Morgunblaðið - 17.07.2010, Page 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Mér er það ljúft og
sárt að minnast elsku-
legrar systur minnar
sem lést svo ung og átti
svo margt eftir að gera.
Helst vildi ég sitja hjá henni og sötra
með henni kaffi og tala við hana um
alla draumana okkar eins og við gerð-
um svo oft. Plana ferðir í Kollslæk,
tala um börnin okkar og barnabörnin
hennar, færa henni fréttir af fjöl-
skyldunni okkar og fá fréttir frá
henni. Tala saman um og miðla hug-
myndum í föndri og handavinnu. Við
áttum svo margt sameiginlegt og okk-
ur leið svo vel saman. Við tókum okk-
ur ekki of hátíðlega og gerðum saman
hluti þá og þegar okkur datt það í hug
og komum því við.
Erna Björg var besta litla systir
sem ég gat hugsað mér. Hún fór sínar
eigin leiðir, var ófeimin við að vera
öðruvísi en aðrir og hafði sinn háttinn
á hlutunum. Það gerði hana svo sér-
staka og svo eftirminnilega. Hún var
alltaf boðin og búin að gera allt fyrir
alla en fannst hún samt aldrei gera
nóg. Alltaf voru allir velkomnir til
hennar og það veitti henni mjög mikið
að vera í návist fjölskyldunnar sinnar.
Henni var það mjög mikilvægt í veik-
indum pabba að fá hann vestur á
sjúkrahúsið og annast hann þar dag-
lega. Það gaf henni svo mikið.
Erna Björg sat sjaldan auðum
höndum, hún fékkst við glerhönnun
og skartgripagerð ásamt því að
prjóna og föndra. Erna Björg var ein-
stök, auðmjúk og viðkvæm kona sem
naut þess að vera til. Hún hafði góða
og notalega nærveru sem margir
minntust á að væri einstakt og öllum
leið vel í kringum hana. Frændsystk-
inin leituðu til hennar og nutu góð-
vildar hennar óspart. Hennar nær-
fjölskylda var það sem hún lifði fyrir,
eiginmaðurinn, börnin og barnabörn-
in fengu allt sem hún gat gefið.
Barnabörnin elskuðu ömmu sína og
gátu vafið henni um fingur sér öllum
stundum. Þau fengu sitt ömmuupp-
eldi en reglum skyldi fylgt. Erna
Björg mátti ekkert aumt sjá og leit-
aðist alltaf við að gera gott úr öllum
hlutum. Hún vildi að öllum liði vel. Að
lifa áfram án hennar verður erfitt og
sárt. Hún var hluti af mínu daglega
lífi. Það var svo notalegt að heyra í
henni í lok hvers dags, skiptast á
stuttu yfirliti og spjalla um heima og
geima.
Nú lít ég fram á veginn með trega
og sorg í hjarta og ylja mér við minn-
ingar um góða systur sem var stór
hluti af mér og minni tilveru. Minn-
ingar úr ferðalögum, heimsóknum
vestur og öllu lífinu. Minningar frá
samverustundum okkar þetta sumar
eru margar og góðar. Að mér læðist
bros því minningarnar eru góðar og
gleðiríkar. Þannig veit ég að hún vildi
að mér liði, að ég saknaði hennar en
brosti samt, fyndi fyrir nærveru
hennar í lífinu. Það geri ég svo sann-
arlega. Hún var mér svo mikið. Við
áttum allt lífið eftir saman og svo
margt að gera. Hún átti eftir að gera
svo margt. Það er sárt að sakna og
syrgja en það er hluti af því að elska
og eiga. Það er svo sárt að sakna
Ernu Bjargar og syrgja en svo gott að
hafa átt með henni allt hennar líf og
minnast þeirra stunda sem við áttum.
Með trega kveð ég mína elskulegu
systur og góðan vin. Guð geymi þig.
Þín elskandi systir,
Guðríður.
Elsku Erna Björg.
4. júlí líður aldrei úr minni mínu né
tengdafjölskyldu minnar. Fyrir
tveimur árum missti ég tengdaföður
minn og nú fer Erna Björg frá okkur
Erna Björg
Guðmundsdóttir
✝ Erna Björg fædd-ist 20. ágúst 1963 í
Reykjavík. Hún lést 4.
júlí sl. á gjörgæslu-
deild Landspítalans.
