Morgunblaðið - 17.07.2010, Qupperneq 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Í Morgunblaðs-
grein hinn 14. júlí sl.
fer Sema Erla Serda-
roglu mörgum orðum
um gæsku Evrópu-
sambandsins og hnýt-
ir um leið í boðskap
ungra bænda sem
kæra sig ekki um að
verða þegnar í evr-
ópsku herveldi. Sema
Erla teflir einkum
tvennu gegn orðum bændanna.
Annars vegar segir hún frá göml-
um brostnum draumum um her-
vætt Evrópusamband og hins veg-
ar er farið mörgum orðum um að
Evrópusambandið sé mikið mann-
úðarfélag, sem stjórnist af göf-
ugum hugsjónum um mannrétt-
indi, lýðræði og ást á fátækum.
Rétt er að ýmsum hefur þótt
ganga hægt að vígvæða Evrópu-
sambandið og finnst þeim hinum
sömu að þörf sé að herða þann
róður. Nú eru einmitt horfur á að
svo verði. Texti Lissabonsáttmál-
ans sem kveður m.a. á um skyldur
aðildarlanda til her-
væðingar, samþykkt
Evrópuþingsins um
Evrópuher frá febr-
úar 2009 og fjölmarg-
ar yfirlýsingar valda-
manna, þar á meðal
kanslara Þýskalands
og forseta Frakklands
bera því glöggt vitni.
Samantekt undirrit-
aðs þar að lútandi er
birt á friðarvefnum
(www.fridur.is/2010/
07) og verður ekki
tuggin aftur hér. Ljóst er að frá-
sagnir um að Evrópusambandið
hafi lítt dugað til hernaðar hingað
til gegna því hlutverki einu að
þyrla upp ryki í von um að ekki
sjáist hin skýru og skjalfestu
markmið sambandsins í þeim efn-
um.
Ekki er að efa að mörgum í
Evrópusambandinu þyki vænt um
menn og skepnur og séu inn-
blásnir af lýðræðisást og réttlæt-
iskennd. En það er líka leitun að
styrjöldum og manndrápum sem
ekki hafa verið í nafni réttlætis og
jafnvel mannréttinda og lýðræðis.
Hervædd stórveldi sem eru góð
við fátæka eru eftir sem áður her-
vædd stórveldi. Hervædd stórveldi
beita vígtólunum til að gæta hags-
muna ríkisins. Á slíkum bæjum
þykir sómi að því að þiggja kúlu í
hausinn fyrir föðurlandið.
Ungir bændur eiga þakkir skild-
ar fyrir að segja Íslendingum
sannleika í þessu máli. Þess væri
óskandi að Sema Erla fyndi sér
verðugri verkefni og göfugri hug-
sjónir en að gera samlanda sína
og afkomendur þeirra að þegnum í
herveldi gömlu evrópsku nýlendu-
veldanna.
Sannleikur ungra bænda og
Evróputrúboðsins um hermál
Eftir Harald
Ólafsson » Gott væri ef Sema
Erla fyndi sér göf-
ugri hugsjónir en að
gera samlanda sína og
afkomendur þeirra að
þegnum í herveldi
gömlu evrópsku ný-
lenduveldanna.
Haraldur Ólafsson
Höfundur er prófessor.
Er hægt að segja
hvað sem er í Morg-
unblaðinu? Spurningin
vaknaði eftir lestur á
makalausri grein Guð-
rúnar S. Magn-
úsdóttur (búsett í Sví-
þjóð) hinn. 23. júní
síðastliðinn. Þar er hún
að fjalla um Evr-
ópumál, en kannski er
orðið „fjalla“ sér-
kennilegt í þessu samhengi. Nær lagi
er að í greininni slengi hún fram
mörgum órökstuddum frösum og
fullyrðingum.
Til dæmis segir Guðrún að það
muni kosta okkur Íslendinga um 10
milljarða (10 þúsund milljónir) að
ræða við ESB um aðild. Þann sama
dag og greinin birtist sagði Össur
Skarphéðinsson að kostnaðaráætl-
unin hljóðaði upp á um einn milljarð.
Fullyrðingar Guðrúnar um 10 milj-
arða eru því algerlega úr lausu lofti
gripnar og verða að afskrifast sem
hreinn tilbúningur. Því má spyrja:
Er það ekki ábyrgðarhluti af Morg-
unblaðinu að birta þetta svona
„hrátt“? Vegna þess að því miður
geta svona tölur síast inn í um-
ræðuna og það er útilokað að viðræð-
urnar muni kosta 10 milljarða.
