Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.07.2010, Page 18

Morgunblaðið - 17.07.2010, Page 18
Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Fjöldi starfsmanna í fjármálaþjón- ustu sem hlutfall af heildarvinnuafli er svipað og það var árið 2007. Síðan þá hefur starfsumhverfi fjármálafyr- irtækja vitanlega gjörbreyst. Sam- kvæmt skýrslu Bankasýslu ríkisins um stöðu stóru viðskiptabankanna, Arion banka, Landsbankans og Ís- landsbanka, er starfsmannafjöldi þessara banka í mesta lagi miðað við umsvif. Starfsemin er nú að mestu leyti á innlandsmarkaði, og „umtalsverðar endurskiplagningar þörf,“ segir í skýrslunni. Viðkvæm staða bank- anna, ekki síst með tilliti til afleið- inga „gengistryggingardóms“ Hæstaréttar, ýtir undir kröfu um hagræðingu í rekstri, og þá er óhjá- kvæmilegt að horfa til fækkunar starfsfólks. Yfir 24 milljarðar í laun Bankarnir þrír greiddu allir yfir 8 milljarða í laun og launatengd ár í fyrra. Arion banki og Landsbankinn voru með svipaðan starfsmanna- fjölda, eða 1.100-1.200 starfsmenn. Hjá Íslandsbanka voru þeir öllu færri, eða um 900. Meðallaun á starfsmann voru jafnframt hæst þar, eða tæplega 9 milljónir á ári. Fyrr á árinu samþykktu bankarnir þrír nýj- ar starfskjarastefnur á aðalfundum sínum. Samkvæmt þeim er tekið fyr- ir kaupauka- og hvatagreiðslur nema ákvarðanir um slíkt séu teknar á hluthafafundi. Um miðjan tíunda áratuginn unnu 3% vinnuafls í fjármálaþjónustu, en hlutfallið varð hæst um 5% árið 2008. Hlutfallið hefur lækkað síðan þá og stendur í dag í 4,69% sem er langt yf- ir meðatali innan Evrópusambands- ins, svo dæmi sé tekið. Lúxemborg er í algjörum sérflokki hvað þetta varðar, en þar starfa yfir 12% heild- arvinnuaflsins í fjármálaþjónustu. Of margir starfa í fjármálaþjónustu  Hlutfall starfsmanna í fjármálageira hefur ekki lagast að breyttum aðstæðum  Hæst meðallaun hjá Íslandsbanka Fjöldi starfsmanna í fjármálageiranum árið 1991 4.900 Fjöldi starfsmanna í fjár- málageiranum árið 2000 6.600 Fjöldi starfsmanna í fjármálageiranum árið 2008 9.000 Fjöldi starfsmanna í fjármálageiranum árið 2009 7.900 ‹ FJÖLDI STARFSMANNA › Reuters Gjaldmiðill Gengi evru hefur styrkst gagnvart dal undanfarið. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Fyrir um mánuði veltu margir á fjármálamörkuðum heimsins því fyrir sér hversu langt niður evran ætti eftir að sökkva. Nú er spurn- ingin þveröfug, því evran hefur ver- ið að styrkjast umtalsvert gagnvart Bandaríkjadal undanfarnar vikur. Á rúmum mánuði hefur evran styrkst um níu prósent gagnvart Bandaríkjadal og var í rúmum 1,29 dölum í gær. Í júníbyrjun var geng- ið hins vegar um 1,19 dalir. Fáir gera ráð fyrir því að evran muni ná fyrri hæðum gagnvart dalnum, en í nóvember í fyrra var gengið um 1,51 dalur. Búast margir við því að styrkingin muni stoppa þegar evran hefur farið í um 1,30 dali. Ástæðuna fyrir styrkingunni telja flestir vera tvíþætta. Annars vegar hefur þeim Evrópuríkjum, sem verst standa fjárhagslega, tekist að endurfjármagna skuldir sínar með sæmilega auðveldum hætti. Er þar einkum horft til skuldabréfaútboða Grikklands, Spánar og Portúgals. Þá hefur Evrópski seðlabankinn getað hægt á kaupum sínum á rík- isskuldabréfum þessara ríkja. Hinn þátturinn er sá að nýjustu tölur frá Bandaríkjunum