Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 5

Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 5
Fréttir 5INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Markmiðið með tilrauninni er að bjóða almenningi í fyrsta skipti að prófa svona bíla. Við viljum heyra væntingar fólks og svo hvort þær rætast eftir að það er búið að reynsluaka bílunum,“ segir Jón Björn Skúlason, framkvæmda- stjóri Íslenskrar Nýorku, um rannsóknarverk- efni sem er aug- lýst um helgina en það stendur yfir frá og með ágúst og fram í maí 2011. Að sögn Jóns Björns átti Íslensk Nýorka hug- myndina að verkefninu en það nýtur stuðnings Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar, Orkuseturs, Nor- rænu Atlantsnefndarinnar, NORA, Háskólans í Reykjavík og fleiri aðila. Fá vetnis- og rafbíl til umráða Almenningi stendur til boða að taka þátt í verkefninu en Íslensk Ný- orka auglýsir eftir átta fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu til að taka þátt í rannsókn og leigu á nýorkubílum, það er að segja á rafbíl og vetnis- rafbíl, hvorum í einn mánuð. Óskað er eftir 2-4 manna fjöl- skyldum sem hafa áhuga á um- hverfismálum en ökumenn verða að hafa náð 22 ára aldri. Þá þykir æskilegt að fjölskyldurnar hafi bíl- skúr til umráða, en aðgangur að raf- magnsinnstungu er skilyrði. Reksturinn er ódýr og má nefna að akstur rafbíls kostar aðeins rétt ríflega 2 krónur á kílómetrann. Njóta mikils velvilja Jón Björn segir Íslenska Nýorku hvarvetna hafa verið tekið með opn- um örmum, innanlands sem utan, allsstaðar hafi hugmyndin fengið mikinn hljómgrunn. Nú sé enda rétti tíminn. „Við erum kannski ekki komnir á það stig að bílarnir séu tilbúnir fyrir almenning. Þeir eru enn þá í þróun. Við ákváðum samt sem áður að prufa og gera litla samanburðarkönnun.“ Rafbílarnir í samband  Íslensk Nýorka leitar að átta fjölskyldum til að reynsluaka raf- og vetnisbílum  Gæti orðið vísir að umfangsmeira verkefni  Rafbíllinn kostar 2 krónur á km Mitsubishi MIEV Í boði verða Mitsubishi rafbílar og Ford Focus vetnis- rafbílar. Drægni rafbílsins er 70-100 km en 200 km hjá vetnisrafbílunum. Jón Björn Skúlason Að sögn Jóns Björns sýna erlendir aðilar tilrauninni áhuga enda hafi þeir í hyggju að framkvæma viðameiri tilraun er- lendis með tugum ef ekki hundruðum bíla. Hann sjái fyrir sér að slík tilraun geti orðið uppistaðan í samvinnuverkefni Evrópusambandsríkja á næstu árum. Aðspurður hvort 8 bílar veiti fullnægjandi upplýsingar um hvernig bílarnir reynist á Íslandi svarar Jón Björn neit- andi. Heildstæð niðurstaða kalli á viðameira verkefni. Engu að síður muni tilraunin framundan veita dýrmætar vísbendingar. Áhugi utan frá INNLEIÐINGIN KALLAR Á VIÐAMIKLAR TILRAUNIR 25.000 Kostnaðurinn í krónum við að hlaða rafbíl á ári fyrir 12.000 km akstur. 20% Hlutfall rafbíla af seldum nýjum bíl- um á Íslandi 2020, gangi spár eftir. ‹ FRAMTÍÐIN › » Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundið, fyrir manndráp af gáleysi. Þá hefur maðurinn verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Maðurinn játaði sök og mun una dómnum. Honum er jafnframt gert að greiða tæpa eina og hálfa milljón kr. í sakarkostnað. Maðurinn var valdur að umferð- arslysi á Grindavíkurvegi í maí í fyrra, með þeim afleiðingum að karlmaður á fimmtugsaldri lést. Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi þrívegis verið sviptur ökuréttindum vegna um- ferðarlagabrota. Ölvaður ökumaður dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Reykjaness Verð fyrir rétt til einkamerkis á bifreið mun hækka úr 25 þúsund krónum í 50 þúsund krónur verði nýtt frumvarp til umferðarlaga að lögum. Frumvarpið er nú í meðferð hjá samgöngunefnd. Réttur til einkamerkis mun áfram gilda í átta ár líkt og núver- andi ákvæði í lögum kveður á um. Verð fyrir réttindi til einkamerkis hefur verið óbreytt frá árinu 1996 þegar þau voru lögleidd. Ráðherra verður áfram heimilt að setja nánari reglur um einka- merki samkvæmt frumvarpinu. Verð á einkamerki hækkar í 50 þúsund Það er800 7000 • siminn.is Facebook, YouTube, Google, tölvupóstur og fréttamiðlarnir fylgja þér á ferðalaginu á stærsta 3G dreifikerfi landsins. Stuð á 3G netinu í símanum á ferð um landið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.