Morgunblaðið - 17.07.2010, Page 20
20 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Þær eru ástleitnar stjórnmálakon-
urnar tékknesku þar sem þær sitja
fyrir hjá ljósmyndara, léttklæddar
og í stellingum sem einhverjum
kynni að þykja óviðeigandi fyrir lýð-
ræðiskjörna fulltrúa. En það er ein-
mitt mergurinn málsins.
Stjórnmálakonurnar, sem tilheyra
hægriflokknum Almannahagur, sem
svo má þýða, vilja hrista það slyðru-
orð af konum í stétt sinni að þær séu
ráðsett dauðyfli sem deili fáu með
fjöldanum. Þvert á móti séu þær full-
ar af lífsgleði og með auga fyrir því
sem er í tísku hverju sinni.
Konur rétta hlut sinn
Vegur tékkneskra stjórnmála-
kvenna óx í síðustu þingkosningum
þegar 44 þingkonur náðu kjöri til
neðri deildar þingsins í maí.
Höfðu þá aldrei jafn margar konur
komist á þing og er markmiðið með
myndatökunum að rétta hlut kvenna
á tékkneska þinginu enn frekar.
„Við viljum draga athyglina að því
að konur taka þátt í stjórnmálum,“
sagði þingkonan Lenka Andrysova,
liðsmaður Almannahags.
Flokkssystir hennar, borgar-
fulltrúinn Marketa Reedova, tekur í
sama streng en hún býður sig fram í
embætti borgarstjóra í Prag.
„Áhrif kvenna í stjórnmálum eru
að aukast. Hvers vegna ekki að sýna
fram á að við séum konur sem eru
óhræddar við að láta í ljós kynþokka
okkar?“ sagði Reedova sem er 42
ára. Myndirnar birtast á dagatali og
rennur ágóðinn til góðgerða.
Eggjandi og
í stjórnmálum
Tékkneskar stjórnmálakonur fara
óvenjulega leið í kvennabaráttu sinni
Næsti borgarstjóri? Marketa Ree-
dova (efsta mynd). Þingkonan Ka-
terina Klasnova er fyrir neðan. Fé-
lagsfræðingurinn Jana Parizkova
er neðst en hún er sérfræðingur
flokksins í skoðanakönnunum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýliðinn júnímánuður var sá hlýj-
asti frá því mælingar hófust á 19.
öld og var jafnframt fjórði mán-
uðurinn í röð þar sem samanlagður
hiti lands og sjávar sló fyrri met.
Þetta kemur fram í umfjöllun
breska dagblaðsins Guardian um
nýjar tölur bandarísku veðurstof-
unnar (NOAA).
Þykja þær benda til að árið verði
það hlýjasta síðan mælingar hófust.
Bendir stofnunin jafnframt á að
júní hafi verið 304. mánuðurinn í
röð þar sem samanlagt hitastig
lands og sjávar hafi verið yfir með-
alhita 20. aldar, syrpa sem nái allt
aftur til febrúarmánaðar 1985.
Sumarísinn hopar
Blaðið bendir jafnframt á að ný
gögn bandarísku ís- og snjórann-
sóknarstofnunarinnar (NSIDC)
sýni fram á að útbreiðsla sumaríss
á norðurskautinu hafi ekki verið
jafn lítil að sumri síðan árið 1979,
þegar gervihnattamælingar á út-
breiðslu íssins hófust.
Fram kemur á vef NOAA að
samanlagður meðalhiti lands og
sjávar í ár sé 16,2 gráður á Celsíus
sem sé 0,68 gráðum yfir meðaltal-
inu á 20. öldinni. Þar af hafi hitinn
í júní verið 14,37 gráður sem hafi
verið 1,07 gráðum yfir sama
meðaltali. Þá bendi gögn ástr-
ölsku veðurstofunnar til að júní-
mánuður hafi verið sá fjórði
þurrasti í Ástralíu síðan mæl-
ingar hófust.
NOAA er ein af stærstu og
öflugustu veðurstofum
heims.
Allt stefnir í að hitametið falli í ár
Ef fram heldur sem horfir verður árið 2010 það hlýjasta síðan samræmdar mælingar hófust
Síðustu fjórir mánuðir hafa allir slegið hitamet Sumarísinn á norðurslóðum hopar hratt
hægri fótar. Hún er að mála. Stúlkan, eða réttara sagt
konan, heitir Angie de Ramos en hún er þrítug. Hagn-
aður af sölunni fer til heimilislausra á Filippseyjum.