Ef ég segði: Aðildarviðræður við
ESB munu einungis kosta um 100
milljónir, myndi það þá verða birt í
Morgunblaðinu? Það er ekkert
skrýtið að spurningar sem þessar
vakni, við lestur á greinum á borð við
grein Guðrúnar. Enda er talan 10
milljarðar algerlega út í hött!
Í grein sinni fullyrðir Guðrún:
„Það er á hreinu að við töpum fiski-
miðunum og öllum rétti sem land til
að vinna úr okkar eigin auðlindum.“
Og rökstuðningurinn: „Í þessu
hvorutveggja ríkir frí samkeppni við
öll hin aðildarlöndin.“ Þetta verður
að segjast vera magur rökstuðningur
fyrir jafn risastórri fullyrðingu og
hún setur fram. Hvað á Guðrún eig-
inlega við? Að hér leggist af öll
vinnsla á t.d. fiskafurðum og að við
getum ekki framleitt verðmæti úr
innlendri raforku? Hún hefur ekki
fyrir því að útskýra það!
Ljóst er að Ísendingar munu halda
sínum kvóta í íslenskri lögsögu við
aðild vegna; a) reglunnar um hlut-
fallslegan stöðugleika og b) að ekkert
ESB-land hefur marktæka veiði-
reynslu í lögsögu Íslands undanfarna
áratugi. Þetta hafa ráðamenn í ESB
staðfest.
Þá segir Guðrún: „Þrátt fyrir að
margir séu á móti inngöngu í ESB þá
er það sorglegt að svo margir Íslend-
ingar séu ennþá í vafa og sérstaklega
unga fólkið, sem oft hefur ekki næga
kunnáttu til að skilja hvað litla Ísland
er mikilvægt, ekki eingöngu vegna
fisksins heldur vegna orkunnar sem,
ef við göngum í ESB, verður að
mestu í eigu Vattenfall frá Svíþjóð
sem nú er búið að taka yfir næstum
allan orkurekstur í Þýskalandi.“
Hér gerir hún s.s. lítið úr ungu
fólki og er það miður. Viti maður ekki
hlutina er það t.d. á
ábyrgð foreldra og
skólakerfis að upplýsa
ungt fólk. Hér á Íslandi
mætti stórefla upplýs-
ingu um Evrópu og um-
heiminn almennt, en
það er t.d. staðreynd að
um 70-80% þeirra sem
fara í framhaldsnám
fara til Danmerkur eða
Bretlands.
Fullyrðing hennar
um að Vattenfall muni
eignast hér alla orku er
beinlínis hlægileg. Vattenfall hefur
ekki sýnt Íslandi minnsta áhuga en
vissulega eru það stórt á evrópskum
orkumarkaði, sem er frjáls mark-
aður. Orkufyrirtæki á Ítalíu gæti
þess vegna átt það sem Vattenfall á
nú í Þýskalandi. Þar er fjöldinn allur
af fyrirtækjum á markaði sem t.d.
hlýtur að koma neytendum til góða.
Fleiri fullyrðingar úr grein Guð-
rúnar mætti tína til, t.d. að höf-
uðvandamál Grikkja sé evran (sem
ekki er hægt að gengisfella!) og að
þeir sakni drökmunnar. Höf-
uðvandamál Grikkja var ef til vill
slök efnahagsstjórn fyrri ríkisstjórna
(nokkuð sem við könnumst við) og líf-
eyriskerfið, eitt hið dýrasta í heimi.
Því er nú verið að breyta.
Umsókn og viðræður víð ESB
opnar ýmsa möguleika, t.d. fáum við
aðstoð frá ESB til að endurmeta og
endurskipuleggja íslenska stjórn-
sýslu sem meta má til mörg hundruð
milljóna, en margir telja að margt
megi bæta í íslenskri stjórnsýslu.
Það er óendurkræft þannig að þótt
við myndum fella aðildarsamning,
þegar hann liggur fyrir stöndum við
líklega eftir með betri stjórnsýslu.
Þetta endurmat getur því e.t.v. leitt
til betri stjórnunar á ýmsum sviðum
samfélagsins.
Guðrún, hefur lifað og starfað er-
lendis í fjölda ára, m.a. fyrir ESB.
