Morgunblaðið - 17.07.2010, Síða 26

Morgunblaðið - 17.07.2010, Síða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 Gaman hefur mér þótt að fylgjast með þeim umræðum um íslenzka tungu, sem hafa geisað nú um sinn, ennþá einu sinni. Ekki ætla ég þó að elta hér uppi hverja grein sem birzt hefur, enda ekki ástæða til, en aðeins þakka Þorgrími Gestssyni ágæta grein hans í Fréttablaðinu 10. júlí. Það er hins vegar skrýtinn sam- setningur Bergsteins Sigurðssonar í Fréttablaðinu 9. júlí, sem hratt mér af stað að hripa þennan grein- arstúf. Eftir að Bergsteinn hefur birt tilvitnanir í Sunnudagsblað Tímans frá árinu 1968, segir hann: „Nú kinka kannski sumir kolli og tauta eitthvað um orð í tíma töluð. Málið er hins vegar að þessi texti eftir Jón Helgason ritstjóra birtist í Sunnudagsblaði Tímans 16. júní 1968. Hann er hins vegar nánast samhljóða málflutningi málumvöndunarsinna í dag. Ef það vitnar ekki um staðnaða umræðu veit ég ekki hvað“. Þarna ratast höfundi satt á munn, því ef taka á orð hans trúanleg, þá veit hann ekkert hvað „stöðnuð umræða“ er og botnar ekkert í um hvað málið snýst (sem ég trúi reyndar naum- lega). Umræða um tungu okkar er hvorki stöðn- uð né úrelt, af þeirri einföldu ástæðu að málefnið er eilíft og ævarandi. Það er skylda hverrar kyn- slóðar í landinu að vernda móðurmál sitt og skila því til næstu kynslóðar eins góðu og helzt betra en hún tók við því. Þeirri starfsemi lýkur aldrei, á meðan íslenzkar mann- eskjur búa í þessu landi. – Þarf að segja fullorðnu fólki svona einfald- an hlut? Bögubósarnir sem Jón Helgason var að ávíta árið 1968 eru nú löngu hættir að strá ambögunum í kring- um sig (sumir líklega gengnir fyrir ætternisstapann, því miður). En það hafa komið nýir í þeirra stað, og það er við þá sem Eiður Guðna- son á orðastað núna. Hafi grein Jóns Helgasonar verið orð í tíma töluð árið 1968, þá á hún ekki síð- ur erindi til okkar núna, sumarið 2010, – „að breyttu breytanda“, eins og þar stendur. Nýjar ambög- ur koma með nýjum mönnum! Sama er mér, þótt köldu andi frá Bergsteini til „málvernd- armanna“. Ef hann er „reiðareks- maður“, þá er það hans mál – og hans böl! Bendi aðeins á að „í dag“ sem hann notar í merkingunni „nú á dögum“ er hrá útlenzka og fer alltaf heldur kauðalega í íslenzkum texta. Að lokum: Ég held að fjölmiðl- ungar nútímans ættu að fara var- lega í að tala í háðstón um Jón heitinn Helgsson. Þeir munu aldr- ei komast með tærnar þangað sem hann hafði hælana, hvorki í stíl né málfari. Hann var einn af snill- ingum sinnar kynslóðar eins og hann átti ættir til. Og Sunnudags- blað Tímans þekki ég miklu betur en Bergsteinn Sigurðsson. Bakþankar Bergsteins Sigurðssonar Eftir Valgeir Sigurðsson »Ég held að fjölmiðl- ungar nútímans ættu að fara varlega í að tala í háðstón um Jón heitinn Helgason. Þeir munu aldrei komast með tærnar þangað sem hann hafði hælana, hvorki í stíl né málfari. Valgeir Sigurðsson Höfundur er fyrrv. blaðamaður (m.a. á Sunnudagsblaði Tímans). Ummæli Gylfa Magnússonar við- skiptaráðherra um niðurstöður Hæsta- réttar er varla unnt að skilja öðru vísi en ákall um allsherjar upp- stokkun á öllu efna- hagskerfi landsins og reyndar þjóðkerfinu öllu saman vegna hæstaréttardómsins um gengisviðmiðun íslenskra lána. Taka á væntanlega núna upp ein- hvers konar sanngirnissamfélag í stað misskiptingarsamfélagsins sem við höfum búið við. Einnig er ljóst að