Útför Ernu Bjargar
fór fram frá Stykk-
ishólmskirkju föstu-
daginn 16. júlí 2010
og það á sama degi.
Erna Björg var mik-
il pabbastelpa og leið
henni hvergi betur en í
sumarbústað foreldra
sinna við Þingvalla-
vatn.
Erna Björg var dug-
leg við að fara upp í
sumarbústað og þar
átti hún góðar stundir
með fjölskyldu og vin-
um.
Ég vil þakka Ernu
fyrir allt það sem hún
hefur gert fyrir mig og
mína fjölskyldu. Ég man eins og það
hafi gerst í gær daginn sem við hitt-
umst fyrst. Bróðir þinn fór með mig
og Perlu Ósk í Hólminn og strax við
fyrstu kynni mátti sjá að þarna var
einstök manneskja á ferð. Þú tókst vel
á móti okkur Perlu inn í fjölskyldu
ykkar. Perla og drengirnir þínir náðu
strax vel saman og það var alltaf
ánægjulegt að koma til þín. Það verð-
ur skrítið að koma í Hólminn núna og
fá ekki heimabökuðu pitsurnar þínar.
Alltaf þegar við komum fengum við
pitsur, það skipti ekki máli hvað
klukkan var, alltaf voru pitsur á boð-
stólum.
Þú varst guðmóðir Sigurbjargar
minnar og skilaðir þú því hlutverki
með sóma. Alla tíð hefur sambandið á
milli þín og Sigurbjargar verið ein-
stakt og afskaplega kært hefur verið
á milli ykkar. Ég vil þakka þér fyrir
allt sem þú hefur kennt henni.
Þú kenndir Sigurbjörgu að vinna
með gler og að búa til skartgripi. Eftir
hverja heimsókn kom hún reynslunni
ríkari heim.
Það er þér að þakka að hún er búin
að koma sér upp safni til að hefjast
handa við skartgripagerð. Þið náðuð
strax vel saman og ég og bróðir þinn
höfum oft hlegið að því hvað þið eruð
ótrúlega líkar í fasi. Í gegnum tíðina
höfum við sagt við Sigurbjörgu að nú
sé hún alveg eins og Erna frænka,
henni líkaði það vel, enda leit hún
mikið upp til þín. Allt sem Erna
frænka gerði og sagði var heilagt.
Þegar þú komst í heimsókn til okk-
ar gafstu þér alltaf tíma til að heilsa
upp á foreldra mína og þiggja hjá
þeim einn kaffibolla. Þau kunnu að
meta innlitið þitt og töluðu alltaf um
að þú værir í sérflokki. Eftir hverja
heimsókn töluðu þau um hvað þú vær-
ir einstaklega hlý og góð manneskja.
Já, það er óhætt að segja að þú hafir
verið með hjarta úr gulli. Þú vildir öll-
um vel, varst sífellt gefandi og fannst
þér nú alger óþarfi þegar þér var rétt
eitthvað.
Þú fórst allt of snemma frá okkur
og verður fjölskyldan aldrei sú sama
eftir fráfall þitt. Það er sárt að sjá á
eftir þér en ég ylja mér við það að nú
ertu komin í faðm föður þíns á ný.
Elsku Gussi, Guðmundur Þór,
Kristján Valur, Guðmundur Rúnar,
tengdamamma, Gugga, Gunna,
Björgvin, Jóhanna og barnabörn
megi guð veita ykkur styrk í komandi
framtíð.
Minning um hjartahlýja mágkonu
lifir í minningu minni.
Hvíl í friði, elsku mágkona.
Kveðja,
Nína Berglind.
Elsku frænka.
Erna Björg hefur alltaf verið mér
rosa góð. Hún var alltaf brosandi og
alltaf glöð.
Ég var oft að hjálpa henni og hún
hjálpaði mér oft.
Hún kenndi mér svo margt í föndri
og það er margt sem ég á sem við höf-
um gert saman.
Takk fyrir allt sem þú hefur gefið
mér í föndrinu, ég mun halda áfram
að föndra. Þegar þú kallaðir á mig þá
kom ég.
Ég get bara ekki gleymt hvað hún
var alltaf svo skemmtileg við okkur
krakkana.