Með aðstoð Google komst ég að því
að hún rekur fyrirtæki á sviði þýð-
inga og hefur m.a. tekið þátt í ráð-
stefnum á vegum ESB um rafrænt
lýðræði (E-democracy). Guðrún er
menntuð kona og því finnst mér
þessi „sleggjudómastíll“ hennar
koma verulega á óvart. En það krefst
meiri vinnu að rökstyðja mál sitt með
staðreyndum. Það gerir hún því mið-
ur ekki í grein sinni.
Einkenni málefnalegrar umræðu
er einmitt að forðast sleggjudóma og
órökstuddar fullyrðingar. Til dæmis
eins og að segja að aðildarviðræð-
urnar komi til með að kosta 10 millj-
arða. Af því bara!
Að tala út í loftið
Eftir Gunnar
Hólmstein
Ársælsson
Gunnar Hólmsteinn
Ársælsson
»Er hægt að segja
hvað sem er í Morg-
unblaðinu? Get ég full-
yrt að aðildarviðræður
við ESB muni einungis
kosta hundrað milljónir
króna?
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
í stjórn Evrópusamtakanna.
Í áranna rás hefur
BBC-sjónvarpsstöðin
veitt okkur innsýn í
líf og hegðun dýranna
á hinum víðáttumiklu
sléttum Afríku. Má
þar til dæmis nefna
hjarðir þúsunda gras-
bíta sem af minnsta
tilefni taka á rás sem
ein órofa heild þegar
hætta steðjar að
hjörðinni. Vandfundinn er sá Ís-
lendingur sem ekki hefur einhvern
tíma setið límdur við skjáinn þegar
þessir þættir hafa verið til sýn-
ingar. En hjarðhegðun dýrategund-
anna einskorðast ekki við Afríku.
Nægir að rölta um miðborg
Reykjavíkur til að átta sig á hvert
stefna hjarðarinnar liggur þessa
dagana í húsagerðarlist. Þetta hef-
ur mér lengi verið ljóst, en ungur
skopteiknari á Morgunblaðinu
hnippti hressilega í mig þegar hann
gerði, með einfaldri skopmynd,
grein fyrir öfgunum sem hér ríkja.
Hér er allt ýmist í ökkla eða eyra,
enginn millivegur og þar af leiðandi
engin samfelld þróun. Í einni andrá
var vikið frá stórkarlalegri stefnu
um framfarir á sviði „hátækni“ í
heilbrigðismálum yfir í huggulega
hjúfurkofabyggð í Vatnsmýrinni í
takt við kreppuhugsunina. Það var
við hæfi að allaballarínurnar Guð-
rún Ágústsdóttir og Álfheiður
Ingadóttir sviptu hulunni af Nýju
Kvosinni.
Hrunið hafði víðtæk áhrif á ís-
lenska sálartetrið sem í einfeldni
trúði á viðstöðulaust ris OMX-
kúrfunnar og góðærisgleði út í eitt.
Vissulega höfðu ýmsir stungið við
fótum gegn neyslugleð-
inni, en á meðan pen-
ingarnir flæddu oní
koffort hins opinbera
munaði lítið um að
koma til móts við sér-
stakar neysluþarfir
þeirra. Á grundvelli
þessarar sýndarauð-
legðar skaut rótum
rómantísk fortíð-
arhyggja þar sem ekki
mátti hrófla við neinu
sem minnti á hina
gömlu „góðu“ daga
þegar allt smátt var svo gott og áð-
ur en glerturnabyltingin tók völdin.
Allt í einu fengu aumustu hjallar og
bíslög á sig áru ódauðleikans.
Borgaryfirvöld stóðust ekki þrýst-
inginn þegar fjöldafundir og blys-
farir sem fóru um stræti og torg
kröfðust „friðunar“ fúaspýtna sem
stuttu áður höfðu verið á útrýming-
arlista og áttu því að víkja fyrir
glæsihöllum verslunar og viðskipta.
Eftir hrun tók fúaspýtufylkingin
allt frumkvæði af glerhallagos-
unum. Kvosin sýpur nú seyðið af
þessum ómarkvissu ákvörðunum
sem einkennt hafa borgaryfirvöld á
þessum áratug.
Í nafni húsafriðunar er nú stund-
uð grimm sögufölsun í Kvosinni.
Má þar nefna hótelbyggingu við
Aðalstræti og „endurbyggingu“
Lækjargötu 2 og Austurstrætis 22,
þar sem eldsleiktir kebabborgarar
og austantjaldsbúllur eru í þann
mund að breytast í sölusetur há-
lendisferða og lopapeysumusteri.