fjármálagern- ingar eiga þá ekki í framtíðinni að fara fyrir Hæstarétt heldur ein- hvern annan rétt eða sérstakan ákvörðunar- og úrskurðaraðila. Það er aðeins of seint að tala eins og Gylfi Magnússon gerir nú. Svona umræða hefði átt að fara fram strax eftir hrunið haustið 2008 þar sem þá hefði verið unnt að gefa upp á nýtt í samfélaginu. Eignir og peningar hefðu þá yf- irgefið þáverandi eigendur og ríkið hefði gefið allt upp á nýtt því það er það sem Gylfi er að segja núna, að ríkið hafi ekki efni á að lúta nið- urstöðum Hæstaréttar núna og að það verði að „handgefa“ upp á nýtt í þessum gengistryggðu lánum. Ann- ars gæti bankakerfið farið á haus- inn. Almennar réttarreglur eða markaðsreglur geti ekki gilt lengur og það verði að „handstýra“ öllu. Ríkið var allt fallið fjárhagslega haustið 2008 og er það líklega ennþá í samræmi við orð Gylfa enda nær engir nýir peningar komið inn í hag- kerfið síðan í hruninu nema AGS- peningar sem liggja á bankabók úti í Bandaríkjunum. Samkvæmt Gylfa standa bankar og fjármálastofnanir einnig svo tæpt að þeir geta ekki lotið dómi Hæsta- réttar eða þá að hagkerfið sé svo veikburða að ekki sé unnt að taka áhættuna á að láta dóm Hæstaréttar gilda. Öll ummæli í þessa veru segja bara eitt og það er það að það voru mistök að fara þá leið sem farin var haustið 2008 og fram til dagsins í dag. Að betra hefði verið að „hand- gefa“ allar eignir og skuldir upp á nýtt eftir hrunið. Enginn hefði labbað burtu með milljarða og allir hefðu borið ein- hverjar skuldir sem rík- ið hefði úthlutað öllum Íslendingum, hverjum fyrir sig, og allir hefðu fengið einhverja pen- inga úr hendi „úthlutunaraðila“. Hruninu hefði verið jafnað á alla landsmenn jafnt. Það hefði verið réttlátt í samræmi við það sem Gylfi segir núna, að það sé ekki réttlátt að láta dóm Hæstaréttar gilda. Annaðhvort sitja allir við sama borð og allir Íslendingar fá réttlátan skammt af skuldum og peningum út úr þessu hruni eða við höldum áfram í misskiptingunni sem er búin að tröllríða öllu hér undanfarin ár og áratugi, bæði í bólunni og í hruninu og allar götur síðan fiskveiðiheimild- irnar voru gefnar frá ríkinu. Aldrei hafa Íslendingar verið jafn misjafnlega ríkir eða fátækir og núna. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aldrei verið meira á Íslandi en nú og bilið milli feigs og ófeigs er nær glæpsamlega mjótt eins og dómur Hæstaréttar sýnir. Þeir sem voru komnir með snör- una um hálsinn voru allt í einu skornir niður og fá gjafvexti á sín lán meðan þeir sem hafa verið með verð- tryggð íslensk lán og voru með mun betri stöðu eru nú allt í einu með glæpsamlega háa vexti og allt of há lán miðað við hina sem voru að fá nær allt sitt fellt niður með dómnum. Þetta er hins vegar í samræmi við alla sanngirnina og réttlætið, eða öllu heldur óréttlætið sem er búið að vera grasserandi hérna í samfélag- inu allar götur síðan bankarnir voru einkavæddir og líklega, ef betur er að gáð, allar götur síðan fiskveiði- heimildirnar voru gefnar frá ríkinu. Þetta er okkar samfélag og það þjóðfélagskerfi sem Íslendingar hafa byggt upp síðustu áratugi, eins konar gullgrafarasamfélag þar sem fáir komast eftirlitslaust og með leyfi ríkisins í mikil auðæfi með engri fyrirhöfn meðan aðrir sitja eft- ir. Út á þessa hugsun gekk allur hlutabréfamarkaðurinn, að fólk ætl- aði að græða, og gat í mjög skamm- an tíma grætt himinháar fjárhæðir sem reyndust síðan