Ég á aldrei eftir að gleyma þér
Erna Björg mín, ég á eftir sakna þín
alveg rosalega mikið.
Ég kem alltaf í heimsókn til þín og
gef þér falleg blóm þegar ég kem.
Þú munt alltaf vera hjá mér sitj-
andi á öxlinni minni og syngja fallegt
ljóð.
Vertu sæl, elsku besta frænka.
Kveðja,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Okkar fyrstu kynni voru í sveitinni
þegar þið Gussi voruð nýflutt að
Neðri-Brekku ásamt Guðmundi Þór.
Hitakúturinn hjá okkur í Litla-Holti
bilaði og Gussi kom til að redda kútn-
um og þið Guðmundur komuð með.
Og þar með hófst allur þessi vinskap-
ur sem við áttum svo saman alla tíð.
Dýrmætasta minning okkar um þig
er sú hve góð og hjartahlý þú varst við
syni okkar og þú varst eins konar „hin
mamman“ þeirra þegar þeir voru litl-
ir. Sem dæmi um góðmennsku og
gjafmildi sem þú bjóst yfir, þá var það
þannig að ef þið fjölskyldan fóruð til
Reykjavíkur var alltaf komið með
smáglaðning handa sonum okkar úr
þeirri ferð. Ekki mátti skilja þá út-
undan ef Guðmundur fékk nýtt dót.
Þar sem við bjuggum öll í sveit og
munaðarvörur líkt og sælgæti voru af
skornum skammti rifja þeir alltaf upp
afmælisgjöfina sem þið gáfuð Karli,
það var bakpoki hálfur af Freyjuk-
aramellum sem voru í sérstöku uppá-
haldi þeirra bræðra. Þeir telja þessa
gjöf enn í toppsætum gjafa. Þetta
voru að sjálfsögðu veraldlegir hlutir
og meira sagt frá í gamni, en dýrmæt-
astar voru þær andlegu gjafir sem þú
gafst þeim og þeir munu alltaf muna
og bera í hjarta sér og minnast þín
fyrir.
Við fluttum í Hólminn nokkrum ár-
um síðar. Fljótlega fluttuð þið einnig
og þar var haldið áfram að bralla.
Mörg voru sumrin sem við vörðum
saman í Húsafell með rice krispies-
kökurnar þínar, sem þóttu ómissandi.
Og alltaf varst þú tilbúin að gera eitt-
hvað fyrir strákana þótt aðrir væru
ekki tilbúnir á því augnablikinu, til
dæmis taldir þú það ekki eftir þér að
skella þér á hestbak með Jóa, þótt þú
hefðir aldrei farið á hestbak. Sumir
voru ansi aumir daginn eftir, en það
skipti þig engu máli, því komið var að
næsta verkefni, það skyldi leikið og
skemmt sér.
Það er af svo mörgu að taka þegar
við hugsum til baka og um allt sem
okkar vinskapur hefur gefið okkur.
Eitt af ævintýrunum var t.d. pylsu-
bíllinn Hvellur. Það muna eflaust
flestir Hólmarar eftir Hvelli og
„heimsfrægu“ pylsunum okkar. Þetta
er bara brot af þeirri skemmtilegu
dellu sem okkur datt í hug að fram-
kvæma.
19. febrúar 1997 kom í afmælið mitt
stolt fjölskylda með drengina sína
þrjá. Þá voru bara nokkrir dagar síð-
an þið höfðuð eignast tvo drengi til
viðbótar. Okkur er í svo fersku minni
hve allir voru stoltir og glaðir. Þeir
voru heppnustu drengir á Íslandi, sú
gæfa sem vakti yfir þeim, að fá annað
tækifæri í lífinu og eignast ykkur sem
fjölskyldu var guðsgjöf. Svo ekki sé
minnst á þá gæfu sem þið urðuð að-
njótandi þegar þið voruð bænheyrð
og eignuðust þessa myndarlegu og
góðu drengi. Sú upplifun að fá að sjá
þessa stoltu fjölskyldu koma inn um
dyrnar á þessum degi verður ekki
metin til fjár. Stoltið þegar ömmu-
strákarnir fæddust og hvað þér þótti
vænt um þá og Jóhönnu tengdadóttur
þína. Fátt fannst þér skemmtilegra
en að fá að vera með ömmupúkana
þína.
