Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Er einhver heima? Blaðamaður bankar upp á í veglegri álfablokk en líklega eru álfarnir úti í sólinni. þá kasti þeir jafnvel álögum yfir dýr og menn. Á móti þakka þeir hins vegar afar vel fyrir sig séu þeir að- stoðaðir eða gefnir hlutir sem þá vantar. Garðálfur í mjög vondu skapi Hópurinn staðnæmist góða stund í Hellisgerði, fallegum al- menningsgarði Hafnfirðinga og þar er örugglega gott að búa ef maður er álfur. Nóg af steinum, gras og tré, hvað gæti verið betra? Þó segir sagan að ekki hafi allir íbúar álfa- byggðarinnar í garðinum verið ýkja ánægðir með búsetuna en ung stúlka ku hafa heyrt kallað í sig úr steini í garðinum. Hún fór þá og gaf sig á tal við álfkarl sem þar bjó og var í afar vondu skapi. Garðurinn er nefnilega mjög vinsæll til útivistar og leikja barna og fannst álfinum aldrei vera nokkurt næði heima hjá sér. Þá segir önnur saga að kona sem var á gangi í garðinum hafi heyrt barnsgrát og í sömu andrá að einhver sussaði á barnið. Hún fór beint heim og sagði þar þessi tíðindi en slíkt segir Sigurbjörg einmitt einstakt á Íslandi. Fólki finnist ekk- ert mál að segja frá slíkri upplifun en í mörgum öðrum löndum væri litið á það spurnaraugum. Það er nefnilega fjöldi Íslendinga sem trúir á álfa og er ekkert að fela það. Óþekkir umskiptingar Í ferðinni sem tekur um einn og hálfan tíma er komið við á ýms- um stöðum og sagðar sögur sem flestir Íslendingar kannast við eins og söguna um 18 barna föður úr álf- heimum. Einnig sögur af umskipt- ingum sem Sigurbjörg segir vera það eina raunverulega slæma við álfana. Í æsku hafi móðir hennar oft líkt sér við umskipting þegar hún var að óþekktast og margir Íslend- ingar kannast örugglega við að hafa heyrt slík orð falla. Álfaleið- söguferðir eru farnar tvisvar sinn- um í viku en einnig er hægt að sér- sníða ferðir fyrir hópa. Ferðirnar eru líka vinsælar hjá ferðamönnum og vinsælastar hjá þýskum ferða- mönnum, sem vekur kátínu sam- ferðafólksins. Nánari upplýsingar um ferðirnar má nálgast á vefsíðu leiðsögufyrirtækisins Horft í ham- arinn, www.alfar.is. Morgunblaðið/Ómar Hellisgerði Almenningsgarður Hafnfirðinga heitir eftir þessum helli. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 Costa del Sol Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi sumarleyfisferðir til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Verð kr. 124.900 - Balmoral *** með fullu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi í 11 nætur með fullu fæði. Verð m.v. 2 í herbergi kr. 156.100.- á mann með fullu fæði. Verð kr. 139.900 Hotel Palmasol *** með "öllu inniföldu" Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi með "öllu inniföldu" í 11 nætur. Verð mv. 2 í herbergi kr. 169.900.- Verð kr. 129.900 Aguamarina apartments *** með fullu fæði og drykkjum með mat Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með fullu fæði og drykkjum með mat í 11 nætur. Verð mv. 2 í studio kr. 169.900 með fullu fæði og drykkjum með mat. Síðustu sætin 17. ágúst í 11 nætur á einstöku tilboði Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Frá kr. 124.900 með fullu fæði Daglegt líf 11 „Þar sem ég á afmæli á morgun ætla ég að halda upp á það í kvöld,“ segir Nikólína Hildur Sveinsdóttir, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Hún verður 19 ára sunnudaginn 25. júlí og býður heim í veislu í tilefni þess. Nikólína er í fríi frá sumarvinnunni í dag en hún er nýkomin heim frá Svíþjóð þar sem hún dvaldi í nokkrar vikur ásamt vinkonum sínum. „Ég ætla bæði að baka og taka til í dag. Þem- að í afmælinu er „Cupcakes&cocktails“ og ég þarf að undirbúa það,“ segir Nikólína og býst við að framleiða nóg af muffins fyrir af- mælisboðið en hún á von á um tuttugu afmælisgestum í heim- sókn. „Þetta eru vinkonur, bekkjar- systur mínar og frænkur og við ætl- um að gæða okkur á kræsingunum og halda upp á afmælið,“ segir Nikó- lína sem hlakkar til að skemmta sér með vinkonunum. „Ég hef eigin- lega alltaf haldið upp á afmælið mitt og mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Nikólína en sem betur fer stendur hún ekki ein í undirbún- ingnum heldur hafa vinkonur hennar boðist til að hjálpa afmælis- barninu við undirbún- inginn og gera allt tilbúið fyrir kvöld- ið. Eftir allan bakstur og tiltekt tekur svo gamanið við. Hvað ætlar þú að gera í dag? Undirbúningur fyrir afmælisboð Afmælisbarn Nikólína Hildur Sveinsdóttir notar daginn í afmælishald. Mæðgurnar Sveinhildur Vilhjálms- dóttir og Tóta dóttir hennar halda úti skemmtilegri Facebook-síðu með hönnun sinni sem kallast Kasó Bil. Sveinhildur var lengi textílkenn- ari og prjónar aðallega úr mjög grófu garni en Tóta er í hönn- unarnámi. Hjólaslöngur og gróft garn „Í hönnun okkar erum við að- allega með prjónles en ég prjóna aðallega úr mjög grófu garni og plötulopa sem gefur skemmtilega áferð. Tóta hannar hins vegar skart- gripi og hefur t.d. gert skemmti- legar keðjur um hálsinn úr hjóla- slöngum. En nú er hún líka byrjuð að fikra sig áfram við að prjóna. Nafnið Kasó Bil kom til af því að dóttir mín kallaði kaffibolla kasóbil þegar hún byrjaði að tala. Orðið hefur því per- sónulega tengingu við okkur þó það sé kannski ekki lýsandi fyrir það sem við gerum. Við hönnum ekki saman en njótum á skapandi hátt að fara okkar eigin leiðir og styðjum hvor við aðra,“ segir Sveinhildur. Fyrir þá sem vilja skoða og prófa er bent á að hafa samband við þær mæðgur í gegnum Facebook-síðuna. Mæðgur kynna saman hönnun sína Flott Rauð prjónapeysa úr grófu garni, tilvalin fyrir síðsumarkvöld. Gróft garn og skartgripir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.