Morgunblaðið - 17.07.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 17.07.2010, Síða 22
Hjólhýsi Ótrúleg aukning varð á nýskráningum hjólhýsa á góðærisárunum. 785 stykki voru nýskráð árið 2007 við sólsetur góðærisins. FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is M ikið hefur borið á þjófnaði á tjald- vögnum og fellihýs- um að undanförnu og lögreglu hefur gengið illa að hafa uppi á vögnunum. Grunur leikur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða og maður var handtekinn á fimmtudagskvöld grunaður um að hafa tekið vagna fyrir utan Ellingsen aðfaranótt mið- vikudags og fyrir framan Víkurverk föstudaginn 9. júlí. Lögregla segir að þrátt fyrir að slíkur þjófnaður hafi ávallt tíðkast að einhverju marki hér á landi hafi hann aldrei áður verið í líkingu við það sem er í dag. Ferðavagnar eru um margt þægi- legir valkostir fyrir þjófa. Í þeim fel- ast iðulega umtalsverð verðmæti, nýtt fellihýsi getur kostað hátt í þrjár milljónir króna, og líkt og upp- tökur frá Ellingsen og Víkurverki sýndu reyndist það ekki þjófinum mikið verk að stela vögnunum. Þeir eru yfirleitt njörvaðir fastir niður með keðju, ef þeir eru þá læstir, og því er þjófnaðurinn jafnan ekki svo ólíkur því að hnupla reiðhjóli. Gífurleg fjölgun ferðavagna á góðæristímanum Eftirlit lögreglu með þessum grip- um er jafnframt erfiðleikum bundið enda fjölgaði þeim gífurlega hratt á góðæristímanum. Nýskráningar á ferðavögnum næstum þrefölduðust milli ára 2003 til 2007. 9.777 ferða- vagnar hafa verið nýskráðir hér á landi á fyrsta áratug 21. aldar og í dag eru á skrá 15.512 vagnar, þar af 9.527 tjaldvagnar. Þetta gerir um einn ferðavagn á hverja 20 íbúa Ís- lands. Að sögn kunnugra má hæg- lega koma fyrir 20 mönnum í einu fellihýsi, hvað þá hjólhýsi, sé vilji fyrir hendi. Þá er einnig ljóst að fellihýsi og hjólhýsi urðu mikil tísku- bóla hér á landi. Nýskráningar felli- hýsa tæplega sexfölduðust milli ár- anna 2004 og 2007. 93 voru nýskráð árið 2004 en 530 árið 2007. Nýskrán- ing hjólhýsa rauk einnig skyndilega upp úr öllu valdi. Árið 2003 voru ný- skráð 37 hjólhýsi hér á landi og var það töluvert meira en áður hafði ver- ið. Vinsældir þeirra stigmögnuðust ár frá ári og voru nýskráningar árið 2007, við sólsetur góðærisins, 785 talsins eða ríflega tuttugufalt fleiri en árið 2003. Eftir efnahagshrun hefur fólk róast í að fjárfesta í ferðavögnum líkt og öðrum jarðneskum eigum. Aðeins 131 hjólhýsi var nýskráð árið 2009 og 225 fellihýsi. Og það sem af er ári 2010 hafa aðeins 60 fellihýsi verið nýskráð og 56 hjólhýsi. Hins vegar hafa ferðalög innanlands auk- ist mikið í kjölfar kreppunnar og kaupmáttur minnkað umtalsvert um leið. Að sögn starfsmanna Víkur- verks er mikil eftirspurn eftir not- uðum fellihýsum um þessar mundir. Og þar liggur vafalaust ástæðan fyr- ir auknum þjófnaði á þeim í júlí – það er tiltölulega auðvelt að koma notuðum ferðavögnum í verð. Augnablikið er einmitt núna því fáir íhuga að fjárfesta í ferðavagni á haustin og veturna. Öll þjóðin rúmast í ferðavögnum sínum Morgunblaðið/Kristinn Nýskráningar ferðavagna 2000-2010 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Fellihýsi Hjólhýsi Tjaldvagnar 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 936 677 542 635 816 1.188 1.455 1.614 1.162 529 223 151 21 764 570 19 88 47 24 471 528 37 70 574 149 93 621 410 157 448 688 319 299 785 530 214 371 577 173 131 225 107 56 60 Auknar vinsældir » Nýskráning hvers kyns ferðavagna tók gríðarlegan kipp hér á landi á góðæristím- anum. Til dæmis fjölgaði ný- skráningum hjólhýsa ríflega tuttugufalt á nokkrum árum. » Mikil aukning á þjófnaði á ferðavögnum fylgir eflaust í kjölfarið á því að eftirspurn eftir notuðum eintökum hefur aukist mikið. Fólk ferðast minna innanlands og hefur minna milli handanna. » Hér á landi eru nú skráðir 15.512 ferðavagnar, það er um 1 vagn á hverja 20 Íslendinga. 