heyrt um Leyfi til að hangsa. Ekki? Hann lét mig fá plastað eintak til að hafa í veskinu. Sjáð‘etta! Sjáð‘etta! JÁÁÁ! Vóó! Þrír gaurar með einu höggi! Ótrúlegt! VÚúúú húú! BÍLAELT- INGAR- LEIKUR!! Engar áhyggjur... testósterón er ekki smitandi. Kabúmm! Náð‘onum! Víða um Spán standa auðar byggingar sem minnisvarði um gullæðið í bygg- ingageiranum. Einn stærsti og aumkunar- verðasti minnisvarðinn stendur við sjávar- síðuna í Almeríu, en það er hótelbygging mikil með einum 411 herbergjum sem safna nú salti. Það skortir ekki aðeins pen- ing til að koma hótelinu á koppinn heldur ráku fjárfestar sig hastarlega á nokkuð sem kallað er lög. Þau komu sér afar illa fyrir margan siðleysingjann sem byggja vildi á spænskri strönd. ÞANNIG vill til að byggingin er reist í þjóðgarði og þar að auki mun nær sjó en lög gera ráð fyrir. Samt stendur hún enn eins og draugahöll í annars óspilltri náttúrunni. En af hverju er þetta gímald ekki rifið niður eins og gera á við glæpaverk? Jú, það skortir eistu, eða þannig komast Spánverjar jafnan að orði þegar talað er um kjarkleysi (og skiptir þá engu hvort karlar eða konur eiga í hlut). ER það ekki einmitt þessi skortur, frekar en skortur á peningum, sem heldur okkur með Grettistaki í kreppunni? Ég held nefnilega að ólöglegu gengislánin, ólöglegu bankagjörningarnir og óréttlát niðurfell- ing lána umsvifamestu fyrirtækjanna kalli á að meinsemdir kerfisins verði rifn- ar upp frá rótum. En það þarf hreðjar til, eins og Spánverjinn myndi segja, og þar liggur hundurinn grafinn. Á meðan er allt látið standa og grotna og óhjákvæmilegu falli þess frestað. Við lifum nefnilega á tímum þar sem einungis debet og kredit eru látin etja kappi. Davíð og Golíat fá hins vegar aldrei að takast á, sama hversu íþyngjandi risinn verður. ÞETTA er sú tilfinning sem grípur mig, ég segi ekki hreðjataki, þegar ég sé El Algarrobicio hótelbygginguna gína mót ólgandi hafi við sjávarsíðuna í þjóðgarðin- um Capo del Gata í Almeríu, einu falleg- asta svæði Spánar. EN það þýðir ekki að vera endalaust með eitthvert svartagallsraus þótt hart sé í ári, óréttlætið mikið og ekkert ljós sjáanlegt við gangaopið hér syðra. Hægt er að líta annað sér til hughreystingar. Það blés, til dæmis, ekki byrlega í Eistlandi árið 2008 þegar kreppan skall á með miklum brest- um. Nú er hins vegar um átta prósenta hagvöxtur þar. Ég þekki reyndar ekki vel til þessarar þjóðar en þetta er nóg til að segja mér að það er greinilega hægt að komast úr viðjum kreppunnar þar sem nóg er af Eistum. Skortur á eistum FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.