Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Framsýn, stéttarfélag, hefur sent
frá sér ályktun þar sem varað er
við tillögum Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins sem miði að því að auka
enn frekar á skattbyrði fólks á Ís-
landi með hækkun tekjuskatts og
virðisaukaskatts á matvæli. Tillög-
urnar séu lagðar fram á sama
tíma og atvinnuleysi, skattar, al-
mennar álögur og verðlag er í
sögulegu hámarki samfara því að
kaupmáttur launa hefur hrunið
hjá venjulegu verkafólki. Það sé
því alveg ljóst að almenningur á
Íslandi sem býr við kröpp kjör
hefur ekki burði til að taka á sig
frekari byrðar.
Framsýn á móti
skattahækkunum
Veitingastaðurinn Thai Reykjavík í
Lækjargötu hefur ákveðið að
bregðast við lokun Fjölskylduhjálp-
ar Íslands. Mun staðurinn gefa öll-
um sem þess leita að taka með sér
matarskammt heim, segir í tilkynn-
ingu. Skammturinn mun innihalda
djúpsteikta ýsu, eggjanúðlur með
grænmeti og hrísgrjón.
Matarbakkinn stendur til boða
næstkomandi þriðjudag kl. 16-18.
Tai matstofa gefur
matarpakka
Um helgina mun Landhelgisgæslan
aðstoða lögregluna á Blönduósi við
umferðareftirlit á þjóðvegum og
hálendi umdæmisins. Fylgst verður
úr lofti með ökuhraða og aksturs-
lagi ökumanna og akstri vélknú-
inna farartækja um hálendið. Land-
helgisgæslan mun einnig halda
björgunaræfingu með björgunar-
sveitum Landsbjargar við höfnina á
Blönduósi ásamt björgunarskipinu
Húnabjörg.
Morgunblaðið/Júlíus
Eftirlit úr lofti
Umferðarstofa og Slysavarna-
félagið Landsbjörg gerðu könnun
í maí sl. á öryggi leikskólabarna í
bílum. Könnunin var gerð við 75
leikskóla víða um land og var ör-
yggisbúnaður 2.660 barna skoð-
aður. Í ljós kom að 3% barna
voru í engum búnaði og tæplega
8% voru einungis í öryggisbelti.
Þetta er nokkru betri niðurstaða
en í fyrra þegar 3% barna voru í
engum búnaði og 10% voru ein-
ungis í öryggisbelti. Til sam-
anburðar má geta þess að fyrir
10 árum voru u.þ.b. 25% barna í
engum búnaði eða einungis með
öryggisbelti.
Umferðarstofa
kannar öryggi
barna í umferðinni
Fram kom í leiðangri rannsókn-
arskipsins Árna Friðrikssonar
fyrir sunnan land að kóralsvæði í
mynni Skeiðarárdjúps er mun
stærra en áður var talið. Notaður
var svonefndur lágtíðnidýptar-
mælir til að kortleggja land-
grunnið.
Tækið var sett í skipið í fyrra.
Rannsóknirnar eru liður í verk-
efni Hafrannsóknastofnunar sem
hefur m.a. að markmiði að kort-
leggja viðkvæm svæði og veiði-
slóðir á utanverðu landgrunninu
og í landgrunnshlíðum umhverfis
landið.
Var tækið prófað á meira en
2.000 metra sjávardýpi á Kötlu-
hryggjum suður af Kötlugrunni
og reyndist vel, að sögn Hafrann-
sóknastofnunar. Í Háfadjúpi sýndi
það m.a. hvernig umhorfs er und-
ir miklu holusvæði sem þar er að
finna. Upptökin að uppstreyminu,
sem myndar holurnar, eru oft
nokkra tugi metra undir sjávar-
botninum. Í utanverðu Skaftár- og
Skeiðarárdjúpi og í landgrunns-
hlíðinni suður af þeim var kort-
lagt niður á 1000–1300 metra
dýpi. Í Skaftárdjúpi eru áberandi
jökulgarðar eftir jökla ísaldar.
Stór kóralsvæði fundust
við mynni Skeiðarárdjúps
Morgunblaðið/Þorkell
Farkostur vísindamannanna Kórallasvæðið við Suðurland fannst í
leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar.
hefur opið umhverfis landið
Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is
Verið velkomin til okkar í sumar:
Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska
Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar
Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár
Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld
Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar
Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar
Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands
Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð
Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík
Landsvirkjun býður alla velkomna
í stöðvar sínar í sumar. Í stöðvum
Landsvirkjunar umhverfis landið má
kynna sér orkuvinnslu úr vatnsafli
og jarðvarma.
Samhliða orkufræðslu er boðið upp
á sýningar af ýmsum toga, meðal
annars í samstarfi við Listahátíð í
Reykjavík og Hönnunarmiðstöð
Íslands.
Komdu í heimsókn í sumar
Við tökum vel á móti þér
Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur ókeypis.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
10
16
39