hafa verið dekkri en búist hafði verið við. At- vinnuleysi er ennþá mjög mikið í Bandaríkjunum og gerir seðlabank- inn þar nú ráð fyrir minni hagvexti en hann hafði áður spáð. Evran sækir í sig veðrið gagnvart Bandaríkjadal  Fjárfestar hafa áhyggjur af efnahagsþróuninni vestra 18 Viðskipti MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birtust í nýbirtri skýrslu til rík- isstjórnarinnar, eru bæði skynsam- legar og mjög vitlausar, eftir því hvernig litið er á málið, að mati Jóns Daníelssonar, hagfræðings við London School of Economics. „Þetta er ágætis úttekt á skatt- kerfinu og höfundar skýrslunnar fara vel yfir hlutina og benda á hvað má laga í kerfinu. Ef maður vill hækka skatta eru tillögur skýrslunn- ar alls ekki vitlausar.“ Jón segir hins vegar að spurningin sem sjóðnum var ætlað að svara sé röng. „Spurningin um hvernig hækka má skatta gerir ráð fyrir því að það sé besta leiðin til að jafna rekstur ríkissjóðs. Það vantar í þetta jafnvægisgreiningu á skattahækk- unum annars vegar og niðurskurði hins vegar. Allar breytingar á kerf- inu hafa áhrif á hegðun fólks, sem svo aftur hefur áhrif á hagvöxt og tekjur ríkissjóðs. Þess vegna getur hækkun á skattprósentu leitt til lækkunar á skatttekjum og öfugt. Áður en ákveðið er hver sé rétta leið- in til að jafna rekstur ríkissjóðs verð- ur að gera slíka greiningu á væntum áhrifum skattahækkana eða niður- skurðar á væntan hagvöxt til fram- tíðar.“ Verður að skoða fleiri leiðir Hann segir að þess vegna sé mjög undarlegt að þegar skoðað er hvern- ig má bregðast við tekjuvanda rík- isins sé aðeins ein leið skoðuð. „Ríkið er mjög skuldsett og halli á ríkissjóði er mikill. Hægt er að bregðast við með því að skera niður eða hækka skatta. Það þarf að gera bera saman afleiðingar skattahækkana annars vegar og niðurskurðar hins vegar. Þessa úttekt vantar og þess vegna eru tillögurnar sjóðsins veikar. Hann skoðar aðeins eina leið.“ Jón segir hins vegar ekki við Al- þjóða gjaldeyrissjóðinn að sakast í þessu efni. „Þeir hafa sagt að þeir fengu þessa spurningu, hvernig mætti auka skatttekjur, og þeir svara henni. Spurningin gefur sér hins vegar of mikið og er þess vegna röng. Ummæli eins skýrsluhöfunda, Julio Escolano, á kynningarfundi á fimmtudaginn eru sama eðlis. Hann sagði þar að Íslendingar stæðu frammi fyrir því að velja á milli hárra skatta eða óstöðugt efnahagskerfis sem afleiðingar af veikri stöðu rík- issjóðs. Valkostirnir eru hins vegar fleiri en tveir og því fellur Escolano í sömu gildru og stjórnvöld.“ Jón segir að Svíar hafi náð að há- marka skatttekjur ríkisins, en það þýði ekki að hægt sé að taka sænska skattkerfið og færa það yfir á ís- lenskt efnahagslíf. „Í Svíþjóð hafa opinbera kerfið og atvinnulífið þróast saman yfir langan tíma og at- vinnulífið hefur aðlagað sig að þessu kerfi. Á Íslandi yrðu afleiðingar sænsks skattkerfis meiri skattpíning fyrir atvinnulífið og minni tekjur fyr- ir ríkið. Þá verður að hafa í huga að samkomulag ríkir milli sænsks al- mennings og ríkisins. Fólk þar sætt- ir sig við háa skatta þar sem það tel- ur sig fá mikla þjónustu fyrir peninginn. Ég sé ekki fyrir mér að sama sátt myndi ríkja hér, ef sænska skattkerfið yrði tekið upp samhliða niðurskurði í þjónustu.