Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010
útipottar – 30%
útisófar - 30%
!"#$ &'()*+ ,-$./(,0$//1 234567" ,831
93:#: &;<=>6"?=@;=:?:&1 AB!+ -/,1
C$ D,E EE-E(FFF+?G<3+"= H IB<3 ' )3J6KGGL
M
bl
11
82
44
1
UNDIRFÖT • SUNDFÖT
Skálastærðir A-FF
Kvenfatnaður
Stærðir 36-46
Hæðasmára 4
- Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 - www.selena.is
Útsalan í fullum gangi
30-60% afsláttur af völdum vörum
Nýtt kortatímabil
ÚTSALAN
HAFIN
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Morgunblaðinu hefur borist athuga-
semd frá Fornleifavernd ríkisins
vegna fréttar um fornleifafund við
Þingmúla, sem er svohljóðandi:
Fornleifavernd ríkisins fer með
stjórnsýslu fornleifamála á Íslandi.
Minjaverðir eru starfsmenn Forn-
leifaverndar ríkisins á landsbyggð-
inni og má finna upplýsingar um
hvernig hægt er að hafa samband við
þá á heimasíðu Fornleifaverndar
ríkisins http\\ www.fornleifavernd.is.
Á undanförnum árum hafa ítrekað
komið upp mál eins og við Þingmúla,
það er að í ljós hafa komið fornleifar
við framkvæmdir á bú- eða kirkju-
jörðum. Fornleifavernd ríkisins tek-
ur ákvörðun um hvort og þá hvaða
fornleifarannsókn er nauðsynleg til
þess að framkvæmd geti haldið
áfram. Ef matið leiðir í ljós að meiri
háttar fornleifarannsókn er nauð-
synleg, þá leitar Fornleifavernd eftir
fjárstyrk vegna rannsóknarinnar. Í
slíkum tilfellum er samið við forn-
leifafræðinga sem starfa utan stofn-
unarinnar um að vinna verkið.
Hvað varðar Þingmúla þá fóru
tveir minjavarða Fornleifaverndar
ríkisins ásamt aðstoðarmanni að
Þingmúla, rannsökuðu minjarnar,
mátu þær og skráðu. Þau dvöldu þar
í tvígang við störf í nokkra daga og
mun allur kostnaður vegna ferða
þeirra og starfa falla á Fornleifa-
vernd ríkisins, en ekki á ábúendur.
Bændum landsins er því óhætt að
láta Fornleifavernd ríkisins vita ef
fornleifar koma í ljós við fram-
kvæmdir á jörðum þeirra. Þeir þurfa
hvorki að greiða fyrir störf starfs-
fólks Fornleifaverndar ríkisins né
annarra fornleifafræðinga.
Fornleifavernd ríkisins hefur
lengi barist fyrir að fá sjóð sem stæði
straum af kostnaði vegna óvæntra
fornleifarannsókna. Stofnunin er því
vissulega sammála því sem kemur
fram í greininni varðandi slíkan sjóð.
Kristín Huld Sigurðardóttir
forstöðumaður Fornleifaverndar
Athugasemd frá Fornleifavernd
Daníel Jakobsson, útibússtjóri
Landsbanka Íslands á Laugavegi,
hefur verið ráðinn bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar.
27 einstaklingar sóttu um starf
bæjarstjóra. Umsóknirnar voru
teknar til úrvinnslu hjá Capacent
sem síðan lagði niðurstöðurnar fyr-
ir bæjarstjórn.
Daníel nýr bæjar-
stjóri Ísafjarðar
„Stemningin er svakalega góð og það er búið að
ganga ótrúlega vel. Þetta hefur verið miserfitt en
er eiginlega léttara þegar maður lítur til baka eins
og oft er,“ segir Kristín Jóna Hilmarsdóttir sem
lýkur 30 daga göngu þvert yfir landið í dag ásamt
þeim Önnu Láru Edvardsdóttur og Margréti Hall-
grímsdóttur.
Þegar blaðamaður slær á þráðinn eru þær stöll-
ur staddar á Langanesi og eru því komnar lang-
leiðina, en þær ljúka ferðinni á Fonti sem er ysti
oddinn á Langanesi. Samkvæmt gps-tæki hópsins
hafa þær gengið 613,33 km og eiga eftir 35 km sem
gengnir verða í dag en leiðin er í allt um 650 km.
„Það stendur upp úr í ferðinni að hafa vaðið yfir
Þjórsána í þvílíka kraftinum upp að mitti en við
fengum aðstoð við að komast þar yfir. Á föstudag-
inn var hittum við líka Steingrím J. Sigfússon á
Öxafjarðarheiðinni. Hann er einmitt frá þessum
slóðum og fór fyrstur þessa leið sem kölluð er
Steingrímsstígur. Hann hafði haft spurnir af
ferðalagi okkar og þar sem við erum að ganga
heiðina kemur bíll á móti okkur og stoppar. Þar
var Steingrímur kominn og spyr hvort við séum
göngukonurnar miklu. Það var skemmtilegt að
spjalla við Steingrím sem sýndi förinni áhuga,“
segir Kristín Jóna. maria@mbl.is
Óðu Þjórsá upp að mitti og
hittu fjármálaráðherra
Ljúka 650 km göngu þvert yfir landið í dag
Afrek Göngukonur á ferð sinni þvert yfir landið.