Morgunblaðið - 17.07.2010, Page 36
36 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf
vinna áfram að þríleiknum
Áfram með smjörlíkið! en hann
fer fram í Reykjavík, á Djúpa-
vík, og í Berlín í sumar og
haust. Fyrsta sýningin í röð-
inni var í Listasafni ASÍ með
undirtitlinum „Innantóm slag-
orð“ og nú er komið að Verk-
smiðjunni á Djúpavík. „… og
tilbiður guð sinn sem deyr“ er
undirtitill sýningarinnar en þar
eru rýmisbundnar innsetningar í fyrirrúmi. Sýn-
ingin verður opnuð í dag kl. kl. 14 en þriðja sýn-
ingin verður opnuð 3. september í 111 – a space
for contemporary art í Berlín. Undirtitill hennar
er „Byltingin er rétt að byrja“.
Myndlist
Áfram skal haldið
með smjörlíkið!
Jóna Hlíf
Halldórsdóttir
Gunnhildur Daðadóttir fiðlu-
leikari og Guðríður St. Sigurð-
ardóttir píanóleikari halda tón-
leika á Gljúfrasteini á morgun
kl. 16. Á efnisskránni eru Æv-
intýrasvíta Bjarne Brustads
og Sónata fyrir fiðlu og píanó í
G-dúr op. 87 eftir Johannes
Brahms. Gunnhildur hefur
verið meðlimur í Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, Kamm-
ersveit Reykjavíkur, Strengja-
kvartettinum Loka og Melakvartettinum.
Guðríður hefur víða komið fram, ýmist sem ein-
leikari eða með öðrum tónlistarmönnum, bæði
hljóðfæraleikurum og söngvurum, hér á landi sem
erlendis.
Tónleikar
Brustad og Brahms
á Gljúfrasteini
Gunnhildur
Daðadóttir
Winfried Bönig, dómorgan-
istinn í Köln, heldur tónleika í
hádeginu í dag á Alþjóðlegu
orgelsumri í Hallgrímskirkju.
Bönig hefur starfað bæði sem
orgelleikari og hljómsveit-
arstjóri og kennir auk þess við
Tónlistarháskólann í Köln. Á
tónleikunum mun Bönig leika
Prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir
Bach og verk eftir Pachelbel,
Mozart og Widor. Á morgun
heldur hann svo aðra tónleika, kl. 17, og mun á
þeim leika orgelumritanir á hljómsveitarverk-
unum Funérailles eftir Liszt og Plánetunum eftir
Holst. Miðaverð á fyrri tónleikana er 1.000 kr. og
á þá seinni 1.500 kr.
Tónlist
Dómorganisti Köln
í Hallgrímskirkju
Winifred
Bönig
Ingunn Eyþórsdóttir
ingunn@mbl.is
Ný plata blússveitarinnar Klassart frá Sand-
gerði hefur litið dagsins ljós og nefnist hún
Bréf frá París. „Um er að ræða rólega og kósí
plötu. Þetta er ekki óður til Parísar eins og
nafnið gefur til kynna heldur ákveðið tilfinn-
ingauppgjör,“ segir söngkona sveitarinnar,
Fríða Dís Guðmundsdóttir. Spurð um titil plöt-
unnar, Bréf frá París, segir hún hann vera
kominn úr smiðju Vigdísar Grímsdóttur rithöf-
undar sem samdi tvo texta á plötunni.
„Platan hefur að geyma fjögur „cover“ lög en
Smári Guðmundsson, bróðir minn og gítarleik-
ari Klassart á heiðurinn að flestum lögunum.
Öll lögin eru í nýjum textabúningi að und-
anskildu „Heyr mína bæn“ sem er óbreytt í
klassískri þýðingu Ólafs Gauks.“
Semja lög við ljóð Hallgríms Péturssonar
Fríða Dís samdi sjálf fjóra texta á plötunni
og eitt lag en hún hefur samið ljóð og texta í
hjáverkum frá unga aldri. Að hennar sögn fólst
mikil áskorun í því að semja á íslensku. „Við
lögðum mikla vinnu í að hafa plötuna á íslensku
en fyrri platan var á ensku. Okkur fannst móð-
urmálið eiga meira upp á pallborðið hjá land-
anum nú og hljóta fyrir vikið verðskuldaða eft-
irtekt. Við vorum hrædd um að týnast í
einhverju „plötukviksyndi“ ef við hefðum text-
ana á ensku.“ Hún segir þó ekki útilokað að
endurgera plötuna á ensku ef vel gengur og að
sveitin fái tækifæri á að koma sér á framfæri
erlendis.
Ný plata er í smíðum hjá sveitinni og inni-
heldur hún frumsamin lög við ljóð Hallgríms
Péturssonar sálmaskálds. „Síðasta vetur fórum
við í allar kirkjur á Suðurnesjum og spiluðum
fyrir skólakrakka við góðar undirtektir.“
Sveitin skipuð systkinum
Frumraun sveitarinnar, platan Bottle of Blu-
es kom út árið 2007, og fékk einróma lof gagn-
rýnenda. Blúsbandið skipa systkinin Fríða Dís,
Smári og Pálmar Guðmundarbörn en Smári
leikur á gítar, Pálmar á bassa og kontrabassa
og Fríða Dís þenur raddböndin. Auk þeirra fær
sveitin liðsinni úr ýmsum áttum, Fríða Dís
syngur dúett ásamt Sigurði Guðmundssyni og
þekktir hljóðfæraleikarar koma við sögu, m.a.