Göfugt skal það vera og þjóðlegt ef
að líkum lætur og allt á kostnað
hins opinbera. Skipulagið tekur mið
af því að endurreisn atvinnulífsins
verði aldrei að veruleika, krónan
nái sér ekki á strik og túr-
istaútgerð verði þar af leiðandi til
allrar framtíðar eini lífvænlegi at-
vinnurekstur miðborgarinnar. Og
„friðunin“ byggir á því að steypa
nokkur brunasprek í múrverkið og
hækka risið á gömlu húsin um
nokkrar hæðir. Látið er eins og
Eymundsson, Reykjavíkurapótek
og húsin vestan við Pósthússtræti
séu ekki til staðar, því þjóðlegheitin
eru svo skemmtileg. Ég er ekki
meiri niðurrifsseggur en svo að ég
var sátt, jafnvel stolt af, að láta
þessi hús standa á meðan þau
stóðu fyrir upprunaleika sinn. Nú
er sá kapítuli að baki og þá hefði
lifandi borg átt að sinna hlutverki
sínu og taka nútímann með í mynd-
ina. Grípa tækifærið og gera
miðbæinn aftur að stað þar sem all-
ir borgarbúar vilja koma, sækja
verslun og þjónustu, hitta mann og
annan jafnt að degi sem nóttu. Stað
þar sem útlendingar geta séð þver-
skurð þess fólks sem býr í borginni
sinna daglegum erindum. Í staðinn
stefnir í að hér verði aðeins 101-
elítan til sýnis og svo auðvitað aðrir
túristar í vonlausri leit að anda
hins reykvíska borgara. Frið-
unarstefnan er útilokandi; hún
safngerir svæðið og gefur því
stimpil ósnertanleika svo að end-
ingu gætu jafnvel kaffihúsin og
krárnar þurft að víkja á kvöldin
vegna „subbuskaparins“ og söðla-
smiðurinn og sútarinn fengnir til að
leika listir sínar frá 10-18 sam-
kvæmt dagskrá. Vísbendingar eru
um að nýr borgarstjórnarmeirihluti
ætli að ganga þessa braut með
harðlínufriðunarsinnunum af meiri
krafti en áður, þótt latte-kaffihúsin
njóti kannski griða fyrst um sinn.
Heyrst hefur að friðunarsinnar
búi sig undir næstu baráttu. At-
vinnuátak borgarstjórnar eigi að
fela í sér að endurvekja gömlu
furðufréttina um að flytja húsin af
Árbæjarsafni niður í Hljómskála-
garð. Nítjándualdar stemmning allt
frá Miðbakka að Öskjuhlíð með
krúttlegum, pastelbleikum, gulum
og grænum húsum. Á meðan er allt
látið dankast við Laugaveginn þar
sem verslun mun blæða út þegar
túristarnir nenna ekki lengur að
heimsækja þessa gerviborg sem
verið er að skapa. Það verður ekki
lengur ástæða fyrir þá að kaupa
þjóðlegan varning með evrum sín-
um, dollurum og yenum. Þeir geta
farið í Tiger í sinni heimabyggð og
keypt þar eftirmyndir af eft-
irmyndunum.
Einu sinni þótti sjálfsagt að kalla
svona vinnubrögð Kleppsvinnu, en
við því var brugðist með því að
leggja Klepp niður. Nú eru frum-
legheitin í fyrirrúmi og borgararnir
kjósa bara klepparana yfir sig.
Eftir Ragnhildi
Kolka
Ragnhildur Kolka
»Miðborgin á að vera
sá segull sem dregur
fólk til sín af því hún er
fjölbreytt eins og fólkið
sem býr í henni.
Höfundur er lífeindafræðingur MSc
og bókmenntafræðingur MA og er
annt um miðborgina sína.
Kvosin - fórnarlamb friðunar
Morgunblaðið birtir alla útgáfu-
daga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í umræðunni, í
bréfum til blaðsins eða á vefnum
mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og fremst
til að kynna starfsemi einstakra
stofnana, fyrirtækja eða samtaka
eða til að kynna viðburði, svo sem
fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu
mbl.is. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við grein-
um sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er not-
að þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið, en næst þegar kerfið
er notað er nóg að slá inn netfang
og lykilorð og er þá notandasvæðið
virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt en boðið er
upp á birtingu lengri greina á vefn-
um.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík