Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 Dagur B. Eggertsson, varafor-maður Samfylkingarinnar, á erfitt með að sætta sig við að hafa farið illa út úr borgarstjórnarkosn- ingunum og ekki orðið borg- arstjóri. Hann saknar þess til dæm- is að hafa ekki aðstoðarmann.     Hann reyndi að bæta úr þessu enekki náðist samstaða um að formaður borgarráðs réði sér að- stoð- armann. Þetta stöðvaði Dag þó ekki, því að hann hefur nú ráðið sér aðstoðarmann, en gætir þess að kalla hann ekki því nafni.     Aðstoðarmaðurinn hefur góðareynslu af því að aðstoða borg- arstjóra Samfylkingarinnar, því að hann aðstoðaði bæði Þórólf Árna- son og Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur áður en honum var fund- ið starf í Orkuveitu Reykjavíkur.     Nú hefur Dagur á ný kallað Eiríktil aðstoðarmennsku í ráðhús- inu fyrir Samfylkinguna, en lætur það heita að hann sé að vinna fyrir eigendanefnd OR og að OR greiði launin hans. Þetta kemur í það minnsta fram í svari Dags við fyr- irspurn minnihlutans í borgarráði.     Eiríkur mun líka eiga að aðstoðaDag við atvinnumál, en þau hef- ur Dagur tekið yfir þó að almennt teljist þau á verksviði borgarstjóra og samið hafi verið um að minni- hlutinn eigi að leiða starfshóp vegna atvinnumála.     Dagur er sem sagt frekur til fjör-ins en það gerir ekkert til. Borgarstjóri mun frétta af breyttri verkaskiptingu í ráðhúsinu þegar hann kemur úr fríi. Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr Kristinsson. Mýsnar komnar á kreik Veður víða um heim 23.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 18 léttskýjað Akureyri 16 léttskýjað Egilsstaðir 18 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 12 rigning Nuuk 13 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 16 skúrir Brussel 21 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 20 skýjað París 22 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 20 skúrir Vín 27 skýjað Moskva 35 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 32 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 22 skýjað Montreal 25 alskýjað New York 25 skúrir Chicago 30 skýjað Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:10 22:59 ÍSAFJÖRÐUR 3:46 23:33 SIGLUFJÖRÐUR 3:28 23:17 DJÚPIVOGUR 3:32 22:36 Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Fimm menn voru í gærmorgun dæmdir í fangelsi fyrir að hafa staðið í sameiningu að innflutningi á rétt tæplega 1,6 kílóum af mjög hreinu kókaíni. Talið er að efnið hafi verið ætlað til sölu hér á landi. Hinir sakfelldu voru dæmdir í tveggja til fjögurra og hálfs árs fangelsi, samanlagt til sautján og hálfs árs fangavistar. Guðlaugur Agnar Guðmundsson, 23 ára, og Orri Freyr Gíslason, 30 ára, hlutu fjögurra og hálfs og þriggja og hálfs árs dóma en af ákæru má ráða að þeir séu höfuðpaurarnir á bak við smyglið. Skipu- lagning og fjármögnun var að mestu í þeirra hönd- um. Guðlaugur neitaði sök en Orri Freyr játaði að hluta. Rauf skilorð vegna dóms fyrir nauðgun Davíð Garðarsson, 41 árs, var dæmdur í fjög- urra og hálfs árs fangelsi. Hans hlutdeild fólst samkvæmt ákæru meðal annars í að hafa milli- göngu um að útvega burðardýr. Hann neitaði sök um kókaíninnflutninginn en játaði vörslu fíkni- efna. Hann á sakaferil allt aftur til ársins 1985 og rauf með broti sínu skilorð reynslulausnar en hann var árið 2005 dæmdur til tveggja og hálfs árs fangels- isvistar fyrir nauðgun. Eftirstöðvar þeirrar refs- ingar voru 310 dagar. