Morgunblaðið - 19.07.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 19.07.2010, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 Nei, farðu þangað! Símamótinu í knattspyrnu, sem er fyrir 5.-7. flokk kvenna, lauk um helgina. Á mótum sem þessum hafa foreldrar á hliðarlínunni oft sterkar skoðanir á gangi mála. Ómar Barcelona | Ríkin á svo- nefndum jaðri evru- svæðisins (Grikkland, Spánn, Portúgal, Ír- land og kannski nokk- ur í viðbót) þurfa að grípa til sérstakra ráð- stafana og aðlögunar sem oft er rætt um á afmörkuðum fundum en ætti í reynd að taka á með sameiginlegum hætti. Ef tryggja á að efnahagur þessara ríkja lifni við þarf að beita þrenns konar aðlögunarráðstöfunum: milli evrusvæðisins og umheimsins, milli kjarna evrusvæðisins og jaðarsins og milli skulda og tekna í jaðar- ríkjum með mikla skuldabyrði, eink- um í Grikklandi. Sjálf lausnin í hverju tilfelli er jafn augljós og framkvæmdin er flókin. Í fyrsta lagi verður evru- svæðið að minnka þrýstinginn á jað- arríkin (a.m.k. að hluta) með því að flytja út sumt af þessari nauðsyn- legu aðlögun með því að lækka verulega gengi evrunnar og það er þegar að gerast. Þetta er aðlögunin milli evrusvæðisins og umheimsins. Í öðru lagi þarf að endurheimta samkeppnishæfnina með því að binda enda á verðbólgumismuninn milli jaðars og kjarna sem varð til meðan þeysireið fjármagnsflæðisins fór fram fyrir 2008. Í Grikklandi og á Spáni svaraði þessi munur til 14% af landsframleiðslu þegar evrunni var hleypt af stokkunum. Síðast en ekki síst er ef til vill hægt að minnka smám saman mun- inn á milli skulda og tekna með auk- inni verðbólgu á evrusvæðinu. En það er að verða æ ljósara að ætli menn að laga skuldabyrðina að greiðslugetu landanna sem eiga í vanda þarf í sumum þeirra (aftur aðallega í Grikklandi) traust ferli þar sem skuldir eru endur- skipulagðar. Fram til þessa hafa þeir sem móta stefnuna í Evrópu kosið að fara þveröfugt að í hverju tilfelli. Þeir hafa reynt að tala upp gengi evrunnar, enda þótt fjármálamark- aðirnir hafi afgreitt þetta eins og hvern annan pólitískan áróður og evrugengið nálgast nú óðum jafn- vægi. Evrópusambandið hefur líka reynt að eyða efasemdum um brýna nauðsyn þess að endurskipuleggja opinberar skuldir Grikkja og fleiri þjóða með því að setja saman nógu öflugan stöðugleikasjóð (og hafa fleygt í hann 250 milljörðum frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), pen- ingum sem eru enn aðeins loforð). Þetta var ekki hannað fyrst og fremst til að verja jaðarríkin fyrir markaðsáhlaupi heldur einnig til að rétta lánveitendum úr röðum einka- aðila hjálparhönd og verja þá falli. Eins og vænta mátti sáu lánveit- endur í gegnum þessar yfirlýsingar og áttuðu sig á því hvað niðurskurð- urinn á fjárlögum, sem lá í orð- unum, var óskynsamlegur. Bloom- berg-fréttastofan segir frá því að í nýlegri könnun á viðhorfum al- þjóðlegra fjárfesta komi fram að 73% þeirra álíti sennilegt að Grikkir geti ekki staðið í skilum. Við þessar aðstæður veldur frestur á end- urskipulagningu skulda aðeins því að enn eykst vantraustið á evrópsk- um bönkum sem eiga mikið af óljós- um ríkisskuldaviðurkenningum og vantraustið á fjármálamörkuðum al- mennt, á sama hátt og óvissa um stöðutöku í veðskuldabréfavafn- ingum olli trúnaðarbresti seinni hluta ársins 2008. Hvers vegna ekki að nota þennan rómaða stöðugleikasjóð sem veð- tryggingu á bak