Hvar skal stoppað þegar hugurinn
fer á flakk um liðna tíma? Eitt er þó
víst að við erum ríkari af því að hafa
þekkt þig, takk fyrir allt, elsku Erna
okkar.
Gussi og fjölskylda, við samhryggj-
umst ykkur svo mikið.
Erla og Smári.
Erna frænka hefur alltaf verið svo
hlý. Hún var alltaf brosandi og maður
komst alltaf í gott skap af því að sjá
hana brosa. Hún kom alltaf til hjálpar
ef maður þurfti. Erna hafði marga
hæfileika eins og með gler og prjóna
og margt annað. Hún var alltaf svo
hamingjusöm að vera amma og stolt
af litlu strákunum.
Vertu sæl, hjartagóða Erna Björg
frænka.
Þinn vinur og frændi,
Magnús Þór.
Synda, sorga og mótgangs með
myrkrin svo oft mig pína,
Að glöggt fær ekki sálin séð
sælugeislana þína.
Jesú, réttlætissólin sæt,
syrgjandi ég það fyrir þér græt.
Harmaraust heyr þú mína.
(Passíusálmur 41.)
Einstök kona, falleg og hjartahlý,
kær vinkona og frænka hefur yfirgef-
ið þennan heim, allt of fljótt. Hryggð,
skilningsleysi og söknuður eru tilfinn-
ingar sem heltaka hugann. Þó má
jafnframt finna fyrir þakklæti, þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar með
Ernu frænku, þakklæti fyrir að fá að
kynnast hlýjunni og manngæskunni
sem einkenndi Ernu, fyrir allar inni-
haldsríku og skemmtilegu samræð-
urnar og þakklæti fyrir allt það sem
Erna frænka kenndi okkur um mik-
ilvægi fjölskyldunnar og hvernig
hægt væri að takast á við lífið af
æðruleysi. Já, við þökkum fyrir tím-
ann með Ernu frænku sem þó var allt
of stuttur.
Erna hafði einstakt lag á að fá fólk
til að opna sig og í samræðum við
hana var viðmælandinn alltaf merki-
legur. Erna var svo miklu meira held-
ur en frænka, hún var okkur kær vin-
kona og nálægðarinnar við hana
verður sárt saknað um ókomna tíð.
Hjá Ernu voru fjölskylda og vinir
númer eitt, og aftar í röðinni kom hún
sjálf. Þrátt fyrir erfiðleika mátti aldr-
ei heyra Ernu kvarta, hún var alltaf
boðin og búin að rétta hjálparhönd en
átti erfiðara með að þiggja aðstoð
sjálf. Erna var einstök.
Elsku Erna frænka, við þökkum
þér fyrir allar góðu stundirnar. Með
tímanum getum við vonandi lært að
sætta okkur við að þú hafir verið tekin
frá okkur svo skyndilega, við treyst-
um á að þú verðir ávallt með okkur í
anda. Guð geymi þig og varðveiti.
Elsku Gussi, Guðmundur Þór og
fjölskylda, Kristján Valur og Guð-
mundur Rúnar, hugur okkar er hjá
ykkur. Megi Guð gefa ykkur styrk til
að takast á við nýjan dag.
Hún finnur ekkert hryggðarstríð,
Hörmung né mæðu neina,
Í friði skoðar ætíð blíð
Ásjónu drottins hreina.
(Passíusálmur 44.)
Ingibjörg, Eygló Rut
og Davíð Snær.
Stundum heyrast þær raddir að
ungar konur séu of uppteknar til að
taka þátt í félagsstörfum. Sem betur
fer fyrir okkur öll eru til ungar konur
sem geta alltaf gefið öðrum af tíma
sínum og var Erna Björg ein þeirra.
Hún gekk til liðs við Lionsklúbbinn
Hörpu 16. september 1999 og frá
þeim tíma hefur hún sinnt flestum
trúnaðarstörfum innan klúbbsins.
Hún var formaður, ritari, siðameist-
ari, stallari, blaðafulltrúi og ljósmynd-
ari og sat í félaga- og líknarnefnd.
Í starfi siðameistara minnumst við
Ernu Bjargar sérstaklega þar sem
mannkostir hennar og félagsfærni
fengu virkilega að njóta sín. Þar náði
hún að sýna það sem henni var svo
einstaklega lagið, að gefa af sér, en
henni lét mun betur að gefa en þiggja.
