Morgunblaðið - 19.07.2010, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Enn hefur ekki náðst að yfirheyra
Sigurð Einarsson, fyrrverandi
stjórnarformann Kaupþings, en
rannsókn á málum honum tengdum
er enn í fullri vinnslu að sögn Ólafs
Þórs Haukssonar, sérstaks sak-
sóknara. „Síðustu vikur höfum við
verið að hleypa starfsfólki í sum-
arfrí og það þýðir náttúrlega minni
virkni hjá okkur,“ segir Ólafur Þór.
Mörg mál séu í gangi og á flestum
stigum rannsóknar. Þau krefjist
mikillar undirbúningsvinnu áður en
farið sé í beinar aðgerðir. Að-
spurður vildi hann ekki gefa upp
hvort von væri á fleiri handtökum á
næstunni.
Ekki búið að
yfirheyra Sigurð
Hin árlega hátíð Miðaldadagar var haldin á Gás-
um um helgina en þá er lífi blásið í hinn forna
Gásakaupstað við Eyjafjörð, helsta verslun-
arstað Norðurlands, frá 12. öld og þar til verslun
hófst á Akureyri á 16. öld, að því er talið er.
Fjöldi fólks lagði leið sína að Gásum um helgina
en þar buðu verslunarmenn ýmsa fagra muni og
farið var í leiki, meðal annars barist í knattleik
líkt og stundaður var á miðöldum. Þá gátu gestir
fylgst með iðnaðarmönnum smíða boga og örv-
ar, stunda útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytja-
hlutum. Einnig fengu gestir að kynnast vígfim-
um Sturlungum og vígamönnum í för erlendra
kaupmanna auk þess sem Örlygsstaðabardagi
var endursagður.
Miðaldadagar haldnir á Gásum við Eyjafjörð
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Miðað og skotið af mikilli einbeitni
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Útgerðarmenn eru afar ósáttir við þá
ákvörðun Jóns Bjarnasonar sjávarút-
vegsráðherra að gefa veiðar á úthafs-
rækju frjálsar og telja að með þessu sé
ráðherrann enn að setja í uppnám til-
raunir til að ná sátt um fiskveiðikerfið.
Markmið hans sé að grafa smátt og
smátt undan kvótakerfinu með því að
setja ákveðnar tegundir í sóknarstýr-
ingu. Fyrst hafi hann fleygt skötusel í
andlitið á þeim, nú úthafsrækju.
Ráðherra segir nauðsynlegt að nýta
betur rækjustofnana og bendir á að
frá 2000 hafi úthafsrækjukvótinn, sem
er 7.000 tonn á þessu fiskveiðiári, aldr-
ei verið fullnýttur og eitt árið hafi veið-
in aðeins verið um 900 tonn.
Úthafsrækja er rækja sem veiðist
út af Norðurlandi, sú sem veiðist nær
landi er nefnd innfjarðarækja. Fyrir
nokkrum áratugum voru veiddar tug-
þúsundir tonna af rækju ár hvert hér
við land en stofnarnir hrundu. Margt
hefur valdið því að lítið hefur verið
veitt síðustu árin, krónan var of sterk,
afurðaverð of lágt til að standast sam-
keppni á mörkuðum og einnig er mik-
ill olíukostnaður við að nota rækju-
troll.
Voru lengi stærstir
Ólafur H. Marteinsson, forstjóri
Þormóðs ramma Sæbergs á Siglufirði,
segir veiðarnar hafa gengið þokkalega
í sumar en misjafnlega eftir skipum.
Útbreiðslan sé ekki neitt í líkingu við
það sem var.
„Við vorum lengi stærstir í þessum
veiðum og erum það kannski enn, er-
um með 13-14% af kvótanum,“ segir
Ólafur. „Áhuginn fer vaxandi sem
tengist því að afkoman í veiðum og
vinnslu hefur verið að batna jafnt og
þétt. Verðið hefur hækkað og olíu-
verðið er skaplegra en það var. Olíu-
verðið var á tíunda áratugnum 100-200
dollarar tonnið en fór í 1.200 dollara
2008. Nú segir ráðherra að þetta hafi
verið vannýttur stofn. En þetta hafa
verið óhagstæðar veiðar fyrir alla,
þjóðarbúið og alla. Það gat enginn
stundað þetta. En menn hættu ekki
fyrr en þeir voru búnir að tapa hundr-
uðum milljóna króna og sumir urðu
gjaldþrota.
Við gerðum út fimm stóra togara,
seldum tvo þeirra til að aðlaga okkur
nýju umhverfi. Svo þegar við erum
búnir að selja togarana fyrir slikk
kemur ráðherra og segir bara: nú eiga
einhverjir aðrir að fá að prófa.“
Ólafur segir að útgerðarmenn hafi
oft bent á að auðvelt sé að draga úr
framsalsbraski með verðlítinn rækju-
kvóta sem breytt er í bolfisk en hann
síðan leigður út á margfalt hærra
verði en rækjan. Einfalt hefði verið
fyrir ráðherra að banna framsal á
rækjukvóta.