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 Óskar Magnússon STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Evr-ópuvaktinhefur eftir írska dagblaðinu The Irish Times að írskir ráða- menn beiti sér nú innan Evrópusambandsins vegna makrílveiða Íslendinga. Fram kemur að ágreiningur um makríl geti flækt aðlög- unarviðræðurnar við Evrópu- sambandið. Á nýlegum ráð- herrafundi í Lúxemborg hafi írski landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherrann notið stuðnings átta annarra ráð- herra þegar hann hafi kvartað undan því að Íslendingar stunduðu makrílveiðar sínar utan alþjóðlegra fiskveiði- stjórnunarreglna um stofninn. Þá mun Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópu- sambandsins, hafa ritað bréf til Stefans Füle, stækk- unarstjóra, til að upplýsa hann um mikinn ágreining á milli Evrópusambandsins og Íslands um stjórn á makríl- stofninum. Í bréfinu kemur fram að ekkert réttlæti aukn- ar makrílveiðar Íslendinga og viðræður hafi reynst árang- urslausar. Ennfremur segir að afstaða Íslands hafi slæm áhrif á fiskveiðihagsmuni Evrópusambandsins, sem eigi stærsta hlutdeild í þessum fiskveiðum. The Irish Times minnir á að málið sé viðkvæmt fyrir írsku ríkisstjórnina þar sem makríll sé mikilvægasti veiðistofn Íra. Veiðar Íslendinga ógni mak- rílstofninum og þar með hags- munum írskra sjómanna og fiskverkenda. Talsmaður írskra stjórnvalda segir ljóst að Írland muni hafa sérstakan áhuga á þeim þætti aðlög- unarviðræðnanna sem lýtur að sjáv- arútvegsmálum og augljóst er, sem vænta mátti, að Írar ætla ekki að gefa neitt eftir þegar kemur að hags- munum þeirra í fiskveiði- málum. Afstaða Íra er skiljanleg út frá þeirra hagsmunum og mætti gjarna verða þeim draumóramönnum hér á landi til umhugsunar sem telja að Íslendingar muni ná fram öllu því sem þeir vilja í viðræðum við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál. Hvaða ár- angri ætli Íslendingar myndu ná í viðræðum um makrílveið- ar ef landið væri þegar orðið hluti af Evrópusambandinu? Hverjir yrðu til þess að gæta hagsmuna Íslendinga í slíkum viðræðum þegar við hefðum gefið eftir stjórn fiskveiðanna við landið og látið þær í hend- ur embættismanna í Brussel? Augljóst er að hags- munagæsla Íslands yrði í besta falli afar veik ef landið væri orðið hluti af Evrópu- sambandinu, hættan í dag er þó ekki síður sú að hags- munagæslan sé þegar veik vegna aðlögunarviðræðnanna. Stjórnarflokkarnir hafa sýnt að þeir eiga erfitt með að halda á hagsmunum Íslands með sannfærandi hætti. Því miður verður að teljast ólík- legt að ríkisstjórn með Sam- fylkinguna í forystu muni í miðjum aðlögunarviðræðum leggja mikla áherslu á að gæta hagsmuna Íslands í mál- um á borð við rétt til makríl- veiða. Hagsmunagæsla Íslands er í hættu vegna aðlögunar- viðræðnanna} Evrópusambandið og makrílviðræðurnar Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er ekkiamalegt að vera á faraldsfæti innanlands núna. Einhver orðaði það svo að banka- neyðin og lágt skráð króna neyddi menn til að ferðast innanlands þetta sumarið. Ljúffengt neyð- arbrauð það og með áleggi að auki. Landið skartar sínu feg- ursta. Gróður í