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, játaði að hafa haft milligöngu um að útvega burðardýr til inn- flutningsins. Hlaut hann þriggja ára dóm. Jóhann- es Mýrdal, 51 árs, játaði að hafa flutt efnið inn og var dæmdur eftir því. Var honum gert að sæta fangavist í tvö ár. Orri Freyr og Pétur Jökull breyttu upphafleg- um framburði sínum töluvert á síðari stigum máls- ins. Gerðu þeir báðir minna úr aðkomu Davíðs en áður í hinum breytta framburði. Taldi dómari skýringar á breyttum framburði þeirra ótrúverð- ugar. Var því litið framhjá honum. Samtals 17 ár fyrir kókaínsmygl  Allir fimm ákærðu voru sakfelldir  Þeir sem neituðu sök fengu þyngsta dóma Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ákvað á fimmtudaginn að hafna öllum umsækjendum um embætti bæjarstjóra. Fram hefur komið að viðræður standi nú yfir við Pál Björgvin Guðmundsson um að hann verði næsti bæjarstjóri sveitarfélagsins. Páll Björgvin er útibússtjóri Íslandsbanka á Reyð- arfirði og er fyrrverandi fjár- málastjóri Fjarðabyggðar. Páll Björgvin sótti upphaflega um starf bæjarstjóra en dró síðar umsókn sína til baka. Yfirgripsmikil þekking á fjármálum Fjarðabyggðar „Það náðist ekki þverpólitísk sátt um þá umsækjendur sem sóttu um starfið. Nafn Páls Björgvins kom þá í umræðuna og samþykkt var að hefja við hann viðræður,“ segir Jens Garðar Helgason, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjórn Fjarða- byggðar. Hann segir Pál búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á fjár- málum sveitarfélagsins. „Fjarðabyggð stendur frammi fyrir stóru verkefni sem felst m.a. í endurfjármögnun lána. Það var mat bæjarstjórnar að bæjarstjór- inn þyrfti að vera einstaklingur sem allir gætu treyst til að sinna starfinu.“ Flestum umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun bæjarstjórnarinnar bréfleiðis en hringt var í þá sem boðaðir höfðu verið í viðtal. Upphaflega sóttu 23 um stöðu bæjarstjóra. Fimm þeirra drógu síðan umsóknina til baka. Jens Garðar staðfesti við Morgunblaðið að Páll Björgvin hefði verið einn þeirra sem dregið hefðu umsókn sína til baka. Jens Garðar segir einn umsækjanda hafa staðið upp úr í umsóknarferlinu og verið tal- inn líklegastur í starfið. Það hafi verið Daníel Jakobsson sem ný- lega var ráðinn bæjarstjóri Ísa- fjarðar. Þegar ljóst varð að hann tæki frekar starfinu á Ísafirði hafi bæjarstjórnin leitað til Páls Björgvins. Ekki ástæða til að auglýsa stöðuna að nýju Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ákvað að leita ekki til utanaðkom- andi þjónustu við ráðninguna. Jens segir það töluverðan sparnað fyrir sveitarfélagið en við ráðn- ingu fráfarandi bæjarstjóra var leitað til Capacent til ráðgjafar. Ekki þótti ástæða til að auglýsa aftur eftir starfi bæjarstjóra. Búist er við að tilkynnt verði um nýjan bæjarstjóra í næstu viku. Páll Björgvin er nú í sum- arfríi og ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Páll var á meðal upphaflegra um- sækjenda en dró umsóknina til baka  Ekki náðist þverpólitísk sátt um þá átján umsækjendur sem sóttu um starfið Bæjarstjórn Fjarðabyggðar er ekki bundin af umsóknum um starfið. Að sögn Trausta Fannars Valssonar, dósents við lagadeild HÍ, eru engar sér- stakar hæfniskröfur gerðar til bæjarstjóra aðrar en þær að hann hafi for- ræði á eigin fé. Bæjarstjórn beri þó að tilkynna öllum umsækjendum ákvörðun sína með fullnægjandi hætti velji hún að hafna umsækjendum. „Ráðning bæjarstjóra er pólitísk ráðning og því ráða menn þann sem þeir helst vilja,“ segir Trausti Fannar. Svipað gildi við ráðningu aðstoðar- manna ráðherra. Lykilatriðið sé að traust ríki milli bæjarstjórnar og fram- kvæmdastjóra sveitarfélagsins. Talað hefur verið um sérstakt eðli bæjar- stjórastarfsins og má t.d. benda á dóm Hæstaréttar nr. 162/2001 í því samhengi. Pólitísk ráðning bæjarstjóra BÆJARSTJÓRNARMÁL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.