Ernu Björgu nægði hins vegar ekki
að starfa einungis með Lionshreyf-
ingunni heldur sinnti hún einnig af
trúmennsku og áhuga störfum meðal
annars fyrir Leikfélagið Grímni og
Kvenfélagið Hringinn í Stykkishólmi.
Auk félagsstarfa sinnti hún listsköp-
un og eru þeir ótaldir munirnir sem
hún hefur búið til og gefið okkur, bæði
félögum og klúbbi.
Um leið og við kveðjum Ernu
Björgu með virðingu og þökk fyrir
allt of stutta samfylgd vottum við eig-
inmanni hennar, sonum og fjölskyldu
allri innilega samúð. Minningin um
góða og kærleiksríka konu mun lifa
með okkur í áframhaldandi starfi í
þágu samfélagsins.
F.h. Hörpukvenna,
Erna Guðmundsdóttir
og Guðrún Marta Ársæls-
dóttir.
Elsku frænka, það er erfitt að
kveðja svona góða manneskju sem fór
alltof fljótt. Það verður sérstök til-
finning að fara í Hólminn næst og vita
að þú munt ekki taka á móti manni
eins og þú varst vön að gera, maður
var alltaf velkominn til þín í heim-
sókn. Það voru forréttindi að fá að
vera hjá þér, Gussa og frændum mínu
í Stykkishólmi þegar ég var yngri og
á ég einhverjar bestu minningar mín-
ar þaðan frá þeim tíma.
Ógleymanlegar útilegur, ferðir í
Dalina í heyskap, og bara að vera hjá
ykkur á Skúlagötunni og seinna
Sundabakka var frábært. Kæra
frænka, takk fyrir allt.
Guðmundur Orri McKinstry.
Líf Dodda bróður var allt annað en
auðvelt eða hefðbundið. Eftir að
hann lauk grunnskólaprófi stundaði
Sigurbjörn Björnsson
✝ SigurbjörnBjörnsson fæddist
á bænum Brekku í
Glerárþorpi 28. jan-
úar 1945. Hann lést á
heimili sínu, Skútagili
2, Akureyri, hinn 18.
júní 2010.
Hann var sonur
hjónanna Björns Hall-
grímssonar, f. 1898,
d. 1960, og Sigríðar
Ólafsdóttur, f. 1906,
d. 1991. Systkini Sig-
urbjarnar: Kristbjörg
Ólafía, f. 1929, d.
1992, Hreinn, f. 1930, d. 1983, Stef-
án Hallgrímur, f. 1935, Árný, f.
1941, og Elsa, f. 1951.
Sigurbjörn var jarðaður í kyrr-
þey 28. júní 2010.
hann sjómennsku í
þrjú ár en starfsferill-
inn var stuttur því að-
eins 18 ára gamall
greindist hann með
geðsjúkdóm sem hann
glímdi við allt sitt líf.
Hann dvaldist lengst
af á Kristnesspítala í
Eyjafirði og sú fjar-
vera hafði áhrif á okk-
ur öll. Á þessum tíma
vissi fólk almennt lítið
um geðsjúkdóma og
fordómar voru algeng-
ir. Það hefur sem bet-
ur fer gerbreyst á þessum áratugum
sem síðan eru liðnir.
Síðasta áratug bjó Doddi á sam-
býli fyrir geðfatlaða. Hann var mjög
trúaður maður, las mikið og þá var
skák sérstakt áhugamál hans.
Við náðum því miður ekki að hitt-
ast nægilega oft eftir að ég flutti suð-
ur fyrir rúmum þrjátíu árum. Því
þótti mér vænt um öll símtöl, jóla-
kort eða sendingar sem frá honum
bárust. Fyrir þremur árum greindist
Doddi með sykursýki og hefur lík-
lega verið veikari en við gerðum okk-
ur grein fyrir. Hann varð bráð-
kvaddur á heimili sínu.
Tíminn er eins og vatnið
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
Ég finn mótspyrnu tímans
falla máttvana
gegnum mýkt vatnsins.
Meðan eilífðin horfir
mínum óræða draumi
úr auga sínu.
(Steinn Steinarr)
Guð blessi þig Doddi minn og
varðveiti.
Elsa Björnsdóttir og fjölskylda.