við evrópska Brady-skuldabréfaáætlun og ljúka þannig þessari örlagasögu rík- isskuldanna? Það gæti hljómað eins og öfgar en yrði svo sannarlega áhrifaríkara en að láta sjóðum Evr- ópu smám saman blæða til ólífis en það myndi hafa í för með sér op- inbera og alþjóðlega skuldatimb- urmenn sem aðeins myndu verða til að hræða verðandi nýja lánveit- endur úr einkageiranum. Áætlun af þessu tagi myndi einn- ig varpa í eitt skipti fyrir öll ljósi á útbreiðslu vandans í evrópskum bönkum og þá mætti smám saman einangra hann. Allt sem þarf til er að nota sama féð og Seðlabanki Evrópu (ECB) er að eyða núna í að kaupa upp á nafnvirði skuldabréf jaðarríkja í erfiðleikum, átak sem ekki virðist vekja traust á mörk- uðunum. Í reynd er áhættuálag á spænsk og ítölsk ríkisskuldabréf hærra núna en það var áður en áætlun ECB var lögð fram. Og undir lokin, evrópskar ríkis- stjórnir virðast keppa um það hver geti gripið til róttækustu aðgerð- anna á sviði fjárlaga. Þetta er lausn sem hlýtur að leiða til ófarnaðar, getur aðeins höfðað til þröngsýn- ustu markaðssérfræðinga og, þótt undarlegt megi virðast, til AGS sem er eins og tvíátta í afstöðu sinni. Hann ráðlagði fyrir tæpu ári rétti- lega að gripið yrði til samræmdra örvunaraðgerða af hálfu ríkisvalds- ins af nákvæmlega sömu ástæðum og það er slæmt fyrir Evrópu að grípa nú til samræmdra aðhalds- aðgerða í ríkisfjármálum. Séð í þessu ljósi er hin nýja að- haldsstefna þýskra stjórnvalda nýj- asti og hrikalegasti þátturinn í röð óheppilegra viðbragða. Aðhald í rík- isfjármálum í Þýskalandi getur ein- vörðungu minnkað spurn eftir fram- leiðslu frá evrulöndum og dregið úr verðbólgu í Þýskalandi. Og minni verðbólga merkir að ef jaðarríkin vilja minnka mismuninn á verð- bólgustiginu verða þau að sætta sig við lotu hreinræktaðrar verðhjöðn- unar. Með öðrum orðum, samdráttur í ríkisútgjöldum í Þýskalandi merkir enn meiri samdrátt í ríkisútgjöldum í Grikklandi og á Spáni. Það er ótrú- legt að velja slíka stefnu núna þegar Þjóðverjar ættu að nýta sér svig- rúmið sem þeir hafa til ráðstafana í ríkisfjármálum og efnahagslegan mátt sinn til að skapa og ýta undir eftirspurnina sem jaðarríki Evrópu þurfa til að vaxa út úr vesöldinni. Slík stefna myndi einnig ýta undir verðbólgu sem væri vel þegin og myndi auðvelda aðlögun á sviði verðlags í Evrópu. G-20 ríkin komust að þeirri nið- urstöðu á fundi sínum í London í fyrra að hnattræna kreppan gerði að verkum að samræma yrði út- gjaldastefnu til að koma í veg fyrir hrun hagkerfa. Fimmtán mánuðum síðar mæla Evrópa og AGS hvar- vetna með aðhaldsaðgerðum af hálfu ríkisvaldsins og neita að við- urkenna að kreppan í Evrópu kalli á margvíslega stefnumótun og við- brögð til að ná margvíslegum og ólíkum markmiðum. Hrindi menn núna í framkvæmd hefðbundnum og óskynsamlegum aðgerðum mun það valda dýpri samdrætti og fresta enn þeim degi reikningsskila sem óhjá- kvæmilega rennur upp. Eftir Mario I. Blejer og Eduardo Levy Yeyati »Evrópskar ríkis- stjórnir virðast keppa um það hver geti gripið til róttæk- ustu aðgerðanna á sviði fjárlaga. Þetta er lausn sem hlýtur að leiða til ófarnaðar ... Mario I. Blejer Mario I. Blejer var seðlabankastjóri Argentínu. Eduardo Levy Yeyati er gistiprófessor við hagfræðideild Barcelona-háskóla. ©Project Syndicate 2010 Gera Evrópuríkin allt rangt? Eduardo Levy Yeyati

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.