blóma og bú- sældarlegt um að litast. Þeir sem eldri eru gleðjast yfir stórstígum vegafram- kvæmdum síðustu ára. Bundið slitlag, brýr og göng. Þjóðin hafði nefnilega búið í haginn áður en bankarnir féllu. Sagan er á hverju horni. Handbækur auðvelda ferða- löngum leikinn og bættar merkingar. Gistirými fjöl- breytt og við allra smekk og buddu. Um allt land hafa útsjónarsamir hirðumenn stofnað til margvíslegra safna og víða er sagan komin í betri búning. Nefnd er af handahófi starfsemi á Njáluslóðum og Landnámssetrið á slóðum Skallagríms Kveldúlfssonar. Og sögugerð Einars Kárason- ar úr Sturlungu beinir sjónum margra að vígvöllunum í Skagafirði og til brúðkaups- brunans að Flugumýri. Það er einkar góður kostur að ferðast um landið sitt núna. Það er margt að hafa, sjá og lifa á ferð um Ísland í blóma sumars} Fýsilegt að ferðast innanlands L angt síðan ég hef skrifað á fés- bókina, hvort sem er þá raf- rænu eða pappírs. Þá sem bíða eftir að ég samþykki vinabeiðni bið ég um þolinmæði; málið er í nefnd. Eins gott að sumarfríið er að byrja, þá get ég einbeitt mér að því að hugleiða hvaða vini ég vil eiga í ellinni. - - - Í gær: Hrósa ber KSÍ, Jafningja- fræðslunni og Lýðheilsustöð fyrir sameig- inlegt átak gegn munntóbaksnotkun ungs fólks þar sem áhersla er lögð á unga fótbolta- menn. Átakið nefnist Bagg er bögg. Ég kannaðist við slanguryrðið bögg en er svo gamall í hettunni að ég varð að spyrja fyrir hvað bagg stæði. - - - Líka í gær: Sjúskaða hamstralúkkið er orðið vægast sagt mjög þreytt, segir í áróðursplöggum átaksins. Ég varð líka að spyrja hvað þetta þýddi og var sagt að sá sem taki lengi í vörina líti oft út eins og sjúskaður hamstur! Ég hef aldrei séð þannig hamstur en tek þetta trúanlegt. --- Hvenær sem er: Andlegur styrkur og sjálfsagi er mikil- vægur alla ævi, líklega aldrei eins og á unglingsárum. Þá eru freistingarnar óvenju margar og það sem er bannað gjarnan spennandi. Og ekki bara þá, svo sem. Ungt fólk fiktar margt við áfengi, tóbak og jafnvel eitthvað þaðan af verra, oft fyrir áeggjan „vina“ sem reynast því miður oft úlfar í sauðargærum.Vita það bara ekki strax og eru oft og tíðum óvinir sjálfra sín á sama tíma. - - - Alltaf: Munntóbak er mjög ávanabindandi, er mér sagt. Á reyndar bæði vini og kunningja sem nota þennan óþverra og veit að margir þeirra vildu gjarnan hætta. En það er helvíti erfitt! --- Um daginn: „Kannski er það kaldhæðni en svona lít ég á málið: Ég var aldrei neitt sérstaklega myndarlegur áður en núna er ég með andlit sem enginn gleymir,“ sagði 48 ára Bandaríkjamaður í viðtali við Sunnudagsmoggann. Hann fékk ungur krabbamein í munn vegna tóbaksnotkunar og missti í kjölfarið helming kjálkans, þriðjung tung- unnar og flestar tennurnar. Missti andlitið! Hann sinnir nú forvörnum með því að sýna sig. --- Núna: Ástæða er til þess að hvetja þekkta Íslendinga sem nota munnntóbak, og eru jafnvel orðnir eins og sjúsk- aðir hamstrar, til að stíga fram. Vera öðrum víti til varn- aðar. Samtökin tækju þeim örugglega feginshendi og að- stoðuðu við að losna við fíknina. Um leið væri hægt að forða fjölda fólks frá því að falla í sama pytt. --- Ætíð: Öll hverfum við inn í óvissuna á endanum. Stund- um hefur náttúran sinn gang og engum þá um að kenna, en allt of oft er manninum með ljáinn boðið í gleðskap. Hann þiggur oftast boðið með þökkum – en bregður oft ekki áhaldinu fyrr en löngu síðar. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Að missa andlitið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.