blekking ein og endaði með hruni fjármálakerfisins og reyndar alls samfélagsins. En hvernig á samfélagið eiginlega að ganga upp? Ráðamenn tala ýmist eins og Gylfi gerir, að almenn sanngirni eigi að ríkja í samfélaginu og enginn eigi að verða skyndiríkur umfram aðra til dæmis vegna mála eins og hæsta- réttardómsins, þegar aðrir ráða- menn einkavæða eignir ríkisins, svo sem banka og fiskveiðiauðlindir, og gera litla hópa moldríka. Auk þess hefur bankakerfið og lífeyrissjóðir tekið sig til og lánað sameiginlega einum aðila um þúsund milljarða sem virðist að miklu leyti hafa fallið sem skuld á fólkið í landinu. Allt eru þetta einhverjar óskiljan- legar öfgar sem ráðamenn þjóð- arinnar létu viðgangast og enginn augljós hagur af öllu þessu brjálæði fyrir fólkið í landinu. Málið virðist snúast um það að gera einhverja útvalda hópa eða ein- staklinga moldríka en enginn al- mennur Íslendingur flokkast í þann hóp og erfitt að sjá hvernig valið er í þann hóp sem annaðhvort fær auð- lindir eða banka landsins gefins eða um þúsund milljarða lán úr bönkum og lífeyrissjóðum landsins. Stjórnvöld fengu ekki að velja hverjir fengu bónusa við dóm Hæstaréttar og því er dómurinn óheppilegur og stjórnvöld hafa því óspart talað gegn honum. Nýtt og betra Ísland? Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson » Þeir sem voru komn- ir með snöruna um hálsinn voru skornir niður meðan þeir sem hafa verið með verð- tryggð íslensk lán eru nú með glæpsamlega háa vexti Höfundur er cand. phil. bygg- ingaverkfræðingur. Í umræðunni um kvótann gleymist gjarnan forsaga kvótakerfisins sem tekið var upp á árinu 1983 sem varð ekki að hreinu aflamarks- kerfi fyrr en á árinu 1992 þegar sókn- ardagakerfið var af- lagt. Það var fyrst á árinu 1976 sem Hafró setti fram tillögu um hámarksafla úr þorskstofninum. Árið eftir, eða 1977, var skrapdagkerfið tekið upp sem átti að tryggja að heild- araflinn af þorski væri innan þeirra marka sem Hafró lagði til sem síðar var staðfestur af sjávar- útvegsráðherra. Því miður, þá hélt hvorki skrapdagakerfið né sókn- armarkskerfið utan um heildarafl- ann af þorski. Það kemur glöggt í ljós ef heildaraflinn af þorski frá og með 1976 og til 1992 er borinn saman við ráðgjöf Hafró á sama tímabili. Hafró lagði til að árlegur með- alafli af þorski yfir nefnt tímabil yrði sem næst 287 þús. tonn á ári, sem varð 349 þús. tonn eða 62 þús. tonnum, 22%, meiri ár hvert en ráðgjöfin kvað á um. Nokkrar staðreyndir Við þessar aðstæður var kvóta- kerfið tekið upp, til þess að halda utan um heildaraflann vegna þeirrar auðsæju staðreyndar að til þess að byggja upp þorskstofninn á Íslandsmiðum yrði að hafa stjórn á veiðinni, þ.e. hve mikið er tekið úr stofninum árlega. Til þess að átta sig á hvernig kerfinu tókst að halda utan um heildaraflann skulum við bera saman úthlutaðar aflaheimildir aflamarksskipa af þorski yfir tímabilið frá og með 1992 og til og með 2003. Á tímabilinu var aflamarksskip- unum úthlutað 1.878.677 tonnum. Veiðin varð 1.892.650 tonn eða 13.973 tonn umfram úthlutun, eða 0,74%, sem vart telst nú verulegt frávik m.v. 22% frávikið sem áður var nefnt. Staðreyndin er að kvótakerfið er eina stjórnkerfið sem hefur hingað til verið reynt hjá okkur sem ræður við það að halda utan um heildaraflann sem er forsenda þess að hægt sé að byggja upp sterkan þorskstofn á Íslandsmiðum. Því miður virðist mér að þetta meginverkefni