“ Tillögur AGS bæði skynsam- legar og mjög vitlausar  Jón Daníelsson segir að greina þurfi hvort betra sé að skera niður eða hækka skatta Morgunblaðið/Eggert Gjaldeyrissjóður Þeir Franek Rozwadowski og Mark Flanagan hafa farið með málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. ● Sigurður Hannesson tók nýverið við sem framkvæmdastjóri MP Sjóða, en hann starfaði áður um nokkurra ára skeið á markaðsviðskiptasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka. MP Sjóðir er dótturfélag MP Banka, og hluti af samstæðureikningi hans. Í lok árs 2009 rak félagið Verð- bréfasjóði MP Banka, Fjárfestingarsjóði MP Banka og Fagfjárfestasjóði MP Banka, og nam hrein eign þeirra þá rúmlega 6,4 milljörðum króna. Sjóðir MP fjárfesta eingöngu í ríkistryggðum verðbréfum. Tekur við sem fram- kvæmdastjóri MP Sjóða ● Áhættuálag á skuldir Illinois-ríkis er orðið hærra en á skuldir íslenska rík- isins. Mörg ríki Bandaríkjanna eiga í miklum fjárhags- erfiðleikum og er Illinois talið í verstri stöðu þeirra allra. Skuldagrein- ingarfyrirtækið CMA heldur utan um lista yfir áhættu- sömustu útgefendur skuldabréfa, en listinn byggist á breytingum á skulda- tryggingarálagi til fimm ára. Íslenskar skuldir eru, samkvæmt listanum, þær níundu áhættusömustu í heimi eftir að Illinois stökk upp í það áttunda. Vene- zuela trónir á „toppnum.“ Illinois fram úr Íslandi Obama Illinois er heimafylki hans. ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,29 prósent í viðskiptum gærdags- ins og stendur nú í 192,80 stigum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,31 prósent og sá óverðtryggði um 0,26 prósent. Velta á skuldabréfamark- aði nam 4,46 milljörðum króna í gær. Velta með hlutabréf var öllu meiri í gær en fyrr í vikunni, eða tæpar 42 milljónir. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,02 prósent þrátt fyrir 0,54 prósenta lækkun á bréfum Össurar. Engin velta var á First North-markaðnum. bjarni@mbl.is Skuldabréf hækka ÞETTA HELST…                                           !"# $% " &'( )* '$* +,+-.. +./-0+ ++1-.+ ,+-,+0 +2-1/2 +1-/30 ++1-/1 +-421. +.5-5, +0.-+ +,,-+/ +./-2/ ++/-+0 ,+-,// +2-/4/ +1-/05 ++/-32 +-5332 +.5-2/ +0.-05 ,+4-+3/. +,,-51 +..-54 ++/-52 ,+-442 +2-/20 +1-.34 ++/-5, +-530 +.0-0, +0.-2. Hlutabréf í breska olíufyrirtækinu BP hækkuðu mikið í viðskiptum í gær. Ástæðan er sú að félaginu hef- ur tekist að stöðva olíulekann á Mexíkóflóa. Lokið, sem komið var fyrir á olíulindinni, er þó einungis tímabundin lausn, og vilja talsmenn BP halda bjartsýninni í skefjum á meðan ekki er búið að loka lindinni varanlega. Markaðir í London hafa brugðist vel við tíðindunum, en hlutabréf í BP hækkuðu um 5% við upphaf viðskipta. Bréfin hafa lækk- að mikið í verði frá því að lekinn hófst. BP hafa undanfarið leitað fjárfesta sem eru reiðubúnir til að leggja félaginu til fé. Þar að reynir félagið nú að ganga frá sölu á eign- um að andvirði um 20 milljarða bandaríkjadala. Líklegt þykir að fjárfestar frá Mið-Austurlöndum kaupi hlut í félaginu á næstunni. Hlutabréf í BP hækka Til sölu veitingarekstur í hjarta borgarinnar Staðurinn býður upp á mikla möguleika og er vel tækjum búinn. Er með fullt veitinga-, skemmtana- og útiveitingaleyfi. Áhugasamir hafi samband á veitinga.rekstur@gmail.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.