Fréttablaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 6
14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR6
Læknastö›in • Kringlunni
Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Nýjustu
heyrnartækin
og ókeypis heyrnarmæling
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og kynntu þér
nýjustu heyrnartækin sem við höfum að bjóða.
Þú trúir örugglega ekki þínum eigin augum
– hvað þá eyrum!
SKÁK Vinafélagið stendur að Vina-
skákmótinu í dag í samvinnu við
velunnara félagsins; Forlagið,
Henson og Sögur útgáfu. Mótið
er haldið í Vin, athvarfi Rauða
krossins Hverfisgötu 47, en þar
er mjög blómlegt skáklíf. Æfing-
ar eru alla mánudaga og reglu-
lega er slegið upp stórmótum.
Skákfélag Vinjar teflir meðal
annars fram tveimur sveitum á
Íslandsmóti skákfélaga.
Að undanförnu hefur ríkt
óvissa um framtíð Vinjar, sem
er griðastaður fólks með geð-
raskanir, en allt bendir nú til
þess að rekstur athvarfsins verði
tryggður með samstilltu átaki.
Tefldar verða sex umferðir
með sjö mínútna umhugsunar-
tíma. Vegleg verðlaun eru í boði.
- shá
Vinaskákmót haldið í dag:
Ætla að máta
óvissa framtíð
TEFLT Í VIN Þegar kemur að skák er
ekkert sem heitir kynslóðabil. MYND/HJ
DANMÖRK Sjötti hver stjórnandi í
Danmörku, eða 16 prósent, ræður
ekki allt of þunga einstaklinga í
vinnu. Þetta sýnir könnun sam-
takanna Lederne. Könnunin leiðir
jafnframt í ljós að 33 prósent
munu að einhverju leyti reyna
að komast hjá því að ráða allt of
þunga í vinnu, að því er greint er
frá á vef Jyllands-Posten.
Þar segir jafnframt að 1 pró-
sent prósent stjórnenda hafi rekið
starfsmann vegna ofþyngdar og
að 7 prósent hafi beðið starfs-
mann um að grenna sig. Þátttak-
endur í könnuninni voru 1.637. - ibs
Stjórnendur í Danmörku:
Helmingurinn
hafnar feitum
Allar rjúpur á einkalandi
Strandabyggð bendir rjúpnaskyttum á
að þar sem veiði er bönnuð á jörðum
sveitarfélagsins; Skeljavík, Víðidalsá
og hluta Kálfaness í Steingrímsfirði
og Nauteyri við Ísafjarðardjúp, þurfi
ávallt leyfi annarra landeigenda til að
stunda veiðar því enginn almenn-
ingur eða afréttur sé Ströndum og allt
land í einkaeigu.
STRANDASÝSLA
BRASILÍA, AP Ríflega þrjú þús-
und lögreglumenn gerðu innrás
í fátækrahverfi í borginni Rio de
Janeiro í Brasilíu í gærmorgun.
Íbúar hverfisins eru um 100
þúsund og hafa þurft að búa við
yfirráð glæpagengja um langt
skeið. Það tók lögreglumenn um
90 mínútur að ná tökum á hverf-
inu.
Innrásin er sögð mikilvægur
þáttur í að gera Rio de Janeiro
að öruggari borg áður en heims-
meistaramótið í fótbolta fer fram
í borginni 2014 og Ólympíuleikar
tveimur árum síðar. - áp
Brasilíumenn efla öryggi:
Losa fátæka við
glæpagengin
INNRÁS Í RÍÓ Lögreglan naut aðstoðar
hersins við að hrekja glæpagengi á
brott úr einu af fátækrahverfum Rio de
Janeiro. NORDICPHOTOS/AFP
SVÍÞJÓÐ Ekki má saka menn um að
vera samkynhneigða innan sænska
hersins, en í lagi er að hóta því að
nauðga konum þeirra.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
sænska hersins vegna kvartana
eftir nýlega æfingu hjá hernum,
þar sem hermenn voru æfðir í því
að takast á við að vera haldið sem
gíslum. Flugmaður sem tók þátt í
æfingunni lagði fram kvörtun. Ann-
ars vegar vegna þess að hann var
sagður vera hommi og hann látinn
fara úr nærfötum. Samkvæmt rann-
sókn hersins eiga „niðurlægjandi
staðhæfingar, eins og hommi,“ ekki
heima í æfingum á vegum hersins,
jafnvel þó að æfingarnar eigi að
vera eins raunverulegar og hægt sé.
Í hinu tilvikinu var flug-
maðurinn yfirheyrður vegna
leynilegra upplýsinga, og þegar
hann neitaði að láta slíkar upplýs-
ingar af hendi var honum hótað
því að kærustu hans yrði nauðg-
að fyrir framan hann. Þetta taldi
herinn að væri í lagi og hótunin
framkvæmd á „faglegan hátt“.
Tekið er fram að nemend-
ur viti að æfingar af þessu tagi
geti verið erfiðar. Þeir séu undir
miklu andlegu og líkamlegu álagi
til að auka getu þeirra til að tak-
ast á við að vera gíslar.