kerfisins sé nánast gleymt í allri umræðunni um kvót- ann sem snýst um braskið og fjár- magnsflutningana sem átt hafa sér stað eftir að heimilað var að færa kvótann á milli skipa. Allt byrjaði það nú á fremur sakleysislegan hátt þegar heimilað var að flytja mætti kvóta frá einu skipi til annars innan sömu út- gerðarinnar. Sú heimild var rök- studd á þann hátt að útgerðir sem áttu mörg skip vildu hagræða hjá sér með að leggja ef til vill einu skipanna og færa heimildir þess yfir á hin skipin sem réðu vel við auknar aflaheimildir. Þá var röðin komin að ein- yrkjum sem töldu á sig hallað ef þeir mættu hvorki flytja til sín auknar heimildir né láta frá sér til hagræðingar fyrir reksturinn. Hér var auðvitað um eitt þessara sann- girnismála að ræða sem eiginlega engin leið var að vera á móti því samkvæmt fjálglegum yfirlýs- ingum þá áttu allir að hagnast á því að gefa einyrkjunum kost, bæði á að flytja til sín auknar heimildir og sömuleiðis að láta frá sér heimildir í ákveðnum tegundum sem átti þá að vera undanfari þess að við- komandi skip sér- hæfði sig í veiði ákveðinna tegunda. Þannig yrði sérhæf- ingin innan flotans miklu meiri sem leiða átti til auk- innar hagsældar bæði til handa sjómönnum og útgerðarmönnum sem kemur heim og saman við eft- irfarandi orð formanns LÍÚ á að- alfundi LÍÚ 2009. „Eftir að kvótakerfinu var kom- ið á og sérstaklega með tilkomu frjálsa framsalsins 1991 tók við mikið umbyltingarskeið í íslensk- um sjávarútvegi. Viðvarandi tap- rekstur vék fyrir hagræðingu og arðsemi. Það er á grundvelli þess- arar umbyltingar að stærstur hluti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja mun standa af sér þær hamfarir sem á þeim hafa dunið á und- anförnu.“ Hvert fór ávinningurinn? En hvernig koma nú þessi um- mæli heim og saman við nið- urstöður skýrslu Háskólans á Ak- ureyri, um innköllun aflaheimilda frá í maí 2010. Þar segir efnislega: Í árslok 1997 voru nettóskuldir ís- lensks sjávarútvegs 87 ma. ISK. En í árslok 2008 voru þær 465 ma. ISK. Eða hafa rúmlega fimmfald- ast á nefndu tímabili. Af sjálfu leiðir að efnahagsleg staða grein- arinnar hefur stórversnað á sama tíma. Höfundar áætla að 8%-12% af aflaheimildum (og þá tekjum) sé nú hjá félögum sem eru í óvið- ráðanlegri skuldastöðu. Félög í erfiðri stöðu áætla þeir að hafi 45%-50% aflaheimilda. Félög í góðri stöðu áætla þeir að séu með 30%-35% af aflaheimildum og skuldlaus félög, þ.e. félög sem hafa engar nettóskuldir, telja höf- undar skýrslunnar að séu með 8%- 12% af aflaheimildum. Með vísun til skýrslunnar er al- veg ljóst að öll hagræðingin, þ.e. fækkun og stækkun rekstrarein- inga, hefur ekki leitt af sér þá bættu afkomu greinarinnar sem allir reiknuðu með þegar kvóta- kerfinu var komið á. Eðlilega er spurt, af hverju er staðan svona bágborin þrátt fyrir alla hagræðinguna? Því miður liggja ekki fyrir einhlít svör þar um. Til þess að nálgast hinar raunverulegu ástæður þarf a.m.k. að skoða tvennt. Hvaða áhrif hafa viðskiptin með veiðiheimildir haft á greinina og hvað er búið að draga mikla fjármuni út úr grein- inni á liðnum árum. Hvað klikkaði? Eftir Helga Laxdal » Allt byrjaði það nú á fremur sakleys- islegan hátt þegar heim- ilað var að flytja mætti kvóta frá einu skipi til annars innan sömu út- gerðarinnar. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrv. yfirvélstjóri. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.