Gagnrýna frjálsar rækjuveiðar
Sjávarútvegsráðherra segir úthafsrækjuna vannýttan stofn og því rétt að leyfa öllum að prófa
Útgerðarmenn benda á að lágt afurðaverð og dýr olía hafi grafið undan veiðunum
Ólafur Marteinsson Jón Bjarnason
Mikill meirihluti þeirra tæplega
200 athugasemda sem bárust
vegna aðalskipulags Blönduóss
komu frá Akureyri og voru þess
efnis að þjóðvegurinn yrði færður í
samræmi við tillögur Vegagerðar-
innar að sögn Arnars Þórs Sæv-
arssonar, bæjarstjóra Blönduóss.
„Þetta var allt á sömu bókina lært
enda var búið að hanna sérstakt
snið sem fólk þurfti bara að senda
inn,“ segir Arnar Þór. Bærinn hafi
nú átta vikur til að vinna úr þeim.
Aðspurður hvort tekið verði tillit
til athugasemdanna segist hann
ekki útiloka neitt en vilji íbúa bæj-
arins sé að aðalskipulaginu verði
ekki breytt.
Hreppsnefnd
Húnavatns-
hrepps fjallaði
um athuga-
semdirnar á
fundi á miðviku-
dag og segir
Jens Pétur Jen-
sen sveitarstjóri
að skipulags-
valdið sé hjá
sveitarfélaginu.
Nefndin hafi fært rök fyrir
óbreyttu aðalskipulagi í greinar-
gerð og ekkert hafi breyst þrátt
fyrir athugasemdirnar.
Íbúar vilja aðal-
skipulagið óbreytt
Arnar Þór
Sævarsson
Athugasemdir breyta ekki neinu
Mikill umferðar-
straumur lá til
Reykjavíkur síð-
degis í gær og
fram á kvöld. Að
sögn lögreglu í
Borgarnesi var
þétt umferð í
gærkvöldi, bæði
norður og suður
og gekk hún
nánast algerlega áfallalaust.
Margir hafi lagt leið sína á Snæ-
fellsnes og jafnframt hafi öll tjald-
svæði í Borgarfirði verið full enda
gott veður.
Lögreglan á Selfossi hafði sömu
sögu að segja en sagði þó umferð-
arþunga nokkru minni en venju-
lega í lok ferðahelgar. Margir ætl-
uðu sér líklega að vera lengur út
vikuna á ferðalagi, eða fólk legði
seinna af stað. Margt hefði verið á
tjaldsvæðum sunnanlands og
margir kæmu af Bryggjudögum á
Stokkseyri og einnig frá Flúðum.
Mikil umferð á Suð-
vesturlandi eftir
góðviðrishelgi
Umferðareftirlit
Ríflega 4.500
manns voru í
gærkvöldi búnir
að skrá sig á
Facebook-síðu
þar sem Íslend-
ingar eru hvattir
til að gefa Ómari
Ragnarssyni eitt
þúsund krónur í sjötugsafmæl-
isgjöf. Ómar sjálfur er bæði þakk-
látur og hrærður yfir því að fólk
vilji gerast almenningshlutfélag um
að klára kvikmyndirnar hans. Hann
bindur vonir við að sú fyrri verði
tilbúin til sýningar í vetur.
Almenningshluta-
félag um Ómar
Ómar Ragnarsson
Heimilt er að leigja frá sér ann-
að hvert ár 50% af bolfisk-
kvóta. Rækjukvótinn hefur kost-
að sáralítið en hvert tonn hefur
hins vegar jafngilt ákveðnu bol-
fiskmagni. Hafa sumir því grætt
vel á að „umbreyta“ rækjunni í
þorsk og geta þannig leigt frá
sér hærra hlutfall en ella þótt
þannig sé augljóslega ekki unn-
ið í anda laganna.
Gegn anda
laganna
FRAMSALSBRASK
Tvítug íslensk Kópavogsmær, Anníe
Mist Þórisdóttir, hefur heldur betur
staðið sig vel í heimsmeistaramótinu
í crossfit sem fram fór í Kaliforníu í
Bandaríkjunum um helgina. Anníe
Mist keppti í hinum ýmsu greinum
og var framan af gærdeginum í
fyrsta sæti mótsins.
Vongóð um framhaldið
„Þetta hefur gengið nokkuð vel og
í byrjun dags var ég í fyrsta sæti
með þriggja stiga forskot en núna
eftir fyrstu keppni dagsins er ég
pínu ósátt þar sem ég lenti í öðru
sæti eftir hana. Ég er samt ánægð
þar sem ég hef unnið margar keppn-
ir hérna og það þýðir ekkert annað
en að vera vongóður um fram-
haldið,“ sagði Anníe Mist eftir fyrstu
þraut gærdagsins. Framundan var
þá lokahluti mótsins sem í sér felur
þrjár mismunandi greinar. Kepp-
endur fá ekki að vita hvaða greinum
keppt er í fyrr en klukkutíma fyrir
keppni í næstu grein. Verið var að
telja stigin þegar blaðið fór í prent-
un en allt útlit var fyrir að Anníe
Mist héldi öðru sætinu og munaði
ekki nema örfáum stigum á henni og
fyrsta sætinu. maria@mbl.is
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Góður árangur Anníe Mist hefur
notið mikils stuðnings á mótinu.
Anníe Mist í
2. sæti á
heimsleikum