- þeb
Bannað að kalla menn homma í yfirheyrsluæfingum í sænska hernum:
Í lagi að hóta kærustu nauðgun
HERMENN Í AFGANISTAN Herþotu-
flugmaður kvartaði undan æfingum
hersins á dögunum.
MENNTAMÁL Kostir og gallar sam-
einingar háskóla í kjölfar kreppu
verða í brennidepli á ráðstefnu
sem Fræðagarður, aðildarfélag
BHM, efnir til á morgun undir
yfirskriftinni Gildi háskólamennt-
unar – sameining háskólanna, kost-
ir og gallar.
Nokkur umræða hefur verið
um sameiningu háskóla í kjölfar
kreppunnar en lítið farið fyrir
umræðu um hvað eigi að ráða ferð-
inni við ákvarðanir þar um, segir í
tilkynningu. Ráðstefnan er á Hótel
Grand og opin öllum. - shá
Ráðstefna Fræðagarðs:
Sameining há-
skólanna rædd
TRÚMÁL Karl Sigurbjörnsson,
biskup Íslands, lætur af embætti
næsta sumar. Þetta tilkynnti hann
í ávarpi sínu við upphaf kirkjuþings
á laugar dag. „Nú er þjónustutími
minn senn á enda, en skipunartími
minn í embætti biskups Íslands
rennur út í lok næsta árs, eftir 15
ára þjónustu. Tel ég rétt að nýr
biskup taki við næsta sumar. Því
er þetta síðasta kirkjuþing sem
ég mun sitja,“ sagði biskup í ræðu
sinni. Hann sagðist mundu kveðja
embættið með þakklæti í huga.
Karl sagði liðið ár hafa verið
sársaukafullt og átakamikið í
kirkjunni vegna biskupsmálsins.
„Hvernig sem á það er litið er mál
Ólafs Skúlasonar hörmulegt. Sárar
og erfiðar tilfinningar andspænis
ólýsanlegum fjölskylduharmleik
hafa snortið þjóðar sálina djúpt.“
Biskup sagði að farið hefði verið
vandlega í gegnum viðbrögð kirkj-
unnar við þeim málum í skýrslu
Rannsóknarnefndar kirkjuþings.
Þegar hann hefði tekið við biskups-
embætti hefði hann einsett sér að
koma á umbótum í meðferð kyn-
ferðisbrotamála.
Í dag verður á kirkjuþingi rætt
um álit úrbótanefndar um hvern-
ig bregðast skuli við ábendingum
sem fram komu í skýrslunni. Fyrir
þinginu liggur tillaga um að úrbóta-
nefndin starfi fram að kirkjuþingi
á næsta ári svo hægt verði að full-
móta tillögur um fyrirmyndar-
vinnubrögð.
Biskup ræddi einnig um fjár-
hagsvanda kirkjunnar og stórfelld-
an tekjumissi. Hann sagði sóknar-
gjöld hafa lækkað um fimmtung frá
fjárlögum ársins 2008 að teknu til-
liti til úrsagna úr kirkjunni. Á sama
tíma hafi greiðslur til stofnana inn-
anríkisráðuneytisins hækkað um
fimm prósent. „Hér kemur í ljós að
söfnuðir og sameiginlegir sjóðir
þjóðkirkjunnar og önnur trúfélög
hafa þurft að axla þyngri byrðar en
aðrir.“ Hann sagði einnig að allir
þyrftu að takast á við gjör breyttar
forsendur. Kirkjan hefði þurft
að leggja niður prestsembætti,
draga saman starfsemi og segja
upp starfsfólki. Þá hefði verið gerð
endurskoðun á rekstri Skálholts
auk þess sem rekstur Tónskóla og
Fjölskylduþjónustu þjóðkirkjunnar
væri til gagngerrar endurskoðunar.
thorunn@frettabladid.is
Sársaukafullt ár að
baki hjá kirkjunni
Karl Sigurbjörnsson biskup ætlar að láta af embætti næsta sumar. Hann sagði
liðið ár hafa verið sársaukafullt og átakamikið vegna biskupsmálsins og mál
Ólafs Skúlasonar væri hörmulegt. Kirkjuþing ræðir úrbætur á þinginu í dag.
SÍÐASTA KIRKJUÞINGIÐ Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, tilkynnti á kirkjuþingi að
hann hygðist láta af embætti næsta sumar. MYND/ÞJÓÐKIRKJAN
Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, gagnrýndi tillögur stjórnlagaráðs í
setningarávarpi sínu á þinginu. Hann sagði tillögugerð stjórnlagaráðs í mál-
efnum þjóðkirkjunnar skapa óviðunandi óvissu. Hlaupist væri undan þeim
vanda að kveða á um hvort hér á landi skyldi vera þjóðkirkja eða ekki. Þá
sagði hann það vera stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar að ákveða hvort
þjóðkirkja skyldi vera hér eða ekki. „Framhjá þessum rétti þjóðarinnar verður
ekki gengið með sjónhverfingum einum saman.“
Gagnrýndi stjórnlagaráð
Notar þú nagladekk?
Já 34,9%
Nei 65,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Finnst þér að upplýsingagjöf til
erlendra ferðamanna á Íslandi
sé ábótavant?
Segðu þína skoðun á vísir.is.
KJÖRKASSINN