Við fyrstu sýn er eins og stúlkan sé að virða fyrir sér
málverkin. Svo kemur í ljós að hún er handalaus. Þegar
betur er að gáð sést að öll athygli hennar er á stóru tá
Reuters
Listagyðjan finnur ávallt leið
Fyrir þremur áratugum eða svo
lögðu tveir menn, Bill Gates og Paul
Allen, grunninn að einu mesta fyrir-
tækjaveldi sögunnar, tölvurisanum
Microsoft, einu stærsta og áhrifa-
mesta fyrirtæki síðustu ára.
Ótrúleg velgengni fyrirtækisins
gerði tvímenninganna vellauðuga og
var Gates um hríð álitinn auðugasti
maður heims, með eignasafn sem
metið var á við margfalda þjóðar-
framleiðslu Íslands.
Rúm þjóðarframleiðsla Íslands
Allen á einnig fyrir salti í graut-
inn sem væri ekki í frásögur fær-
andi nema fyrir þá sök að hann
hyggst arfleiða góðgerðasamtök að
stærstum hluta
auðæfa sinna,
en þau eru
áætluð á sem
svarar 1.650
milljarða
króna.
Það er rífleg
þjóðarfram-
leiðsla Íslands
en hún var
áætluð um
1.500 milljarðar
króna í fyrra.
Fylgir Allen þar með í fótspor
milljarðamæringsins Warrens Buff-
ett, forstjóra fjárfestingasjóðsins
Berkshire Hathaway, sem hefur
einsett sér að gefa auð sinn, alls um
5.740 milljarða króna, að því er
tímaritið Forbes áætlar á vefsíðu
sinni.
Fyrir tveimur áratugum setti All-
en á stofn góðgerðasamtök sem var-
ið hafa tæpum 49 milljörðum króna
í ýmis málefni. Þá hefur Allen sjálf-
ur varið yfir 130 milljörðum til góð-
gerðamála og hyggst nú gera betur.
Efnalitlum rétt hjálparhönd
Félagi hans, Gates, hefur ásamt
konu sinni, Melindu, einnig varið
miklu fé til stofnunar sem ber nafn
þeirra hjóna en markmið hennar er
að tryggja efnalitlu fólki aðgang að
heilsugæslu og menntun.
Gefur auðæfin í góðgerðir
Paul
Allen
Annar stofnenda Microsoft arfleiðir góðgerðastofnun að
stærstum hluta auðæfa sinna Fetar í fótspor Buffetts
Spurður um niðurstöður
NOAA segir Trausti Jónsson,
veðurfræðingur hjá Veður-
stofu Íslands, að þær séu
ekki endilega samhljóma
mælingum annarra lykil-
stofnana í loftslags-
fræðum. Óvissan liggi í því hvort
árið 2010 verði eitt hlýjasta árið
frá því mælingar hófust eða það
hlýjasta. Trausti bendir á að skýr-
ari mynd af hitafari jarðar í ár fáist
ekki fyrr en lengra er liðið á árið.
Því borgi sig að bíða og sjá.
Of snemmt að fullyrða nokkuð
SÍÐARI HELMINGUR ÁRSINS ER EFTIR
Trausti Jónsson
Grafík: Estudio R. Carrera
HJÓNABÖND SAMKYNHNEIGÐRA
Argentína er tíunda landið sem heimilar hjónabönd samkynhneigðra
Argentína
(2010)
Suður-Afríka
(2006)
Ísland
(2010)
Spánn
(2005)
Portúgal
(2010)
Holland
(2001)
Belgía
(2003)
Noregur
(2009)
Svíþjóð
(2009)
Kanada
(2005)
Athugasemd: Í Bandaríkjunummega samkynhneigð pör ganga að altarinu í fimm sambandsríkjum og
höfuðborginniWashington. Í Mexíkó eru hjónabönd samkynhneigðra aðeins leyfð í höfuðborginni.
Borgaralegt hjónaband
eða önnur viðurkenning
Hjónab. samkynhneigðra
(árið sem það var samþykkt)