Davíð Þór Jónsson, sem leikur á píanó og Helgi
Svavar Helgason sem spilar á slagverk. Platan
er gefin út af Geimsteini, hljómplötuútgáfu
Rúnars Júlíussonar og fjölskyldu, en fyrirtækið
hefur löngum verið í fararbroddi í að veita ungu
tónlistarfólki brautargengi.
Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur
sem Kiddi úr reggísveitinni Hjálmum
stjórnaði upptökum plötunnar en hljóð-
blöndun var einnig í hans höndum. Barna-
barn Rúnars Júlíussonar, Björgvin Ívar
Baldursson, sá um upptökustjórn og
hljóðblöndun á ítölsku dægurlagaperlunni
„No ho l’eta“ eða „Heyr mína bæn“ sem
er lokalag plötunnar. Útgáfutónleikar
Klassart eru fyrirhugaðir í byrjun
ágúst og verða auglýstir nánar
síðar.
Ljósmynd/Guðmundur Vigfússon
Klassi Söngkona Klassart í hljóðveri. „Þetta er ekki óður til Parísar eins og nafnið gefur til kynna heldur ákveðið tilfinningauppgjör,“ segir hún m.a.
Kósí frá Klassart
Bréf frá París heitir önnur plata sveitarinnar Klassart Áskorun að semja
á íslensku Plata í smíðum með nýjum lögum við ljóð Hallgríms Péturssonar
Kanadíski rithöfundurinn Douglas
Coupland, höfundur skáldsagnanna
Generation X og Girlfriend in a
Coma, hefur vent sínu kvæði í kross
og ákveðið að ljá fatalínu nafn sitt.
Hann er ekki fyrsti listamaðurinn
sem tekur upp á slíku, tónlist-
armennirnir Madonna, Kate Moss
og Liam Gallagher hafa m.a. tekið
upp á því sama. Fata- og fylgi-
hlutalínan hefur hlotið nafnið „Ro-
ots x Douglas Coupland“ og segir
Coupland að með henni sé veitt ný
sýn á kanadíska menningu og ein-
kenni hennar fjarri hinum dæmi-
gerðu táknmyndum landsins.
„Mér hefur aldrei fundist mikill
munur á því að skrifa bækur, vinna
að myndlist eða hanna húsgögn og
föt. Þetta er enn heilabúið í mér –
ég nota bara ólíka hluta þess til
ólíkra verkefna,“ segir Coupland á
vef fatamerkisins Roots. Hann seg-
ist í verkum sínum hafa kannað
hvernig hægt væri að sjá Kanada í
nýju ljósi og samstarfið við Roots sé
framhald á þeirri vinnu. Hann vilji
með verkum sínum sýna þá fjöl-
breytni sem Kanada búi yfir, ævin-
týragirni Kanadamanna og ein-
lægni.
Fyrsta bók Couplands kom út ár-
ið 1991 en hann hefur sent frá sér
13 skáldsögur, smásagnasafn og
skrifað fyrir kvikmyndir og sjón-
varp, svo fátt eitt sé nefnt.
Coupland
snýr sér
að tísku
Fatalínan Roots x
Douglas Coupland
Fjölhæfur Rithöfundurinn Douglas
Coupland á hönnunarnám að baki.
Ég hef náttúrulega
verið mikil skóm-
anneskja frá upphafi og þeir
hafa eiginlega bara átt hug
minn allan. 37
»
Þau leiðu mistök voru gerð í blaði
gærdagsins að sagt var frá því að
opnun myndlistarsýningar á olíu-
málverkum Sigurðar Ben Jóhanns-
sonar á Listatorgi, sal lista- og
menningarfélags Sandgerðisbæjar,
hæfist klukkan 17, en rétt er að hún
hefst klukkan 13 og stendur til 17.
Sýning Sigurðar Ben
hefst klukkan 13
Verk eftir Sigurð Ben.
LEIÐRÉTT
Eins og fram kemur í viðtali við Fríðu Dís Guð-
mundsdóttur samdi hún fjölda lagatexta á
nýju plötunni. Auk hennar er þar að finna
ýmsa texta eftir þekkta íslenska rithöfunda
og skáld.
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur samdi tvo
texta fyrir Klassart, þ. á m. textann við tit-
illag plötunnar, „Bréf frá París“. Vigdísi þarf
vart að kynna en hún hefur sent frá sér fjölda
ljóðabóka, smásagnasafna og skáldsagna.
Þekktust er hún fyrir verðlaunabókina
Grandavegur 7, sem kom út árið 1994.
Baggalútsmeðlimurinn Bragi Valdimar
Skúlason á einnig tvo texta á plötunni.
Bragi hefur verið ötull við textasmíðar
undanfarin ár og sendi m.a. frá sér
barnaplötuna vinsælu Gilli Gill árið 2008.
Texti við lagið „Bálför gamals unnustu-
bréfs“ er gamalt kvæði eftir síðróm-
antíska skáldið Kristján Jónsson Fjalla-
skáld en ljóðið „Þorraþræll“ er meðal
þekktari verka hans.
Lokalagið á plötunni, „Heyr
mína bæn“ er sem fyrr sagði í
þýðingu Ólafs Gauks Sím-
onarsonar tónlistarmanns.
Lagatextar eftir
þekkta listamenn
TEXTAHÖFUNDAR
myspace.com/fridaklassart Bragi Valdimar Skúlason